Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 39

Morgunblaðið - 23.03.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990 39 KÖRFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KARLA Sigurgangan heldur áfram Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar fjórða árið í röð, nú eftir sigur á erkifjendunum úr Keflavík „ÞETTA er bikarinn okkar,“ sagði Árni Lárusson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigur á Keflvíkingum, 90:84, í úrslita- leik bikarkeppninnar í gær- kvöldi. Þetta var fjórði sigur Njarðvíkinga í röð og líklega má segja að reynslan úr þess- um leikjum hafi komið sér vel, því liðið hélt ró sinni á spenn- andi lokamínútum og lék af skynsemi. Keflíkingar byrjuðu vel en smám saman náðu Njarðvíkingar yfirhöndinni. Þeir voru mun ákveðnari undir körfunni og fengu oft 3-4 fjögur skot Logi Bergmann í sókn. Keflvíkingar, Eiösson sem léku án Magn- skrifar úsar Guðfinnssonar, voru hinsvegar sein- ir í fráköstin og náðu ekki að losa um Guðjón Skúlason í sókninni en hann hefur verið besti maður liðsins í vetur. Munurinn varð þó aldrei meiri en tíu stig og undir lokin voru Keflíkingar oft nálægt því að jafna. Taugarnar virtust þó vera í ólagi hjá Keflvíkingum, því þegar þeir fengu færi á að jafna voru þeim allar bjargir bannaðar. Njarðvíking- ar héldu forskotinu og þegar tvær mínútur voru til leiksloka gerðu þeir fimm stig í röð. Þarmeð var sigurinn í höfn og Keflvíkingar ját- uðu sig sigraða. Patrick Releford átti mjög góðan leik fyrir Njarðvíkinga, hitti vel og tók mörg fráköst. Teitur Örlygsson lék einnig vel og af mikilli baráttu allan leikinn. Njarðvíkingar eiga þó iíklega Friðriki Ragnarssyni mest að þakka. Hann var mjög sterkur í vörninni og hélt Guðjóni Skúlasyni niðri. í sókninni nýtti hann skotin vel þegar mest á reið og sama má segja um Kristin Einarsson. Falur Harðarson var bestur í liði Keflvíkinga, hitti mjög vel og var sterkur í vörninni. Sigurður Ingi- mundarson byrjaði vel en dalaði er leið á leikinn og Sandy Anderson var sterkur í vörninni, en nýtti illa skotin sín. Þá átti Nökkvi Már Jóns- son ágætan leik. Aðeins byrjunin Þessi leikur var aðeins sá fyrsti og vonandi fylgja þrír jafn góðir leikir í kjölfarið í úrslitakeppninni. Liðin mætast að nýju á mánudag- inn, í Keflavík, og má örugglega gera ráð fyrir spennandi leik. Morgunblaðið/Einar Falur Friðrik Ragnarsson átti mjög góðan leik í gær og hér gerir hann mikilvæg stig fyrir Njarðvíkinga undir lok leiks- ins. Keflvíkingurinn Albert Óskarsson kemur engum vörnum við. Morgunblaðið/Einar Falur Teitur Örlygsson og ísak Tómas- son fagna sigri en þeir hafa verið í sigurliði Njarðvíkinga undanfarin fjögur ár. ■ ANATÓLÍJ Kovtoúm, hinn sovéSki fram- heiji KR, missir af tveimur næstu leikjum liðsins, gegn Grindvík- ingum í úrslita- keppninni. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann í af_ aga- nefnd KKÍ gær Kovtoúm. fyrir gróft brot í leik KR og Njarðvíkur í síðustu viku. ■ PATRICK Releford úr Njarðvík og Falur Harðarson úr Keflavík voru kjörnir bestu menn úrslitaleiksins af sérstakri dóm- nefnd. ■ ÓLAFUR Pétursson, leikmað- ur ÍBK, er einnig markvörður ungl- ingalandsliðsins í knattspyrnu. Það ætti ekki að koma á óvart því Keflvíkingar hafa átti marga góða knattspyrnumarkverði í körfubolta- liði sínu. Þorsteinn Bjarnason, Bjarni Sigurðsson og Ólafur Gottskálksson hafa allir leikið með ÍBK og verið valdir í íslenska lands- liðið í knattspyrnu. ■ ANNA María Sveinsdóttir, ÍBK, var útnefnd best í liði kvenna- meistaranna, en Guðbjörg Norð- Qörð hjá Haukum. í verðlaun fengu þær matarboð fyrir tvo á Flughótelinu í Keflavík. Morgunblaðið/Einar Falur Björg Hafsteinsdóttir hampar bikarnum eftir sigurinn á Haukum. Að baki hennar standa Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri í Keflavík, og Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ. „Farnir að þekkja þettau - sagði ísakTómasson, fyrirliði Njarðvíkinga „Við höfum leikið fimm úrslita- leiki í röð og erum farnir að þekkja þetta og það kom sér vel. Auk þess vorum við öruggari í lokin og segja má að við höfum haft taugarnar og reynsluna okkar megin,“ sagði ísak Tómasson, fyrirliði Njarðvík- inga, eftir leikinn. „Þetta var góður og spennandi leikur, rétt eins og fólk vildi, og það sést á stigunum hve sterk liðin eru,“ sagði Isak. „Hálfur sigur unninn“ „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með sigurinn enda mikill léttir að vera komnir með titil. En þetta er aðeins hálfur sigur því við ætlum okkur líka að ná í þann stóra,“ sagði Árni Lárusson, þjálf- ari Njarðvíkinga. „Það munaði miklu hvernig við náðum að stöðva Guðjón. Það sem réði þó líklega úrslitum var að við höfum meiri breidd og varamennirnir stóðu sig mjög vel.“ „Vantaði kraft í wörninni" „Við gerðum of mörg mistök í sókninni -og vantaði kraft í vörn- inni. Við höfum oft verið undir nær allan leikinn en unnið það upp í lokin en nú vantaði okkur þennan kraft,“ sagði Sigurður Ingimundar- son, fyrirliði Keflvíkinga. „Það munaði miklu hve illa okkur gekk að losa um Guðjón en aðrir leik- menn, einkum Falur, stóðu sigvel. Það er stutt til mánudags og við erum farnir að hugsa um fyrsta leikinn í úrslitakeppninni. Það er að duga eða drepast og við ætlum okkur sigur,“ sagði Sigurður. „Allt gekk upp í lokin“ „Það var pressa á Keflvíkingun- um í lokin og þeir urðu að flýta sér. Þegar þeir gerðu mistök feng- um við ódýr stig og í raun gekk allt upp hjá okkur í lokin,“ sagði Teitur Örlygsson. „Við emm alls ekki hættir og vitum að við eigum góða möguleika á þeim stóra.“ „Héldum ekki út“ „Við vorum á hælunum á þeim allan leikinn og áttum góða mögu- leika allan tímann en héldum ekki út í lokin,“ sagði Falur Harðarson. „Við fáum þó annað tækifæri í úrsli- takeppninni og þá kemur ekkert annað en sigur til greina,“ sagði Falur. UMFN - ÍBK Laugardalshöll, bikarkeppni karla í körfuknattleik, úrslitaleikur, fimmtudaginn 22. mars. Gangur leiksins: 2:0, 8:5, 9:13, 11:18, 16:21, 18:25, 26:27, 28:31, 41:31, 42:38, 46:42, 52:44, 54:48, 60:53, 62:60, 72:68, 77:72, 81:79, 86:81, 90:84. UMFN: Patriek Releford 26, Teitur Örlygsson 15, Jóhannes Kristbjömsson 11, Kristinn Einarsson 10, Friðrik Ragnarsson 9, ísak Tómasson 9, Helgi Rafnsson 8, Ástþór Ingason 2. Friðrik Rúnarsson, Rúnar Jónsson. ÍBK: Falur Jóhann Harðarson 24, Sandy Anderson 16, Sigurður Ingimundarson 13, Guðjón Skúlason 12, Nökkvi Jónsson 11, Einar Einarsson 4, Albert Óskarsson 2, Ingólf- ur Haraldsson 2. Ólafur Pétursson, Hjörtur Harðarson. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. Þeir dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Um 1.300. 90 : 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.