Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 4

Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 Morgunblaðið/Bjami Richard Best sendiherra afhendir Vigdísi Finnbogadóttur forseta fjárstuðning breskra yfirvalda við skógræktarátakið Landgræðsluskógar - átak 1990. Þau Hulda Valtýsdóttir og Valdimar Jóhann- esson fylgjast með afhendingunni. Bretar gefa skógræktargjöf BRESKI sendiherrann á íslandi, Richard Best, afhenti í gær Vigdísi Finnbogadóttur forseta o'g verndara skógræktarátaksins Land- græðsluskógar — 1990 400 þúsund króna fjárframlag til átaksins. Stjórn þess hefur ákveðið að'verja gjöfínni til svonefiidra vina- skóga, líkt og öðrum Qárframlögum sem koma til með að berast átakinii. frá útlöndum. Fyrsta vinaskóginum hefur verið valinn staður í landi Kárastaða í Þingvallasveit. Fyrir gjöf Breta verður plantað í a.m.k. 4 hektara lands, eftir því sem segir í frétt sem stjóm átaksins sendi frá sér af þessu tilefni. Forseti þakkaði sendi- herranum þessa höfðinglegu gjöf, og lét þess getið að nafnið vina- skógar væri táknrænt þar sem fátt túlkaði betur góða vináttu en eitt- hvað sem vex og dafnar. Við sama tækifæri afhenti for- seti Huldu Valtýsdóttur, formanni Skógræktarfélags íslands, gjöf Breta. VEÐUR I DAG kl. 12.00: X ^ Heimild: Veðurstofa íslands '*■ 'e (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 23. MARZ YFIRLIT f GÆR: Skammt út af Norðausturlandi er 977 mb. smá- lægð og frá henni lægöardrag vestur yfir norðurströndina. Yfir Grænlandi er 1.012 mb. hæð en um 700 km suður af Hvarfi er vaxandi 980 mb. lægð á hreyfingu norðaustur. SPA: Vaxandi austan- og síðar norðaustanátt um land allt, víða allhvasst eða allhvasst þegar líður á morguninn. Éljagangur norðan- lands, en snjókoma eða slydda um landiö sunnanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Norðan- og norðvestanátt. Éljagangur norðanlands, en úrkomulítið og víða bjart veður syðra. Frost á bil- inu 3 til 6 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnanátt um mestallt land. Slydda um sunnan- og vestanvert landið, en úrkomulaust að mestu á Norðaust- urlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir. vind- stefnu og fjaðrirnar vlndstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma •\Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur -4- Skafrenningur [T Þrumuveður vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 2 skýjað Reykjavík +3 úrkoma f grennd Bergen 6 léttskýjað Helsinkl 7 skýjað Kaupmannah. 11 skýjað Narssarssuaq +16 skýjað Nuuk +16 snjókoma Osló 12 léttskýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshöfn 2 haglél Algarve 20 skýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona 20 mistur Berlín vantar Chicago 9 skúr Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 17 skýjað Qlasgow 8 skýjað Hamborg vantar Las Palmas 29 skýjað London 13 léttskýjað Los Angeles 11 þokumóða Lúxemborg 13 mistur Madrfd 20 léttskýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 21 helðskírt Montreal 0 alskýjað New York 7 léttskýjað Orlando 12 léttskýjað Paris 17 alskýjað Róm 18 þokumóða Vln 22 heiðskfrt Washington S léttskýjað Winnipeg +11 snjókoma Eldsneytisafgreiðsla íyrir varnarliðið; Kemur ekki til greina að afhenda eignir Olíu- félagsins til annarra - segir Vilhjálmur Jónsson forsljóri VILHJÁLMUR Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf., segir að ekki komi til greina að afhenda eignir fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli öðrum aðilum til afiiota, eins og utanríkisráðuneytið hefúr farið fram á, enda þurfi Olíufélagið á þessum eignum að halda til að standa við sérstaka samninga um eldsneytisafgreiðslu til flugvéla sem hingað koma frá öðrum NATO-löndum en Bandaríkjunum. „Við teljum það vera hreina valdniðslu að banna okkur að bjóða í afgreiðsluna á elds- neyti fyrir varnarliðið, ef við göngum ekki að kröfú utanríkisráðuneyt- isins,“ sagði hann. Samningur Olíufélagsins hf. og varnarliðsins um afgreiðslu eldsneyt- is á Keflavíkurflugvelli rennur út 31. mars næstkomandi, en hann var gerður 1986 og hefur verið endumýj- aður árlega síðan. Hörður H. Bjarnason, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, sagði aðspurður að það væri alfarið á valdi utanríkisráð- herra að útiloka Olíufélagjð hf. frá því að gera tilboð í afgreiðsluna ef honum sýndist svo. „Árið 1986 var það ákvörðun þáverandi utanríkis- ráðherra að þetta skyldi eingöngu boðið út til Olíufélagsins og þá var það eina félagið sem fékk að bjóða í þetta.“ Vilhjálmur Jónsson sagði að það væri alrangt að Olíufélagið hf. hefði haft einkarétt á afgreiðslu á olíu og bensíni fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Þjónusta við olíuafgreiðslu vamarliðsins hefði ávallt verið boðin út þegar samningar hefðu verið laus- ir eins og nú væri, og hefði það meðal annars leitt til þess að Olíu- verslun Íslands hf. hefði haft hluta af þessum viðskiptum árin 1962- 1967, og 1966 hefði bandarískt fyrir- tæki verið með lægst tilboð í flugaf- greiðslu fyrir varnarliðið. Það fyrir- tæki hefði haft þá afgreiðslu með höndum í eitt ár, en talið sig hafa tapað háum upphæðum á þeim við- skiptum og því ekki gert tilboð í þau síðan. Vilhjálmur sagði að fyrir löngu hefði verið ákveðið að útboð færi fram á þessu ári, en sérstök skrif- stofa Bandaríkjastjómar í Wash- ington sæi um útboðin, og síðastliðið sumar hefðu komið fulltrúar þaðan til að kynna sér aðstæður og und- irbúa útboðið. Það væri því mikill misskilningur að núverandi utanrík- isráðherra hefði fundið upp á því að hafa útboð á þessum viðskiptum, þar sem útboðin væru í samræmi við áratuga hefð, og það hefði aldrei áður átt sér stað að íslenskir ráða- menn hefðu komið inn í þessa samn- inga á þennan hátt. Að sögn Vilhjálms er aðstaða Olíu- félagsins hf. á Keflavíkurflugvelli fyrst og fremst fólgin í aðstöðu fyrir þá menn sem vinna við eldsneytisaf- greiðsluna, auk viðgerðarverkstæðis fyrir þá bíla sem varnarliðið leggur til. „Eg var kallaður niður á varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins og þar var lesið yfir mér að við værum búnir að koma okkur upp svo góðri aðstöðu og starfsliði á Keflavíkurflugvelli að það gætu raunverulega engir boðið á jafnréttis- grundvelli við okkur. Þess vegna færi utanríkisráðuneytið fram á það að við skuldbindum okkur fyrirfram til þess að leigja aðstöðu okkar fyrir 300 þúsund dollara, eða rúmlega 18 milljónir króna, á ári þeim aðila sem kynni að fá þetta. Jafnframt var mér tilkynnt að ef við gengjum ekki að þessu þá fengjum við ekki að bjóða í þessa afgreiðslu. Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að láta þessa aðstöðu af hendi, og verðum við af þeim sökum útilokaðir frá því að bjóða í þetta verkefni, þá teljum við að þar sé um hreina valdníðslu að ræða.“ Varnarliðið hefur frá ársbytjun 1976 flutt inn allt það eldsneyti sem það notar og haft samning við Olíufé- lagið hf. um móttöku, geymslu og afgreiðslu eldsneytis á flugvellinum. Vilhjálmur sagði að það hefði verið ætlunin hjá Bandaríkjastjórn að bjóða þetta allt út núna, en þar sem ákveðið hafi verið að Keflavíkurbær sæi um móttöku eldsneytisins í Helguvík, vakt á geymunum þar og dælingu upp á Keflavíkurflugvöll, yrðu þeir þættir ekki boðnir út. Það sem eftir stæði væri því dagleg af- greiðsla á herþotur varnarliðsins, rekstur á einni bensínstöð, óveruleg- ir flutningar á gasolíu og eftirlit með eldsneytisgeymum á Kefiavíkurflug- velli. Óli Kr. Sigurðsson eigandi Olú- verslunar íslands sagði að afgreiðsl- an- á Keflavíkurflugvelli hefði ekki verið boðin út árum saman. „Ég hef aldrei orðið var við þetta hér og veit ekkert upp á hvað þessi útboðsgögn hljóða, þar sem við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta. Þetta hefur allavega verið á könnu Olíufélagsins hf. síðan löngu fyrir minn tíma hér.“ Óli sagði að eðlilegt væri að aðrir en Olíufélagið hf. fengju kost á að taka þátt í útboðinu, en sagðist ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál fyrr en hann hefði séð útboðsgögnin. Félag framhaldsskólanema: Virðisaukaskattur á námsbækur verði felldur niður 1. september FULLTRÚAR Félags iramhaldsskólanema gengu á fiind Ólafs Ragnars Grímssonar fjármalaráðherra og Svavars Gestssonar menntamálaráð- herra í gær, fimmtudag, og afhentu þeim undirskrifialista þess efnis að virðisaukaskattur á námsbækur verði felldur niður 1. september næstkomandi en ekki 15. nóvember þykkti í vetur. Á blaðamannafundi, sem Félag framhaldsskólanema hélt í gær, kom fram að framhaldsskólanemendur fagna þeirri ákvörðun að virðisauka- skattur á námsbækur verði felldur niður. Hins vegar telur félagið að nemendur framhaldsskólanna muni ekki kaupa námsbækur fyrr en 10 vikum eftir að skólarnir byrja í haust ef virðisaukaskatturinn verður felld- ur niður 15. nóvember. Því muni skólastarfið riðlast í haust. Mennta- málaráðherra og fjármálaráðherra virðist hins vegar ekki hafa áhyggjur af því og ljóst sé að niðurfellingu virðisaukaskatts á námsbækur verði ekki flýtt að frumkvæði þessara ráð- herra. tæstkomandi, eins og Alþingi sam- Á blaðamannafundinum kom einn- ig fram að nemendur framhaldsskól- anna eru um 14 þúsund talsins og algengt er að þeir þurfi að kaupa námsbækur fyrir 15 þúsund krónur á ári. Þeir kaupa því námsbækur fyrir um 200 milljónir króna á ári, þar af er virðisaukaskattur 24,5%, eða um 50 milljónir. „Ég held að það sé almenn skoðun framhaldsskólanema að bókaútgef- endur byggi aðra starfsemi sína á því háa verði, sem er á námsbókum og við ætlum að fylgjast með verð- lagningu þeirra,“ sagði Kristrún Heimisdóttir formaður Félags fram- haldsskólanema.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.