Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 40
SYKURLAUSÍTjfjC
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Rynkeby
HREINN
APPELSÍNUSAFI
Beið bana í
vinnuslysi
UNGUR maður, tæplega þrítug-
ur, beið bana í vinnuslysi á Sel-
tjarnarnesi í gær, þegar verið var
að færa valtara upp á tengivagn
flutningabíls.
Slysið varð við Eiðismýri um
klukkan 10 í gærmorgun. Verið var
að vinna við að flytja valtara í burtu.
Maðurinn, sem var starfsmaður
Hagvirkis, ók honum upp á tengi-
vagn flutningabfls eftir hallandi
palli. Þegar valtarinn var kominn
hálfa leið fór hann út af hallanum
og valt niður fyrir metra hátt barð.
Hann hafnaði á toppnum og lést
ökumaður hans samstundis.
Ekki er unnt að birta nafn hins
látna að svo stöddu.
Siglufjörður:
Togari í fjöru
TOGARINN Hjörleifur RE sigldi
upp í Qöru við Siglufjarðarhöfn á
sunnudag þegar bilun varð i
skrúfubúnaði.
Skrúfan hrökk í fulla ferð aftur
á bak þegar togarinn var nýfarinn
.-—ft'á bryggju. Dráttarbáturinn Goðinn
dró Hjörleif aftur á flot og munu
skemmdir vera óverulegar.
Bandaríkjamarkaður:
Stöðugt verð
vegnaminnk-
andi birgða
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Loðnumiðlun á miðunum
Loðnuskipin moka upp loðnunni fyrir Suðurlandi um þessar mundir er miðlað á milli. Oft eru það hinir smærri, sem gefa þeim stóru eins og
og gengur hratt á kvótann. Heilfrysting er hafin og hrognatakan tek- - á meðfylgjandi mynd. Þar nýtur stærsta skip flotans, Hólmaborg SU,
ur svo við af henni og við það aukast verðmæti aflans enn frekar. þess að eitt hið minnsta, Björg Jónsdóttir ÞH, er aflögufær.
Þegar vel gengur verða köstin oft stærri en lestarrými leyfír og þá Sjá nánari loðnufréttir á bls. 23 í dag.
Fiskverðsákvörðun:
BÚIST er við að verð á þorsk-
blokk og þorskflökum á Banda-
ríkjamarkaði verði stöðugt á
næstunni, vegna þess að birgðir
hafa minnkað mjög upp á síðkast-
ið. Markaðssfræðingar telja að
eftirspurn eftir öðrum fisktegund-
um muni aukast i kjölfarið.
Vegna minni þorskkvóta hjá
helstu fiskveiðiþjóðunum er talið að
birgðir af þorskblokk á Bandaríkja-
markaði verði mun minni á þessu
ári en árið áður. Þvi muni verð hald-
ast stöðugt, og jafnvel hækka. En
um leið óttast framleiðendur að ef
verðið hækkar um of minnki eftir-
spum neytenda.
Verð á þorskblokk er nú um 1,6
til 1,65 dollarar á pundið en hefur
farið upp í 1,7 dollara. Verð á þorsk-
flökum er einnig stöðugt en nægar
bha?ðir eru til af þeim.
Aflamiðlun skilyrði þess
að samkomulag geti tekist
Yfírstjórn aflamiðlunar verði færð úr utanríkisráðuneyti og framseld hagsmunaaðilum
ÁKVÖRÐUN um nýtt fískverð
liggur nú þegar fyrir, en beðið
er með að gera hana opinbera þar
til Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur gefíð út
reglugerð um flutning yfirstjóm-
unar aflamiðlunar úr utanrikis-
ráðuneytinu til sjávarútvegsráðu-
neytisins. Yfimefnd verðlagsráðs
sjávarútvegsins kom saman til
fundar kl. 18.15 í gær og fundaði
um málið til kl. 21.30. Að sögn
Þórðar Friðjónssonar, forstjóra
Þjóðhagsstofhunar, sem er odda-
maður i nefndinni og formaður
hennar, kemur nefndin saman til
Stálvinnslan hf.:
Sfldarflokkunarvél
seld í sovéskan togara
UM helgina var sett síldarflokkunarvél frá Stálvinnslunni hf. í sovésk-
an verksmiðjutogara. Nokkuð er um liðið, síðan sölusamningur var
gerður og var ráðgert að afhenda vélina í Kaupmannahöfn um miðj-
an nóvember sl., en togarinn kom fyrst til að sækja vélina á laugardag.
Þráinn Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Stálvinnslunnar,
sagði við Morgunblaðið í gær að
um hefðbundna sfldarflokkunarvél
íyrirtækisins væri að ræða, svokall-
aða Stava-fiskflokkunarvél. Út-
flutningur til Bandaríkjanna,
Kanada, Danmerkur, írlands, Skot-
lands og Noregs hefði verið reglu-
legur í 20 ár og um 80 vélar seldar
á síðustu 10 árum, en þetta væri
sú fyrsta, sem færi í togara, og
ætluðu Sovétmennirnir að nota
hana til að flokka sfld og makríl.
Stálvinnslan hefur einnig fram-
Ieitt sérstakar vélar til að flokka
lifandi lax, annars vegar fyrir seiði
og hins vegar fyrir sláturlax. Ný-
lega seldi fyrirtækið vél til Nýja
Sjálands, sem notuð er til að flokka
túnfísk, og önnur var seld til Port-
úgal til að flokka kolkrabba, og
sagði Þráinn að fyrstu viðbrögð lof-
uðu góðu.
fundar á nýjan leik kl. 14.30 í
dag. Þórður sagðist gera sér von-
ir um að heildarsamkomulag um
fiskverð tækist og að oddamaður
yrði þar með óþarfur, sem hann
kvaðst telja besta háttinn.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF og fulítrúi fisk-
verkenda í yfímefndinni, hafði þetta
að segja um fiskverðið: „Þetta er
eins og að spila spil, þar sem annar
aðilinn fær alltaf öll trompin á hend-
ina, en hinn alla hundana. Sá, sem
fær hundana, getur ekki spilað öðru
vísi en að reyna að lágmarka tapið.“
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun fiskverð hækka um
3%, auk þess sem greitt verður sér-
stakt heimalöndunarálag á aflann
frá 70 og upp í 100%. Þannig geta
skipshafnir sem landa öllum afla
sínum heima fengið 12% álag á hluta
aflans. Gengið er út frá því að álag-
ið verði 0,4% á hvert prósentustig
umfram 70%. Fulltrúar fiskvinnsl-
unnar vildu að álagsgreiðslur hæfust
við 75. prósentustigið, en útvegs-
menn og sjómenn höfðu betur í þeim
átökum, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Yfírnefnd verðlagsráðs sjávarút-
vegsins hefur sent forsætisráðherra
bréf þar sem farið er fram á að ríkis-
stjórnin standi við fyrirheit um afla-
miðlun, sem gefið var í tengslum
við kjarasamningana. Heimildir úr
Verðlagsráði herma að krafan um
að yfirstjóm aflamiðlunar verði flutt
til sjávarútvegsráðuneytisins sé al-
gjört skilyrði þess að samkomulag
geti tekist. Sjávarútvegsráðuneytið
myndi síðan framselja yfirstjórnina
til hagsmunaaðila, sem þegar hafa
náð samkomulagi um með hvaða
hætti aflamiðlun verði stjórnað: út-
gerðarmenn fengju tvo fulltrúa í
aflamiðlunamefnd, fiskvinnslan
einn, sjómenn einn og fiskverkunar-
fólk einn. Markmið aflamiðlunar yrði
m.a. að takmarka útflutning á ýsu
og þorski, en ekki yrði sett þak á
útflutning annarra fisktegunda.
Fulltrúar fiskvinnslunnar vildu,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, að útflutningur á ferskum
þorski og ýsu yrði ekki nema 50%
þess magns sem hann var á sl. ári,
eða 16 til 17 þúsund tonn í stað 32
þúsund tonna í fyrra. Seljendur hafa
ekki viljað ljá máls á þessu, en þó
virðist sem hagsmunaaðilar séu
sammála um að jafnvel þótt ekki
næðist nema 15 til 20% samdráttur
í útflutningi á ferskum þorski og
ýsu, þá væri það verulegur árangur.