Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 10

Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 Úr skynheimi ________Myndlist BragiÁsgeirsson í Listasafni ASÍ stendur nú yfir og fram til 25. marz sýning á listsköpun fatlaðra, hvernig myndin er tjámiðill þeirra og tengiliður við umheiminn. Hér er einnig um að ræða þá fötlun, sem sjaldan er með öllu sýnileg svo sem einhverf böm, geðsjúka og jafnvel heyrnar- skerta. Þeir sem rannsakað hafa listasöguna vita, að stutt getur verið á milli geðveilu og snilli og ýmsir nafntogaðir myndlistar- menn hafa um lengri eða skemmri tíma verið sjúklingar undir lækn- ishendi. Þá hafa ýmsir myndlist- armenn rannsakað list geðsjúkra og þar á meðal hinn heimskunni súrrealisti Max Emst, sem lagði m.a. stund á sálarfræði og af- brigðilega sálarfræði við háskól- ann í Bonn í lok fyrsta tugar ald- arinnar, heimsótti geðveikraspít- ala og hreifst af list sálsjúkra. Skýringin á þessu er hvorki flókin né langsótt, en hefur þó vafist ótrúlega fyrir mörgum. Málið er, að myndlistin er fyrir hið fyrsta mun meira miðill hinnar innri skynjunar á fyrirbærum úr sjónheiminum en menn gera sér ljóst, og í annan stað byggist hún minna á beinum ytri tilvísunum en meira á heilabrotum og hugar- flugi. Hún er þannig meira sálræn lifun og umbrot en endurvarp hins sýnilega og á það einnig við er menn endurgera hlutveruleikann. Hún er og eins konar framleng- ing sálarinnar og innri skynjana, eða hefur a.m.k. verið það í tímans rás. Hið ytra auga væri harla lítils virði, hefðum við ekki einnig þroskaða skynjun, og augað sjálft er í raun einungis þjónn skynjana okkar, flytur boð til heilans og taugakerfisins, sem vinna svo úr áhrifunum. Og eftir því sem menn þroska þetta innra auga betur með sér þeim mun hæfari verða þeir til þess að nema fljölbreytni umheimsins. Menn skulu svo ekki gleyma því, að ljósnæmi augans fer að hraka á vissu aldursskeiði, en þá eru myndlistarmenn iðulega á hápunkti ferils síns og halda áfram að skapa og þroskast, þótt hinu ytra auga hraki í sífellu. Hér er um svo merkilegt ferli að ræða, að fæstir gera sér fulla grein fyrir því, og það er nokkur harmleikur í menntunarkerfi þjóð- arinnar, að innri heimur sjónar- innar skuli ekki ræktaður sem skyldi, en hins vegar ytri sjónin á fullu svo að hálærðir eru marg- ir hveijir nær blindir á skynsvið- inu. Allir skilja hvað átt er við þeg- ar um þjálfað tóneyra er að ræða, en mun færri gera sér grein fyrir því, að mögulegt er að rækta hlið- stæðar gáfur hvað augað snertir. Ytra auga mannsins er nefni- lega tiltölulega ófullkomið miðað við margar tegundir í dýraríkinu, en hins vegar eru skynjunarmögu- leikarnir víðtækari. Svo er sálin svo merkilegt rann- sóknarefni, að eftir því sem menn komast að fleirum leyndardómum sem tengjast undirvitund okkar, því meira undrast þeir. Þannig eru menn stöðugt að uppgötva eitt- hvað nýtt, sem þeir vissu ekki áður. Fái svo andlega fatlaðir rétta meðferð, geta þeir sumir hverjir náð áður óþekktum ár- angri og slíkt er víst alltaf að ske. Það lætur svo að líkum, að ein- staklingar, sem eins og einangr- ast frá umheiminum sakir margv- íslegra sálarflækja, þeir eiga mun auðveldara með að tjá sig í mynd en þeir, sem teljast eðlilegir. Myndheimur fólks með geð- ræna sjúkdóma og aðrar innri sem ytri fatlanir segir oft mikla sögu, og er læknum og hjálparfólki, sem lesa í myndir, til mikillar aðstoðar við að skyggnast á bak við fötlun- ina og finna orsakir hennar — það segir ýmislegt í myndum sínum, sem það kannski fæst annars alls ekki til að tala um, hversu fast sem gengið er eftir. Það er og eðlilegt, að fatlaðir, sem eru fullkomlega andlega heil- brigðir, afhjúpa ekki jafn ríkt sál- arlíf og hafa ekki jafn djúþa og þróaða myndræna skynjun og þeir geðsjúku. Ég hef t.d. orðið var við lítt þróaða innri myndræna skynjun hjá fötluðum en andlega heiibrigð- um og er það alls ekki sagt þeim til hnjóðs, en segir einungis þá sögu, að það er of háð ytri sjón- heimi, mötun fjölmiðla og almenn- um fordómum, eins og fólk er flest. Það vill og standa jafnfætis heilbrigðu fólki og temur sér full mikið að líkjast því og hugsunar- hætti þess. Sláandi tilfelli um þetta kemur og fram á sýningunni hjá heyrnar- skertum manni en ágætum teikn- ara. Það er merkilegt rannsóknar- efni, að þegar listnemar teikna með bundið fyrir augun, þá verður línan mun skynrænni og áhersl- urnar réttari en þegar þau horfa á viðfangsefnið bak og fyrir. Hinir miklu teiknarar teikna líka minnst með augunum, en mest með skynfærunum og hrynj- andi líkamans. Hugdettur hins geðsjúka eru ósjaldan í senn snjallar og rökrétt- ar og leiða hugann að hugmynda- fræðilegri listsköpun hinna heil- brigðu. Til dæmis fær Vemharður Bjarnason hugmyndir sínar í bol- lanum, eins og hann segir sjálfur. Hann lætur kaffivélina standa á biblíu, stundum tveimur, því þá verður myndin í (kaffi)bollanum sannari! Þá teiknar heiða Austfjörð sólir og blómálfa aftur og aftur með litblýanti og hefur náð ákaflega myndrænum tökum á hrynjandi línurnar. Og hinar mögnuðu tjáríku myndir Önnu Borg verða manni umhugsunarefni. Sýningunni er mjög vel fyrir komið, þótt allt of mikið sé af myndum á henni, en það er víst ekki tilgangurinn að velja og hafna, heldur sýna sem gagnger- ast yfirlit. Á veggjum eru og mið- ar með nöfnum þátttakenda og útskýringum á sjúkdómum þeirra og atferli og er mjög fróðlegt að lesa þær upplýsingar. Sumir sjúklingarnir eru og vel ritfærir eins og t.d. Þórður Þor- grímsson, sem sýnir og góða teiknihæfileika. Hann teiknar og skrifar eftir þörf og þannig teikn- aði hann ekkert á sex ára tímabili! Hér kemur fram glöggt dæmi um þörfina til að skapa, sem er öllu öðru mikilvægari í listum, en er með sanni ekki alltaf innan seilingar. Hann ritar m.a. þessa eftir- minnilegu sjálfsjátningu; „Að veikjast á sinni er fyrir sjálfum mér líkast því að velkjast milli tveggja hraunelfa; það gildir einu hvort horft er til baka eða fetað fram á við því fortíðin ber með sér ásakanir um óorðnar mis- gjörðir; orð og athafnir skilja ekki að jöfnu. Því er eina björgin að fijósa í sporum vanans eins og börn gera þegar þau hafa engra kosta völ nema að hverfa veruleik- anum og verða það sem kallað er einhverf. En samt á bak við grímuna bærist líf sem oft hefur borið fyr- ir að geti endurheimst." Maður hugsar mikið og djúpt eftir að hafa lesið slík skrif og skoðað myndir viðkomandi, eins og öll sýningin verður manni álei- tið umhugsunarefni og hristir stíft upp í heilabúinu. Þetta er sýning, sem á erindi til margra, og menn skyldu ætla sér góðan tíma til að skoða hana. Selló- og píanótónleik- ar hjá tónlistarfélagjnu LAUGARDAGINN 24. mars mun hinn þekkti, fínnski sellóleikari Arto Noras halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins ásamt Krystynu Cortes, píanóleikara, og hefjast þeir kl. 14.30. Arto Noras, sem er einn af fremstu sellóleikurum í heiminum í dag, fæddist árið 1942 og hóf nám sitt fimm ára að aldri. Þremur árum seinna varð hann nemandi prófess- ors Yijös Selins í Sibeliusar-akadem- íunni og á árunum 1962-64 stund- aði hann nám í Konservatoríinu í París hjá Paul Tortellier. Hann út- skrifaðist þaðan með láði árið 1964. Hann hefur unnið til margra verð- launa i tónlistarkeppni og komið fram, bæði með hljómsveit og á ein- leikstónleikum um allan heim. Síðan 1970 hefur Arto Noras verið prófess- or í Sibeliusar-akademíunni og leikur í strengjakvartetti hennar og í Hels- inki Trio. Krystyna Cortes er fædd í Eng- landi en hefur verið búsett hér á landi síðan 1970. Hún hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífínu hér sem píanóleikari með söngvurum, kórum og hljóðfæraleikurum. Vesturberg Glæsileg 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Nýstandsett bað- herb. Þvottaaðstaða í íbúðinni. Stutt í alla þjónustu. Ákveðin sala. EIGNAMIÐLUIVirV 2 77 11 ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 Arto Noras sellóleikari. Á tónleikunum á laugardag leika þau Arto Noras og Krystyna Cortes Adagio-Allegro eftir Schumann Arp- eggione sónötu eftir Schubert, Só- nötu í F-dúr eftir Brahms og Variazi- one di bravura eftir Paganini. Miðasala er í íslensku óperunni. (Fréttatilkynning) Ráðsteftia um skola- söfti í grunnskólum LAUGARDAGINN 24. mars verður haldin ráðstefna um skólasöfn í grunnskólum. Ráðstefnan verður í ávarpi menntamálaráðherra. Ráðstefnan er haldin að frum- kvæði Félags skólasafnskennara en auk þeirra standa menntamálaráðu- neytið, Kennarasamband íslands og Skólavarðan að ráðstefnunni. Fjallað verður um stöðu skóla- safna út frá nýrri aðalnámskrá grunnskóla, nýjum lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og frumvarpi að nýjum grunnskólalög- um. Fyrir hádegi verða tvö erindi. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir gerir grein fyrir niðurstöðum kannana á stöðu mála í skólasöfnum og Ellen Skaflestad, deildarstjóri í norska Borgartúni 6 og hefst kl. 9.30 með menntamálaráðuneytinu flytur er- indi um skólasafnið sem meginhjálp- artækið í skólastarfi. Eftir hádegi verður litið til fram- tíðar í nokkrum stuttum erindum. Framsögumenn verða Guðni 01- geirsson námsstjóri, Helgi Jónasson fræðslustjóri, Kári Arnórsson skóla- stjóri, Laufey Eiríksdóttir skóla- safnskennari og fulltrúi frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefnustjóri verður Hrólfur Kjartansson deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Ráðstefnunni lýkur um kl. 16.00. (Frcttatilkynning) Skoðanakönnun SKÁÍS: Flestir fylgjandi álveri við Eyjaíjörð SAMKVÆMT skoðanakönnun sem SKÁÍAS vann fyrir Stöð 2 er meiri- hluti landsmanna fylgjandi því að álver verði reist annars staðar en í Straumsvík. Flestir eru fylgjandi því að reisa álver við EyjaQörð. Um 700 _ manns tóku afstöðu í könnun SKÁÍS. 70% þeirra tóku af- stöðu með einhvetjum þeirra þriggja staða sem helst hafa verið taldir koma til greina: Dysnes við Eyja- fjörð, Straumsvík eða Reyðarfjörð. Af þeim sem afstöðu taka eru 41% fylgjandi staðsetningu álvers við Dysnes í Eyjafirði, 37% í Straumsvík og 22% við Reyðarfjörð. Ef litið er til afstöðu manna eftir búsetu kemur mjög mismunandi af- staða í Ijós. Af þeim sem vilja Eyja- fjörð, eru 44,9% af landsbyggðinni, 36,2% úr Reykjavík og 18,4% af Reykjanesi. Af þeim sem fylgjandi eru Straumsvík eru 41,9% úr Reykjavík, 33,9% af Reykjanesi og 22,4% af landsbyggðinni. Af þeim sem vilja Reyðarfjörð eru 42,9% úr Reykjavík, 39,3% af landsbyggðinni og 18,8% af Reykjanesi. í samtali sem Stöð 2 birti, sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra að niðurstöður könnunar- innar kæmu honum ekki á óvart. Með tilliti til hagsmuna þjóðarheild- arinnar væri best að staðsetja álver utan þéttbýlisins á Suðvesturlandi, enda fylgdi því ekki mikill kostnaðar- auki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.