Morgunblaðið - 23.03.1990, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
11
„...útlendingar flytja
okkur fréttimar“
Athugasemdir við ræðu iðnaðarráðherra
eftir Halldór Blöndal
Hinn 15. mars flutti iðnaðarráð-
herra ræðu á ársþingi Félags
íslenskra iðnrekenda. Hún bar yfir-
skriftina „Bjartara framundan".
Það vakti sérstaka athygli mína,
að iðnaðarráðherra taldi landa sína
ekki meta ríkisstjórnina að verðleik-
um, — þeir hefðu ekki áttað sig á
þeim „góða árangri sem hefur
náðst í efnahagsmálum að undanf-
örnu fyrr en útlendingar flytja
okkur fréttirnar“. Iðnaðarráðherra
hefur orð á, að hann hafi ástæðu
til að ætla, að OECD muni ljúka
lofsorði á hagstjórnina hér á landi
enda sé hún kennslubókardæmi um
árangur, sem ná megi með mark-
vissri hagstjórn.
í fyrsta kafla ræðu sinnar ijallar
iðnaðarráðherra um ástand og
horfur í efnahagsmálum og víkur
fyrst að atvinnuástandinu með
þessum orðum: „í gær bárust t.d.
þær fréttir að atvinnuleysi í febrú-
armánuði hefði verið mun minna
en Þjóðhagsstofnun hafði spáð.“
Þetta kann að hljóma vel í eyrum
útlendings en ekki íslendings. Það
eru áratugir síðan Islendingar litu
á atvinnuleysi sem sjálfsagðan
hlut, hvað þá vísbendingu um
„markvissa hagstjórn“. I febrúar
1988 var atvinnuleysi 0,7% og náði
til tæplega 800 einstaklinga. í fe-
brúar 1989 var atvinnuleysi komið
upp 'i 2% og náði til 2.000 einstakl-
inga. Nú keyrði um þverbak. Skráð
atvinnuleysi í febrúar var 2,4% af
mannafla og náði til 3.000 einstakl-
inga. Þar með eru ekki öll kurl
komin til grafar, þar sem ýmsar
stéttir háskólamanna njóta ekki
atvinnuleysisbóta né einstaklingar,
sem staðið hafa fyrir rekstri.
Ekkert lát er á gjaldþrotahrin-
unni, en minni fyrirtæki og einstakl-
ingar eru meira áberandi en áður.
Fyrstu tvo mánuði ársins voru um
40 millj. kr. greiddar úr ríkissjóði
í vinnulaun gjaldþrota fyrirtækja.
Það vekur athygli, að töluverður
fjöldi fólks hefur flutt utan af landi
til Reykjavíkur í atvinnuleit, en
síðan orðið að hverfa úr landi og
skipta raunar þúsundum, sem svo
er ástatt um. Flestir hafa farið til
Svíþjóðar. Umsóknum um atvinnu-
tækifæri erlendis linnir ekki. A
Austurlandi voru 7,4% kvenna at-
vinnulausar í febrúarmánuði og rétt
innan við 5% mannafla í Norður-
landi vestra.
Iðnaðarráðherra talar um verð-
lagsþróunina, sem sé komin niður
fyrir 10% og tekur fram, að ríkis-
stjórnin eigi „alls ekki allan heiður-
inn. Samtök launafólks og vinnu-
veitenda eiga mikið lof skilið“, —
en það var efnahagsstefna ríkis-
stjórnarinnar sem — „skapaði raun-
Fyrirlestur um
hugmynda-
fræði Thatcher
KENNETH Minogue, prófessor í
stjórnmálafræðum við London
School of Economics and Politic-
al Science, heldur fyrirlestur í
boði félagsvísindadeildar Háskól-
ans í dag, fóstudaginn 23. mars,
kl. 14 í Odda. Fyrirlesturinn Qall-
ar um hugmyndafræði Margrét-
ar Thatcher og róttækni samtím-
ans („Mrs. Thatcher and Con-
temporary Radicalism") og verð-
ur fluttur á ensku.
Minogue er þekktur fræðimaður
og hefur einkum fengist við stjórn-
málahugmyndir og sögu þeirra.
Hann hefur meðal annars ritað
bækur um fijálslyndi, þjóðernis-
hyggju og hugmyndafræði.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
(Fréltatilkynning)
forsendurnar" fyrir kjarasamning-
unum, segir iðnaðarráðherra. Aðrir
meta það svo, að aðilar vinnumark-
aðarins hafi lagt hornstein að stöð-
ugu verðlagi, ekki síst af þessum
ástæðum.
Laun hér á landi eru nú sambæri-
leg við það, sem þau voru fyrir 10
árum, sem er vitaskuld óviðunandi
borið saman við launaþróun í öðrum
löndum, ég tala nú ekki um, ef
lífskjör stæðu í stað til aidamóta.
Til viðbótar kemur meira óöryggi á
vinnumarkaði en þorri þjóðarinnar
hefur áður þekkt. Samræmd stefna
í atvinnumálum fyrirfinnst engin
en hver höndin uppi á móti annarri
í ríkisstjórninni. Þó hefur ekki verið
staðið gegn samningum um álver,
skárra væri það, en varaflugvallar-
málinu er drepið á dreif. Við þessar
aðstæður halda menn og fyrirtæki
að sér höndum, sem skiljanlegt er.
Við svo ömurleg skilyrði eru að
sjálfsögðu ekki forsendur fyrir því,
að launþegahreyfingin geti vænst
þess að ná kjarabótum. Hún hlýtur
þvert á móti að taka höndum sam-
an við atvinnurekendur um að veij-
ast frekari skerðingu lífskjara en
orðin er, — vegna ríkisstjórnarinn-
ar.
Ekki getur iðnaðarráðherra
vænst þess, að orð hans séu tekin
alvarlega, þegar hann ræðir um
atvinnumál, nema hann hafi skoðun
á sjávarútvegi og stjórn fiskveiða.
Er hann t.d. sammála sjávarútvegs-
ráðherra í þeim efnum? Eða getur
verið að ráðherrar Alþýðuflokksins
séu að fiska í gruggugu vatni,
þegar kemur að markaðsmálum
sjávarútvegsins? Hvað á iðnaðar-
ráðherra við með þessum orðum í
ræðu sinni: „í öðru lagi hafa íslensk
stjórnvöld kappkostað að halda öll-
um leiðum opnum í tvíhliða viðræð-
um við ráðamenn Evrópubanda-
lagsins um mikilvæg, gagnkvæm
hagsmunamál?“ Er hann að segja,
að við sjálfstæðismenn höfðum rétt
fyrir okkur en Jón Baldvin rangt í
vantraustsumræðunum, þegar við
kröfðumst þess, að tvíhliða viðræð-
ur yrðu teknar upp við Evrópuband-
alagið um útvíkkun á bókun 6
vegna óheyrilegra tolla á saltfiski
til Portúgals og Spánar, sem námu
rúmum milljarði á sl. ári? Eða er
hann að segja, að fiskinnflytjendum
í Evrópubandalaginu falli það vel í
geð, þegar fréttir berast um það,
að stjórnvöld séu að reyna bijóta
niður sölusamtök okkar eins og SÍF
og SH. Það eru þeirra hagsmunir
en ekki okkar.
Það er verið að reyna að koma
á fiskmiðlun hér á landi og hefur
ekki farið fram hjá neinum, að ráð-
herrar Alþýðuflokksins hafa verið
hjáróma í því máli og alls ekki já-
kvæðir. Þó getur þetta mál skipt
sköpum fyrir sjávarþorpin hringinn
í kringum landið. Nú í vikunni
hringdi í mig útgerðarmaður að
norðan, sagði að ég mætti leiða
það í tal við þá, sem væru í fílabeins-
turnum þarna fyrir sunnan, að það
væri ekki lengur hægt að una við
þá mismunun, sem hlytist af mis-
munandi fiskverði. Nú í febrúar
hefur hann verið að fá tæplega 46
krónur fyrir lifandi blóðgaðan
þorsk. Hann hefur landað 112 tonn-
um. Borið saman við fiskverð í
Ólafsvík hefur hann og skipshöfn
hans tapað 1,2-1,4 millj, kr. á ár-
inu. A sama tíma er ríkissjóður að
styrkja togaraútgerðir með hundr-
uðum milljóna króna og búa þannig
til falskt fiskverð. Hvernig skyldi
iðnaðarráðherra svara þessum at-
hugasemdum bátaútgerðarmanns-
ins fyrir norðan? Á hann von á sér-
stöku hrósi að utan fyrir frammi-
stöðuna? Svo er að heyra.
í ræðu sinni segir iðnaðarráð-
herra: „Það var öllum ljóst haustið
1988 að lagfæra þurfti rekstrarskil-
yrði útflutnings- og samkeppnis-
greina.“ — Ekki er þetta rétt.
Þvert á móti stóð Jón Sigurðsson
Halldór Blöndal
„Laun hér á landi eru
nú sambærileg við það,
sem þau voru fyrir 10
árum, sem er vitaskuld
óviðunandi borið saman
við launaþróun í öðrum
löndum, ég tala nú ekki
um, ef lífskjör stæðu í
stað til aldamóta.“
og Alþýðuflokkurinn á móti því að
raungengi krónunnar yrði lækkað
haustið 1988, sem olli harðari
árekstri milli Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins en mig rekur
minni til, — og síðan hlupu kratarn-
ir rakleiðis í fangið á maddömu
Framsókn. Mér er ekki ljóst, hvað
iðnaðarráðherra á við, þegar hann
talar um „að leiðrétta raungengið
í einum rikk“, sem ég kannast ekki
við að hafi verið til umræðu milli
stjórnarflokkanna í ágúst og sept-
ember 1988. Það er hins vegar rétt
hjá iðnaðarráðherra, að lífskjörin
hafa versnað mjög verulega, eftir
að ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar var mynduð.
Iðnaðarráðherra talar um, að
afkoma iðnfyrirtækja hafi yfirleitt
batnað nema í ullariðnaði. Fyrir
nokkrum misserum unnu um 400
manns í þeirri atvinnugrein á Akur-
eyri. Nú eru þeir um 250 og þó í
óvissu um, að þeir haldi atvinnunni.
Nema í skipasmíðaiðnaðinum og
tengdum greinum. Það er ástandið
hörmulegt. Ekki fást eðlileg stofn-
lán til raðsmíðinnar á Akureyri,
þótt kaupsamningur hafi legið fyrir
svo mánuðum skiptir og einstakir
ráðherrar hafi gefið loforð og fyrir-
heit. Tap Slippstöðvarinnar af þess-
um sökum er verulegt, — mér kæmi
ekki á óvart, þótt það næmi tugum
milljóna og verður að skrifast á
ríkisstjórnina.
Nema í lagmetisiðnaði, segir
iðnaðarráðherra, og býður fram
opinbera aðstoð. Þessi „nema“ yrðu
mörg, ef öll yrðu talin.
Að síðustu er óhjákvæmilegt að
vekja athygli á þessum ummælum
iðnaðarráðherra: „Ég vil í framhjá-
hlaupi geta þess að í fjármálaráðu-
neytinu er þegar hafinn undirbún-
ingur að því að efna það loforð
sem gefið var við undirritun kjara-
samninganna 1. maí í fyrra að
endurskoða skattlagningu fyrir-
tækja í ljósi framvindunnar í Evr-
ópu. Efndirnar munu byija að skila
sér með fjárlagafrumvarpinu í
haust og enn frekar með fjárlaga-
frumvarpinu haustið 1991.“
Þegar Jón Baldvin var fjármála-
ráðherra áttum við sjálfstæðismenn
gott samstarf við hann um nýskipan
skattkerfisins í því skyni að bæta
samkeppnisstöðu íslenskra fyrir-
tækja. Fyrir jólin 1988 var rauðu
striki slegið yfir þessar umbætur
og álögur á fyrirtækin auknar með
afturvirkri skattheimtu. Iðnaðar-
ráðherra hefur síðan gefið fyrirheit
á Alþingi í svipuðum tón og hann
gaf nú á ársþingi iðnrekenda, en
Olafur Ragnar jafnskjótt tekið af
skarið og sagt, að þessi mál heyri
undir sig en ekki iðnaðarráðherra.
Hann hafi skattheimtuna í sinni
hendi.
Iðnaðarráðherra segir, að útlend-
ir menn kunni að meta stefnu sína
og ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar í efnahagsmálum og
er sár við landa sína vegna skiln-
ingsleysis þeirra. Þessu verður hann
þó að kyngja. Einfaldlega vegna
þess, að íslendingar telja sig eiga
betra skilið en þeir verða nú að
sætta sig við. Og við það situr.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Norsku Stll ullarnærfötin
Þeim
verður ekki
kalt ailan
daginn.
Dæmi um verð:
* fóðruð með mjuku Dacron efni.
Grandagarði 2, Rvík., sími 28855
21
DVÆNGJUItr
HO IM G Sl
byggt á sðngferli Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar
Gerum tilboð fyrir hópa.
Rútur, gisting,
skemmtidagskrá.
Allar upplýslngarí
GLAUMBERGI, Keflavík,
Sími 92-14040.
LAHDSBY66ÐARFÓLK!
Munið helgarpakka
Sýning sem vert er að sjá.
Frábær skemmtidagskrá með okkar bestu söngvurum
Sýningar
á
laugardags-
kvöldum
mnta
BERG
Rut Reginolds
Mars
SKEMMTISTAÐUR
Keflavik
1 2 3
5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Þorvaldur Halldórsson
Aprfl
1 2 3 4 5 6
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 2\ l
22 23 24 26 26 27 28 /
29 30