Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 1
56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
69. tbl. 78. árg.
FOSTUDAGUR 23. MARZ 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þjóðernisróstur í Rúmeníu:
Her og lögregla lætur
ofbeldið viðgangast
- segir utanríkisráðherra Ungverjalands
Búdapest. Frá Önnu Bjarnaclóttur, íréttarítara Morgunblaðsins.
GYULA Horn, utanríkisráðherra Ungverjalands, sagði í gær að rúm-
ensk stjórnvöld héfðii virt að vettugi ítrekaðar tilraunir ungversku
ríkisstjórnarinnar til að koma á viðræðum vegna árása Rúmena á
ungverska minnihlutann í Rúmeníu undanfarna daga. Hann sagði
að ungverska stjórnin ætlaðist til þess að rúmensk sljórnvöld tryggðu
öryggi allra íbúa landsins en benti á að rúmenska lögreglan og
herlið landsins hefði fram til þessa látið ofbeldi og yfirgang gagn-
vart ungverska minnihlutanum viðgangast.
Þingkosningar fara fram í Ung-
verjalandi á sunnudag. Flokkarnir
12 sem bjóða fram hafa ekki gert
óhroðann í Rúmeníu að kosninga-
máli en talið er að hann komi Lýð-
ræðishreyfingunni vel þar sem
flokkurinn hefur ávallt talað máli
ungverskra minnihlutahópa í ná-
grannaríkjunum og höfðar til þjóð-
ernistilfinningar landsmanna.
Flokknum er spáð mestu fylgi í
kosningunum.
Janos Kyr, formaður fijálsra
demókrata, sagði í gær að atburð-
irnir í Rúmeníu væru of alvarlegir
til að tengja þá “atkvæðahlutfalli
einstakra flokka. „Atburðir þessir
stofna lýðræðisbaráttunni í Ung-
veijalandi og Rúmeníu í hættu,“
sagði hann. Kyr gerði lítið úr full-
yrðingum Rúmena um að það
tíðkaðist hvergi í Evrópu að minni-
hlutahópar fengju að ganga í eigin
skóla. Hann benti á að í Finnlandi,
Frakklandi, Sviss og Kanada væru
skólar reknir fyrir þjóðarbrot sem
tala önnur tungumál en meirihluti
England;
íhaldsflokk-
urinn geldur
mikið afliroð
Lundúnum. Reuter.
Skoðanakannanir, sem
gerðar voru fyrir utan kjör-
staði í aukakosningunum í
Mið-Staffordskíri í Englandi
í gær, bentu til þess að breski
íhaldsflokkurinn myndi bíða
mikinn ósigur.
Verkamannaflokkurinn fékk
51 af hundraði atkvæða sam-
kvæmt könnun sem breska út-
varpið BBC gerði en 49% í
könnun Independent Television
News.
Báðar kannanirnar bentu til
þess að íhaldsflokkurinn fengi
32% atkvæða. Flokkurinn fékk
hins vegar 51% í síðustu þing-
kosningum í kjördæminu, sem
frám fóru árið 1987.
Fengi Verkamannaflokkur-
inn jafn mikið fylgi og kannan-
irnar bentu til yrði þetta mesti
kosningasigur Verkamanna-
flokksins í 55 ár. Mið-Staf-
fordskíri hefur verið eitt af
sterkustu vígjum íhaldsflokks-
ins undanfarna áratugi.
„Kjósendur tóku afstöðu
gegn Margaret Thatcher for-
sætisráðherra og stefnu hennar
í flestum málum,“ sagði fram-
bjóðandi Verkamannaflokks-
ins, Sylvia Heal.
íbúanna og sagði flokkinn ráðleggja
Rúmenum að setja sig í samband
við sérfræðinga í löndum þessum.
Allir stjórnmálaflokkarnir sem
bjóða fram í kosningunum utan einn
skrifuðu undir sameiginlega yfirlýs-
ingu á miðvikudag, þar sem átökin
eru fordæmd og skorað er á lýð-
ræðisöfl í Rúmeníu að taka höndum
saman gegn fasískum hreyfingum.
Gamli kommúnistaflokkurinn, sem
nú nefnist Sósíalíski verkamanna-
flokkurinn, er ekki aðili að yfirlýs-
ingunni.
Reuter
Á skilti á landamærum Litháens og Hvíta-Rússlands stendur ekki lengur „Sovét-Litháen“ heldur einfald-
lega „Litháen". Fréttastofan TASS skýrði lirá því í gær að öryggissveitir KGB hefðu nú aukið gæslu á
landamærum Litháens og Póllands og við strönd Eystrasalts til þess að framfylgja tilskipun Míkhaíls
Gorbatsjovs forseta um hert eftirlit með fólks- og vöruflutningum til lýðveldisins.
Deila Litháa og Moskvustjórnarinnar:
Skrá sjálfboðaliða til að
taka við af Sovéthemum
Viðbrögð Hollendinga við sjálfstæðisyfírlýsingunni vinsamlegust, segir Ilona
Rukjene, starfsmaður útvarpsins í Vilnius, í samtali við Morgunblaðið
„UNDANFARNA þijá daga hafa stjórnvöld í Litháen skráð sjálf-
boðaliða á aldrinum 19-40 ára til að taka við landamæravörslu og
gæslu í fangelsum af sovéska hernum þegar hann fer á brott,“ sagði
Ilona Rukjene, starfsmaður útvarpsins í Vilnius, höfuðborg Litháens,
í símasamtali við Morgunblaðið í gær. Breska útvarpið BBC greindi
frá því í gærkvöldi að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefði sent leið-
togum Litháa orðsendingu um að hætta skráningunni og gaf þeim
tveggja daga frest til að leggja sveitirnar niður. Gennadíj Ger-
asímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að ef
leiðtogar Litháa framfylgdu ekki skipun Míkhaíls Gorbatsjovs forseta
frá því í fyrrakvöld um að kalla inn öll skotvopn á sjö dögum þá
gæti það leitt til „aukinnar spennu sem kæmi engum vel“. Að sögn
Eeuters-fréttastofunnar útilokaði Gerasímov ekki að forysta Litháa
yrði sett í fangelsi ef hún óhlýðnaðist. Fulltrúar ríkissaksóknara Sov-
étríkjanna eru nú komnir til Litháens.
ef einhver kæmi og krefði það um
vopn þess. Sögusagnir eru á kreiki
um að sovéski herinn ætli að leita
að vopnum hjá Litháum sem gegnt
hafa herþjónustu."
Aðspurð um viðurkenningu er-
lendra ríkja á sjálfstæði Litháens
sagði Rukjene að hún hefði mikla
þýðingu. „Viðbrögð Hollendinga
voru þau vinsamlegustu til þessa.
Hins vegar voru yfirlýsingar Svía
undarlega kuldalegar. Við lifum í
voninni um að einhver svari ákalli
okkar til lýðræðisþjóða um viður-
kenningu."
Aldimos Drisjus, blaðamaður hjá
upplýsingaskrifstofu Sajudis, tók í
sama streng í samtali við Morgun-
blaðíð. „Því fyrr sem eitthvert ríki
viðurkennir Litháen því betra,“
sagði hann. „Við væntum þess að
Danmörk, Sviþjóð eða Finnland
verði fyrst til að viðurkenna sjálf-
stæðið."
Að sögn breska blaðsins The
Daiiy Telegraph hafa um þúsund
Litháar yfirgefið Rauða herinn að
undanförnu og kvartað undan illri
meðferð. Hefur þeim verið gefinn
frestur til morguns til að gefa sig
fram. Að sögn BBC hefur hluti
þeirrk látið skrá sig í sjálfboðaliða-
sveitir stjórnvalda í Litháen.
„Hér lætur enginn vopn af hendi
því við höfum engin vopn,“ sagði
Ilona Rukjene, starfsmaður útvarps-
ins í Vilnius, þegar haft var sam-
band við hana símleiðis síðdegis í
gær. „Það eru kannski helst bændur
úti á landi sem afhenda haglabyssur
sínar. í gærkvöldi var Sajudis með
sjónvarpsþátt þar sem gert var grín
að fyrirskipun sovéskra ráðamanna
og talað var um að fólk ætti kannski
að koma með leikfangabyssur og
safna þeim í haug á einu torgi borg-
arinnar. Fólk er frekar bjartsýnt og
grínast með tilskipun Gorbatsjovs."
Að sögn Rukjene gengur lífið sinn
vanagang í Vilnius þrátt fyrir tauga-
stríðið sem nú geisar milli ráða-
manna hins nýstofnaða lýðveldis og
Moskvuvaldsins. „Reyndar flaug
sovésk herþyrla yfir byggingu okkar
fyrir fimmtán mínútum en hún var
sú fyrsta um nokkurt skeið,“ sagði
Rukjene.
„Nú vinnur Sajudis [samtök þjóð-
ernissinna] að því að skrá alla sem
fluttir hafa verið á brott frá Litháen
frá innlimuninni 1940. í gær var
sjónvarpað áskorun til fólks um að
skýra frá öllum upplýsingum sem
það hefði um brottflutta og yfirleitt
um allan skaða sem Sovétrikin hafa
valdið Litháum. Ástæðan er meðal
annars sú að Sovétríkin hafa krafist
þess að við greiðum milljarða rúblna
fyrir aðskilnað. Við teljum að við
eigum þeim enga skuld .að gjalda,
frekar ættu þau að borga okkur
fyrir þúsundir fallinna og margt
annað tjón. Einnig var fólk beðið
um að láta skrifstofu Sajudis vita
Óvenjuleg
skurð-
aðgerð
Skurðlæknum i Mel-
bourne í Ástralíu hefur
tekist að koma hjarta
nýfædds drengs fyrir í
bijóstholi hans eftir að
hann hafði fæðst með
hjartað utan líkamans.
Skurðaðgerðin tók sjö
klukkustundir og þurfti
meðal annars að stækka
bijóstholið. Talið er að
slík aðgerð hafi aldrei
verið gerð áður. Myndin
er af drengnum, sem er
á batavegi, og foreldrum
hans.
Reuter