Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
15
■ VINNUVEITENDASAM-
BAND íslands gengst fyrir rit-
gerðasamkeppni meðal framhalds-
skólanema í mennta-, fjölbrauta-
og verkmenntaskólum og öldunga-
deildum þeirra í ljósi þeirra miklu
breytinga sem nú eiga sér stað í
Evrópu. Yfirskrift ritgerðarefnisins
er: Islenskt atvinnulíf í nýrri Evr-
ópu. Markmiðið er að örva ungt
fólk til þess að gefa gaum að þeim
breytingum, sem nú eiga sér stað
og velta fyrir sér hvernig áhrif þær
muni hafa á afkomu og lífskjör á
Islandi í framtíðinni. Efnislega skal
ritgerðin fjalla um eftirfarandi þijá
undirflokka, sem þátttakendur geta
valið að skrifa um:_A) Menntun og
vinnumarkað, B) Áhrif á íslenskt
atvinnulíf, C) Nýjar atvinnugreinar.
í ritgerðinni skal leitast við að gera
grein fyrir hvaða breytingar eru að
eiga sér stað í Evrópu og ræða síðan
hugsanleg áhrif þeirra. Ritgerðin
má ekki vera lengri en 10 véiritað-
ar A4-síður, en skilafrestur er til
23. apríl næstkomandi. Dómnefnd
skipuð af framkvæmdastjórn VSÍ
mun velja þrjár bestu ritgerðirnar.
Verðlaunin eru farmiði til einhvers
áfangastaða Flugleiða í Evrópu og
30 þúsund krónur að auki. Verð-
launin verða afhent á aðalfundi
Vinnuveitendasambandsins, sem
haldinn verðu í maímánuði.
■ FRAMBOÐSLISTI Fram-
sóknarflokksins í Keflavík fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar í vor
var að undangengnu prófkjöri
ákveðinn á fundi í fulltrúaráði
Framsóknarfélaganna þann 14.
mars s.l. Listinn verður þannig skip-
aður: 1. Drífa Sigfúsdóttir bæjar-
fulltrúi, 2. Þorsteinn Árnason
skipstjóri, 3. Skúli Skúlason full-
trúi Kaupfélags Suðurnesja, 4.
Hjördís Árnadóttir félagsmála-
stjóri, 5. Friðrik Georgsson full-
trúi, 6. Karl Hermannsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, 7. Guðbjörg
Ingimundardóttir kennari, 8. Gísli
H. Jóhannsson verslunarmaður, 9.
Birgir Guðnason málarameistari
10. Eysteinn Jónsson nemi, 11.
Magnús Haraldsson skrifstofu-
stjóri, 12. Helga Guðjónsdóttir
bankastarfsmaður, 13. Vilmundur
Árnason verkstjóri, 14. Gunnar
Jóhannsson tollvörður, 15. Berg-
þóra Káradóttir húsmóðir, 16.
Jakob Sigurðsson húsasmíða-
meistari, 17. Sigurbjörg Gísla-
dóttir skrifstofumaður og 18.
Hilmar Pétursson, fyrrverandi
bæjarfulltrúi. Á fundinum var sam-
þykkt ályktun þar sem lýst var yfir
miklum áhyggjum varðandi þróun
í atvinnumálum í Keflavík og á
Suðurnesjum.
BB
■ FULLTRÚARÁÐ Alþýðu-
ilokksins í Ha&iarfírði hefur sam-
þykkt eftirfarandi framboðslista
flokksins við bæjarstjórnarkosning-
arnar 26. maí 1990. Guðmundur
Árni Stefánsson, bæjarstjóri, Jóna
Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar, Ingvar Viktorsson, bæj-
arfulltrúi, Valgerður Guðmunds-
dóttir, bæjarfulltrúi, Tryggvi
Harðarson, bæjarfulltrúi, Arni
Hjörleifsson, rafvirki, Anna
Kristín Jóhannesdóttir, kennari,
Ómar Smári Ármannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn, Eyjólfur Sæ-
mundsson, verkfræðingur, Guðjón
Sveinsson, verslunarmaður, Bryn-
hildur Skarphéðinsdóttir, banka-
starfsmaður, Erlingur Kristens-
son, skrifstofumaður, Margrét
Pálmarsdóttir, rekstrarfulltrúi,
Gísli Geirsson, fisktæknir, Klara
S. Sifurðardóttir, starfsmaður
verkakvennafélagsins Framtíðar-
innar, Þorlákur Oddsson, starfs-
maður ísal, Kristín List Malm-
berg, nemi, Ingvar Guðmunds-
son, fasteignasali, Oddgerður
Oddgeirsdóttir, íþróttakennari,
Guðrún Emilsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, Guðríður Elíasdóttir,
formaður verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar, og Þórður Þórð-
arson, fyrrverandi framfærslufull-
trúi.
Vikulegt dagflug
tillbiza
með Veröld
á frábæru verði
Þessi heillandi eyja er einstök í sinni röð. Hér sameinast á einum stað
fjölbreytilegasta mannlíf Miðjarðarhafsins og heillandi strandlíf.
Einstakur valkostur í sumarleyfinu.
Tur Palas Jet Bossa
Góður gististaður á Bossa ströndinni á
góðu verði. Fyrir 4ra manna fjölskyldu,
26. júní, í 2 vikur kostar aðeins kr.
179.600,-
Einn vinsælasti gististaðurinn á ströndinni
með frábærri aðstöðu. Fyrir 5 saman í íbúð
þann 3. júlí kostar nú aðeins kr.
53.000,-
Mikilvæg
undirstaða
-felst í þessu litla hylki
Ef líkama þinn vantar réttu bætiefnin er hætt við
að ýmislegt fari úrskeiðis. Hvernig gengur að
vakna á morgnana? Hvað með námsgetuna,
þrekið, skapið, hárið, húðina og neglurnar?
Þú getur tryggt líkamanum rétta undirstöðu með
Magnamín bætiefnahylkjunum.
Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum
og vertu tilbúin í vorverkin.
Magnamín með morgunmatnum
- treystir undirstöðuna.