Morgunblaðið - 23.03.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. MARZ 1990
Álverið;
Hlífheim-
ilar verkfall
FÉLAGSFUNDUR í Verkamanna-
félaginu Hlíf í Hafiiarfirði sam-
þykkti í gær að veita trúnaðar-
ráði heimild til verkfallsboðunar
í Álverinu í Straumsvík.
í 'leynilegri atkvæðagreiðslu var
samþykkt að veita heimild til verk-
fallsboðunar með 102 atkvæðum
gegn 1. 3 seðlar voru auðir.
Trúnaðarráð Hlífar fundaði í gær-
kvöldi og var búist við að þar yrði
tekin ákvörðun um að boða til verk-
falls þann 31. þessa mánaðar.
Banaslys við
Blönduvirkjun
RUMLEGA tvítugur maður beið
bana í vinnuslysi við Blönduvirkj-
un í fyrrakvöld.
Maðurinn var að vinna við að
leiðbeina ýtu og stóð upp á fjögurra
metra háum snjóruðningi sern brast
undan fótum hans. Maðurinn féll
niður, grófst á kaf og fékk yfir sig
stórt klakastykki. Talið er. að hann
hafi látist samstundis.
Ekki er unnt að greina frá nafni
mannsins að svq stöddu. '
Þorsteinn Pálsson:
Mikilvægt
að fá álver
á lands-
byggina
„ÉG TEL að það hafi mikla þýð-
ingu ef unnt er að ná samningum
um að nýtt álver verði staðsett á
landsbyggðinni," sagði Þorsteinn
Pálsson' formaður Sjálfstæðis-
flokksins í samtali við Morgun-
blaðið, en hann lét þessa skoðun
í ljós á fundi Sjálfstæðisflokksins
um atvinnumál á miðvikudag.
Þorsteinn sagði að vitaskuld yrðu
menn að gæta hagkvæmnisjónar-
miða í komandi samningum um ál-
ver. Hins vegar kvaðst hann vera
þessarar skoðunar í ljósi aðstæðna
hér á landi, ekki síst þess hve brýnt
sé að auka ljölbreytni atvinnulífsins
utan höfuðborgarsvæðisins og draga
úr þeim mikla mismun sem sé á
skipulagi atvinnugreina eftir því
hvar fyrirtækin starfa.
Þorsteinn var spurður hvort líta
bæri á þetta sjónarmið sem stefnu
Sjálfstæðisflokksins og sagði hann
ekki svo vera, hann hefði verið að
kynna sína skoðun.
Aðstöðugjalds-
prósenta dag-
blaða lækkuð
Borgarráð hefur ákveðið að
breyta samþykkt borgarstjómar um
aðstöðugjaldsgreiðslur af prentmiðl-
um í þá vem að í stað þess að greitt
sé 1,2% af aðstöðugjaldsstofni, eins
og verslunar- og þjónustugreinar
gera, greiðist 1% af prentun og út-
gáfu dagblaða. Þar með greiða dag-
blöð sama aðstöðugjald og iðnaður.
NGAFÖLK!
Morgunblaðið/Árni Helgason
Tvö gömul akkeri íúndust við Þórishólma á Breiðafirði rétt
utan við Stykkishólmshöfii. Talið er að þar séu akkeri skútunn-
ar Póseidon komin frá síðustu aldamótum.
Stykkishólmur;
Fékk ævagömul
akkeri í skelplógmn
Stykkishólmi
TVÓ gömul akkeri með keðjum fundust við Þórishólma á Breiða-
firði rétt utan við bryggjuna í Stykkishólmi. Er talið að þarna
séu komin akkeri sem skútan Pósidon missti um síðustu alda-
mót á þessum slóðum. Það var áhöfnin á Gísla Gunnarssyni
SH85 sem fann akkerin þegar báturinn var að skelfiskveiðum
við hólmann.
Þórishólmi er skammt frá höfn-
inni í Stykkishólmi og var skel-
fiskplógurinn á 25 faðma dýpi
þegar hann festist í botni að því
er fyrst var talið. Þegar í Ijós kom
að svo var ekki var ákveðið að
draga plóginn á minna dýpi og á
11 föðmum náðist hann upp. Kom
þá upp stærðar akkeri með langri
keðju og ekki nóg með það heldur
líka annað minna akkeri með
keðju en þau ekki bundin saman.
Skipveijar sáu að engin leið var
að ná þeim upp í bátinn án aðstoð-
ar og kölluðu í bát, sem þar var
skammt frá og tókst þeim í sam-
einingu að ná akkerunum upp úr
sjónum.
Ekki er enn vitað með vissu
hvað akkerin hafa verið lengi í
sjónum en Eggert Björnsson
skipsstjóri á Gísla Gunnarssyni
segir að um síðustu aldamót hafi
skútan Póseidon verið á líkum
slóðum og hafi hún þá misst bæði
akkerin og keðjur og komst skút-
an naumlega í Brokey, þar sem
18 skipveijar komust af. En síðan
hefði ekkert fundist hvorki af
akkeri né keðjum. ;
J - Arm
Frumvarp að nýrri auglýsingalöggjöf:
Lýtalaus íslenzka verði
á öllum aug’lýsingum
VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Jón Sigurðsson, hefúr kynnt í ríkisstjóm-
inni frumvarp til laga um breytta auglýsingalöggjöf. I frumvarpinu
felast breytingar á gildandi lögum um verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti. Fmmvarpið gengur í ýmsu lengra en gild-
andi lög og gerir meðal annars ráð fyrir sérstakri varúð í auglýsing-
um, sem höfða til barna og ákvæði um lýtalausa íslenzku í öllum aug-
lýsingum.
Frumvarpið er lagt fram á grund-
velli þingsályktunartillögu frá árinu
1987, en árið eftir skipaði Jón Sig-
urðsson sérstaka nefnd til að vinna
að gerð frumvarpsins. Formaður
nefndarinnar var Jón Ögmundur
Þormóðsson, skrifstofustjóri í við-
skiptaráðuneytinu, og aðrir nefndar-
menn Jón Magnússon hdl., Markús
Örn Antonsson, útvarpsstjóri, Sól-
veig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
Sambands íslenzkra auglýsinga-
stofa, og Þórhildur Gunnarsdóttir,
verzlunar- og markaðstjóri.
Jón Ögmundur segir frumvarpið
byggt á grunni almennra verðlags-
laga um villandi auglýsingar, en það
gangi í ýmsu mun lengra en gild-
ándi lög og taki á ýmsum grundvall-
aratriðum er varði birtingu auglýs-
inga. Jafnframt sé í frumvarpinu
gert ráð fyrir ítarlegri reglugerð um
auglýsingar og skipan sérstakrar
nefndar er fari með svokallað úr-
lausnarvald. I nefndina' skipi ráð-
herra lögfræðing sem formann og
annan fulltrúa með sérþekkingu á
fjölmiðlun og síðan þijá til viðbótar
eftir tilnefningu frá Sambandi
íslenzkra auglýsingastofa, Verzlun-
arráði íslands og Neytendasamtök-
unum. Nefndin hafi vald til að banna
auglýsingar, sem bijóti í bága við
lögin eða reglugerðir þeim fylgjandi
svo og að leita leiða til sátta. Þetta
vald er nú hjá Verðlagsráði. Jafn-
framt er gert ráð fyrir því að ýmis
sérákvæði um auglýsingar gildi
áfram og má þar nefna ákvæði er
varða tóbak og áfengi, lyf og lækna
og þjóðsönginn.
Bíðum leyfis ráð-
herra fyrir samruna
- segir Sverrir Hermannsson
SVERRIR Hermannsson banka-
stjóri Landsbankans segir að nú,
þegar Landsbankinn hefúr eign-
ast nægan meirihluta hlutabréfa
í Samvinnubankanum, sé beðið
eftir leyfi bankamálaráðherra fyr-
ir samruna bankanna í eina stofh-
un. Sverrir segir að í fyrstu hafi
verið rætt um að reka Samvinnu-
bankann sem sjálfstæða stofhun
eða deild. „En nú eru menn þeirr-
ar skoðunar að stefha eigi að
samruna, en það gæti tekið ein-
Franskur viðskiptavin'
ur SIF fær undirboð
Tilboð fi*á Islandi, Danmörku og Hollandi
Grindavík.
FRANSKUR viðskiptavinur Sölusamtaka islenskra fiskframleiðenda,
Nord-Morue, hefúr fengið nokkur kauptilboð um tandur saltfisk frá
íslandi, Danmörku og Hollandi. Verðið sem Nord-Morue er boðið
er að meðaltali 25% lægra en það verð sem SÍF býður fyrirtækinu.
Keraur þetta fram í skeyti fi-á hollenska söluaðilanum Norpesca.
Samkvæmt . skeyti sem Nord-
Morue hefur sent SÍF, þar sem
þetta verð eru tíundað, er ýjað að
því að SÍF lækki sitt verð til sam-
ræmis við undirboðið.
Þá hafa, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, fleiri kaupendur
að íslenskum saltfiski sem versla
við SIF, aðallega á Spáni, látið vita
að þar séu einnig undirboð í gangi
án þess að geta þess hvaða verð
sé nefnt og liggur í loftinu að þau
fyrirtæki séu að undirbúa verð-
lækkunarkröfur gagnvart SÍF.
Morgunblaðið hafði samband við
Jón Ásbjömsson til að leita álits
hans á þessum fréttum og sagði
hann að fullyrðingar um undirboð
gagnvart SÍF á íslenskum saltfiski
væru í algjörri þversögn við stöðu
saltfiskmarkaðarins í Evrópu, þar
sem ríkir geysileg eftirspurn og
hækkandi verð.
„Söluverð SÍF er langt fyrir neð-
an markaðsverð enda kaupa nú
evrópskir saltendur þorskinn okkar
frá Islandi léttsaltaðan utan sölu-
samtaka SIF á mun hærra verði
en framleiðendur fá skilað frá SÍF,“
sagði Jón.
„Sjálfur sel ég fullunninn íslensk-
an saltfisk frá Danmörku og Eng-
landi. Einnig eru nú seld fullunnin
saltfiskflök frá íslandi til Spánar
og er söluverð mitt 21-48% hærra
en söluverð SÍF samkvæmt útflutn-
ingsskjölum utanríkisráðuneytisins
á útflutningi í mars 1990.
Að birta frétt nú um undirboð
gagnvart SÍF er byggt á röngum
forsendum og getur aðeins verið
gert til að slá ryki í augu lands-
manna til að réttlæta og viðhalda
einokunarsölu SÍF í saltfiskútflutn-
ingnum, nú, þegar umræða um ein-
hveija losun á þessari einokun fer
fram,“ sagði Jón.
Gunnar Tómasson, saltfískverk-
andi í Grindavík og stjórnarmaður
í SÍF, sagði að eftir að sjávarútvegs-
ráðherra setti tímabundið bann við
útflutningi á flöttum ferskum físki
hafí hafíst mikil umræða um það
verðmæti sem væri fólgið í þessum
útflutningi og þá jafnan borið sam-
an við það verðmæti sem saltfisk-
afurðir okkar gæfu.
„Nefndar voru háar prósentur
um það sem græddist með þessum
nýja útflutningi en staðreyndin er
sú, að ef allur sá fískur sem SÍF
flutti út á síðasta ári væri umreikn-
aður í þennan nýja útflutning þá
tapaði þjóðfélagið fjórum milljörð-
um króna fyrir utan allt vinnutap
hér heima,“ sagði Gunnar. Hann
bætti við að þessi undirboð kæmu
ekki á óvart því nú væru allir þess-
ir aðilar að reyna að koma út salt-
fiski og þá væri gjaman gripið til
þess ráðs að undirbjóða til að losna
við vöruna. Það væru gömul sann-
indi.
Kr. Ben.
hver misseri áður en hann verð-
ur,“ segir hann.
Landsbankinn á nú um það bil
75% hlutaíjár í Samvinnubankanum
og getur þar af leiðandi ákveðið að
sameina hann Landsbankanum, en
til þess að svo geti orðið þarf leyfi
ráðherra og segir Sverrir Hermanns-
son að nú sé þess beðið. Á meðan
sé ekki hægt að tímasetja hvenær
af samruna verður.
Landsbahkinn keypti fyrr í vik-
unni hlutabréf Olíufélagsins hf.,
Vátryggingafélags íslands, Sam-
vinnulífeyrissjóðsins, Kaupfélags
Borgfírðinga og KEA í Samvinnu-
bankanum, alls nálægt fjórðungi
hlutabréfanna. Kaupverðið var
2,749 sinnum nafnverð bréfanna
sem er sama verð og Sambandinu
var greitt fyrir hlutabréf þess. Að
sögn Vilhjálms Jónssonar forstjóra
Olíufélagsins hf. em kaupin miðuð
við 1. janúar síðastliðinn og greiðir
Landsbankinn vexti á upphæðina frá
þeim tíma. Heildarkaupverð hluta-
bréfanna sem Landsbankinn keypti
nú er um 300 milljónir króna og
hefur hann þá í heild keypt hluta-
bréf í Samvinnubankanum fyrir um
900 milljónir króna, auk vaxta.
Karl tapaði,
Helgi gerði
jaftitefli
FIMMTA umferð Reykjavík-
urskákmótsins var tefld í
gær. Helgi Ólafsson og Pol-
ugajevskíj gerðu jaftitefli;
Azmajparasvílíj vann Karl
Þorsteins; Dolmatov vann Jón
L. Árnason; Benjamin vann
Hannes Hlífar; Margeir Pét-
ursson vann Tómas Björns-
son; Snorri Bergsson vann
Levitt; Halldór Grétar Einars-
son vann Winsnes. Makarítsj-
ek og Dreev skildu jafiiir,
einnig Vaganjan og
Razúvajev, Wojekevicz og
Bronstein og Sokolov og
Mortensen.
Polugajevskíj og Azmapar-
asvílíj eru nú efstir og jafnir
með 4 ’Avinning, Helgi Ólafsson,
Dolmatov og fleiri hafa 4 vinn-
inga; Karl Þorsteins er í hópi
nokkurra skákmanna sem hafa
3 'Avinning. Sjötta umferð verð-
ur tefld í dag.