Morgunblaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
25
Þorvaldur Garðar um húsnæðislánakerfíð:
„Ekki keppikefli að sem
flestir verði hjálparþurfi“
Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S-VF) lagði áherzlu á það í umræðu
á Alþingi um húsnæðismál að efla beri almenna íbúðarlánakerfíð.
Með því móti þurfi færri að sækja um aðstoð í félagslega kerfinu. Þá
væri hægt að gera betur en nú er við þá sem eru hjálparþurfi.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S-Vf) sagði m.a.:
„Hvernig er nú umhorfs á þessum
vettvangi? Það er talað um að þörfin
fyrir félagslegar íbúðir séu langt
umfram framboð. Umsóknir um
verkamannabústaði og kaupleiguí-
búðir eru víðast hvar margfalt fleiri
en þær íbúðir, sem eru til úthlutun-
ar. Sú staðreynd að lán vegna
greiðsluerfiðleika hafa verið viðvar-
andi í húsnæðislánakerfinu og að
einstaklingar hafa jafnvel þurft
greiðsluerfiðleikalán í tvígang er tal-
in sýna að á milli félagslega kerfisins
og almenna kerfisins sé bil sem þarf
að brúa. Bent er á að of margir reyni
við kaup á almennum markaði sem
ekki ráða við þau og það fólk þyrfti
að eiga aðgang að félagslegum lán-
um.
Ekki er þetta nú beint fögur lýsing
á ástandinu í dag. Sama sagan og í
almenna íbúðarlánakerfinu. Félags-
lega kerfmu er ætlað að sinna meiri
verkefnum en það ræður við. Það
er ekki nóg með það. Talað er um
að fleira fólk þyrfti að eiga aðgang
að félagslegum lánum. Það á að
bæta fleiri verkefnum við félagslega
kerfið þó að það sé allsendis ófært
um að sinna því sem því er ætlað í
dag. Og hvar lýkur þá þeim verkefn-
um sem ættu samkvæmt þessu að
heyra til félagslega kerfinu? Það er
talað um að of margir reyni að kaupa
á almennum markaði, sem ekki ráða
við þau kaup. Það er verið að gera
því skóna að félagslega kerfið sinni
þessu fólki. Og þá er því lýst yfir
að eftirspurnin eftir greiðsluerfiðleik-
alánunum sé svo mikil að nauðsyn-
legt sé að brúa bilið milli almenna
kerfisins og félagslega kerfisins eins
og það er orðað. Og hvað þýðir þetta
annað en að þeir sem þurfi greiðslu-
erfiðleikalán fái félagslega aðstoð og
falli þá undir félagslega lánakerfið.
Margur þarf nú á aðstoð að halda.
Og gleymum ekki því að tilgangur
Flugafgreiðsla á Keflavíkurflugvelli:
Rifta ber samning-
um við Flugleiðir
- segir Ólafiir Þ. Þórðarson
EKKI er grundvöllur til þess að fleiri en einn rekstraraðili annist
flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og Flugleiðir hafa með höndum
þessa þjónustu fram til 15. apríl 1992 að minnsta kosti. Þetta kom fram
í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn í Sameinuðu þingi í gær.
að þjónustugjöld Flugleiða væru
mjög svo samkeppnisfær við bæði
flugvelli á Norðurlöndum og sam-
keppnisflugvelli á borð við Gatwick
og Shannon. Einnig minnti ráðherra
á það að þjónustgjöld væru háð leyfi
utanríkisráðuneytisins; við ákvörðun
um það væri annars vegar miðað
við svokallaða gangkvæmnisreglu
(jafnhá gjöld og á flugvöllum sem
Flugleiðir flygju á) og hins vegar við
meðaltalsreglu.
Jón Baldvin benti á að samningur
hefði verið gerður við Flugleiðir
fyrir sína tíð og gilti sá samningur
til 15. apríl 1992. Taldi ráðherra
vera verulega meinbugi á að rifta
þeim samningi.
Jóhann Einvarðsson (F/Rns)
fullyrti að ekkert hefði verið gert á
Keflavíkurflugvelli af hálfu flugvall-
arstjórnar eða Flugleiða til að fjölga
lendingum á Keflavíkurflugvelli.
Kvaðst hann þekkja tvö dæmi þess
að flugvélar hafi lent á vellinum en
ekki hleypt farþegum út vegna hárra
þjónustugjalda.
félagslega húsnæðiskerfisins á að
vera sá að hjálpa þeim sem þurfa á
aðstoð að halda. Því megum við ekki
gleyma. Það er engin spurning. Þeim
sém eru hjálparþurfi þarf að hjálpa.
Það er af hinu góða.
Hins vegar er það ekki af hinu
góða að svo margir skuli vera hjálp-
arþurfi sem raun ber vitni í dag og
þeim skuli sífellt fara fjölgandi. Það
er ekki keppikefli að sem flestir verði
hjálparþurfi. Þess vegna' getur það
ekki verið markmið í sjálfu sér að
félagslega íbúðarkerfíð nái til sem
flestra. Það er þess vegna heldur
raunalegt þegar það er t.d. sett sem
markmið að ekki minna en 30% af
íbúðarbyggingum í landinu verði á
félagslegum grundvelli. Þá má alltaf
setja markið hærra og hærra þar til
svo væri komið að megin hluti íbúð-
arbygginga væri á félagslegum
grundvelli, ekki óáþekkt því sem
gerðist undir ríkisforsjá kommúnis-
mans austan járntjaldsins sem einu
sinni var. Ég vil pkki ætla neinum
að vilja slíka þróun mála hér á landi.
En söm er gerðin ef húsnæðisstefnan
veldur því að svo margir íbúðar-
byggjendur þurfa á félagslegri að-
stoð að halda. Það hlýtur að leiða
til þess að félagslega kerfið tekur
yfir sem aðallánaformið í íbúðar-
byggingum í landinu. Til þess
ástands er ekki enn komið í hús-
næðismálunum. En langt höfum við
gengið í þessa átt á undanförnum
árum og göngum hröðum skrefum
frá þeirri stefnu sem áður var fylgt.
Með húsnæðislöggjöfinni 1953 var
lagður traustur grunnur að sjálfs-
eignarstefnunni í íbúðarbyggingum.
Forsenda beirrar stefnu var sú að
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Islendingar vilja yfirleitt eiga þak
yfir höfuðið og búa í eigin íbúðum.
I fáu hefir einkaframtakið sýnt betur
mátt sinn og megin en í íbúðar-
húsabyggingum og því þjóðhagslega
Grettistaki sem gert hefir verið á
þeim vettvangi. Þetta var hins vegar
ekki hægt að gera svo almennt sem
raun ber vitni nema menn gætu stað-
ið undir lánum Byggingarsjóðs ríkis-
ins af almennum launatekjum. Þetta
er grundvöllurinn sem allt hvíldi á.
Aftur á móti voru ekki allir svo
settir í lífinu að þeir gætu staðið
undir hinum almennu lángkjörum
íbúðarlána. Þeir þurftu á aðstoð að
halda. Þar kom til hið félagslega
kerfi, Byggingarsjóður verkamanna.
Það var keppikefli að búa svo um
hnútana að sem flestir réðu við sín
mál með lánakjörum almenna lána-
kerfisins, lánum Byggingarsjóðs
ríkisins. Eftir því sem færri þurftu
að leita til Byggingarsjóðs verka-
manna gat félagslega kerfið betur
hjálpað þeim sem hjálpar þurftu við.
Sú var tíðin að 5 til 10% húsbyggj-
enda í landinu fengu lán í verka-
mannabústaðakerfinu. En nú er öldin
önnur.
Hvað er nú til ráða út úr þeim
vanda sem við er að glíma í hús-
næðismálum? Það er að ráðast gegn
rótum vandamálsins, orsökum vand-
ans. Það þarf fyrst og fremst að
leggja áherslu á að efla almenna
íbúðarlánakerfið með það fyrir aug-
um að meginhluti landsmanna megi
njóta þess með því að geta staðið
undir lánum þess af almennum
launatekjum. Einungis með því móti
verður vegið að rótum þess vanda
sem nú er við að glíma í húsnæðis-
málunum. Þá verður leyst úr læðingi
sjálfsbjargarviðleitni margra sem nú
méga sig ekki hræra nema með að-
stoð frá félagslega kerfinu. Þá fækk-
ar þeim sem eru aðstoðarþurfi. Þá
er líka hægt að gera betur en nú við
þá sem eru hjálparþurfi og njóta
aðstoðar félagslega kerfisins.
Frumvarp það sem við nú ræðum
ræðst ekki til atlögu við orsakir van-
dans í húsnæðismálunum. Þar er
haldið áfram á sömu braut sem geng-
in hefir verið undanfarin ár. Það er
verið að fást við afleiðingar en ekki
orsakir. Um frumvarpið segir að það
feli í sér endurbætur á fyrirkomulagi
lánveitinga til félagslegra íbúða. Eg
geymi mér að ræða þær endurbæt-
ur. En ég vildi nú við fyrstu umræðu
málsins leggja áherslu á meginatriði
sem varðar þróun og ástand hús-
næðismálanna í dag. Ég vildi lýsa
þeirri skoðun minni að við séum á
villigötum í þessum málum. Við
stefnum alltaf í meiri og meiri vanda.
Ef ekki er að gert vöðum við beint
af augum út í foraðið.
Þess vegna er það mál málanna í
dag að hverfa af þeirri braut sem
við erum að fara í þessu efni. Við
þurfum að horfast í augu við raun-
veruleikann og leggja áherslu á þá
stefnu og framkvæmd í húsnæðis-
málum sem eflir almenna íbúðar-
lánakerfið og best tryggir að sem
flestir geti eignast íbúð og búið í
eigin húsnæði. Þá getum við jafn-
framt svo best sýnt hug okkar í verki
til þeirra sem eru hjálparþurfí og
félagslega íbúðarlánakerfið á að
koma til bjargar.
Tekin var til meðferðar svohljóð-
andi fyrirspurn frá Olafi Þ. Þórðar-
syni (F/Vf) til utanríkisráðherra:
1. Mun ráðherrann beita sér fyrir
endurskoðun á gjaldskrá um lending-
ar- og þjónustugjöld á Keflavíkur-
flugvelli og samræmingu þeirra við
gjaldskrár samkeppnisflugvalla?
2. Er þess að vænta að afgreiðsla á
Keflavíkurflugvelli verði færð í hend-
ur hlutlausra aðila sem stuðli að
auknum umsvifum á vellinum?
Ólafur fylgdi eftir fyrirspurn sinni
með því að gagnrýna harkalega þjón-
ustu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli;
samningum hafi verið rift við Flug-
fax og þjónustugjöld væru það há
að flugfélög hafi fært sig annað.
Einnig taldi Ólafur það gagnrýni-
svert að Flugleiðir hefðu einokunar-
aðstöðu á svæðinu; fyrir önnur flug-
félög væri þetta svipað og Alþýðu-
flokkurinn hefði einungis starfsað-
stöðu í Valhöll, húsi Sjálfstæðis-
flokksins. Taldi Ólafur tímabært að
rifta samningum við Flugleiðir.
í svari Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra kom fram
Frumvarp um margfeldiskosningar í hlutafélögum;
Eðlilegt að tryggja rétt-
indi og áhrif minnihluta
- segir Eyjólfur Konráð Jónsson
FRUMVARP Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S/Rvk) um margfeldiskosning-
ar í hlutafélögum fer nú hraðferð í gegnum þingið. Það hefur þegar
verið samþykkt í efri deild og var á miðvikudag til annarrar umræðu
í neðri deild í gær. Eiginlega framsöguræðu með frumvarpinu hélt
Eyjólfur við þriðju uinræðu í efri deild.
Eyjólfur rakti stuttlega í ræðu
sinni sögu og þróun hlutafélaga.
Félagsform sem útlægt hefði verið
gert úr hinum vestræna heimi fram
til 1720 en hefði síðar orðið megin-
uppistaðan í atvinnulífi Norður-
Ameríku og Evrópuríkja. Innrétting-
ar Skúla fógeta hefði verið fyrsta
hlutafélagið, en Eimskipafélag ís-
lands fyrsta almenningshlutafélagið.
Eyjólfur rakti að meðal fræði-
manna og fleiri sem um hlutafélög
Stuttar þingfréttir
■ JEPPAFERÐIR Á HÁ-
LENDINU. Það kom fram í svari
samgönguráðherra við fyrirspurn
Danfríðar Skarphéðinsdóttur
(SK/Vl) að hann hyggðist beita
öllum tiltækum ráðum til að
stöðva skipulagðar hópferðir á
vegum erlendra aðila í ferðaþjón-
ustu á jeppum um hálendið. Um
væri að ræða ólögmætt athæfi.
Ef reynt yrði að kom á slíkum
ferðum yrði það stöðvað. Sagði
ráðherra það koma til greina, ef
reynt yrði að skrá jeppana hér-
lendis að skrá þá sem atvinnu-
tæki, þannig að krefja mætti
meiraprófs; erlend meiripróf giltu
ekki sjálfkrafa hér á landi. Eini
vandinn yrði ef viðkomandi fyrir-
tæki hefði íslenskan „lepp“ til
komast hjá aðgerðum.
■ VOPNABURÐUR í LEIFS-
STÖÐ. Það kom fram í svari ut-
anríkisráðherra við fyrirspum
Guðna Ágústssonar (F/Sl) að
átta manns gegndu störfum vop-
naðra löggæslumanna á Keflavík-
urflugvelli, en það væri gert í
samræmi við alþjóðlega samninga
og kröfur. Kostnaðurinn vegna
hinnar vopnuðu gæslu á Keflavík-
urflugvelli var samtals 108 millj-
ónir á árunum 1986-89.
■ 2.300 LÁNS UMSÓKNIR
HJÁ HÚSNÆÐISSTOFNUN.
Um mánaðamótin janúar/febrúar
1990 voru um 2.300 umsóknir
fyrirliggjandi hjá Húsnæðisstofn-
un ríkisins um lán frá Byggingar-
sjóði ríkisins, þar sem lánsréttur
hafði ekki verið ákveðinn. Þetta
kom fram í skriflegu svari félags-
málaráðherra við fyrirspurn
Hreggviðs Jónssonar (FH/Rns).
■ FIKNIEFNANEYSLA
UNGLINGA. Ingi Björn Alberts-
son (FH/Vl) hefur beint þeirri
fyrispurn til dómsmálaráðherra
hvernig íslensk stjórnvöld hyggist
bregðast við sívaxandi neyslu
unglinga á fíkniefnum. „Eru þær
fréttir réttar að rekin sé um-
fangsmikil dreifingarstarfsemi á
fíkniefnum í framhaldsskólum og
félagsmiðstöðvum unglinga og til
hvaða ráða hyggjast lögregluyfir-
völd grípa?“
■ DRÁ TTAR VEXTIR Á
DRÁ TTARVEXTI. Ásgeir
Hannes Eiríksson (B/Rvk) hefur
lagt fram frumvarp þess efnis að
bann verði lagt við því að leggja
áfallna dráttarvexti við höfuðstól
skuldar og reikna nýja dráttar-
vexti af samanlagðri fjárhæð höf-
uðstóls og vaxta eða reikna aðra
vaxtavexti af skuld.
rituðu skiptust menn gjarnan í tvö
horn; annars vegar íhaldssamir sem
styrkja vildu þau með sterkri mið-
stýringu og hins vegar fijálslyndir
sem bentu á að félögin væru eign
allra hluthafanna og vernda bæri
rétt þeirra er eigi minni hlut en þeir
sem stærstir eru og að meginskylda
stjórnenda hlutafélaga sé að gæta
hags allra hluthafa. „Þess vegna
hafa komið fram, ekki bara kenning-
ar, heldur líka löggjöf víða, um að
réttindi minnihlutans skuli tryggð og
er það helst gert með því að minni-
hlutinn hafí áhrifavald á aðalfundum
félaganna og geti komi sínum fulltrú-
um þar að.“ Eyjólfur benti á að á
íslandi hefði verið fest í lög frá 1978
að margfeldiskosning geti gengið
framar venjulegri hlutfallskosningu.
Eyjólfur gat þess að margfeldiskosn-
ing væri ekki mikið tíðkuð í íslensk-
um hlutfélögum og vitnaði í bækling
sem út kom um þetta árið 1968.
),,Þegar kosið er margfeldiskosningu
er kosið á milli einstaklinga. Slíkri
ikosningu er þannig háttað að gildi
hvers hlutar (atkvæðis) í félaginu er
margfaldaður með tölu þeirra manna
sem kjósa skal og fer atkvæðagildi
hvers hlutar þannig eftir því hve
marga stjórnarmenn á að kjósa.
Síðan er heimilt að veija öllu at-
kvæðamagninu, hvort heldur á jafn-
marga menn eða færri en kjósa skal.
Ef kjósa á fimm stjórnendur hefur
hver hlutur fímmfalt atkvæðamagn.
Hluthafinn getur varið öllu atkvæða-
magninu á einn mann eða skipt því
á þann hátt sem hann óskar. Á þenn-
an hátt getur hluthafi eða hluthafar
Eyjólfur Konráð Jónsson
sem eiga meira en 16 2A% atkvæða-
magnsins fengið einn mann kosinn
í fimm manna stjórn, hvemig svo sem
atkvæði annarra hluthafa falla, að-
eins ef þessi minnihluti ver öllu at-
kvæðamagni sínu á þennan eina
mann. Ef hins vegar eru aðeins þrír
stjórnarmenn geta rúm 75% hluthafa
ráðið þeim öllum ef þeir dreifa at-
kvæðamagninu sínu aðeins á þessa
þijá menn.“
Sagði Eyjólfur þetta skýra þessa
kosningareglu og það sem frum-
varpið gerði ráð fyrir væri að Vio af
hluthöfum, þar sem væru 200 eða
fleiri hluthafar, gæti krafist slíkrar
kosningar en ekki 'A eins og nú
þyrfti. „Ég held að allir hljóti að sjá
að þetta er eðlileg breyting á lögun-
um og skal ekki um það fjölyrða,“
sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að
lokum.