Morgunblaðið - 23.03.1990, Síða 38
I
~S8
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR FÖSTUDAGUR
23. MARZ 1990
KNATTSPYRNA / ENGLAND
ff
Guðni var
maður leiksins“
- sagðí Terry Venables eftir
sigur Spurs gegn Liverpool
„GUÐNI var maður leiksins. Barnes hefur verið
óstöðvandi að undanförnu, en hitti fyrir ofjarl sinn,“
sagði Terry Venables eftir 1:0 sigur T ottenham gegn
Liverpool ífyrrakvöld og var þetta haft eftir honum
í enskum dagblöðum í gær.
uðni fékk lofsamlega dóma í enskum fjölmiðlum og var
sérstaklega til þess tekið hvernig hann útilokaði John
Bames frá leiknum.
„Það var sérstaklega ánægjulegt að heyra ummæli Vena-
bles,“ sagði Guðni við Morgunblaðið. „Venables hefur haldið
mér utan við liðið síðan í byijun janúar og þess vegna hefur
mér ekkert verið sérlega hlýtt til hans. En þetta gerir það
vonandi að verkum að ég fái að spila á næstunni."
Guðni lék síðast 6. janúar, var varamaður í næsta leik,
en hefur ekki verið í hópnum síðan fyrr en gegn Liverpool.
„Ég var orðinn pirraður. Mér fannst að ég ætti ekki skilið
að vera utan við liðið svona lengi, en reyndi að vera jákvæð-
ur, beit á jaxlinn og beið eftir tækifærinu. Það var gaman
að koma inn og ná að standa sig og nú er ég staðráðinn í
að halda mínu,“ sagði Guðni.
Tottenham leikur næst annan laugardag, en á mánudag
heldur Guðni til Lúxemborgar, þar sem hann leikur með
íslenska landsliðinu gegn heimamönnum á miðvikudag. Guðni
tók landsleik fram yfir deildarleik í ágúst s.l. og var settur
' Tít úr liði Spurs fyrir vikið, én hann á ekki von á að sagan
endurtaki sig að þessu sinni. „Ef ég kem heill til baka geri
ég ráð fyrir að halda stöðunni gegn Sheffieid Wednesday."
Guðni Bergsson
HANDBOLTI / 1. DEILD Karla
13. umferð enn frestað
Leikjunum fimm, sem vera áttu í 1. deild karla í handknattleik
n.k. miðvikudagskvöld, hefur verið frestað til 25. apríl vegna land-
2^ sleikjanna við Noreg á sunnudag og mánudag. Umræddir leikir voru
upphaflega á dagskrá 24. janúar, en var þá frestað til 28. mars vegna
undirbúnings landsliðsins fyrir HM { Tékkóslóvakíu. Þá gleymdist hins
vegar að búið var að semja um landsleiki við Noreg og því verður 13.
umferð síðasta umferð íslandsmótsins að þessu sinni. Hk fær ÍR í
heimsókn, Stjarnan og Grótta leika í Garðabæ, FH og ÍBV í Hafnar-
firði, Víkingur og KA í Höllinni og Valur og KR í Valshúsinu.
RUÐNINGUR
Islandsmót
í ruðningi
Akveðið hefur verið að fyrsta
íslandsmótið í ruðningi (e.
rugby) fari fram í sumar og
hafa sex lið hug á að taka þátt.
Á aðalfundi Knattspymufélags-
ins Víkings, sem haldinn var í
gærkvöldi var samþykkt að
ruðningslið /keppti á mótinu í
nafni félagsins, en næsta ár
verður síðan ákveðið, að feng-
inni reynslu, hvort sérstök ruðn-
ingsdeild verði stofnuð.
HATIÐ ISI
Tommamótið
liður í
hátíðinni
g úið er að ganga frá því að hið
1 vinsæla Tommamót yngri
knattspyrnumanna, sem fer fram
árlega í Vestmannaeyjum, verði lið-
ur í Íþróttahátíð ÍSI 1990. Yfir-
skrift hátíðarinnar er Æskan og
íþróttir. Því þótti eðlilegt að
Tommamótið yrði liður í Sumarátí-
ðinni.
URSLIT
1:1
Knattspyrna
REYKJAVÍKURMÓTIÐ
KR-Fylkir...............
Rúnar Kristinsson - Þórhallur Dan
EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA
Átta liða úrslit, síðari leikur.
Grasshopper (Sviss) - Sampdoria (Ítalíu).l:2
Thomas Wyss (67.) - Antonio Cerezo (43.),
Attilio Lombardo (81.) Áhorfendur: 30.000.
Sampdoria vann 4:1 samanlagt.
HANDBOLTI
Teka
tapaði
dýrmætu
stigi
KRISTJÁN Arason og félagar
hans hjá Teka Sandander náðu
ekki að að knýja fram sigur í
Valencia. Þeirgerðu jafntefli,
26:26, við heimamenn og skor-
aði T eka jöf nunarmarkið úr
vítakasti rétt fyrir leikslok.
Leikmenn Teka fengu óskabytj-
un og komust yfir, 0:4, eftir
þijár mín. og voru yfir þar til að
Valencia náði að jafna og komast
yfir, 26:25. Leik-
menn Teka voru
tveimur fleiri á loka-
mínúttunni og náðu
að tryggja sér jafn-
tefli. Þeir töpuðu dýrmætu stigi í
meistarabaráttunni.
Atli
Hilmarsson
skrilar
1rá Spáni
IKVOLD
Vetrarhátíð
Akureyri
Vetraríþróttahátíð ÍSI verður
sett í kvöld. Dagskráin er þá:
kl. 20.00 Vélsleðamenn ! úthverfum, með
VH-fána. Hestamenn í hópreið
með kyndla frá Sanavelli og
sleða með sovéska skautaparið
frá Leirunesti. Skíðagöngufólk
safnast saman við Galtalæk
(Háteig), alpagreinafólk við
Nausta og skautafólk við Lax-
dalshús.
kl. 21.00 Sovéska skautaparið Marína
Anísína og Illja Averbukh,
heimsmeistarar unglinga
1989, sýna listir sýnar á
skautasvellinu.
kl. 21.15 Fánaberar koma inn á svellið
og raða sér upp.
kl. 21.20 Ávarp: Sigfús Jónsson, bæjar-
stjóri Akureyrar og Sveinn
Björnsson, forseti ÍSI.
kl. 21.30 Tónlistaratriði.
HÆTTA
Það er hætta á ferðum þegar
menn eru byijaðir að ræða
um að flölga liðum í 1. deildar-
keppninni í handknattleik úr tíu
í tólf. Það myndi skaða íslenskan
handknattleik. Munurinn á lið-
um í 1. og 2. deild
er geysilegur nú. 2.
deildarkeppnin er
ekki spennandi með
því fyrirkomulagi
sem hefur verið.
Þ.e.a.s. að b-lið fé-
laga fái að leika í
deildinni, en b-liðin eru skipuð
samblandi af gamalkunnum
handknattleiksmönnum og leik-
mönnum sem eru ekki nægilega
sterkir til að ieika í a-liðum fé-
laganna.
Með því að fjölga liðum í 1.
deild verður enn gengið á gæði
handknattleiksins í 2. deild og
áhorfendur hætta að koma á
leiki liðanna. Þá yrði eins gott
að leika leikina í 2.' deild í
æfíngatímum félaga og síðan
yrði HSÍ tiikynnt í lok keppn-
istímabils hvaða lið hafi unnið
sér sæti í 1. deild.
Til að auka styrk 2. deildar-
keppninnar og auka beiddina i
íslenskum handknattleik væri
réttast að fækka liðum í 1. deild
niður í átta. Þessi breyting
myndi gera 1. deildarkeppnina
skemmtilegri og styrkja keppn-
ina í 2. deild. Með því að hafa
átta lið í deild yrði auðveldara
að fjölga leikjum og leika fjórar
umferðir. Til gamans gætum við
litið á hvernig deildirnar tvær
væru skipaðar, eftir að búið
væri fækka liðum niður í átta.
Tvö neðstu liðin í 1. deild, eins
og staðan er í dag, eru setti í
2. deild og þá eru b-lið tekin úr
2. deild og einnig tvö neðstu lið-
in eins og staðan er í dag. Deild-
irnar væru þá þannig:
■ l. DEILD: FH, Valur, Stjarn-
an, KR, ÍBV, ÍR, KA og Grótta.
M2. DEILD: Víkingur, HK,
Fram, Selfoss, Breiðablik,
Þaðverðurað
styrkja deildarkeppn-
ina í handknattleik
Haukar, Þór og Keflavík.
Þegar að er gáð sést að 2.
deildarkeppnin yrði miklu sterk-
ari þannig skipuð heldur en
deildin er nú. Jafnframt yrði
deildin áhugaverðari og fleiri
áhorfendur kæmu eflaust á leiki
í deildinni. Einnig yrði 1. deild-
arkeppnin fjörugri með átta lið-
um, sem léku fjórfalda umferð.
Sex bæjarfélög ættu iið í 1.
deild með þessu fyrirkomulagi:
Hafnaríjörður (1), Reykjavík
(3), Garðabær (1), Ákureyri (1),
Seltjarnames (1) og Vest-
mannaeyjar (1), en sex bæjarfé-
lög ættu lið í 2. deild: Kópavog-
ur (2), Reykjavík (2), Selfoss
(1), Hafnarfjörður (1), Akureyri
(1) og Keflavík (1).
Það þarf að hugsa málin mjög
vel áður en breytingar verða
gerðar á deildarfyrirkomulagi.
Menn verða að hugsa vel um
hvernig hægt er að styrkja
íslenskan handknattleik. Gera
deildarkeppnina áhugaverðari.
Það er hætta á ferðum ef menn
hugsa aðeins um að styrkja 1.
deild. Um leið er verið að veikja
aðrar deiidir og um leið íslensk-
an handknattleik.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
KNATTSPYRNA
ísland leikur gegn
Spáni í Gijon
Spánveijar eru búnir að ákveða leikstað fyrir leik sinn gegn íslanding-
um í Evrópukeppni landsliða. Leikurinn fer fram á heimavelli 1.
deildarliðsins Sporting Gijon í Gijon í október í ár.
Gijon er hafnarborg á Norður-Spáni. Völlurinn heitir E1 Molinón og
tekur hann 40 þús. áhorfendur. Þjóðirnar leika í 1. riðli
FráAtla ásamt Tékkum, Albönum og Frökkum.
Hilmarssyni Síðustu tveir landsleikir Spánveija og íslandinga á Spáni
áSpáni hafa farið fram í Malaga og Sevilla á Suður-Spáni.
Kristján skoraði fjögur mörk í
leiknum, en Villaldea sex, Cabanas
fimm og Melo og Ruiz fjögur hvor.
Alemany skoraði 9 mörk fyrir Va-
lencia, en Stinga sjö og Voinea þijú.
Barcelona er efst með 33 stig,
en síðan koma Granollers og Teka,
sem mætast 31. mars, með 30 stig.
Barcelona þurfti ekki að hafa mikið
fyrir sigri, 26:17, á Aiicante á mið-
vikudagskvöldið. Félagið hvíldi
Vujovic fyrir seinni leikinn gegn
sænska liðinu Redbergslid í Evrópu-
keppninni, sem verður um helgina
í Barcelona.
KORFUKNATTLEIKUR / BIKARURSLIT KVENNA
+
„Við erum bestar
If
sagði Björg Hafsteinsdóttir, fyrirliði bikarmeistara kvenna
„VIÐ bjuggumst ekki við að
vinna með svo miklum mun —
áttum von á að Haukastúlkurn-
ar væru betri. Við komum mjög
vel undirbúnar, ætluðum okkur
að vinna og sýndum að við er-
um bestar," sagði Björg Haf-
steinsdóttir, fyrirliði ÍBK, eftir
62:29 sigur i bikarúrslitunum í
Laugardalshöll ígærkvöldi.
Leikurinn fór rólega af stað og
það var greinilegt að leikmenn
beggja liða voru taugaóstyrkir. Til
marks um það kom fyrsta karfan
ekki fyrr en á fjórðu
mínútu. Keflavíkur-
stelpur tóku síðan
leikinn í sínar hend-
ur og greinilegt var
að Haukastúlkur höfðu ekki nægi-
legt sjálfstraust. Allar í liði
Keflavíkur hittu vel á meðan ekkert
gekk hjá Haukum. Á 14. mín. var
Vanda
Sigurgeirsdóttir
skrifar
eins og aðeins lifnaði yfir Hauka-
stúlkum. Hraðinn jókst og þær
skoruðu þijár körfur á skömmum
tíma. En allt kom fyrir ekki. Leik-
reyndar, góðar og einfaidlega betri
Keflavíkurstelpur gáfu ekkert eftir
og þær leiddu 31:10 í hálfleik.
Haukastúlkur komu ákveðnar til
leiks í seinni hálfleik. Þær börðust
vel og náðu að minnka muninn í
33:18, en þegar líða tók á hálfleik-
inn komu yfirburðir Keflavíkur-
stúlkna í ljós á ný. Spurningin var
aðeins hve stór sigurinn yrði.
Keflavíkurliðið spilaði mjög góð-
an leik, stúlkurnar hittu vel, náðu
vel saman og gremilegt að meistar-
ar voru á ferð. „Ég vil sérstaklega
þakka áhorfendum góðan stuðn-
ing,“ sagði Björg Hafsteinsdóttir,
sem átti mjög góðan leik. Hún
stjórnaði liði sínu af skynsemi, átti
góðar sendingar og skoraði mikil-
væg stig. Anna María Sveinsdóttir
stóð að vanda fyrir sínu og einnig
átti Fjóla Þorkelsdóttir góða spretti
í seinni hálfleik. Annars var þetta
fyrst og fremst sigur liðsheildarinn-
ar.
„Það gekk ekkert upp hjá okkur.
Boltinn fór ekki ofan í körfuna. Við
flýttum okkur of mikið, vorum
taugaóstyrkar og því fór sem fór.
En ég óska ÍBK til hamingju með
sigurinn," sagði Sólveig Pálsdóttir,
fyrirliði Hauka. Lið hennar lék langt
undir getu, en Guðbjörg Norðfjörð
var best. Hún barðist vel og gafst
aldrei upp.
Stig ÍBK: Anna María Sveinsdóttir 19, Björg
Hafsteinsdóttir 14, Fjóla Þorkelsdóttir 8, Margrét
Sturlaugsdóttir 11, Svandís Gylfadóttir 4, Hilma
Hólm 2, Elínborg Herbertsdóttir 2, Ástrún Viðars-
dóttir 2.
Stig Hauka: Guðbjörg Norðfjörð 12, Sólveig Páls-
dóttir 6, Hafdís Hafberg 5, Sigrún Skarphéðins-
dóttir 4, Anna Guðmundsdóttir 2.
Áhorfendur voru um 200 í fyrri háflleik en þeim
fór Qölgandi og voru um 600 í lokin. Dómarar
voru Bergur Steingrímsson og Víglundur Sverris-
son.