Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990
31
vann á Álafossi gekk hún að jafn-
aði um helgar til Reykjavíkur og
til baka næsta dag, alls um 35 km
og hafnaði þá gjarnan bílfari þótt
byðist. Lilja ferðaðist bæði utan
lands og innan, naut náttúrufegurð-
ar og þess að kynnast fólki, venjum
þess og siðum.
Á stríðsárunum er Sigurður var
við brúargerð í Fljótsdal eystra, tók
hún sig upp ásamt vinkonu og fór
fótgangandi og ríðandi suður og
austur með landi allt að Egilsstöð-
um og í Fljótsdalinn. Uppátækið
heppnaðist vei og vakti undrun eig-
inmanns og starfsmanna hans.
Úr Dölunum tók Liija með sér
besta vin sinn, gæðinginn Þyt, grá-
an að lit, vakran og viljugan. Marga
ánægjustund átti hún með honum
hér í bænum á árunum fyrir stríð.
Var hún um helgar oftar en ekki
með góðum hestavinum og naut
útivistar. Áfangastaðir oftast Bald-
urshagi og Geitháls.
Þá má einnig til gamans geta
þess og til marks um einurð og vilja-
festu Lilju að hálfsextug tók hún
bílpróf, keypti sér vandaðan
fólksbíl, Buick, og kom hann í stað
gamla góða gæðingsins Þyts. Marg-
an morgun eldsnemma að sumar-
lagi ók hún síðan um bæinn og
nágrenni sér til ánægju og ekki
ósjaldan var áningarstaðurinn
Nauthólsvík, þar sem farið var í
heilsubað.
Af andans íþróttum skal nefnt,
að skáklistin höfðaði allt frá æsku
mjög til Lilju. Hún tefldi nær dag-
lega og höfðu margir skákmenn,
sumir landskunnir, gaman af að
heimsækja og þreyta kapp við þessa
óvenju snjöllu skákkonu enda úrslit
ekki fyrirfram ráðin. Lilja var læri-
meistari barna Grétars og Sigrúnar
í skáklistinni. Árangurinn lét heldur
ekki á sér standa. Gladdi það Lilju
ósegjanlega, er nafna hennar Guð-
fríður Lilja varð íslandsmeistari
kvenna í skák aðeins 13 ára gömul
og síðan samfellt næstu fjögur árin.
Helgi Áss er núverandi unglinga-
meistari.
Organleikur var ætíð eitt af
hugðarefnum Lilju og því átti hún
orgel lengst af ævinnar og spilaði
á það af hjartans list, bæði sér og
öðrum til ánægju. Vænst þótti henni
að vel væri undir tekið með söng á
góðum stundum. Sálmalög og „fjár-
lögin“ góðkunnu skipuðu jafnan
sess í lagavali hennar, en lærifaðir
hennar, dr. Páll og hans lagasmíð,
voru þó í mestum metum hjá henni.
Það er trú okkar og von að ferð-
in, sem Lilja hóf nú þann 12. þessa
mánaðar yfir í ódáinslönd guðsrík-
is, verði farsæl og góð.
Megi Lilju verða að ósk sinni og
trú að hitta innan gullna hliðsins
gengna ástvini og frændfólk, er
taki henni opnum örmum.
Fyrir hönd fjölskyldu okkar
þökkum við Lilju alla góðvild og
gæsku okkar sýnda.
Blessuð veri minning Guðfríðar
Lilju.
Ása, Jóhannes og
Anna María Benediktsbörn.
Ráðvanda þanka og hjartað hreint,
Herrann gefi mér ljóst og leynt
fláráðum heimsins flærðarsið
forða mér Drottinn þess ég bið.
Blömastofa
Friöfinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öil kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Innrættu mér það áform hjá
öllum góðfýsi og kærleik tjá.
Lát mig framganga falslaust hér
svo fái ég dýrðarvist hjá þér.
(G.S.)
Ráðvendni, gott hjartalag, hrein-
skilni og trygglyndi voru meðal
ríkustu eiginda þeirrar mætu konu
sem nú er kvödd. Mennirnir skilja
eftir sig misdjúp spor á lífsleiðinni.
Sú sem hér kveður, tengdamóðir
mín elskuleg, skilur eftir sig
ógleymanleg spor í hjörtum þeirra
sem best þekktu hana.
Ég ætla ekki að rekja ættir henn-
ar eða feril — aðeins að þakka með
fátæklegum orðum þann tíma sem
við áttum samleið og ég hefi mikið
að þakka. Kynni okkar Lilju hófust
fyrir rúmum aldarfjórðungi, er ég
kynntist einkasyni hennar. Sam-
band þeirra, sonar og móður, var
alveg einstaklega mikið, náið, gott
og farsælt alla tíð. Lilja var mikil
mannkosta- og dugnaðarkona. Þeg-
ar ég kom inn á heimili hennar rak
hún vefnaðarvöruverslun sína af
fullum krafti á neðri hæð hússins,
sem hún og eiginmaður hennar,
Sigurður Björnsson, brúarsmiður,
höfðu búið f og hann byggt fyrir
rúmum 40 árum. Hann lést haustið
áður en ég kom inn í heimilismynd-
ina. Verslunarstarfið var líf og yndi
Lilju og var það mikil gæfa fyrir
hana að geta stundað þessa starfs-
grein, sem hún fékk svo mikla
lífsfyllingu við að sinna og gaf henni
útrás fyrir ríkt starfsþrek og starfs-
vilja. Því varð það ekki svo erfitt
fyrir Lilju að flytja sig aðeins um
set og eftirláta ungu hjónunum
íbúðina sína. Hún gat eftir sem
áður sinnt hugðarefnum sínum og
fékk áfram að vera í nánum tengsl-
um við sinn ástríka son. Á Berg-
staðastrætinu bjuggum við í ein 6
ár og þar fæddust tveir elstu synir
okkar hjóna, Sigurður, sem varð
strax augasteinn ömmu sinnar, og
síðar Andri, er eigi varð í minna
uppáhaldi hjá ömmunni. Eftir lang-
an og strangan vinnudag í verslun-
inni gaf hún sér ávallt stund til að
láta vel að ungviðinu og kenna því
listir ýmiss konar og góða siðu.
Lilja var mjög fjölhæf kona, lék
á orgel listavel og taktfast, enda
lærð hjá einum fremsta orgelleikara
þjóðarinnar, dr. Páli ísólfssyni. Fyr-
ir þeim manni bar hún djúpa og
einlæga virðingu. Lilja lagði einnig
rækt við aðra list. Allt frá því hún
var smáhnáta heima á Þorbergs-
stöðum í Dölum vestur og þar til
hún fór á elliheimili hér í borg um
mitt ár 1986, lagði hún rækt við
skáklistina. Kornung hafði hún lært
að tefla í sveitinni og hafði lagt
margan karlmanninn að velli við
skákborðið. Því var það ekki að
undra að ein mesta gleði og unun
hennar var að geta kennt barna-
börnum sínum þessar hugaríþrótt,
fyrst augasteininum sínum og síðan
öllum hinum þremur ástfólgnu
barnabörnum sínum. Hún átti sinn
stóra þátt í að kveikja þann neista
sem síðar má segja að hafi orðið
að einskonar báli. Því að öll fjögur
hafa þau sinnt þessari list af mik-
illi kostgæfni og áhuga, án þess þó
að láta slíkt bitna á skylduverkefn-
um sínum. Það er ótrúlega mikils
virði að geta beint. hugum barna
frá unga aldri inn á góðar brautir
og halda áfram að rækta það með
þeim sem einu sinni hefur verið
sáð. Lilja naut þess að vera þátttak-
andi í gleði þeirra yfir unnum sigr-
um hvort heldur var við skákborðið
eða á öðrum sviðum. Og ekki síður
veitti hún þeim.styrk og hvatningu
ef illa gekk. Einurð hennar sjálfrar
var alveg eiristök. Hún lét fátt aftra
sér frá því sem hún ætlaði sér. Hún
lærði á bíl nær sextugu og naut
þess í ríkum mæli að fara í bíltúr
löngu fyrir fótaferðatíma á sunnu-
dagsmorgnum. Oft tók hún aldraða
systur sína með eða einhvern af
ungliðinu og ók um bæinn og oft
niður í Nauthólsvíkina, þar sem hún
jafnvel fór í sjóinn sér til hressingar
og naut fegurðar umhverfisins.
Vafalaust hefur staðurinn minnt
hana á æskustöðvarnar heima í
sveitinni, sjórinn, víkin og fjalla-
hringurinn.
Starfsþrek hennar var einnig
með ólíkindum. Þrátt fyrir langan
vinnudag frá unga aldri stóð hún á
níræðisaldri í verslun sinni allan
daginn frá morgni til kvölds án
þess jafnvel að loka um mat-
málstíma. Hún lét viðskiptavinina
sitja í fyrirrúmi og gaf þeim ávallt
góð ráð. Það var oft hin mesta
skemmtun að hlusta á hana gera
grein fyrir gæðum eða ókostum
hinna ýmsu vörutegunda sem hún
hafði í verslun sinni. Alltaf sat
hreinskilnin og heiðarleikinn í fyr-
irrúmi. Ef að hennar mati var óráð-
legt að kaupa vöruna í ákveðnum
tilgangi lagði hún ríka áherslu á
slíkt við viðskiptavininn. Hann
skyldi reyna að fá annað sem hent-
aði betur.
Lilja var gjafmild kona og gaf
stórt bæði sínum ættmennum og
vinum og mörgum vandalausum
rétti hún ósjaldan glaðning úr búð-
inni sinni. Hún vildi aldrei skulda
neinum neitt — nema Guði á hæð-
um. Og lagði ríka áherslu á það
að „betra er að gefa en þiggja“.
Hún var einstaklega hjartahlý kona
þótt óvægin gæti hún verið í orðum.
Og fór ég ekki varhluta af því frek-
ar en annað samferðafólk. Hún
flokkaði þessa óvægilegu afstöðu
undir hreinskilni og má það ef til
vill til sanns vegar færa. Hún hafði
þroskandi áhrif á aðra, þótt orð
hennar kæmu oft óþægilega við
samferðafólkið og því fyndist hún
á stundum dálítið hrjúf í fram-
komu, en eitt er víst að fyrir innan
sló hreint og gott hjarta.
Tilsvör hennar og spumingar
vom oft og tíðum bráðfyndin og
svo sannleiksrík að undrun sætti.
Hún bjó yfir djúpu og ríku innsæi
sem þó oft og tíðum kom ekki fram
í orðum hennar og margir misskildu
hana því. Hún lagði ávallt sjálf-
stætt mat á orð manna og gerðir
og þótti alltaf komast að kjarna
hvers máls og það án málalenginga
og dráttar. Rökleysur og orðagjálf-
ur voru eitur í hennar beinum og
sem hún brást oft illa við og af-
greiddi stundum með illskeyttum
orðum. í huga sér mótaði hún mynd
af samferðafólkinu eftir ýmsum
leiðum, bæði orðum þeirra og þá
eigi síður athöfnum. Atvik sem
flestir varðveittu ekki í minni sínu
eða tóku ekki eftir í fari manna,
greindi hún og geymdi í huga sér
og rifjaði síðan upp síðar meir, og
reyndar mótaði þetta oft skoðanir
hennar á manneskjunni. Oftar en
ekki reyndust þær réttar.
Að eðlisfari var Lilja ákaflega
trygg kona. Hún ræktaði garðinn
sinn vel. Hún var kona ástvina
sinna. Hún bar hag þeirra fyrir
bijósti, gladdist með þeim og tók
þátt í sorg þeirra og vanda. Hún
vildi heiðarlega framgöngu í öllum
málum og að menn gættu virðingar
sinnar og sköpuðu sér raunverulega
og verðuga tiltrú. Nú þegar hún
er ekki lengur á meðal okkar þá
leitar hugurinn til margra gieði- og
fagnaðarstunda á heimili okkar,
stjúpsona hennar og annarra ná-
kominna ættingja og vina. Alltaf
fylgdi Lilju hressandi andblær fram
á síðustu stund, þótt hann væri
sterkari á meðan hún var og hét.
Allir vildu gera eins og hún vildi,
kannski til að hafa hana góða eða
bara var hún þannig, að það varð
ljúft að gera eins og hún vildi. Hún
var mikil jafnréttiskona, ekki for-
réttindakona, en hún var raunsæ.
Hún vildi aldrei hlíta ofríki neins.
Oft minntist hún þess, þegar hún
í æsku barðist gegn ofríki bræðra
sinna, að þá kom hennar elskulega
móður og leiddi hana burtu, gaf
henni eitthvað gott í munninn,
minnti hana á Guð sinn og fór með
bænirnar með henni í rúminu.
Þannig var hún leidd inn á braut
kærleikans, en að eigin sögn var
hún að eðlisfari ráðrík og fyrirferða-
mikil í æsku. Hún þakkaði oft og
tíðum sinni kærleiksríku móður fyr-
ir einlæga handleiðslu inn á braut
trúarinnar og traustsins á Guð. Lilja
var mjög trúuð kona og einlæg í
trú sinni. Naut hún þar þeirrar
lífsspeki er móðir hennar hafði miðl-
að henni í barnæsku. Ég veit að
hún bað til Guðs um handleiðslu í
því sem hún tók sér fyrir hendur
og bænir fyrir ástvinum sínum voru
henni oft í huga. Hún taldi sig oft
bænheyrða, en ætlaðist þó ekki til
að sinn vilji fengi alltaf framgang.
Trúartraustið var rauður þráður í
lífi hennar. Og mér er það minnis-
stætt að síðustu þijár veikindavik-
urnar leitaði hún til trúarinnar og
Guðs síns í töluðum orðum og fór
með trúarvers og ljóð.
Nú þegar leiðir skilja hér á jörðu
vil ég þakka henni af hjartans ein-
lægni fyrir það mikla framlag sem
hún veitti mér og börnum okkar
hjóna með umhyggju, hlýju og
hörku og sannri ást. Alnafna henn-
ar, sem nú er um eins árs skeið sem
skiptinemi í Bandaríkjunum, sendir
henni hjartanlegar kveðjur og þakk-
læti fyrir allt sem amman hafði
fyrir hana gert á lífsleiðinni. Bréfið
frá Bandaríkjunum barst ekki ömm-
unni í tæka tíð. Amman var farin
á vit feðra sinna og hún kvaddi
þennan heim á fyrsta afmælisdegi
afadrengs sonarins og alnafna.
Gengin er stórbrotin og hæíi-
leikarík kona.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fýlgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Sigrún Andrewsdóttir
Vinningstölur laugardaginn
17. feb. ’90
VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆO Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 1.284.217
O Z. 4af5>S-frm 8 55.679
3. 4 af 5 173 4.441
4. 3af 5 5.671 316
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.574.195 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 I
DANFOSS .
VEIT HVAD ÞU VILT!
Mikil útbreiösla DANFOSS ofnhltastilla á
íslandi sýnir aö þeir eru í senn nákvæmir og
öruggir.
Æ fleiri gera nú sömu kröfur til baöblöndun-
artækja og velja hitastilltan búnað frá
DANFOSS.
Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu
Þú stillir á þægilegasta hitann i hverju her-
bergi og DANFOSS varöveitir hann nákvæm-
lega.
Og i baðinu ertu alltaf öruggur með rétta
hitann á rennandi vatni, ekki síst fyrir litlafólkið
þitt.
Aukin ueilíðan, lægri orkukostnaður.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, SlMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER