Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 28

Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 Minning: Skúli Þorleifsson glímukappi Skúli Þorleifsson lést í sjúkrahúsi á Benidorm 10. mars sl. Skúli fædd- ist á Þverlæk í Holtahreppi, Rang- árvallasýslu, 2. júlí 1913, sonur Friðgerðar Friðfinnsdóttur frá Hvítárholti í Holtahreppi og Þorleifs Ólafssonar bónda á Þverlæk. Skúli Þorleifsson glímukappi fór ungur að æfa glímu og tók miklu ástfóstri við íslensku glímuna. Hann fór ungur að árum á Iþróttaskólann í Haukadal til Sigurðar Greipssonar og hlaut þar góða æfingu í glímunni. Skúli var glæsimenni að vallar- sýn og hraustmenni mikið. Hann var í hærra meðallagi og samsvar- aði sér vel, sterkur og liðugur í hreyfingum og traustvekjandi. Skúli Þorleifsson var skemmti- legur og drengilegur glímumaður, sem ánægjulegt var að glima við. Hann mat glímuna mikils og skildi að hún væri jafnvægisíþrótt og að því leyti frábrugðin öðrum fanga- brögðum, að ekki ætti að falla ofan á viðfangsmann sinn þá bylta væri gerð. Hann vildi ekki að nítt væri eða bolast í glímunni. Skúli var kunnáttumaður í glímu, hvort held- ur var til sóknar eða varna. Hann fékkst nokkuð við glímukennslu á vegum Glímusambandsins. Skúli tók þátt í mörgum kapp- glímumótum og var þátttakandi í glímusýningum bæði innanlands og erlendis. Félagsskapur hans þótti hressilegur og skemmtilegur. Skúli Þorleifsson varð Skjaldar- hafi Skarphéðins 1934 og Skjaldar- hafi Ármanns varð hann 1937. Hann sigraði í Íslandsglímunni 1937 og varð þar með glímukappi íslands. í Íslandsglímunni 1939 hlaut Skúli fegurðarglímuverðlaun og var annar að vinningum. Helstu úrslitaglímubrögð Skúla í kapp- glímum voru klofbragð, sniðglíma á lofti og leggjarbragð. Á fjórða áratugnum varð Skúli starfsmaður Kaupfélags Ámesinga á Selfossi og síðar bústjóri í Þor- lákshöfn um 18 ára skeið hjá sama fyrirtæki. Skúli kvæntist Önnu Benónýs- dóttur ættaðri úr Laxárdal í Hrúta- firði. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, f. 2. mars 1938, gift Agli Guðmari Vigfússyni frá Seli í Ása- hreppi og eiga þau 3 börn. Skúli og Ánna slitu samvistum. Síðari kona Skúla var Pálína Kreis af þýskum ættum. Hún lést fyrir 11 árum. Eftir að Skúli lét af störfum í Þorlákshöfn og fluttist til Reykjavíkur réðst hann verkstjóri Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði INNA' Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími19090 Minningarsjoöur Skjols Sími 688500 hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en gerðist nokkrum árum síðar útgerð- armaður og fiskverkandi og rak þá starfsemi fram á áttræðisaldur. Síðustu tvö árin bjó Skúli í sam- býli með Sigurborgu Ólafsdóttur og stóð heimili þeirra síðustu mánuðina á Grandavegi 47. Blessuð sé minning hans. Eg sendi Sigurborgu og Sigríði dóttur hans og fjölskyldu hennar samúðar- kveðjur. Kjartan Bergmann Guðjónsson + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐMUIMDSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 22. mars. Guðmundur Hjörtur Ákason, Vaigerður Ákadóttir, Jörundur Ákason, Jón Börkur Ákason, Margrét Ákadóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KIRSTEN ÁSE MAGNÚSSON, Geitlandi 8, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 22. mars í Borgarspítalanum. Jarðarförin tilkynnt síðar. Oddur Magnússon, Ingrid Oddsdóttir, Magnús Helgason, Erna Freyja Oddsdóttir, Einar Ólafsson, Magnús Oddsson, Sigurlína Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Kirkjuvegi 14, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 24. mars kl. 13.30. Eygló Kristófersdóttir, Björn Sigurðsson, Ester Halldórsdóttir, Steinar Karlsson, Hrefna Halldórsdóttir, Ágúst Morthens og barnabörn-. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR frá Hjörsey, Böðvarsgötu 1, Borgarnesi, fer fram frá Akrakirkju laugardaginn 24. mars kl. 16.00. Jóhanna Ó. Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Jóhanna Bruvik, Ingigerður Jónsdóttir, Grétar Ingimundarson, Guðrún S. Jónsdóttir, Stefán Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR kaupmaður, Krfunesi 5, Garðabæ, verður jarðsungin föstudaginn 23. mars kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Sigurðsson, Svanlaug Bjarnadóttir, Eydís Guðrún Sigurðardóttir, Páll Rúnar Ingólfsson, Lilja Rós Sigurðardóttir, Óli Guðjón Ólafsson, Þórir Sigurðsson og barnabörn. -- + Ástkær dóttir okkar og systir, ÁSDÍS KOLBEINSDÓTTIR, sem lést 16. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, föstudaginn 23. mars, kl. 15.00. Bryndís Jóhannesdóttir, Kolbeinn Finnsson, Eyþór Kolbeinsson, Finnur Kolbeinsson, Jóhannes Kolbeinsson. + Hjartkær faðir okkar og fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GÍSLI JÚLÍUSSON, • Sjólyst, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Edda Karen Haraldsdóttir, Baldur Gunnarsson, . Ragnheiður Haraldsdóttir, Björn Eggert Haraldsson, Hjördfs Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + HAUKUR ÞORLEIFSSON, fyrrverandi aðalbókari, Rauðalæk 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ásta Björnsdóttir, Gunnar Már Hauksson, Þorleifur Hauksson, Halla Hauksdóttir, Nanna Þórunn Hauksdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, v HANNESÁRNASON frá Brekkum, Holtum, Þingskálum 12, Hellu, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Skógræktarfélag Rang- æinga. Minningarspjöld fást hjá Guðríði Bjarnadóttur, sími 98-75817. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Halldóra Ólafsdóttir, Jóhanna Hannesdóttir, Jón I. Guðmundsson, Erna Hannesdóttir, Hjörtur Eg.ilsson, Árni Hannesson, Guðbjörg (sleifsdóttir, Sigrfður Hannesdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, EGGERTS TÓMASSONAR, bónda, Miðhóli. Sérstakar þakkir til sveitunga hans og vina. Sigurður T ómasson, Jónasfna T ómasdóttir, Hallfríður Tómasdóttir, Þórný T ómasdóttir, Ólöf Tómasdóttir, Margrét Tómasdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sendu minningargjafir og blóm og sýndu okkur hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HREFNU JÚLÍUSDÓTTUR, Bjarkarbraut1, Dalvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á sjúkrahúsi Akureyrar fyrir ein- staka alúð og umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Jónas Hallgrímsson, Nanna Jónasdóttir, Jónatan Sveinsson, Halla S. Jónasdóttir, Anton Angantýsson, Júlíus Jóríasson, Mjöll Hólm og barnabörn. Lokað í dag föstudaginn 23. mars frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar ÁSDÍSAR KOLBEINSDÓTTUR. íslandsbanki hf., Dalbraut3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.