Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPFI/JIEIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 25 Á MARKAÐI . Bjarni Sigtryggsson Flensan er flestum bæði holl og góð! Sigurður B. Stefánsson for- stöðumaður verðbréfamarkaðar íslandsbanka talaði á dögunum um samdráttartímann 1988-89 í þátíð. Hann átti við að nú væri botninum náð, en leiðin uppávið yrði þó hvorki auðveld né sárs- aukalaus. Enn mætti gera ráð fyrir að fyrirtæki atvinnulífsins yrðu að glíma við gamla erfið- leika. Atvinnuleysi væri ekki horf- ið og enn um sinn mætti búast við gjaldþrotum í ýmsum greinum. Að mörgu leyti minnir kreppu- skeiðið á flensufaraldur í þjóð- arlíkamanum. Inflúensan er nefnilega holl hveijum ungum og hraustum líkama. Hún er að vísu óþægileg meðan hún varir, en hún byggir upp varnir líkamans og hreinsar burt ýmsan óþverra. Fasta og hugleiðsla Langvarandi flensukast er eini megrunarkúrinn sem ýmsir leggja á sig um ævina, — í senn eins konar fasta og hugleiðsla — og verði menn nógu veikir gefast þeim jafnan nokkrir hitalausir dagar heima fyrir til að skoða sjálfa sig og umhverfið í öðru ljósi en gefst alla jafna í annríki dag- anna. Nú eru batamerki farin að verða glögg í efnahagskerfi þjóð- arlíkamans, og það jafnvel svo, að forstjóri Þjóðhagsstofnunar hefur opinberlega varað við þensluáhrifum, fari menn ekki hægt af stað upp á við. Tryggður „Nú er þegar farið að tala um samdráttar- skeiðið 1988-89 íþátíð . . .“ hefur verið langtímafriður á vinnumarkaði, og það hefur haft slík áhrif á rekstrarumhverfi fyr- irtækja, að hlutabréf stórra fýrir- tækja seljast nú betur en nokkru sinni fyrr. Hávextir eru trygging Háir vextir gera hvort tveggja gott; tryggja lífeyrissjóðum laun- þeganna bætta möguleika á að standa við skuldbindingar sínar við væntanleg gamalmenni (þau sem í dag halda upp á fertugs- og fimmtugsafmæli) og veita fjár- magni inn í lánakerfið. Háir vext- ir eru líka eins konar hindrun gegn óráðsíu fjárfestingar í gælu- verkefnum. Ætla má að nú í lok flensunnar hugi menn að því að fara vel með sig, eins og læknar (les: hagfræð- ingar) ráðleggja og slengi ekki hækkandi fiskverði á erlendum mörkuðum beint í neyslupottana. Kannski reynslan kenni útgerð- inni að leggja nú fyrir af fúsum og fijálsum vilja í sjóðakerfi og stjórnvöldum að láta fjármagns- markaðinn fijálsan um það að ákvarða vexti. Og takist með ein- hveijum ráðum að lokka álfram- leiðendur til að reisa hér nýja kerskála, þá verði þess gætt að þar með hefjist ekki uppboðs- markaður á vinnuafli. Sígandi lukka er bext Þótt atvinnuleysi sé eitt hið versta sem komi fyrir þá rnenn sem það mega þola og fjölskyldur þeirra, þá er skyndiþensla á vinnu- markaði jafn slæm fyrir efna- hagslífið í heild. Það er sígandi lukka og jafn og hægur vöxtur, sem getur bætt efnahagslegt heilsufar þjóðarinnar. Það versta við flensu er nefni- lega það ef manni slær niður aft- ur. VERSLUN —- Ný herrafata- verslun, Herra- fataverslun Birg- is, var opnuð í byijun febrúar að Fákafeni 11. Eig- endur eru Birgir Georgsson sem verið hefur versl- unarstjóri í Herr- aríki undanfarin 5 ár og Guðrún Björnsdóttir, sem hefur verið inn- kaupastjóri fatn- aðar hjá KRON og Miklagarði undan- farin 3 ár. Á boð- stólnum eru herrafatnaður frá m.a. GANT, Web- more, CAMEL og Chris Martin og verður lögð áhersla á persónu- lega þjónustu, að sögn eigendanna. EFTA Lægstu ríkisstyrkir til iðnaðar hér og í Sviss OPINBERIR styrkir til iðnaðar í aðildarríkjum Fríverslunarbanda- lags Evrópu, EFTA, sem hlutfall af landsframleiðslu eru lægstir á íslandi og Sviss en hæstir í Noregi. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu EFTA um viðskipti aðildarríkjanna á árinu 1988. Ríkisstyrkir til iðnaðar jukust verulega á áttunda áratugnum, eða eftir olíukreppuna. Á síðasta áratug var dregið nokkuð úr styrkjunum, og hlutfallslega var mest dregið úr þeim í Svíþjóð. I Noregi voru styrk- irnir lítið breyttir. ísland og Sviss h^fa nokkra sér- stöðu meðal EFTA-landanna, en þar eru ríkisstyrkir aðeins lítið brot af landsframleiðslu og langt undir meðaltalinu. Sem hlutfall af lands- framleiðslu hafa styrkir til iðnaðar verið nokkuð jafnir í Finnlandi, en í Austurríki hafa þeir hins vegar aukist. Kynning ■ END URMENNTUNAR- NEFND Háskóla íslands og Tölvuháskóli Verslunarskólans standa sameiginlega að kynningu á gluggaumhverfum 27. febrúar næstkomandi kl. 9:00-12:00. I fréttatilkynningu segir að um- hverfí einkatölva hafi verið að breytast á undanförnum árum yfir í grafískt gluggaumhverfi með músastýringu. Á kynningunni verður farið yfir kosti gluggaum- hverfa, gerður samanburður á þeim kerfum sem eru á markaðin- um og kynnt þróunarumhverfi þeirra. Fyrirlesari verður Stefán Hrafiikelsson tölvuverkfræðingur hjá Tölvumyndum hf. en hann er einnig kennari við Tölvuhá- skóla Verslunarskólans. Endur- menntunarnefnd HÍ veitir allar nánari upplýsingar. UTSALA SÍÐUSTU DAGAR LAURA ASHLEY gardínuefni/veggföður og fatnaður 30—40% afsláttur Ath: Versluhin verður lokuð 24. febrúar — 5. mars v/breytinga. ‘T^istan Laugavegi 99, sími: 16646 Om heimsendingu lyfja Ylirlýslng írá Apótekaraiélagi íslands Vegna auglýsingaherferðar Laugavegsapóteks áheimsendingu lyfja, vill Apótekarafélag íslands taka eftirfarandi fram: Lyfsalar á Reykjavíkursvæðinu hafa um árabil sent lyf heim til sjúklinga í hverfum sínum þegar- þörf hefur verið á. Þessi þjónusta hefur þó aldrei verið auglýst, enda samræmast slíkar auglýsingar ekki íslenskum lyfjalögum. Þá telur , Apótekarafélagið að með afgreiðslumáta Lauga- vegsapóteks sé verið að brjóta reglur um með- ferð lyfja og skapa hættu á mistökum. Virðingarfyllst. Stjórn Apótekarafélags íslands. JHQWGAV RÖNNING HJÁ RÖNIMING í KRINGLUNNI BÝÐST NÚ EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST SNOWCAP KÆLITÆKI Á GÓÐU VERÐI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.