Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 14

Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 ÁSTLEITIN LIST ________Myndlist Bragi Ásgeirsson í Listhúsinu Borg við Pósthús- stræti stendur nú og fram til 3. apríl all óvenjuleg sýning á ástleit- inni list, sem hefur hlotið nafnið „Erótík". Það má skilja þetta orð á ýmsa vegu því að til er lauflétt og saklaus ástþrungin list ekki síður en gróf, en skilin á milli ástþrunginnar listar og kláms eru einfaldlega þau, að í erótískri list leggja menn öllu meiri áherslu á listræn vinnubrögð. Listasagan greinir þannig frá ótrúlega miklu af mikilfenglegum hlutum í ástþrunginni list og_ hér stendur oft sjálf lífshrifningin að baki listsköpuninni. Það er því víðs fjarri að hér sé verið að draga fram ljótleikann við ástarlífið, enda er hér um sjálfa h'fshvötina að ræða og þá sálarorku er henni tengist. Það þarf annarlegar hvatir til að tengja lífið og lífsorkuna við ljót- leikann, enda er guðinn Eros tign- aður víða um heim með sérstökum hátíðarhöldum árlega og koma þá fram myndverk, sem á öðrum stöðum og yngri menningarskeiða kunna að vera úthrópuð sem klám. Má hér vísa til fornar menn- ingarríkja svo sem Japans og Ind- lands. Að fara að þessum atriðum með fordómum, hömlum, pukri og yfir- drifinni siðsemi hefur iðulega leitt til óheilbrigðrar þróunar og má segja að aldrei hafi verið meiri þörf á heilbrigðum og réttum skilningi á þeim en á síðustu tímum. Við getum tekið dæmi af kyn- sjúkdómum sem virðat skæðastir þar sem mesta pukrið, leyndar- dómurinn og hræsnin er yfir hlut- unum og bannað er að tala um þá. Lítum t.d. til Rúmeníu annars vegar og til héraðanna sunnan Viktoríuvatns í Afríku hins vegar. Við vitum allt um Rúmeníu, en minna vita menn um eyðnifarald- urinn sunnan Viktoríuvatns en hann er þar meiri en annars stað- ar í heiminum. Þar má segja að allir séu með öllum, en um leið eru það eins konar trúarbrögð að tala ekki um þessi mál. Læknar og mannfræðingar hafa verið að rannsaka orsakirnar undanfarin ár, en þeir standa á gati og geta einungis lagt fram ágiskanir, því að það er bókstaflega ekki hægt að fá orð upp úr fólkinu um kynlíf. Ætli að mikið og heilbrigt ástarlíf sé ekki það sem eigi hvar- vetna að vera í öndvegi? • — En þessi sýning í Listhúsinu Borg er þó ekki sett upp í neinum sérstökum tilgangi öðrum en þeim, að kynna þennan þátt í list- sköpun íslenzkra myndlistar- manna. Hann er svo sannarlega til, en í mjög misríkum mæli og má segja að enginn hafi beinlínis tekið myndefnið alfarið til með- ferðar annar en Alfreð Flóki og þá með ófresku, dulrænu ívafi. Verður það að teljast sérstaða hans í íslenzkri myndlist. En svo skal vísað til þess að flestar myndir er búa yfir lífsmögnum eru í sjálfu sér ást- þrungnar að því leyti, að þær eru sprottnar af sjálfri lífshvötinni þótt myndefnið sé ekki á neinn hátt kynþrungið. Þessi sýning hefur verið á döf- inni í nokkur ár og er hugmyndin næstum jafn gömul listhúsinu. Miðað við athygli og aðsókn virðist hún koma á réttum tíma og hefur það vakið furðu að ein- mitt sá hópur fólks, sem síst hefði mátt ætla að léti sjá sig á slíkri sýningu fyrir fáeinum árum, skuli vera hvað mest áberandi, en það eru miðaldra konur. En annars koma allir aldurshópar á sýning- una, en hvort það sé af þörf eða til að svala forvitni skal ekki full- yrt. En minnast má þess sem sagt hefur verið, að ástin og kynlífið sé eina listgreinin sem flest fólk komi til með að skilja á allri lífsleiðinni, því að líf er list og ást er máttur. — Það sem máli skiptir er að tekist hefur að koma saman sér- stæðri og óvenjulegri sýningu og þótt hún sé engin heildarúttekt á því sem gert hefur verið á þessu sviði hérlendis er hún vissulega gilt innlegg í myndræna rökræðu. Björn Erlingsson Tryggvi V. Líndal HUGMYNDIR OG ORÐ Ari Gísli Bragason Bókmenntir ErlendurJónsson Ari Gísli Bragason: í STJÖRNUMYRKRI. Reykjavík, 1989. Björn Erlingsson: SAMSPIL ORÐA-MYNDA. 64 bls. Kjölur. Reykjavík, 1989. Tryggvi V. Líndal: NÆTUR- VÖRÐURINN. 54 bls. Reykjavík, 1989. Ljóðlistin er gjarnan sjálfhverf, skáldin kafa í eigið hugardjúp þang- að sem öðrum tjóir ekki að skyggn- ast. Efi og einmanaleiki lýsir sér í ljóðum Ara Gísla Bragasonar. Ekki er þó svo að skilja að mikið beri á viðkvæmni og tilfinningasemi; slíkt hæfír ekki nú á tímum. Skáld eiga að vera dul og innhverf, eða er ekki svo? Og ungur maður verður að vera töff. Og hér er stutt ljóð sem heitir einmitt — Töffarinn, slétt og fellt: Er vegurinn endalaus spurði hún. Eg veit það ekki. Ég spila sóló, alltaf sóló. Alltaf sóló, alltaf einn. Sand- korn efans heitir annað ljóð, ör- stutt. Ætli Ari Gísli hitti ekki bein- ast í mark þar? Eins mðrg sandkorn og finnast í eyðimörkinni eru taugar mínar til efans. Ari Gísli kann að vekja kennd- ir en þarf að hyggja betur að orða- vali. Mynd 'eftir Hauk Halldórsson fylgir hveiju ljóði. Að mínum dómi hæfir myndskreyting Hauks vel efni og anda ljóðanna. Björn Erlingsson er öðruvísi. í ljóðlist hans blandast gamalt og nýtt. Hann á það líka til að sækja efni beint í hversdagslífið. Þótt hann yrki ekki hefðbundið, sem kallað er, setur hefðin eigi að síður svip á ljóð hans. Sums staðar örlar á ljóðstöfum. Orðaval og stíll sýnist og miða til að ná fram hrynjandi. Ljóð Björns eru hljóðlát. Sum ljóðin lýsa þó heitri tilfinningu, jafnvel sársauka. Hvergi verður skáldið sakað um að hreykja sér hátt. Átakaljóð eru þetta ekki. Og ekki að furða þó skáldið efist um mátt skáldskaparins, samanber ljóðið Feig orð: Orð mín um frið boða ófrið. Eru feig, fundin sek. Orð mín um sátt boða ósátt á sama hátt Slík orð þjóna engu í heimi sem þessum enda deyja þau í fæðinp. * Tryggvi V. Líndal á svo þriðju bókina sem hér verður drepið á, Næturvörðinn. Tryggvi er goð- sagnaskáld; yrkir út frá fornum minnum jafnt og nýjum, sýnist hafa gluggað í klassík en skoðar það þó með nokkrum galsa að hætti ungra. Fyrsta Ijóðið heitir Hvarf hljóm- sveitarinnar, um »stórsveit Glenns Millers«. Þá eru ljóð sem heita Arg- entína Faiklandseyjastríðsins, Chile endurheimt, Miðjumaðurinn (um forseta E1 Salvador) og Stalingrad. I síðasta ljóði bókarinnar, Uppruni Afródítu, er svo gagngert horfið til hinnar einu og sönnu og uppruna- legu fornu goðsögu. Líklega er Tryggvi ekki allur þar sem hann er séður. Sviptivinda ýmissa gætir í ljóðum hans. Ef til vill á hann eftir að finna sig betur síðar. Sú skoðun hefur lengi verið áleitin að skáld verði að slá um sig með þversögnum og hótfyndni; ann- að teljist bera vott um bamaskap. Ekki er fullljóst hvað Tryggvi er að fara í ljóðinu Um hreinskilni, en það má virðast hvort heldur er: al- vara eða hálfkæringur. Nema hvort tveggja sé. Varist hinn hreinskilna því hann er ágengur án þess að vita það. Og viti hann það er hann ennþá hættulegri því menn lifa ekki á sannleikanum einum. Og satt er það. Allt er þetta afstætt og hvert öðru háð þó hvað reki sig á annað, líka Ijóðið og skáld- ið, að ógleymdum sannleikanum sem skáldin hafa svo lengi verið að leita með takmörkuðum árangri. En kannski eru lífssannindin fólgin í þversögninni þegar öllu er á botn- inn hvolft. Ekki er ósennilegt að Tryggvi eigi eftir að sýna á sér fleiri hliðar. En þá þarf hann að hyggja að því eins og fleiri hvað á í raun og veru heima í ljóði. Heilsufar hestsins Bókmenntir Sigurjón Björnsson Helgi Sigurðsson dýralæknir: Hestaheilsa. Handbók hesta- manna um hrossasjúkdóma. Eið- faxi. Reykjavík. 1989. 182 blað- síður. Allir þeir sem hafa hesta í umsjá sinni þurfa á því að halda að vita sitthvað um ýmsa þá kvilla og sjúk- dóma sem fyrir koma hjá skjólstæð- ingum þeirra. Enda þótt íslensk hross séu að sögn ákaflega heil- brigð og laus við margt af því sem hrjáir erlend hross eru þau engu að síður viðkvæmari en margan grunar. Og vilji menn að hesturinn þeirra endist lengi þarf að mörgu að huga um meðferð og alla umönn- un. Að sjálfsögðu læra menn smám saman það nauðsynlegasta af reynslu og samskiptum við dýra- lækna, en æskilegt er þó að geta lesið sér til um það helsta sem gæta þarf að eða varast. Engin bók hefur verið rituð um hrossasjúkdóma og lækningar þeirra á íslensku nema Dýralækn- ingabók Magnúsar Einarssonar sem út kom árið 1931. Hún er sjálf- sagt í fárra höndum nú. Talsvert er að vísu um gagnlega pistla þessa efnis í tímaritum hestamanna (Hestinum okkar og Eiðfaxa), en tafsamt er að leita það efni uppi þegar á þarf að halda. Sama er að segja um allmargar bækur um þjálf- un, tamningu og fóðrun hesta, svo og járningar. Það tekur sinn tíma að finna það sem við á, enda Iíklega fæstir sem hafa heilt bókasafn inn- an seilingar. Nú hefur Helgi Sigurðsson gert hestamönnum þann greiða að semja handhæga bók um algengusíu hrossasjúkdóma, einkenni þeirra, orsakir, þegar þær eru kunnar, og meðferð. Auk þess er sitthvað fleira fyrir tekið í bók hans sem varðar umhirðu og aðbúð hrossa og varnir gegn sjúkdómum. Þetta er ekki löng bók, tæpar 200 blaðsíður í fremur stóru broti. Hún er ágætlega hönnuð. Tveir les- málsdáikur eru á síðu. Allmikið er af myndum, sem vel eru fallnar til skýringa. Hafa flestar þeirra verið teknar eða gerðar vegna þessarar bókar og hefur höfundurinn sjálfur tekið meiri hluta þeirra. í bókarlok er heimildaskrá og skrá yfir atriðis- orð, sem er vitaskuld bráðnauðsyn- legt í bók sem þessari. Bókin skiptist í rúmlega 30 kafla og greinast sumir þeirra í undir- kafla. Ég hygg að innan þessara spjalda sé fjallað um flest það sem leikmaður þarf að vita, enda ber bókin það með sér að hún er ekki rifuð af manni sem einungis hefur bókviti og námsþjálfun á að skipa heldur og langri reynslu af lækning- um hrossa og samskiptum við hross og hestamenn. Þetta gefur bókinni sérstakan blæ. Höfundur veit vel hvað helst þarf að segja og brýna fyrir mönnum og hvernig á að segja það svo að það komist vel til skila. Ég er nokkuð viss um að þegar hestamenn fara að lesa þessa bók, jafnvel þótt reyndir séu, finna þeir hér margt sem þeir vissu ekki áður og annað skýrist sem áður var óljóst. Menn eiga oft eftir að fletta upp í þessari bók þegar vanda ber að höndum. Enda er hún til þess ætluð, skráð sem handbók í undir- titli. Það finn ég helst að bókinni að hún er of stutt. En í raun er það yfirleitt einkenni góðra og áhuga- verðra bóka að lesandinn vill hafa þær lengri. E.t.v. bætist eitthvað við í seinni útgáfum, því að svo þörf bók sem þessi hlýtur að verða endurútgefin. Höfundur ritar eðlilegt og lát- laust mál, þó að „málfarsráðunaut- urinn“ sem getið er í formála hefði að ósekju mátt vera vökulli á stöku stað. Lengi hef ég alið þá von í brjósti að til þess kæmi að starfræktur yrði e.k. kvöldskóli fyrir hinn al- menna hestamann (ekki fyrst og fremst fyrir þá sem huga að frama á landsmrhotum) og þar fengist kennsla í flestu því sem varðar fóðr- un, umhirðu, þjálfun, járningar og annað sem að gagni kemur. Slíkur skóli t.a.m. frá áramótum og fram á vor, einkum ef hann er tengdur reiðnámskeiðum þar sem menn sitja eigin hesta, væri áreiðanlega mörg- um kærkominn, ekki aðeins byij- endum, heldureinnigþeim sem telja sig lengra komna. Fæ ég ekki betur séð en grundvöllur ætti að vera til slíks á jafn fjölmennu athafnasvæði og í Víðidalnum í Reykjavík. Bók Helga Sigurðssonar er kjörin kennslubók á sínu sviði í slíkum skóla. Hún verður naumast „hest- húsuð“ á mjög skömmum tíma ef gagn á að vera að, og best færi vitaskuld á því að efni hennar væri tengt annarri kennslu. 1»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.