Morgunblaðið - 23.03.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
Morgunblaðið/Júlíus
Grænlenski frystitogarinn Polar Princess í HafnarQarðarhöfn á
fímmtudag.
Grænlenskur togari landar
hér fryslum þorskflökum
GRÆNLENSKI frystitogarinn Polar Princess landaði um 190 tonnum
af frystum þorskflökum í Hafnarfirði í gær, fimmtudag. „Eftir því,
sem ég best veit, er Polar Princess fyrsti grænlenski togarinn, sem
landar frystum þorski hérlendis og ég reikna fastlega með að skipið
landi hér áfram,“ sagði Reynir Guðmundsson hjá flutningadeild
Nesskips hf. í samtali við Morgunblaðið en Nesskip er með umboð
fyrir skipið hér.
Flugumferðaratvik-
ið suður af Grindavík:
Beðið er upplýs-
inga frá Isarael
STEFNT er að því að rannsókn
íslenskra flugmálayfirvalda á
atviki því er varð um 37 mílur
suður af Grindavík, er ísraelskri
breiðþotu var flogið í veg fyrir
breska, ljúki um næstu mánað-
armót. Að sögn Skúla Jóns Sig-
urðarsonar deildarstjóra loft-
ferðaeftirlits vantar aðeins upp-
lýsingar frá ísraelskum flug-
málayfírvöldum til að unnt sé
að ljúka rannsóknarskýrslu til
flugmálastjóra. Rannsókn
íslenskra flugmálayfírvalda
beinist meðal annars að þætti
flugumferðarstjómar og hvort
villa ísralesku þotunnar hefði
þar átt að koma í ljós á ratsjám.
Engar upplýsingar fengust í
gær um efhisþætti rannsóknar-
inar.
Ljóst mun þykja að flugstjóri
ísraelsku þotunnar beri höfuð-
ábyrgð á atvikinu en hann hafði
borið um 80 mílur af leið sinni og
var að rétta af stefnuna án sam-
ráðs við íslenska flugstjómarsvæð-
ið þegar hann flaug vél sinni í veg
fyrir þá bresku, sem lagt hafði af
stað frá Heathrow flugveli 19
mínútumm á eftir ísraelsku vél-
inni. Vélunum var flogið í 33 þús-
und feta hæð en ísraleska vélin
hefði átt að vera 60 sjómílum sunn-
an við þá bresku hefði ísraelski
flugstjórinn fylgt réttri stefnu.
„Þetta er fyrsta Iöndun Polar
Princess eftir miklar breytingar á
skipinu í Danmörku en það fór í
þessa veiðiferð héðan 5. febrúar
síðastliðinn,“ sagðí Reynir Guð-
mundsson. Reynir sagði að fyrir-
tækið Polar Scallop gerði Polar
Princess út og skipið mætti veiða
þorsk bæði fyrir austan og vestan
Grænland. Astæðan fyrir því að
skipið landaði hér væri sú að afurð-
ir skipsins væru seldar í Bretlandi
og Danmörku og styttra væri að
flytja þær þangað frá íslandi en
Grænlandi, auk þess sem héðan
væru örari ferðir flutningaskipa en
frá Grænlandi. Hann sagði að Eim-
skip flytti fiskinn til Evrópu.
Reynir sagði að í áhöfn Polar
Princess væru 44 manns og flestir
þeirra væru Grænlendingar.
Flugatvikið við íslandsstrendur 13. febrúar:
Ekki ákveðið hvort kvartað
verður við flugmálayfirvöld
„HIÐ eina sem ég get sagt nú er að flugstjórinn tilkynnti að legið
hefði við árekstri við ísraelska breiðþotu við íslandsstrendur 13.
febrúar," sagði Derek Ross, blaðafulltrúi breska flugfélagsins British
Airways, í samtali við Morgunblaðið í gær. Um borð í bresku þo-
tunni voru 207 farþegar og 16 manna áhöfn, eða alls 223 menn.
Ekki hefur tekist að fá upp gefið hve margir voru í ísraelsku þotunni.
Morgunblaðið reyndi í gær að fá
samtal við flugmenn bresku breið-
þotunnar en Derek Ross sagði það
stefnu British Airways að gefa ekki
upp nöfn starfsmanna félagsins eða
símanúmer, jafnvel þó um væri að
ræða menn sem ef til vill hefðu
bjargað lífi mörg hundruð manna.
Aðspurður hvort hann gæti haft
milligöngu milli blaðsins og flug-
mannanna sagði hann að meðan
flugatvikið væri í rannsókn yrði
heldur ekki um það að ræða. „Mér
skilst að fiugmenn okkar hafi bjarg-
að lífi mörg hundruð manna með
snarræði sínu, en meðan rannsókn
þessa atviks er ólokið viljum við
ekki tjá okkur frekar um það á
þessu stigi,“ sagði Ross.
Að sögn Ross átti atvikið sér
stað '13. febrúar en ekki þann 15.,
eins og fram kom í blaðinu í gær.
Þota British Airways, flug BA-297,
hefði verið á leið til Chicago en
þota E1 A1 til New York. Báðar
hófu ferðalagið á Heathrow-flug-
vellinum í London.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Derek Ross að ekki lægi fyrir
ákvörðun af hálfu British Airways
hvort flugfélagið mundi gera at-
hugasemdir við flugmálayfirvöld í
ljósi þess, að á hálfu fjórða ári hefði
tvisvar legið við árekstri breiðþotna
félagsins innan íslenska flugstjórn-
arsvæðisins; fyrst yfír Austurlandi
2. júní 1986 og nú 13. febníar sl.
suður af Reykjanesi. í fyrra tilvik-
inu voru 589 menn í breiðþotum
British Airways og SAS er voru
hársbreidd frá því að skella saman
yfir Austurlandi.
ísraelski flug-
stjórinn sviptur
flugstjóratign
FLUGSTJÓRI breiðþotu ísra-
elska flugfélagsins E1 A1 sem var
nærri lent í árekstri við breska
breiðþotu suður af Grindavík 13.
febrúar sl. hefur verið lækkaður
í tign vegna atviksins, samkvæmt
fréttum Reuters-fréttastofunnar.
Eftir fiugið var áhöfn ísraelsku
þotunnar send heim til Israels
sem farþegar.
Að sögn Nachmans Kliemans,
talsmanns E1 Al, leiddi innri rann-
sókn félagsins á atvikinu í ljós að
sökin lægi hjá flugmönnum E1 Al.
í framhaldi af því var flugstjóri
þotunnar sviptur flugstjóratign og
gerður að aðstoðarflugmanni. Að-
stoðarflugmaður hans og aðrir í
áhöfn flugvélarinnar voru sendir í
endurþjálfun. Mistökin hefðu verið
ísraelsku flugmannanna, en ekki
þeirra bresku, sem séð hefðu hvert
stefndi og sveigt af leið til þess að
afstýra árekstri.
Nacham Klieman, talsmaður E1
Al, sagði að eftir atvikið við ísland
hefði verið hafist handa um að
koma fyrir nýjum tækjabúnaði í
þotum félagsins er gefa ljós- og
hljóðmerki ef flugmenn fljúga af
leið.
Helga Guðmundsdóttir
fv. ráðherrafrú látin
HELGA Guðmundsdóttir, fv.
ráðherrafirú, lést á Lands-
spítalanum í gærmorgun.
Hún hafði átt við veikindi að
stríða undanfarið ár.
Helga Guðmundsdóttir,
fæddist á Þönglabakka í Þor-
geirsfirði 16. apríl 1910, dóttir
hjónanna Guðmundar Jörunds-
sonar, skipstjóra og síðar út-
gerðarmanns, og Sigríðar Sig-
urðardóttur, húsmóður.
Helga kvæntist 7. október
1935 Áka Hermanni Jakobs-
syni, lögmanni og atvinnumála-
ráðherra í Nýsköpunarstjórn-
inni 1944-1947. Hann lést árið
1975.
Þau Helga og Áki áttu sex
börn saman og eru fimm þeirra
á lífi, þau Guðmundur Hjörtur
Ákason, verkstjóri, Valgerður
Ákadóttir, tónlistarkennari,
Jörundur Ákason, kennari, Jón
Börkur Ákason, sjómaður og
Helga Guðmundsdóttir.
Margrét Ákadóttir, Ieikari. Eitt
barna þeirra hjóna, Jón Ár-
mann Ákason, lést 1948, átta
ára að aldri.
Ölafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins:
Gleðst yfir sam-
einingu til yinstrí
Boðist var til að leggja niður Birt-
ingu gengi ABR til samstarfs við
Nýjan vettvang
FORYSTUMENN í stjórnmálafélaginu Birtingu buðust til að
beita sér fyrir því að félagið yrði lagt niður mætti það verða
til þess að Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur stæði óskipt að
framboði Nýs vettvangs við borgarstjórnarkosningarnar í
vor. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Össur Skarp-
héðinsson í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, vill ekki tjá sig um framboðsmál flokksins í
Reykjavík, en sagðist gleðjast yfir því að aldarfjórðungs gam-
alt baráttumál sitt, sameining
líta dagsins ljós.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var í gærkvöldi
gengið frá lista þess fólks sem
mun taka þátt í forvali Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík.
Eins og kunnugt er mun hafa
gengið mjög erfiðlega að manna
þennan lista, en heimildir Morg-
unblaðsins herma að Siguijón
Pétursson og Guðrún Ágústs-
dóttir núverandi borgarfulltrúar
Alþýðubandalagsins verði á list-
anum, og eins hefur Hildur
Jónsdóttir verið orðuð við hann.
Ólafur Ragnar sagðist ekki
vilja hafa afskipti af framboðs-
málum Alþýðubandalagsmanna
í Reykjavík. Hann neitaði þó
ekki að hafa tekið þátt í undir-
búningi kosninganna á Seltjarn-
arnesi. „Það geri ég sem
óbreyttur flokksmaður. I tengsl-
um við bæjarstjórnarkosningar
á Seltjarnarnesi er ég hluti gras-
rótarinnar,“ sagði Ólafur Ragn-
ar, en sem kunnugt er hafa
minnihlutaflokkar á Seltjarnar-
nesi sameinast gegn meirihluta
Sjálfstæðisflokks.
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra og fyrrum for-
maður Alþýðubandalagsins
sagði Krístínu Á. Ólafsdóttur
verða að gera upp hug sinn
hvað þátttöku í stjórnmálastarfi
fyrir kosningarnar varðaði.
„Hún getur í raun ekki stundað
kosningabaráttu á tveimur stöð-
um í einu,“ sagði Svavar. Að-
spurður um sína afstöðu í máli
þessu sagði hann: „Ég er þing-.
maður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, og það er ekki spurn-
ing um það í mínum huga að
ég stend með mínum flokki.“
Á fundi borgarmálaráðs Al-
þýðubandalagsins á miðvikudag
lagði Siguijón Pétursson, efsti
maður G-listans í seinustu kosn-
ingum, fram tillögu um að
Kristínu Á. Ólafsdóttur, núver-
andi borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins sem hyggst taka
þátt í prófkjöri Nýs vettvangs,
yrði meinuð seta á fundum ráðs-
ins það sem eftir lifír kjörtíma-
bils. Gegn tillögu Siguijóns
lagði Össur Skarphéðinsson
fram frávísunartillögu, sem var
samþykkt, með 6 atkvæðum
gegn 5. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins voru það
þau Hörður Oddfríðarson, Guð-
rún Ómarsdóttir, Ama Jóns-
dóttir, Gunnar H. Gunnarsson
og Magnús Skúlason auk Ös-
surar, sem greiddu frávísunart-
illögunni atkvæði. Á móti voru
Siguijón Péturssonj Erlingur
Viggósson, Guðrún Ágústsdótt-
ir, Ingibjörg Jónsdóttir og
Gunnar Hákonarson. Hildi-
gunnur Haraldsdóttir sat hjá við
atkvæðagreiðsluna. Að lokinni
þessari atkvæðagreiðslu gekk
Erlingur Viggóson af fundi.
vinstri aflanna, væri víða að
Hann sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ástæða þess hafi
verið sú, að hann hafi talið fund-
inn ómerkann eftir að tillaga
Siguijóns var felld, og þurft að
ná strætisvagni.
Þegar Erlingur var farinn
lagði Hörður Oddfríðarson fram
traustyfirlýsingu á Kristínu Ól-
afsdóttur, sem hlaut samþykki
að lokinni atkvæðagreiðslu, með
6 atkvæðum gegn 5. Hildigunn-
ur Haraldsdóttir greiddi sam-
kvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins atkvæði gegn stuðn-
ingstillögunni, en annars voru
fylkingar óbreyttar. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum blaðs-
ins hefði þessi tillaga ekki verið
lögð fram ef Erlingur hefði ekki
gengið áf fundi.
í framhaldi af þessari sam-
þykkt ráðsins sendi' stjórn ABR
frá sér gagnrýni á fundarstjóm
Siguijóns Péturssonar, og
benda á að tveir fulltrúar Æsku-
lýðsfylkingar Alþýðubandalags-
ins sem tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni hafi ekki haft rétt
til þess. Samkvæmt upplýsing-
um blaðsins er þarna átt við þau
Hörð Oddfríðarson og Guðrúnu
Ómarsdóttur.
Össur Skarphéðinsson sagð-
ist í samtali við Morgunblaðið
ætla að styðja Nýjan vettvang
í komandi kosningum, og myndi
ekki sitja fleiri fundi borgar-
málaráðs á þessu kjörtímabili.
„Þetta þýðir hins vegar ekki að
ég sé hættur í Alþýðubandalag-
inu, langt því frá. Ég hef ásamt
nokkram þungavigtarmönnum í
Birtingu, eins og þeim Merði
Árnasyni, Guðna Jóhannessyni,
Gísla Gunnarssyni og 'Arthúr
Morthens boðið nánast allt sem
mögulegt er til að splæsa Al-
þýðubandalagsmönnum í
Reykjavík saman, sem tilboð
okkar um að beita okkur fyrir
því að félagið yrði lagt niður
sýnir gleggst. Tilgangurinn með
þessum viðræðum var að fá
sameinað ABR til samstarfs við
Nýjan vettvang, en jiað hefur
ekki borið árangur. Ég tel þró-
unina síðustu vikur vera mjög
í andstöðu við vilja flokks-
manna, og mér blöskrar fram-
koma stjórnar ABR, minni-
hlutahóps sem starfar gegn vilja
þorra flokksmanna,“ sagði Öss-
ur.
Kristin Á. Ólafsdóttir sagðist
vera ánægð með það traust sem
borgarmálaráð hefði sýnt sér
með samþykkt sinni. „Hvað þá
tortryggni sem komið hefur
fram á þessa atkvæðagreiðslu
varðar vil ég benda á að Sigur-
jón frændi minn Pétursson er
afskaplega kunnugur fundar-
sköpum og fundarreglum, og
má mikið vera ef formgalli á
atkvæðagreiðslu hefur farið
fram hjá honum,“ sagði hún.