Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 23 Gerðum það sem okk- ur var sagt að gera en þetta er allt ofreiknað, segja sjó- menn á Höfii um könnun meðal sjó- manna um að afla sé fleygt „SMÁFISKI hefur alltaf verið hent í gegnum árin, það vita allir. Slíkt er ekki allt í einu að byrja í dag“, sagði Páll Dag- bjartsson skipstjóri á Lyngey SF 61, þegar Morgunblaðið bar undir sjómenn á Höfti niðurstöður skoðunarkönnunarinnar um að 53 þúsund tonnum af fiski væri hent í sjóinn. „Hins vegar er þetta ofreikn- að. Segja má að ef þessi smáfisk- ur, sem er hent, fengi að lifa og stækka í 10-14 kílóa fisk þá mætti með tíð og tíma fá út þessi 53 þúsund tonn. Til þess að svo megi verða þarf að draga verulega úr notkun botnvörp- u'nnar svo elileg nýting komist á okkar fiskistofna,“ sagði Páll og bætti við að þessi mál væru allt- af viðkvæm. „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að fiski sé hent“, sagði Jón Sigurðsson stýrimaður á Lyngey SF. „Ég hef alla vega aldrei tekið þátt í því á þeim netabátum sem ég hef verið á. Ég hef aldrei verið á togurum og get því ekki sagt til um þá en maður hefur heyrt sögur af því að fiski sé hent á þeim og einhveijum netabátum. Sigurður Olafsson háseti á Lyngey SF sagðist hafa verið á tveimur togurum og sjálfur orðið vitni að því að smáfíski væri hent og hefði hann tekið þátt í því. „Ekki veit ég hvort það var að tilstuðlan útgerðarinnar, en við gerðum bara það sem okkur var sagt að gera, því ekki var ætlast til þess að smáfiskurinn væri hirtur. Ég get ekki gert mér grein fyrir hversu miklu magni var hent í hveijum túr, það er ekki svo þægilegt. Ég hef hins vegar aldrei 'orðið var við þetta á þeim netabátum og línubátum sem ég hef verið á“, sagði Sigurður. Kr.Ben. Sljórnarmenn Borgaraflokksins í Reykjanesi segja af sér: Fæstir flokksmenn í kjördæm- inu fylgja þeim að málum - segir Júlíus Sólnes formaður flokksins og þingmaður Reyknesinga Formaður, varaformaður og gjaldkeri framkvæmdasljórnar kjör- dæmisráðs Borgaraflokksins á Reykjanesi sögðu af sér á aðalstjórn- arfiindi Borgaraflokksins á laugardag, vegna samstarfsörðugleika við þingfiokk fiokksins. Þá hefur formaður og fleiri stjórnarmenn kjördæmisráðs flokksins á Vestfjörðum sagt sig úr flokknum. Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins og þingmaður Reyknesinga segir að fæstir flokksmenn í kjördæminu séu sammála fyrrum stjórnar- mönnum og ætli að halda áfram starfi fyrir flokkinn. Aðalstjórn Borgaraflokksins samþykkti ályktun á fundinum þar sem harmaðar eru þær deilur sem risið hafi upp innan flokksins, en þær séu nú að góðu heilli að baki. Á aðalstjórnarfundi Borgara- flokksins las Hörður Helgason for- maður framkvæmdastjórnar kjör- dæmisráðsins á Reykjanesi upp bréf, undirritað af sér, Halldóri Pálssyni varaformanni og Báru Magnúsdóttur gjaldkera, þar sem þau sögðu af sér stjórnarstörfun- um. í béfinu segir, að gætt hafí sívaxandi samstarfsörðugleika við þingflokk Borgaraflokksins, sem meðal annars felist í því að þing- menn hunsi samþykktir landsfund- ar þegar þeim henti betur persónu- lega að afgreiða mál á annan hátt en samþykktir flokksins og stefnu- skrá segi til um. Hörður Kelgason sagði á fundin- um, að almennur kjósendi liti nú orðið á Borgaraflokkinn sem læri- svein fjórflokkanna, þegar hann horfði á vinnubrögð þingflokksins. Þingmenn og ráðherrar flokksins virðist líta á þingmennsku og ráð- herradóm eins og lottóvinning og gæti þess að helst ekkert launað embætti fari út fyrir þingflokkinn nema hægt sé að semja um endur- greiðslu frá öðrum flokkum sem gjald á móti. Almennum kjósendum ofbjóði þetta háttalag og því fari fylgið af flokknum. Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins sagði við Morgunblaðið að þessi gagnrýni væri í fæstum tilvikum réttmæt og oft á misskiln- ingi byggð. „í einstaka tilvikum má auðvitað gagnrýna störf þing- flokks, og það er nú þannig í öllum flokkum að flokksmenn eru ekki alltaf sáttir við allt sem þingmenn- irnir eru að aðhafast," sagði Júlíus. • Gunnar Sigurðsson á Þingeyri hefur sagt af sérformennsku í kjör- dæmisráði Borgaraflokksins á Vestfjörðum. Júlíus Sólnes sagði að Gunnar hefði lítið sinnt málum fyrir kjördæmið heldur hafi aðrir í helstu niðurstöðum athugunar- innar er bent á að Reyðarfjörður bjóði upp á landrými fyrir álver á þremur stöðum og á tveimur þeirra, Leirum og Eyri séu skilyrði svo hagstæð að byggingarkostnaður álvers myndi lækka. Bent er á að Reyðarfjörður bjóði upp á mjög góð hafnarskilyrði, og að hafnarfram- kvæmdir yrðu ódýrar. „Reyðarfjörður býður upp á styttri siglingaleiðir til helstu hafna í Évrópu, en frá öðrum stöðum, sem álitlegir hafa þótt fyrir álver hér- lendis. Nemur þessi munur 20 - 25% í samanburði við Straumsvík," seg- þurft að gera það og hann vissi ekki betur en svo yrði áfram. Ásgeir Hannes Eiríksson alþing- ismaður tilkynnti á laugardag þátt- töku í prófkjöri Nýs vettvangs í Reykjavík. Júlíus Sólnes sagðist telja þessa ákvörðun Ásgeirs mjög misráðna. Hins vegar ætti eftir að fjalla um það á réttum vettvangi, sem er félag flokksins í Reykjavík. „En þetta allt saman sýnir að það er gífurlegt umrót í íslenskri pólitík og rennir stoðum undir þá skoðun mína að á næstu árum verð- ur mikil breyting þar á. Við erum að sjá greinileg merki þess að gamla flokkakerfíð er að stokkast upp, þótt margir hafi talið það ómögulegt," sagði Júlíus Sólnes. ir í skýrslunni. Þá er bent á að Reyðarfjörður sé skemmra frá væntanlegu raf- orkuveri en aðrir valkostir og sé ekki á eldvirku svæði. „Reyðarfjörður er ekki sérstak- lega viðkvæmur fyrir mengun, þar sem landbúnaður er orðinn sáralít- ill og mjög á undanhaldi. Gróðurfar og dýralíf er um fátt sérstakt í fírð- inum. Nýjustu álver hafa mjög full- kominn mengunarvarnabúnað og svo yrði þó væntanlega einnig í Reyðarfirði,“ segir í athuguninn. Hönnun og ráðgjöf hf á Reyðar- firði vann skýrsluna. Reyðarfjarðarhreppur vill álver: Odýr höfii og styttri sigling meðal kosta „REYÐARFJÖRÐUR býður upp á ýmsa þá kosti, sem mæla með byggingu stóriðjuvers við fjörðinn," segir í skýrslu sem Reyðarfjarð- arhreppur hefur Iátið vinna um frumathugun á staðarval stóriðjuvers. Einn með öllu. Grænsans. Ekinn 49 þús/km. Verð kr. 1.580 þús. Skipti/skuldabréf. AUDI 80 18s '88 Vínrauður. Fallegur og vel útbúinn bfll. Ekinn 45 þús/km. Verð kr. 1.420 þús. Skipti/skuldabréf. MMC PAJERO TURBO ’88 Diesel. Hvítur. Sérstakur sýning- arbíll. Sjón er sögu ríkari. Ekinn 12 þús/km. Verð kr. 2.100 þús. VW GOLF CT '89 Rauður. Topplúga. Centrallæsing- ar. Gullfallegur bíll. Ekinn 12 þús/km. Verð kr. 1.200 þús. RANGE ROVER VOUGE '88 Grásans. Ekinn 20 þús/km. Verð kr. 3.200 þús. CITROEN AX 14 TRS '87 Blágrár. Ekinn 28 þús/km. Verð kr. 470 þús. Skipti/skuldabréf. BILATORG BETRIBÍLASAUS NÓATÚN2 - SÍMI621033 SUZUKI GXI '87 Hvítur. 5 dyra. Ekinn 42 þús/km. Verð kr. 560 þús. Ath. skipti á jeppa. AMC CHEROKEE '87 Silfur. Ekinn 35 þús/km. Verð kr. 1.750 þús. Skipti/skuldabréf. SAAB 9000 '88 Turbo. Brúnsans. Ekinn 40 þús. Verð kr. 1.880 þús. Skipti og skuldabréf. ISUZU TROOPER '86 Turbo. Diesel. Rauður. Ekinn 92 þús/km. Verð kr. 1.400 þús. Skipti/ skuldabréf. Blásans. Litað gler. Læst drif. Ekinn 40 þús/km. Verð kr. 2.200 þús. Skipti á Pajero ’89, ’90. TOYOTA LANDCR. '88 Diesel. Grásans. Sjálfskiptur. Ekinn 44 þús/km. Verð kr. 2.600 þús. TOYOTA LANDCRUISER Turbo. Diesel. Grásans. Upphækk- aður. Læstur. Drif 488. Lækkaður- millikassi. 200 lítra olíutankur. Lór- •an. Sími. Ekinn 80 þús/km. Verð kr. 3.500 þús. MERCEDES BENZ 190E '89 Blásans. Sportfelgur. ABS. Glæsi- legur bíll. Verð kr. 2.600 þús. Skipti/skuldabréf. Ný sölskrá komin BILATORG BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2 - SfMI 621033 Höf um koupendur að nýlegum SAAB- Citroen- og Suboru-bílum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.