Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
21 v
HEKLAHF
Laugavegi 170 -174 Simi 695500
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSON&CO.
Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32
Nú fást hvítu hrísgrjónin
einnig í stærri pakkningum.
vm HOmtkbA
söluskrifstofur véladeildar úr Brautarholti
í endurbætt og glæsileg húsakynni við
Laugaveg 172
A-flokkarnir og Kvennalisti
bjóða fram samciginlegan fram-
boðslista á Selfossi í bæjarsljórn-
arkosningunum. I þremur efstu
sætum eru núverandi bæjarfull-
trúar þessara flokka, þau Sigríður
Jensdóttir fulltrúi, Steingrímur
Ingvarsson umdæmisverkfræð-
ingur og Þorvarður Hjaltason
kennari.
Steingrímur Ingvarsson sagði við
Morgunblaðið, að ástæða þessa sam-
eiginlega framboðs væri sú, að þess-
ir þrír bæjarfulltrúar hefðu átt mjög
gott samstarf undanfarið kjörtímabil
og staðið sameiginlega að öllum til-
lögum. Því hefðu varla verið rök fyr-
ir öðru en að þeir gengju einnig sam-
eiginlega til kosninganna, þar sem
ekki væru horfur á öðru en sama
samstarfinu eftir þær.
Þessir þrír flokkar mynduðu upp-
haflega meirihluta í bæjarstjórn Sel-
foss ásamt Sjálfstæðisflokki, en upp
úr því samstarfi slitnaði um mitt
síðasta ár og hefur síðan ekki verið
starfandi formlegur meirihluti.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur hafa þó staðið sameiginlega
að kosningum til forseta bæjarstjórn-
ar og bæjarráðs.
Auka þarf hagkvæmni í
nýtingu auðlindarinnar í heild
Alltof mörg skip og bátar hafa
fengið rækjukvóta, sem ekki borg-
ar sig fyrir þá að nýta. Vinnslu-
stöðvar rækju voru allt of margar
um skeið og óhagkvæmt að fjölga
þeim, þegar vænta má að leyfð
verði meiri heildarveiði næstu ár
vegna styrkingar stofna og hag-
nýtingar nýrra miða.
Hagkvæmni í nýtingu úthafs-
rækju fyrir þjóðarbúið verður að
auka. í frumvarpi til laga sem nú
er til umfjöllunar á Alþingi um
stjórn fiskveiða er að finna reglur
sem má búast við að hafí í för
með sér að færri skip muni eign-
ast stærri kvóta hvert. Þannig er
að því stefnt að ná hagkvæmni á
sviði veiðanna. Á hinn bóginn er
i þessu frumvarpi ekki gert ráð
fyrir því að tengja saman veiðar
og vinnslu þannig að hagkvæmni
aukist í nýtingu auðlindarinnar í
heild. Á þetta hefur Félag rækju-
og hörpudiskframleiðenda lagt
áherslu. Félagið hefur lagt til að
ná þessari hagkvæmni með því að
úthlutað verði veiðikvóta bæði til
veiða og vinnslustöðva úthafs-
rækju, ef kvótakerfí er notað á
annað borð. Þannig yrði sú sér-
staða þessarar sjávarútvegsgrein-
ar viðurkennd að allt önnur eignar-
tengsl eru milli veiða og vinnslu
úthafsrækju en t.d. að því er varð-
ar veiðar og vinnslu botnfisks.
Slík regla mundi auka nýtingu
fjárfestingar í landi auk þess að
gera veiðarnar hagkvæmari.
Úthafsrækjumiðin eru svo til
ný auðlind og mikið hefur áunnist
í nýtingu þeirra á undanförnum
árum. Á því sviði er þó enn hægt
að auka landvinninga og hag-
kvæmni verulega. Bætt nýting
þessarar auðlindar, bæði að því
er varðar veiðarnar og vinnslu í
landi, er gott dæmi um viðfangs-
efni í sjávarútvegi, sem taka þarf
á til þess að auka raunverulegar
þjóðartekjur og bæta lífskjör í
landinu á næstu árum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags rækju- og hörpuskelBsk-
íramleiðenda.
Selfoss:
Sameig'inlegur listi ’
A-flokka og Kvennalista
CHINON GL-S AD
- Fastur fókus « Sjálfvirk filmufcersla - Sjálftakari - Alsjálfvirkt flass
■ Möguleiki á dagsetningu inn á myndir - Eins árs ábyrgð
Kynningarverð kr. 6.950.
Taska og lithium rafhlaða fylgja
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Kodak
UMBOÐIÐ