Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis: Lagt til að byggja nátt- úruhús í Vatnsmýrinni NEFND sem menntamálaráðherra skipaði síðastliðið sumar, hefur sent frá sér lokaáljt, annars vegar í formi frumvarps til Iaga um Náttúru- fræðistofnun íslands og náttúrustofur, og hins vegar skýrslu um Nátt- úruhús i Reykjavík. Frumvarpi til laga um Náttúru- fræðistofnun íslands og náttúrustof- ur er ætlað að koma í stað gildandi laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun íslands. Helstu nýmæli samkvæmt frumvarp- inu eru þau að Náttúrufræðistofnun er skilgreind sem landsstofnun og geta setur hennar verið á allt að fímm stöðum á landinu, en samkvæmt ákvæðum til bráðbirgða er þó aðeins gert ráð fyrir einu setri utan Reykjavíkur á næstu fimm árum, þ.e. á Akureyri. Heimild er til að veita náttúrustofum í kjördæmum tiltekinn fjárhagsstuðning frá ríkinu, enda falli þær undir ákvæði laganna um verkefni og stjórn. í ákvæði til bráðabirgða er kveðið á um að heim- ild verði veitt fyrir tveimur slíkum náttúrustofum innan fimm ára frá gildistöku laganna, annars vegar á Neskaupstað og hins vegar í Vest- mannaeyjum. Meðaí verkefna Náttúrufræði- stofnunar og náttúrustofa geta verið rannsóknir er tengjast umhverfis- málum og fer ráðherra umhverfís- mála með málefni sem lögin taka til. Uppbygging og rekstur náttúru- sýningasafna eru aðskilin frá rann- sóknum og verða verkefni sérstakra félaga, sem ef til vill yrðu sjálfseign- arstofnanir. í frumvarpinu er kveðið á um tengsl Náttúrufræðistofnunar við aðrar rannsóknastofnanir og samstarf hennar og náttúrustofa, og sett eru ný og fyllri ákvæði um menntunarkröfur og ráðningu deild- arstjóra og sérfræðinga Náttúru- fræðistofnunar. Samkvæmt tillögum nefndarinnar um Náttúruhús er gert ráð fyrir að eigendur þess verði ríki, Reykjavík- urborg, Háskóli íslands og ef til vill fleiri aðilar, en í húsinu verði Nátt- úrufræðistofnun íslands í Reykjavík og Náttúmsafn í nánu sambýli við rannsóknir og kennslu Háskólans á sviði líffræði og jarðfræði, auk þess sem Hið íslenska náttúrufræðifélag fengi þar inni með starfsemi sína. Þessar byggingar yrðu í Vatnsmýr- inni austan Norræna hússins, en milli þeirra og Hringbrautar yrði frið- land til að vernda fuglalíf og að- rennnsli vatns í Ijörnina. Nefndin gerir ráð fyrir að félag verði stofnað um rekstur Náttúru- safns í Reykjavík, og burðarstólpar þess yrðu Náttúrufræðistofnun fyrir hönd ríkisins, Reykjavíkurborg og Háskóli Islands, auk þess sem kann- að yrði hvort önnur sveitarfélög en Reykjavík, stofnanir, félög og fyrir- tæki vildu taka þtt í rekstrinum með hlutareign eða styrkjum. Með sýn- ingum í Náttúruhúsi yrði almenningi veitt fræðsla um íslenska náttúru og umhverfi, atvinnuvegi og rannsoknir. Beitt yrði nútímalegri safntækni og uppeldislegri miðlun við hæfi barna og fullorðinna, og tæki hönnun húss- ins og umhverfi þess mið af þessu hlutverki. Samkvæmt tillögu nefndarinnar yrði fyrsti áfangi Náttúruhúss um 5.700 fermetrar og kostaði um 550 milljónir króna, en í honum verði húsnæði Náttúrusafns um 3.300 fer- metrar, sem kosta myndi rúmar 350 milljónir króna. Húsnæði Náttúru- fræðistofnunar í fyrst áfanga er áætlað 2.400 fermetrar og' myndi kosta um 200 milljonir króna. Á móti þeirri flárfestingu losnaði 1.400 fermetra húsnæði í eigu Háskóla ís- lands og ríkis sem Náttúrufræði- stofnun hefur nú til umráð við Hiemmtorg, en nýbyggingarvirði þess er um 100-110 milljónir króna. Nefndin leggur til að menntamála- ráðherra beiti sér fyrir viðræðum mill þeirra aðila sem sterkastan áhuga hafi á Náttúruhúsi og upp- byggingu Náttúrusafns, og að þeir stofni með sér undirbúningsfélag til að vinna að framgangi þess. Náist sú samstaða sem könnunarviðræður nefndarinnar með menntamálaráð- herra, borgarstjóranum í Reykjavík og rektor Háskóla íslands í septem- ber 1989 gáfu til kynna, og Ijármagn verði tryggt, þá telur nefndin raun- hæft að Náttúruhús verði risið í októ- ber 1994 og Náttúrusafn geti tekið til starfa í ársbyijun 1995. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá fundi Samtaka fiskvinnslustöðvanna. Lengst til vinstri er formað- ur samtakanna og fiindarsljóri Arnar Sigurmundsson, þá Magnús Gunnarsson, framkvæmdasljóri SÍF og Olafur Gunnarsson, fram- kvæmdasljóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Samtök fiskvinnslustöðva: Brýn nauðsyn á mót- un fískveiðistefhu MÓTUN fiskvinnslustefiiu er yfirskrift ráðstefhu, sem haldin var á vegum Samtaka fiskvinnslustöðva. Framsögumenn voru sammála um nauðsyn mótunar slíkrar stefiiu til að koma skipulagi á gang mála og til að aðlaga sig framtíðinni og bæta afkomu innan vinnslunnar. Ekki var á fundinum samþykkt ályktun eða mótuð stefna en uppi voru raddir um frekari samvinnu fiskvinnslumanna við steftiumörkun. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá Pétri Sigurðssyni, fyrrverandi formanni Bankaráðs Landsbanka Islands. Vegna athugasemdar frá núver- andi formanni bankaráðs Lands- banka íslands, Eyjólfi K. Siguijóns- syni, í Morgunblaðinu í gær um að grundvallarmunur á rammasamningi Sverris Hermannssonar og Guðjóns B. Ólafssonar um kaup á hlutabréf- um SÍS í Samvinnubankanum og lokasamningi bankaráðsins hafi verið sá, að skv. rammasamningnum hafi átt að greiða út verulegt fjármagn, en í samningi bankaráðsins sé um algjöra skuldajöfnun að ræða, vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Hér hefur eitthvað skolast til í minni Eyjólfs K. Siguijónssonar. Frá upphafi stóð aldrei annað til af hálfu Landsbankans en skuldajöfnun og var viðsemjendum bankans, SÍS, það fullljóst enda þótt þeir legðu fram óskir um annað í upphafi. Þetta vil ég að komi fram vegna þess sérstaklega að formanni þókn- ast að láta mín getið og þessarar tillögu sem ég flutti og samþykkt var samhljóða á síðasta fundi mínum í bankaráðinu. Hafnarfirði 30. mars 1990. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SIF dró upp mynd að því, sem kynni að verða um aldamót- in. Hann taldi að þá byggjum við að fijálsum aðgangi að mörkuðum EB, heildarafli hér yrði meiri en nú, fiskeldi stóraukið, hráefniskaup er- lendis yrðu nokkur, flotinn yrði þriðj- ungi minni, öllum afla landað hér á landi, fijálst verð yrði á fiski, fisk- vinnslufyrirtæki færri og stærri, heimsmarkaður fyrir fiskafurðir stærri og vaxandi samkeppni, fisk- sölufyrirtæki_ yrðu stærri og sam- starf aukið. í Ijósi þessa yrði að ná samningum við EB, en þar til þeir samningar náist verði að tryggja íselnzkri fiskvinnslu jöfn samkeppn- isskilyrði gagnvart erlendum sam- keppnisaðilum. Móta verði nýtt verð- myndunarkerfi, endurskipuleggja flota og fiskvinnslu. Endurskipu- leggja fjármögnunarkerfið, stytta leiðina að neytendum og móta langtímastefnu svo skammtíma- hagsmunir eyðileggi ékki fyrir okk- ur. Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði, að mótun fiskvinnslustefnu byggðist meðal annars á þremur þáttum. Ákvörðunum teknum af stjórnvöldum, ákvörðunum fjármála- stofnana og ákvörðunum aðila innan vinnslunnar sjálfrar. í ákvörðunum stjómvalda yrðu að felast viðunandi rekstrarskilyrði, samningar við önn- ur lönd og efnahagsbandalög um viðskipti með sjávarafurðir og fisk- veiðistefna, sem veitti íslenzkri fisk- Engar skipakomur lengur í Borgarnes Bæjarsjóður yfirtekur skuldir hafiiarinnar Borgarnes. „STAÐA Borgarneshafnar er þannig, þrátt fyrir nýlegan viðlegu- kant og bætta leiðalýsingu inn Qörðinn, að skipakomur eru bún- ar að vera um sinn,“ segir í fundargerð Hafiiarnefndar Borg- arness. Á annað ár hafa engin skip komið til Borgarness. Það er af sem áður var þegar Borgarneshöfn var ein stærsta uppskipunar- höfn á Vesturlandi. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Nýi viðlegukanturinn í Borgarneshöfn hefur ekki verið kláraður. Aðspurður sagði Óli Jón Gunn- arsson, bæjarstjóri, að það stæði ekki til að loka eða leggja Borgar- neshöfn niður, eins og skilja mætti af fréttaflutningi. Það væri ekki ósennilegt að upp gæti kom- ið að sú atvinnugrein á staðnum sem að höfnin nýttist vel fyrir. Tekjur hafnarinnar væru litlar sem engar í dag og væri bæjar- sjóður því að yfírtaka 3,2 milljóna skuldir hafnarinnar. Höfnin yrði áfram opin og smábátahöfnin í notkun í sumar sem áður. Þegar rætt væri um endurbætur á hafn- araðstöðunni yrði að hafa það í huga að þær voru samþykktar upp úr 1970 þegar aukning var á flutningum um höfnina. Það hefði síðan tekið langan tíma að afia fjármagns til framkvæmdanna. Unnið hafi verið við gijótvörn og fyllingu viðlegukantsins um 1980 og stálþiiið hafi síðan verið rekið niður 1984. Eftir það hafi fram- kvæmdum verið að mestu hætt og yfirborð viðlegukantsins hafi aldrei verið klárað, það væri ósteypt enn í dag. En hvað varð til þess að skip hættu að koma til Borgarness? Eftir að hafa rætt þau mál við hlutaðeigandi kom í ljós að um margar ástæður er að ræða. Landleiðin styttist um rúma 30 km með Borgarfjarðarbrúnni og með bundnu slitlagi varð leiðin suður enn greiðfærari. Eimskipa- félagið bauð út flutningana land- leiðina frá Reykjavík til Borgar- ness á hráefni til verksmiðjunnar Vírnets. Með tilkomu hitaveitu hættu Borgnesingar að nota olíu til húshitunar og varð það til þess að ferðir olíuskipa lögðust af. Þegar Kaupfélag Borgfirðinga hætti rekstri fóðurblöndunar- stöðvar þegar það varð undir í samkeppni við kögglað fóður, hættu vöruflutningar að vera eins hagkvæmir, því mjölið hafði oft verið undirstaðan í vöruflutning- um til kaupfélagsins. Síðast en ekki síst hefur innsiglingin inn Borgarfjörðinn alltaf verið erfið og oft áhættusöm. Segir það eflaust sitt að flestir skipstjóranna sem komu til Borgarness höfðu með sér kunnugan lóðs. - TKÞ. vinnslu forgang að hráefni til vinnslu. Fjármálastofnanir yrðu að breyta útlánastefnu sinni og kröfum um eigið fé fyrirtækja og nýtingu ijármagns í atvinnurekstri. Þá yrði vinnslan sjálf að þróa betur vinnslu- aðferðir, ákveða markaðsstefnu og val markaðssvæða og auka tækni- þróun og vöruvöndun. Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól- afsvíkur, segir að núverandi fyrir- komulag sé óviðunandi og fyrirliggj- andi frumvarp um stjórnun fiskveiða taki ekkert tillit til fiskvinnslunar. Hann leggur til að unnið verði skipu- lega að því að á flest öllum þéttbýlis- stöðum umhverfis landið verði þokkalega sterk fyrirtæki, sem geti á hagkvæman hátt séð fyrir nægi- legri atvinnu á staðnum, en það sé hægt með samruna fyrirtækja, end- urskipulagningu og eftirgjöf skulda, sem hvort sem er séu oft tapaðar. Hráefni til vinnslu verði eftir því sem hægt er tryggt svo starfsemin geti gengið. Það verði meðal annars gert með því að 30% af kvóta verði í eigu fiskvinnslustöðva. Með því lækki verð á fiskiskipum, sem sé ekki í vitrænu samhengi við nokkurn hlut. Hættan á því að missa skip úr byggðarlögunum minnki og meiri líkur séu á því að fiskvinnslustöðvar sameinist um nýtingu kvótans. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, sagði að markmið hugsanlegr- ar fiskvinnslustefnu gætu verið að framleiða sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki með sem lægstum kostn- aði. Að tryggja að hámarksverð- mæti fáist fyrir þjóðarbúið úr þeim veiðikvóta, sem úthlutað er hveiju sinni. Að tryggja eðlilegan rekstrar- grundvöll í greininni þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegri nýsköpun og þróunarstarfsemi. Að efla mögu- leika á menntun og starfsþjálfun á hinum ýmsu sviðum fiskvinnslunnar. Að viðhalda og efla byggð á þeim stöðum, sem best liggja við fiskimið- um landsins. Loknum framsöguerindum svör- uc}u flutningsmenn fyrirspurnum. Arnar Sigurmundsson, formaður samtakanna, sagði við fundarslit að brýn þörf væri á mótun fiskveiði- stefnu og vinnslunni yrðu búin þau skilyrði að hægt væri að vinna sem mestan afla hér heima við sem bezt- ar aðstæður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.