Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 37

Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 ) Þessir hringdu . . . 1 VG'v-^o 1 l Seinagangur við snjómokstur Vigfus hringdi: „Ég er einn af þeim sem stunda skíði og það hefur gefið mér og minni fjölskyldu margar ánægju- stundur. Sá hópur fer stækkandi sem stundar skíðamennsku og hefur það áreiðanlega góð áhrif á þjóðarsálina. Það er ókostur fyrir okkur Reykvíkinga að við þurfum að sækja dálítið langt á skíði. Ég dáðist að því í fyrra hvað þeir voru duglegir að halda opnu en þeir hafa ekki staðið sig eins vel núna. Ég hef heyrt sagt að það taki langan tíma að fá tæki frá Vélamiðstöðinni til verksins og þess vegna gangi þetta svona seint. Ef til vill væri lausnin að Bláfjallanefnd fjárfesti í svona tækum sem þá væru alltaf til stað- ar þegar til þeirra þyrfti að grípa.“ Mikill skrifstofukostnaður Ellilífeyrisþegi hringdi: „Það er laukrétt að kenna fé- lagsfræðingum að koma ár sinni sem best fyrir borð á skattborgar- anna kostnað, því þeirra fræði gengur út á það. Þegar ríkið legg- ur fé samborgaranna til hjálpar þeim verst stöddu, þá sjá þeir til þess með allt of miklum skrif- stofukostnaði, að þetta verður hungurlús handa þeim verst stöddu." Gleraugu Stór gleraugu í brúnni umgerð töpuðust fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 611997 á kvöldin. Veski Veski tapaðist á Landspítalan- um fyrir nokkru. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 688017. Fundarlaun. Myndavél Myndavél fannst 5. mars við Álftamýri. Upplýsingar í 31176 eftir hádegi. V^terkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Royal KARLMAHNAFOT. VERfl 9.990,- Stakar buxur, ný efni, ný snið. Mitti frá 79 cm upp í 135 cm. Jakkar, úipur, skfða- og æfingagallar. Andrés I Skóiavörðustíg 22a, sími 18250. Hugleiðing um virkjanaþörf Til Velvakanda. Samkvæmt reynslutölum frá ísal þarf 16 kílówattstundir til þess að framleiða eitt kílógram af áli. Ál- ver, sem framleiðir 200.000 tonn af áli á ári þarf því 3.200 gígawatt- stundir af raforku á ári og þar eð 8.760 klukkustundir eru í árinu, þarf aflþörfin að vera 365 mega- wött. Þessar tölur eru miðaðar við mælingu við inntak verksmiðjunn- ar. Þegar virkjunarþörfin er metin þarf að .gera ráð fyrir töpum i raf- orkukerfinu frá virkjun að verk- smiðju. Meðaltöp eru vepjulega metin 8% en þar eð hér er gert ráð fyrir löngum línum en gert ráð fyr- .................í raforknkerfinu. MISSKILNINGUR Kæri Velvakandi. í dálki þínum 15. marz sl. var hugleiðing raforkufræðikennara um virkjanaþörf, þar sem fram kom ýmis misskilningur, sem hann telur þörf á að Landsvirkjun leiðrétti. Okkur er ánægja að reyna það. Mis- skilningurinn er í eftirfarandi atrið- | um: 1) Töp í flutningskerfi Lands- virkjunar eru venjulega reiknuð 4,5% I en ekki 8%. 2) Álver með nýjustu tækni nota innan við 14,5 kWh af rafmagni fyr- ir hvert kg áls, en ekki 16 eins og ÍSAL. 3) Þegar rætt er um orkugetu virkjana er einungis átt við forgangs- orku, en möguleg framleiðsla af- gangsorku ekki talin með. Hið nýja álver mun væntanlega vilja kaupa 90 til 95% af orkuþörf sem forgangs- orku, en afganginn sem afgangs- orku. 4) Þegar Blönduvirkjun verður tekin í notkun bætir hún úr afls- skorti, sem þá verður í orkukerfinu, en nokkur forgangsorka verður þá enn til staðar umfram þarfir. Þess vegna m.a. þurfa þessar nýju virkjan- ir heldur meira afl samtals en álve- rið notar. 5) Auk þeirra virkjana sem raf- orkufræðikennari telur upp höfum við reiknað með því að Nesjavalla- virkjun komi með 30 MW og 180 GWh/ár og fleiri framkvæmdir eru mögulegar strax í kjölfar hins nýja álvers, sem of snemmt er að tíunda hér eða ákveða nú strax. Ég vona að raforkufræðikennari komi dæmi sínu saman með þessum upplýsingum og hafi hann þökk fyrir að vekja athygli okkar á þessum atriðum. Elías B. Elíasson, forstöðum. Tækniþróunar- deildar Landsvirkjunar HEILRÆÐI Verksljórar - verkamenn Notkun hjálma við hvers konar störf hefur komið í veg fyrir alvarle- gustu höfuðá- verka. Því er notkun þeirra sjálfsögð. Mikill verð- mismunur Til Velvakanda. Fyrir nokkru var ég staddur í Englandi og þurfti að kaupa tlug- miða heim til Islands. Mér til mikill- ar undrunar uppgötvaði ég að miði aðra leiðina kostaði 240 £, meðan miði báðar leiðir kostaði 198 £. Auð- vitað valdi ég seinni kostinn þó að ég ætlaði einungis aðra leiðina. Ég varð meira undrandi þegar ég ætlaði í sama skipti að kaupa miða báðar leiðir fyrir konu mína sem þurfti að fara til Englands stuttu seinna. Miða- verðir var skyndilega ekki lengur 198 £, heldur hafði hækkað í 270 £, vegna þess að ferðin hófst á íslandi. Hvers vegna þarf fólk sem býr í þessu landi að greiða svo miklu hærra verð en útlendingar? Það væri áhugavert að heyra hvað Flugleiðir hafa um þetta að segja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðlagsstefna Flugleiða kemur mér á óvart. Á síðasta ári átti ég að borga u.þ.b. 24.000 kr. fyrir far frá Lúxemborg til Keflavíkur, meðan hægt var a'ð fá „stand-by“ miða til New York fyrir 8.000 kr. með sömu vél. Hvers vegna er enginn „stand-by“ valkost- ur til Keflavíkur? Halvard K. Iversen HVÍTUR ASPAS Eigum til afgreiðslu strax fullan góm (1200 kassa) af hvitum, afhýddum aspas. Hver kassi inniheldur 6 dósir, hver ca 2 kg. Framleiósluland er Perú. Verð í Banda- ríkjadölum er 32.95 pr kassi FAS (frítt aó skipshlió) í New York. Sýnishorn send ef óskaó er. Vinsomlegost hafið samband vió J.F. Braun & Sons, Inc., 265 Post Avenue, Westbury, New York 11590, sími 901-516-997- 2200, fox 901-516-997-2478, telex +6852147. Frönsku kjólarnir komnir Versiunin CSUÍÍS) Laugavegi 5 620042 REYKVÍKINGAR! < Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjórveit- inganefnd Alþingis, verður á Café Hressó í Austurstræti í dag, föstu- daginn 23. mars, kl. 1 2.00-14.00 Komið og spjallió við þingmann Reykvíkinga. NYKOMNIR TE6. 1104. Litur: Svart leður. Stærðir: 40-47. Verð kr. 5.460,- W5 Vidtalstimi borgarfulltrúa i ’S Sjálfstæðisflokksins íReykjavík ^ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, SKjjL Si á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. ] Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum m A og ábendingum. f |||^SL„ Allir borgarbúar velkomnir. i Laugardaginn 24. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, fors og formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur, og Ingólfur Steinar S heilbrigðisráðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. eti borgarstjórnar veinsson, í stjórn y Sf'Sf y y y y- y y y y y y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.