Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 Flokkar Kristilegra demókrata: Verða þeir forystuaflið í Evrópu framtíðarinnar? ÓVÆNTUR stórsigur Kristilegra demókrata í fyrstu frjálsu þing- kosningunum í Austur-Þýskalandi hefur beint sjónum manna að steftiu og stöðu kristilegra flokka í Evrópu. Eftir síðari heimsstyrj- öld hófust þeir til vegs og virðingar í mörgum Evrópulöndum, þ. á m. V-Þýskalandi. Þar í landi höfðu þeir undir forystu Konrads • Adenauers og Ludwigs Erhards yíírumsjón með viðreisn lands- ins, efnahagsundrinu er byggðist á frjálsu markaðskerfi. Mikilvæg- ur þáttur undursins var félagslegi hlutinn; byggt var upp velferð- arkerfi fyrir einstaklingana en fyrirtækin voru að mestu látin spjara sig sjálf. Hugmyndin var nefnd „félagslegt markaðskerfi". Kristilegir demókratar eru ofitast taldir hægra megin í pólitíska litrófinu en frumkvöðlar flokkanna lögðu megináhersluna á kristi- legan siðferðisgrunn stjórnrnálanna. Luigi Sturzo stofnaði fyrsta flokk Kristilegra demókrata árið 1919, á Ítalíu, og markmið hans var að sætta Rómarkirkjuna við lýðræði (demokrati), sem kirkju- höfðingjar töldu að væri ásamt sósíalismanum undirrót guðleysis. Flokkur Sturzos var ekki form- lega tengdur kirkjunni og boðaði félagslegar umbætur, fijáls- hyggja í hefðbundnum skilningi átti ekki upp á pallborðið þar á bæ. Það sem helst skildi á milli flokka kristilegra og hefðbund- inna hægrimanna var annars vegar sannfæring hinna fyrr- nefndu um að veijandi væri að beita opinberri stýringu, jafnvel svonefndu yfirþjóðlegu valdi, við vissar aðstæður, þótt þeir vildu að öllu jöfnu valddreifingu, og hins vegar að kristilegir studdu samtök launþega. Víða, einkum í löndum kaþól- ikka, eru sterk verkalýðssambönd undir forystu kristilegra demó- krata. Það þykir dæmigert að þeir styðja hugmyndir um sam- ræmingu félagslegra réttinda innan Evrópubandalagsins, áform sem Margaret Thatcher í Bret- landi telur argasta sósíalisma. Einstakur árangur Erhards í V-Þýskalandi fékk hins vegar flesta flokksbræður hans, einnig utan Þýskalands, til að hverfa fyrir fullt og allt frá hugmyndum um víðtæk ríkisafskipti af atvinn- ulífinu. Á millistríðsárunum ræddu evrópskir forystumenn flokkanna um stofnun Efnahagsbandalags og sameiningu Evrópuríkja; á sjötta áratugnum voru kristilegir í fararbroddi þegar áformunum var hrint í framkvæmd. Stutt hnignunarskeið Á sjötta áratugnum áttu kristi- legir demókratar oft í vök að veijast, tíðarandinn var guðlaus og ungu fólki þóttu kristindómur og hefðbundin gildi gamaldags. Seint á níunda áratugnum hafði víðast hvar tekist að að snúa þessari þróun við og kom þar m.a. til að sósíalísk efnahags- stefna hafði beðið skipbrot, tóma- rúm varð til sem kristilegir áttu sums staðar auðveldara með að fylla en hefðbundnir hægrimenn. I sæng með hægriflokkum? Sumir af leiðtogum Kristilegra demókrata í samtökum þeirra á Helmut Kohl, Guilio Andreotti, Ruud Lubbers. Margir telja að þeir og aðrir leiðtogar kristilegra demókrata, m.a. í væntanleg- um lýðræðisríkjum Austur-Evrópu, muni móta næstu framtíð álfunnar. þingi EB eru óánægðir, segja flokkana hafa glatað sál sinni og inntaki í sókn eftir völdum. Leið- togar flokkanna leggi engan skerf fram til að endurnýja hugmynda- grunn hreyfingarinnar. „Við vor- um fyrstu talsmenn sameiningar Evrópu,“ segir einn þeirra, Fern- and Herman frá Belgíu. „En núna leggjum við of mikla áherslu á innanlandsmálin, við látum sósíal- istum eins Jacques Delors og Francois Mitterrand eftir að þrýsta á um sameiningu álfunn- ar.“ Flestir núverandi flokksleið- togar, menn á borð við Ruud Lubbers í Hollandi, Wilfried Mart- ens í Belgíu, Alois Mock í Aust- urríki, Guilio Andreotti á Ítalíu og Helmut Kohl í V-Þýskalandi, eru flokksstjórnendur fremur en mennta- og hugsjónamenn. Sum- um finnst það vel við hæfi; tíð raunhæfra lausna hafi nú tekið við af skáldlegri háloftapólitík. Niðurstaðan í þessum deilum milli hugsjónamanna og jarð- bundnari leiðtoga mun ákvarða framtíð kristilegra demókrata. Vinstrisinnar og trúræknir, sem gjarnan eiga samleið innan þess- ara flokka, vilja að haldið sé fast við upprunalegu hugmyndirnar og flokkarnir verði hvorki íhaldssam- ir né sósíalískir eða boði frjáls- hyggju. Þeir benda einnig á að í nýfrjálsum ríkjum Austur-Evrópu eigi kristnir flokkar og samtök miklu fylgi að fagna. Andstæðingarnir, meðal þeirra eru flestir flokksbræður Helmuts Kohls, vilja að hreyfingin færi út kvíarnar, taki upp ákveðnari hægristefnu og kristin trú verði ekki jafn áberandi í málflutningn- um. Þeir vilja að hreyfingin spanni alla Evrópu og margir þeirra benda á að hún eigi enga liðsmenn í Bretlandi. Breskir íhaldsmenn báðu um upptöku í fylkingu kristilegra flokka á Evr- ópubandalagsþinginu en fengu synjun. Því var borið við að stefna flokksins í gjaldeyrismálum, fé- lagsmálum og sameiningarmálun- um almennt gerði þetta ókleift. Vestur-þýsku flokksbræðurnir eru ekki líklegir til að sætta sig við þessa afstöðu til eilífðamóns. (Heimild: The Economist). Bragðgott Nú fást hvítu hrísgrjónin einnig í stærri pakkningum. Heildsölubirgðir: KARL K. K/\ RLSS( )N & CO. Skúlatúni 4, Reykiavík, simi 62 32 32 m ■■■■-■■ iwr SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJAR AEG RYKSUGUR í DAG Á KOSTNAÐARVERÐI u k« »ii ii 111«» r riffi igginarai í KRINGLUNNI tssm nzz!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.