Morgunblaðið - 23.03.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.03.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 29 Minning‘: Sigríður E. Erlends dóttirt Hafharfirði Fædd 27. maí 1896 Dájn 16. marz 1990 Sigríður Eyrún Erlendsdóttir, föðursystir mín, andaðist 16. mars sl. á 94. aldursári. Hún fæddist 27. maí 1896 á Arnarstöðum í Flóa, dóttir hjónanna Gróu Bjarnadóttur og Erlendar Jónssonar. Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar 1907 og þar ól Sigríður allan sinn aldur. Hún var næstelst fjögurra systkina, en þau voru Valgerður húsmóðir, Bjarni húsasmíðameistari og Guð- mundur vélstjóri. Þau eru nú öll látin. Árið 1923 giftist Sigríður Magn- úsi Snorrasyni, skipstjóra. Þau eignuðust þijú börn, Snorra Kristin, rafvirkja, kvæntan Soffíu Júlíus- dóttur, Elínu Gróu, sem lést 22 ára gömul, og Vigdísi hjúkrunarfor- stjóra. Magnús lést 1938 eftir fjög- urra ára sjúkrahússdvöl. Veikindi Magnúsar og síðar frá- fall hans gjörbreytti ijárhagslegri stöðu ijölskyldunnar. Á þessum árum þekktust ekki mæðralaun eða barnabætur, örorku- eða makalíf- eyrir og því varð Sigríður að fara út að vinna til þess að sjá fjölskyld- unni farborða. Kreppan var í al- gleymingi og þau atvinnutækifæri, sem konur áttu völ á, voru fá og illa launuð, en hún lét það ekki á sig fá. Hún fór á nokkurra vikna matreiðslunámskeið og haslaði sér síðan völl sem matreiðslukona. Á sumrin vann hún á ýmsum veitinga- stöðum og hótelum úti á landi, m.a. í Hvítárvallaskála, Ferstiklu og Fornahvammi, en á veturna sá hún um veislur í heimahúsum. Hún varð mjög eftirsótt til þessara starfa, því maturinn sem hún bjó til var bæði ljúffengur og glæsilega framreidd- ur. Hún gætti þess og að tileinka sér allar nýjungar á þessu sviði og þar kom að hún var fengin til þess að sjá um veislur á Bessastöðum. Það gerði hún, um nokkurra ára skeið en réðst síðan þangað í fast starf sem matráðskona og gegndi hún því í allmörg ár. Síðar starfaði hún sem aðstoðarmatráðskona á Sólvangi í Hafnarfirði um 12 ára skeið. Fjölskyldan öll naut einnig góðs af þessum hæfileikum hennar. Hún var sjálfkjörin til að sjá um matar- gerðina þegar mikið stóð til og hennar eigin heimboð vom ávallt mikið tilhlökkunarefni. Sigríður tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi, en hún var meðal stofnenda KFUK í Hafnarfirði og virkur félagi um árabil, starfaði í Kvenfélaginu Hringnum svo og í Vorboðanum, félagi sjálfstæðis- kvenna í Hafnarfirði. Þá söng hún í kirkjukór Hafnarijarðarkirkju um áratugaskeið. WIKA Allar stæröir og geröir i^L ttataypHr Jéiras®®n & ©@ M. Vesturgötu 16 - Slfnar 14680-13210 Sigríður var glæsileg kona með fágaða framkomu. Hún hafði næmt fegurðarskyn sem kom fram í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og einkenndi einnig fallegt heimili hennar. Hún var sjálfstæð kona með ákveðnar skoðanir sem hún lét í ljós umbúðalaust, jafnvel þótt þær létu ekki alltaf vel í eyrum. Sigríður var heilsuhraust alla ævi en síðustu árin voru sjón og heyrn farin að gefa sig og tók hún sér það nærri. Hún naut þá sem endra- nær frábærrar umhyggju Vigdísar, dóttur sinnar, en þær mæðgur bjuggu alla tíð saman. Síðustu mánuðina dvaldi hún á Sólvangi en gat þó verið heima um helgar. Þegar ég lít til baka og riíja upp minningar um Siggu frænku, verð- ur mér hugsað til sambands þeirra systra, en það var óvenju náið og kærleiksríkt og bar aldrei skugga á það. Vart leið sá dagur að þær hittust ekki eða ræddust við og þar sem ég ólst upp á heimili Valgerðar mótaðist samband okkar Siggu frænku mjög af þessu. Langri ævi góðrar konu er lokið og er hún kvödd með þakklæti. Kristín Guðmundsdóttir Mig langar með fáum orðum að minnast ömmu minnar, Sigríðar Erlendsdóttur, sem verður jarð- sungin í dag frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Hún fæddist austur í Flóa 27. maí 1896, en fluttist ungtil Hafnar- fjarðar og átti þar heima til ævi- loka. Hún giftist afa mínum, Magn- úsi Snorrasyni, þann 22. september 1923. Börn þeirra: Snorri, f. 2. apríl 1924, Elín Gróa, f. 27. septem- ber 1925, d. 4. október 1947, og Vigdís, f. 19. febrúar 1931. Amma fékk snemma á sig brot- sjó, í júlí 1927 er hún fæddi and- vana stúlku. í júní 1938 er húft-— orðin ung ekkja með þijú börn, 7-14 ára, og svo níu árum síðar missir hún eldri dóttur sína rétt lið- lega tvítuga. En amma sigldi alltaf áfram. Og til að sigla úfinn sjó þarf þrek, þor og trú og þannig var hún amraa. „Sigga mín, voða er fínt í línskápnum!“ Hún amma hafði klöngrast upp á loft 88 ára gömul og gert úttekt í fataskápnum, ég var heldur betur heppin að vor- hreingerningu lauk deginum áður. Amma var hluti af mínum skóla, ég var lánsöm að vera um borð. Hún miðlaði til mfn mörgu og ekki síst trú sem var henni svo kær, og á höndum og fótum var mér aldrei kalt í pijónlesi frá ömmu. Eg kveð hana ömmu mína með sálmi, sem hún kenndi mér þegar ég fór fyrst að heiman til viku dval- ar í Kaldárseli. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma 511 bömin þin svo blundi rótt. Sigríður Snorradóttir ,, Nougathringur“ Notaðu AKRA með öðru úrvals hráefni og baksturinn heppnast vel! ,, Nougathringur" Hrærið saman 130 g Akrasmjörlíki, 130 g sykri og tveimur eggjum. 150 g hveiti ásamt 1 tsk. lyftidufti og 1 msk. rjóma er blandað saman við. Bakið í 40 mín. við 175-200°C. Kökunni er skipt í þrjá hluta og smjörkrem sett á milli og utan á. Smjörkrem Hrærið saman 150 g Akrasmjörlíki, 200 g flórsykri, einu eggi og 2 tsk. vanilludropum. Nougat Bræðið 100 g sykri og bætið 50 g möndlum í, látið kólna á smurðri plötu, myljið og setjið á kökuna. Verði ykkur að góðu! Líkarvel! SEsy SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.