Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
17
vsM??
Reitur A: Skattskyld velta, þ.m.t.
úttekt til eigin nota, sala rekstrar-
fjármuna og innborganir fyrir
afhendingu. Fjárhæöin færist án
virðisaukaskatts.
Reitur B: Undanþegin velta. Hér er
m.a. átt við útflutning, sölu dagblaða
og aðra sölu sem ber „núllskatt". Ekki
skal færa hér upplýsingar um
undanþegna starfsemi.
Reitur C: Útskattur, sá skattur sem á uppgjörs-
tímabilinu hefur fallið á skattskylda veltu,
þ.e. reiknaður útskattur af allri sölu eða
afhendingu skv. reit A.
Reitur D: Innskattur, sá skattur sem á uppgjörs-
tímabilinu hefur fallið á kaup eða eigin innflutning
á vörum eða þjónustu til nota í rekstrinum, þ.e.
aðföng sem varða sölu á vöru, vinnu eða þjónustu
skv. reitum A og B.
Reitur E: Fjárhæð til greiöslu eða
inneign. Ef útskattur, skv. reit C, er
hærri en innskattur, skv. reit D, skal
merkja við i reitinn „Til greiðslu" en
ef innskattur er hærri en útskattur
skal merkja við í reitinn „Inneign".
Athygli skal vakin á því að ef
skilafjárhæð er núll eða engin
starfsemi hefur farið fram á
tímabilinu ber samt að fylla
skýrsluna út og skila henni.
Fyrirfram áritaðir gíróseðlar
iMröisaukaskattsskýrslan er í tormi
gíróseðils. Gjaldanda ber að nota þá skýrslu sem
honum berst árituð. Berist skattskyldum aðila ekki
árituð skýrsla skal hann nálgast hana hjá skattstjóra
eða innheimtumanni í sínu umdæmi og árita hana.
Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir
og pósthús taka aðeins við skýrslum sem áritaðar
hafa verið af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna
sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til
innheimtumanns ríkissjóðs.
Hvenær á að skila skýrslu?
G jalddagi virðisaukaskatts er 5. apríl.
Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á
gjalddaga. Athygli skal vakin á því að ekki nægir að
póstleggja greiðslu á gjalddaga.
Hvar má greiða?
C
kJ kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar
útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má
skilatil banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má
greiða hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru
tollstjórinn í Reykjavík, sýslumenn og bæjarfógetar í
kaupstöðum, bæjum og sýslum, og lögreglustjórinn
á Keflavíkurflugvelli.
Inneignarskýrslur
F
Ju f innskattur er hærri en útskattur, þ.e.
gjaldandi á að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti,
skal skila skýrslunni til skattstjóra í viðkomandi
umdæmi.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRí
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA