Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
■ SÝNING á verkum átta
íslenskra arkitekta sem starfandi
eru erlendis verður í sýningarsal
Myndlistarskólans á Akureyri um
helgina. Sýningin verður opnuð í
kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30. Á
sýningunni eru teikningar og ljós-
myndir, auk málmskúlptúra eftir
Jóhann Eyfells, en þar er um að
ræða eins konar þrívíð form sem
eru ein af undirstöðum allrar bygg-
ingalistar. Á sýningunni eru verk
eftir Guðmund Jónsson, Kolbrúnu
Ragnarsdóttur í Noregi, Gunn-
laug Baldursson, Jórunni Ragn-
arsdóttur og Sigurlaugu Sæ-
mundsdóttur í V-Þýskalandi,
Bjarka Zophaníasson í Sviss,
Högnu Sigurðardóttur í Frakkl-
andi og Jóhann Eyfells í Banda-
rikjunum. Sýningin er opin í kvöld
frá 20.30 til 23.00 og á laugardag
og sunnudag frá kl. 14.00 til 20.00.
■ KIRKJUKÓR Lögmannshlíð-
arsóknar heldur tónleika í Glerár-
kirkju kl. 17 á sunnudag. Á efnis-
skránni verða verk eftir Áskel
Jónsson, Bach, Fauré og Schub-
ert. Kórfélagar eru 34 og söng-
stjóri er Jóhann Baldvinsson.
Ágóði af tónleikunum rennur til
byggingar Glerárkirkju. Stærsta
verkið sem flutt verður er messa í
G-dúr eftir Schubert, en þar taka
þátt einsöngvararnir Liza Lillic-
rap, Óskar Pétursson og Eiður
Ágúst Gunnarsson, sem starfað
hefur sem óperusöngvari um árabil
í Þýskalandi. Þá verður flutt verk
fyrir kór og einsöngvara eftir Áskel
Jónsson, sem frumflutt var við
vígslu Glerárkirkju fyrir 3 árum,
en Áskell var stjórnandi kórsins í
áratugi. Hljóðfæraleikarar á tón-
leikunum verða úr tónlistarskólan-
um og Björn Steinar Sólbergsson
organisti Akureyrarkirkju mun að-
stoða ásamt fleirum. Ágóði rennur
til byggingar kirkjunnar, en mikill
hugur er fyrir því að kirkjuskipið
verði tilbúið vorið 1991 þegar 100
ár eru liðin frá fæðingu Björgvins
Guðmundssonar tónskálds. Kór
Lögmannshlíðarkirkju vill með
tónleikunum stuðla að því að þessu
takmarki verið náð og er þess vænst
að tónelskir Akureyringar sem og
aðrir komi og hlýði á afrakstur
vetrarstarfs kórsins í Glerárkirkju.
Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson
í sovéskri sveiflu
Marina Anisina og Iliia Averbukh, heimsmeistarar
unglinga í listdansi á skautum 1989, tóku nokkur
æfingaspor á skautasvæði Skautafélags Akureyrar
í gær, en þau munu sjna listir sínar á opnunarhátíð
vetraríþróttahátíðar ISÍ á Akureyri annað kvöid.
Setningarhátíðin hefst kl. 20, er vélsleðamenn safn-
ast saman í úthverfum bæjarins með sérstaka vetrar-
íþóttafána, hestamenn fara í hópreið með kyndla frá
Sanavelli og sovéska skautaparið verður flutt frá
Leirunesti á þar til gerðum vagni. Skíðagöngufólk
safnast saman við Galtalæk og alpagreinafólk við
Nausta, en skautafólkið við Laxdalshús. Athöfnin fer
fram við skautasvellið. Sovésku listdansararnir á
skautum sýna kl. 21. og fánaberar koma inn á svell-
ið kl. 21.15. Bæjarstjórinn á Akureyri og forseti ÍSI
flytja ávörp og að lokum verður tónlistaratriði.
Piskmiðlun Norðurlands:
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Undanúrslit íslandsmótsins í brids
Undanúrslit Íslandsmótsins í brids hófust í Alþýðuhúsinu á Akureyri
í gær. Alls taka 175 spilarar í 32 sveitum þátt í mótinu, en þetta er
stærsta bridsmót sem haldið hefur verið utan Reykjavíkur. Flestar
sveitanna koma frá Reykjavík eða 14, 4 sveitir eru frá Austfjörðum,
3 frá Reykjanesi og Norðurlandi eystra og vestra, 2 eru frá Reykja-
nesi og Vestfjörðum og 1 frá Vesturlandi. Keppt er í fjórum riðlum
og komast efstu sveitir hvers riðils áfram á íslandsmótið ásamt tveim-
ur stigahæstu sveitunum þar á eftir, en tvær sveitir hafa þegar tryggt
sér þátttökurétt á mótinu. í gær voru spilaðar tvær umferðir og hefst
sú þriðja í dag kl. 13, fjórða umferð verður spiluð annað kvöld og
verður byijað að spila kl. 19.30. Þá verða spilaðar tvær umferðir á
laugardag og ein á sunnudag. Jakob Kristinsson frá Bridsfélagi Akur-
eyrar sagði að aðstaða til að fylgjast með mótinu væri góð og væri
áhorfendur velkomið að fylgjást með.
Fyrirhug'aður fisk-
markaður á Dalvík
Skákþing Norðurlands á Sauðárkróki:
Kostnaði haldið í lágmarki
STJÓRN Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík ætlar að sækja um
leyfi til sjávarútvegsráðuneytis um að koma upp fiskmarkaði á
Dalvík. Samningur hefúr verið gerður við fiskverkunina Harald
hf. um móttöku og afhendingu aflans, en fiskurinn verður boðin
upp í húsakynnum fyrirtækisins. Vonast er til að smábátar á svæð-
inu og togarar nýti sér markaðinn og einnig er ætlunin að fá
rækjuskip til að landa á markaðnum. Kostnaði vegna fiskmarkaðar-
ins er haldið í lágmarki á meðan viðbrögð við honum eru skoðuð.
Fáist jákvætt svar frá ráðuneyti hefjast uppboðin í apríl.
Hilmar Daníelsson fram-
kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norð-
urlands sagði að stjóm félagsins
hefði ákveðið að gera þessa til-
raun, en vissulega renndu menn
nokkuð blint í sjóinn varðandi það
hráefni sem til ráðstöfunar er á
svæðinu. Fiskurinn verður tekinn
S-inn á gólf og boðinn þar upp, en
samhliða verður unnt að bjóða í
fisk sem enn er um borð í fiskiskip-
um.
„Sá háttur verður hafður á, að
þeir sem ekki eru á uppboðinu
geta tengst markaðnum í síma og
fylgst með því hvað er verið að
selja, eða hvar skip munu landa.
Við vonumst til að smábátar og
togarar nýti sér aðstöðuna og selji
á innlendum markaði og að í kjöl-
farið minnki ásókn í gámaútflutn-
" 'ing,“ sagði Hilmar. Þá sagði hann
einnig að vonast væri til að rækju-
skip myndu landa á markaðnum,
en hann væri vel staðsettur með
tilliti til rækjuverksmiðja á Norð-
urlandi, allt frá Hvammstanga til
Kópaskers. „Við vonum að rækju-
skipin muni sjá sér hag í að landa
ferskri rækju á markaðinn, því það
eru ekki miklar flarlægðir á milli
staða hér,“ sagði Hilmar.
Stofnkostnaði vegna markaðar-
ins er haldið í lágmarki, en Hilmar
sagði að menn ætluðu að sjá hver
viðbrögðin yrðu áður en farið yrði
út í fjárfrekar framkvæmdir. Fisk-
miðlun Norðurlands sendi umsókn
vegna leyfis fyrir starfrækslu fisk-
markaðarins til ráðuneytisins í
gær og vonaðist Hilmar eftir já-
kvæðu svari fljótlega þar sem ekk-
ert ætti að vera því til fyrirstöðu
að markaðurinn mætti starfa.
Starfsemi markaðarins hefst að
líkindum í næsta mánuði.
Frá skákþingi Norðurlands á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Bjöm Bjomsson
Rúnar sigraði í opnum flokki
Sauðárkróki.
SKÁKÞING Norðurlands var
haldið á Sauðárkróki í endaðan
Fasteignatorgið _
Glerárgötu 28, 2. hæð, sími 96-21967.
Sokotjorí Bjóm Krístjansson, heimasimi: 21776 ■■
Opiö virka daga kl. 9—19
og iaugardaga 14—16
Hólsgerdi: Gott einbhús með
innb. bílsk. Skipti á raðhúsi m/bílsk.
koma til greina. V. 11 m.
Bakkahlíð: 5 herb. einbh. á einni
og hálfri hæð 205 fm m/innb. bílsk. V.
9,7 m.
Einholt: 4ra herb. endaraðh. á einni
hæð 117 fm í góðu standi. V. 6,7 m.
Furulundur: 120 fm raðh. Góð eign.
Heiðarlundur: Raðhús 150 fm
5 herb. ásamt bílsk. og geymslum í kj.
Góð eign á góðum stað. V. 7,9 m.
Keilusíða: 4ra herb. endaíb. ífjölb-
húsi á 3. hæð.
Lerkilundur: Einbhús á einni
hæð ásamt bílsk. Góð eign.
Smárahlíð: Góð 2ja herb. íb. á
2. hæö í fjölbh. 61 fm. Góð eign.
Núpasíða: Gott 4ra herb. raöhús.
Möðrusíða: 5 herb. einb. m/bílsk.
Góö eign.
Reykjasíða: gott 5 herb. einb.
m/bílsk. Skipti á eign á Stór-Rvík mögul.
Stapasíða: Raðh. á tveimur hæð-
um 168 fm m/bílsk. Góð eign. V. 8 m.
Steinahlíð: Rúml. fokh. raðh. á
tveimur hæðum m/bílsk. Nýtt húsnmlán.
Fjölnisgata: 67 fm iðnhúsn.
Laust st^ax.
130 fm iönhúsn. Laust strax.
Við Eyjafjörð: Einb. 5 herb. 125
fm. 10 mín. frá Akureyri.
LÖgm. Ásmundur S. Jóhannsson,
sölumaður Björn Kristjánsson.
febrúar. Til leiks voru mættir
40 þátttakeudur víðsvegar af
Norðurlandi. Teflt var í opnum
flokki, kvenna, unglinga og
barnaflokki. Keppnin fór fram
á tveim stöðum, í opna flokkn-
um, sem var fjölmennastur var
teflt í Safnaðarheimilinu, en
keppni í kvenna, unglinga og
barnaflokki fór fram í Sæborg.
Skákstjóri var Albert Sigurðs-
son.
Urslit urðu þessi:
Opinn flokkur:
1. Rúnar Sigurpálsson, Akureyri 6 v.
2. Páll Leo Jónsson, Skagastr. 5 v.
3. Sigurður Daníelsson, Blönduósi 5 v.
Kvennaflokkur:
1. Þorbjörg Þórsdóttir, Akureyri 3 ‘Av.
2. Erla Jakobsdóttir, Blönduósi 1 v.
Unglingaflokkur:
1. Örvar Arngrímsson, Akureyri 6 'Av.
2. Þórleifur Karlsson, Akuréyri 6 v.
3. Sigurður Ólafsson, Blönduósi 5 v.
Bamaflokkur:
1. Björn Margeirsson, Skagafirði 4 v.
2. Páll Þórsson, Skagafirði 4 v.
3. Hafþór Einarsson, Akureyri 3 ‘Av.
Síðasta keppnisdaginn fór fram
hraðskákmót í opnum flokki og í
unglingaflokki.
Hraðskákmeistari Norðurlands í
opnum flokki varð Rúnar Sigur-
pálsson, og hraðskákmeistari í
unglingaflokki varð Þórleifur Karls-
son.
í tengslum við Skákþingið var
haldinn stjórnarfundur Skáksam-
bands Norðurlands þar sem tekin
var ákvörðun um næsta mótsstað,
en hann verður á Akureyri næsta
vetur.
Styrktaraðilar Skákþings Norð-
urlands voru: Búnaðarbanki ís-
lands, Sauðárkrókskaupstaður og
Kaupfélag Skagfirðinga og gaf
Búnaðarbankinn peningaverðlaun
sem sigurvegarar hlutu auk verð-
launagripa.
- BB
Til sölu
húsgagnaverslun ígóðu húsnæði ímiðbæ
Akureyrar. Möguleikará langtímaleigu-
samningi.
Upplýsingarísíma 96-24430 eftir kl. 18.00.