Morgunblaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 23^ Eldri deild bjöllukórsins í Garðinum ásamt sljórnandanum, Karen Sturlaugsson. Landsmót bjöllukóra í Garðinum um helgina UM HELGINA fer fram landsmót fjögurra bjöllukóra í Garðinum. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið en kóramir komu fyrst saman á Ilellisandi í fyrra. Fjórir kórar eru starfandi á Islenska óperan: Opið hús SUNNUDAGINN 25. mars frá kl. 14—18 verður opið hús í íslensku óperunni. Skipulögð verður leið- sögn um húsið, gestum sýnt hvernig ópera verður til og á hvem hátt daglegt líf gengur fyr- ir sig í óperuhúsi. Klukkan 15 og 16.30 kynna ein- söngvarar og kór íslensku óperunnar þau verk sem nú eru á fjölum henn- ar. Sýnd verða óperumyndbönd af fyrri uppfærslum. Þessi kynning verður sniðin fyrir alla fjölskylduna. landinu. Einn er á Hellisandi, ann- ar í Stykkishólmi, þá nýlega stofh- aður kór Bústaðakirkju í Rvík auk kórsins í Garðinum sem starfar í tveimur deildum. Dagskrá mótsins verður aðallega fólgin í samæfingum kóranna auk þess sem ýmislegt verður sér til gamans gert. Farið verður í skoðun- arferðir um nágrennið, farið í Bláa lónið, haldin kvöldvaka og diskótek svo eitthvað sé nefnt. Hápunktur mótsins verða tónleik- ar í Njarðvíkurkirkju á sunnudaginn kl. 15. Þar munu kórarnir leika eins- iega og sameiginlega þar sem einnig koma fram blásarar úr Tónlistar- skóla Keflavíkur. Að sjálfsögðu eru áheyrendur velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Bjöllutónlist er mjög sérstök. Hand- bjöllur þessar eru upprunalega komnar frá Bretlandi. Þær bárust til Bandarílqanna um aldamótin síðustu og náðu þá miklum vinsæld- um og útbreiðslu. Arnór FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA I 22. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 89,00 65,00 79,80 27,877 2.224.552 Þorskur(ósl.) 25,00 25,00 25,00 24,365 1.775.845 Ýsa 86,00 60,00 80,45 0,164 13.194 Ýsafósl.) 89,00 60,00 67,03 0,828 55.465 Karfi 42,00 40,00 40,30 1,455 58.640 Ufsi 31,00 31,00 31,00 0,193 5.983 Steinbítur 57,00 20,00 52,23 0,268 13.998 Steinbftur(ósL) 50,00 50,00 50,00 0,210 10.500 Langa 57,00 57,00 57,00 0,104 5.928 Lúða 360,00 360,00 360,00 0,043 15.480 Koli 29,00 29,00 29,00 0,145 4.205 Samtals 75,29 56,848 4.280.122 FAXAMARKAÐUR hf. í I Reykjavík Þorskur 76,00 £8,00 71,55 49,000 3.506.004 Þorskur(ósl.) 71,00 30,00 60,12 54,505 3.276.845 Ýsa 112,00 68,00 100,55 17,554 1.765.127 Ýsa(ósl.) 124,00 84,00 92,49 0,641 59.284 Karfi 38,00 30,00 37,68 12,181 458.958 Ufsi 33,00 31,00 31,00 28,027 868.925 Hlýr+steinb. 39,00 35,00 36,15 6,203 224.237 Langa 52,00 43,00 47,18 2,750 129.749 Lúða 300,00 210,00 239,90 0,457 109.635 Skarkoli 38,00 33,00 35,59 1,470 52.320 Hrogn 65,00 65,00 65,00 3,387 220.155 Samtals 60,43 177,322 10.715.100 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 93,00 50,00 70,82 39,943 2.828.922 Ýsa 142,00 35,00 91,33 16,380 1.495.972 Karfi 42,00 15,00 34,84 5,342 186.090 Ufsi 34,00 26,00 28,55 3,447 98.429 Steinbítur 40,00 30,00 34,89 11,087 387.102 Langa 42,00 41,00 41,28 0,354 14.612 Lúða 350,00 200,00 286,94 0,211 60.545 Skarkoli 65,00 44,00 48,67 1,251 60.881 Sandkoli 5,00 5,00 5,00 0,450 2.250 Keila 25,0Ö 5,00 24,02 0,931 22.353 Hrogn 218,00 206,00 213,25 0,609 129.870 Samtals 65,69 81,495 5.353.452 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA I VESTUR-ÞÝSKALAND 22. mars. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 115,05 93,48 104,26 Ýsa 201,52 129,43 168,97 Karfi 137,34 90,60 113,97 Ufsi 79,81 64,71 72,26 GÁMASÖLUR 1 BRETLANDI 22. mars. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverö Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 133,70 99,09 116,39 Ýsa 184,03 138,42 161,22 Karfi 72,36 70,78 71,57 Ufsi 81,79 70,78 76,28 Á vængjum söngsins í Glaumbergi Byggt á söngferli Yilhjálms heitins Vilhjálmssonar VEITINGAHÚSIÐ Glaumberg í Keflavík hefúr hafið sýningar á skemmtidagskránni „A vængjum söngsins" en hún er byggð á söngferli Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar. Fram koma söngvararnir Ellý Vil- hjálms, Rut Reginalds, Þorvald- ur Halldórsson og Björgvin Halldórsson. Kynnir er Her- mann Gunnarsson. Hljómsveit Magnúsar Kjartíinssonar leikur undir og einnig á dansleik eftir skemmtidagskrána. Sýningar eru öll laugardagskvöld út aprílmánuð. Veitingahúsið Glaumberg og Flug Hótel bjóða sameiginlega Frá skemmtidagskránni „Á vængjum söngsins“ í Glaumbergi. upp á „pakka“, skemmtidagskrá og fleiri, er boðið upp á fríar rútu- og gistingu á hóflegu verði. Einn- ferðir frá höfuðborgarsvæðinu, ig fyrir stærri hópa, 30 manns fram og tilbaka. (Fréttatilkyiming) Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju Sauðárkróki. I TENGSLUM við Sæluviku Skagfirðinga, sem haldin hefiir verið á hverjum vetri um árabil, og hluti af þeim dagamun sem menn gera sér þá, eru haldin kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju. Kristbergur við eitt verka sinna. ■ KRISTBERGUR Pétursson opnar sýningu í kvöld, fostudags- kvöld, í gallerí Einn-Einn, Skóla- vörðustíg 4a. Þetta er fjórða einka- sýning hans hérlendis. Hann lauk námi frá Myndlista- og Handíða- skóla íslands 1985 og Ríkisaka- demíunni í Amsterdam 1988. Þessi sýning samanstendur af mál- verkum og teikningum unnum á árunum 1988—1989. Opnunartími gallerísins er kl. 14—18 alla daga. Sýningunni lýkur 8. apríl. Vegna óviðráðanlegra orsaka var Sæluvikunni seinkað í ár frá upphaf- lega áætluðum tíma, en erfiðleikum var bundið að láta kirkjukvöldin fylgja þeirri breytingu, og eru þau því eins og til stóð, laugardag 24. og mánudag 26. mars. Efni kirkjukvöldanna verður fjöl- breytt að vanda. Þar fer Kirkjukór Sauðárkróks fyrir með fjölbreytta söngskrá og er söngstjóri Ingveldur Hjaltested, en einnig syngur Barna- kór Sauðárkróks nokkur lög. Ragn- hiidur Óskarsdóttir, Ingveldur Hjalt- ested og Jóhann Már Jóhannsson syngja einsöng við undirleik Rögn- valdar Valbergssonar, sem einnig er organisti kirkjunnar. Ræðumenn á kirkjukvöldunum verða tveir. Fyrra kvöldið talar Gest- ur Þorsteinsson, útibússtjóri Búnað- arbankans, en síðara kvöldið sr. Þórir Stephensen fyrrverandi sókn- arprestur á Sauðárkróki. Um helgina verður haldin að Löngumýri Leikmannastefna Þjóð- kirkjunnar. Héraðsnefnd sýslunnar býður fulltrúum stefnunnar til kvöld- verðar á laugardagskvöldið, en síðan ^ verða fulltrúamir gestir á kirkju- kvöldinu. - BB tJr kvikmynd Regnbogans, „Bræðralagið". Regiibog’inn sýnir mynd- ina „Bræðralagið“ REGNBOGINN hefúr hafið sýn- ingar á kvikmyndinni „Bræðra- Iagið“. í aðalhlutverkum eru Billy Wirth og Kevin Dillon. Leikstjóri er Franc Roddam. Um efni myndarinnar segir m.a. Þjóðlagatón- list á ölhúsum ÍRSKI tónlist- armaðurinn Michael Kiely er staddur hér á landi og mun leika fyrir gesti á veit- ingastaðnum Fógetanum, HMk Gikknum og H|Hl A *■' Vitanum í Reykjavík og Michael Kiely. Uppanum á Akureyri. Kiely leikur þjóðlagatónlist af írskum uppruna og verður með tón- leikahald hér á landi til 21. apríl. Þetta er í þriðja sinn sem Kiely kemur tjl tónleikahalds til íslands en hann hefur farið víða um heim með gítarinn í farteskinu. í byrjun apríl er væntanleg hljómplata með Kiely þar sem Magnús Þór Sig- mundsson er honum til aðstoðar. í kynningu: í Binger, Montana, hafa índíánar búið síðan sögur hófust. Fyrir 100 árum kom riddaralið frá Bandaríkjunum og stráfelldi þorps- búa. 13. ágúst á að minnast þessara atburða og reyna að lokka ferða- menn til bæjarins með því að svið- setja bardaga riddaraliðs og indíána. Margir ungir menn bjóðast til að taka þátt í bardaganum og þar á meðal félagarnir Sonny og Skitty. Helgi Þorgils sýnir í gall- eríi Sævars HELGI Þorgils opnar í dag, föstu- daginn 23. mars, myndlistarsýn- ingu í galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Á sýningunni eru málverk, vatnslitamyndir og skúlptúr. Helgi Þorgils fæddist í Búðardal 1953 og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann frá 1971—1976 og síðan við Jan Van Eyck Academie í Maastricht, Hol- landi 1977—1979. Helgi hefur verið kennari við Myndlista- og handí- ðaskóla íslands frá 1980 og var gestakennari við Stadts Academie í Ósló 1985. Hann hefur haldið að minnsta kosti 30 einkasýningar víðsvegar um heiminn og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur yfir frá 23. mars til 20. apríl og er opin á versl- unartíma, mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18. Lokað vepna jarðarfarar LILJU GUÐRÚNAR GUÐJÓNS- DOTTUR, kaupmanns, verður lokað í dag frá kl. 13-18. Dimmalimm, Bankastræti 4. Lokað í dag frá kl. 13.00-17.00 vegna jarðarfarar ÁSDÍSAR KOLBEINSDOTTUR. Blómaval, Sigtúni, Blómaval, Kringlunni, Brum hf., Funahöfða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.