Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 27
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
27
JMtftgtntfrlftfeií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Bandalag mðar
o g frelsis
Idag, 4. apríl, er 41 ár liðið frá
því að Atlantshafsbandalagið
(NATO) var stofnað af tólf ríkjum.
Islendingar voru í hópi stofnríkj-
anna, en Bjami Benediktsson,
þáverandi utanríkisráðherra, var
í forystu þeirra sem lögðu grunn-
inn að þátttöku íslands og þeirri
stefnu sem íslendingar hafa fylgt
allar götur síðan í utanríkis- og
varnarmálum.
Markmið ríkjanna tólf, sem
síðar urðu sextán, var og er enn
að standa saman gegn utanað-
komandi ógnun alræðisvalda og
tryggja frið og frelsi í okkar
heimshluta. Með samstöðu og
samtakamætti hefur þjóðum
Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku tekist ætlunarverk sitt,
enda eru vamir landanna þannig
skipulagðar að enginn hefur lagt
til atlögu við þau. NATO hefur
þannig með réttu verið kallað
öflugasta friðarhreyfíng sam-
tímans.
Akvörðunin um aðild íslands
að Atlantshafsbandalaginu var
umdeild á sínum tíma. Kommún-
istar sem fremur vildu að Island
hallaði sér til austurs undir áhrif
Stalíns beittu öllum ráðum til að
koma í veg fyrir að landsmenn
skipuðu sér á bekk með frjálsum
þjóðum. Nokkrum dögum áður en
Bjarni Benediktsson undirritaði
Atlantshafssáttmálann fyrir ís-
lands hönd, gerðu kommúnistar
árás á Alþingishúsið. Að baki
þeirri árás bjó óskin um fyrir-
heitna landið í austri undir harð-
stjórn þess manns sem íslenskir
kommúnistar dáðu mest.
Ymsir sem höfðu tröllatrú á
hlutleysi lentu í samfylgd með
kommúnistum, en hafa nú flestir
áttað sig á þeim kalda veruleika,
að ógnarstjómir virða ekkert
nema styrk. Og nú hafa jafnvel
ítalskir kommúnistar tekið af-
stöðu með aðild ítala að NATO,
þótt félagar þeirra hér heima berji
enn höfðinu við steininn og þráist
við að horfast í augu við söguleg-
an veruleika.
Fyrir fjórum áratugum voru
skilin milli austurs og vesturs
skýr. Annars vegar var harðstjóri
og morðingi við völd, sem hafði
útþenslu og ofríki efst á blaði.
Og hins vegar voru fijálsar þjóðir
Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku. Heimsmyndin er önnur
nú enda hafa hugsjónir lýðræðis
og frelsis sigrað kommúnismann.
Miðstýrt hagkerfí kommúnista er
gjaldþrota og þjóðir Austur-Evr-
ópu hafa risið upp gegn kúgun
hugmyndafræði sem kenndi sig
við verkalýðinn. Enn er þó langt
í land að fullur sigur hafí unnist.
Eystrasaltsþjóðimar beijast fyrir
lífí sínu gegn ægivaidi Kremlar-
herra og Iýðræðislega kjörnar
stjórnir í Austur-Evrópu eiga eftir
að festa sig í sessi og leysa þau
vandamál sem kommúnistar
skildu eftir sig.
Barátta lýðræðisaflanna í
kommúnistaríkjunum hefur borið
árangur vegna kjarks og óbilandi
trúar almennings á lýðræði og
frelsi. Styrkur Atlantshafsbanda-
lagsins hefur auðveldað þessa
baráttu.
Sagan hefur fellt sinn dóm og
enginn efast um það hveijir höfðu
á réttu að standa fyrir 41 ári.
Reyndin er einnig sú að meiri
samstaða er um þátttöku íslend-
inga í varnarsamstarfi vestrænna
þjóða nú en nokkru sinni áður.
Það er enn þörf á öflugu starfi
NATO, ekki síst fyrir minnstu
aðildarríkin.
Sömu aðilar og áður hvöttu til
einhliða afvopnunar lýðræðisþjóð-
anna og reyndu eftir mætti að
gera AUantshafsbandalagið og
þátttöku íslands í starfí þess tor-
tryggilegt, eru enn við sama hey-
garðshornið. Þeim hefur ekki tek-
ist að læra af sögunni og vilja
ekki horfast í augu við staðreynd-
ir. Nú er ekki talað um einhliða
afvopnun eða úrsögn íslands úr
Atlantshafsbandalaginu, heldur
að bandalagið hafí runnið sitt
skeið á enda með breytingunum
í Austur-Evrópu. Þótt samtaka-
máttur lýðræðisþjóða hafi skilað
árangri og kommúnisminn sé á
undanhaldi eru engin rök fyrir þvi
að leggja NATO niður. Og íslend-
ingar þurfa ekki síst á sterku
Atlantshafsbandalagi að halda
meðan sovéskir kafbátar fylla
norðurhöf og ein stærsta herstöð
í heimi er þanin út á Kola-skaga.
Nýtt andlit
Gerasímovs
ILitháen birtist nú gamalkunn-
ugt andlit Kremlveija. Þeir
reyna að tryggja völd sín með
skriðdrekum og hótunum. „Við
getum leyst þetta hér. Þetta er
pkkar mál. Við þurfum ekki á
íslandi að halda til þess,“ sagði
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
Sovétstjómarinnar í Moskvu í
samtali við Morgunblaðið sem
birtist í gær. Hann vísaði til til-
mæla Litháa um að halda við-
ræðufund á íslandi með Sovét-
mönnum. Þegar hann var spurður
frekar sleit hann samtalinu með
því að skella á.
Gerasímov er einn þeirra sem
komu með Míkhaíl Gorbatsjov á
Reykjavíkurfundinn 1986. Þá var
mikið rætt um lipurð hans við
vestræna blaðamenn og hrein-
skilni í samskiptum við þá. Nú
sýnir hann á sér nýtt andlit eins
og valdhafamir í Kreml.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON
75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 95
Höfu&borgarsvæ&ib
75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 95
Landsbyggöin
Umsóknir, fjöldi iána
og framkvæmdir
Höfuðborgarsv.
Suflurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurl. vestra
Norðurl. eystra
Austurland
Suðurland
Höfuðborgarsv.
Landsbyggðin
fél.íb.* hæft*'smlðum
880 3.852 1.699
118 342 227
79 254 160
92 198 107
72 153 196
178 541 427
168 218 252
101 300 282
880 3.852 1.699
808 2.156 1.651
SAMTALS 1.688 6.008 3.350
* Umsóknir um lán í félagslega kerfinu 1990
** Lánsréttur eða lánsloforð frá Húsnæðis-
stofnun I almenna húsnæðiskerfinu
Framreikningur á
vegna
áukíns mannfjölda1
(meðaltöl á ári 1990-1995)
Með innan- Án
landsflutningum ftutninga
Höfuðborgarsv.
Suðurnes
Vesturland
Vestfirðir
Norðurl. vestra
Norðuri. eystra
Austuriand
Suðurland
Höfuðborgarsv.
Landsbyggðin
1.240
88
2
0
0
76
26
25
1.240
216
759
105
85
59
51
150
79
119
759
648
SAMTALS 1.457 1.407
* Útreikningur fyrir svæðin í heild án tillits til
sérstakra aðstæðna f einstökum byggðarlögum
Fjöldi nýbygginga og fólksfjöldabreytingar á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.
Er Byggingarsjóður verka-
manna að breytast í byggðaqóð?
HVAÐA tilgangi þjónar svonefnt félagslegt húsnæðiskerfi? Ætla mætti
að svarið vefðist ekki fyrir mönnum þar sem yfirleitt hefur verið litið svo
á að félagslega kerfið sé til þess að hjálpa efnalitlu fólki að koma sér
upp íbúð. Nú eru ýmis teikn á lofti um að þetta sé að breytast og að
hið félagslega kerfi sé farið að þjóna að nokkru leyti öðrum markmið-
um. Helstu vísbendingarnar eru annars vegar ákvæði um breytt hlut-
verk Byggingarsjóðs verkamanna í nýju frumvarpi um félagslega íbúða-
kerfið, hins vegar að svo virðist sem fyrirhugaðar lánveitingar til félags-
legra íbúða utan höfiiðborgarsvæðisins fari fram úr nýbyggingarþörf-
inni, sem er 216 íbúðir á ári samkvæmt útreikningum Byggðastofnunar.
Er félagslega húsnæðiskerfið kannski orðið eins konar byggðasjóður til
að ná markmiðum einhverrar byggðastefnu og orðið hluti af reglugerða-
hagkerfinu á landsbyggðinni, sem Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfslæð-
isflokksins kallaði svo á dögunum?
1 frumvarpi til laga um breytingu
á lögum um Húsnæðisstofnun ríkis-
ins, sem nú er til meðferðar Alþing-.
is, er boðuð grundvallarbreyting á
hlutverki Byggingarsjóðsins.
I núgildandi lögum, nr. 51 frá
1980, segir svo: „Hlutverk Bygging-
arsjóðs verkamanna er að annast
lánveitingar til félagslegra íbúða-
bygginga, með það að markmiði að
bæta úr húsnæðisþörf láglauna-
fólks.“ (Leturbr. hér.)
í frumvarpinu sem nú er til um-
ræðu á Alþingi segir: „Hlutverk
Byggingarsjóðs verkamanna er að
annast lánveitingar til félagslegra
íbúða með það að markmiði að bæta
úr húsnæðisþörf þess fólks sem
þarfnast til þess sérstakrar fyrir-
greiðslu." (Leturbr. hér.)
Lagaákvæðið er skýrt: Byggingar-
sjóður verkamanna, þar með félags-
lega íbúðalánakerfið, á að hjálpa lág-
launafólki að eignast húsnæði, fólki
sem ekki getur keypt íbúð á almenn-
um markaði.
Frumvarpsákvæðið er hægt að
skilja á ýmsa vegu. Hveijir þarfnast
sérstakrar fyrirgreiðslu og hveijir
ekki? Þetta gefur möguleika á að
túlka ákvæðið þannig, að ákveðnir
hópar, jafnvel heil byggðarlög,
þarfnist sérstakrar fyrirgreiðslu, þótt
af öðrum ástæðum sé en lágum laun-
um.
Skýrsla Byggðastofnunar
’ Byggðastofnun hefuf tekið saman
skýrslu um þörf fyrir íbúðir og fé-
lagslegar íbúðir á næstu fimm árum.
Niðurstöður skýrslunnar byggjast á
framreikningi mannfjölda- og
byggðaþróunar undanfarin þijú ár.
Skýrslan hefur verið afhent hús-
næðismálastjóm og félagsmálaráðu-
neyti, enda unnin að þeirra beiðni
og ætlunin að hafa hana til hliðsjón-
ar við úthlutun lána til félagslegra
íbúða, sem væntanlega verður ákveð-
in fljótlega.
Byggðastofnun metur nýbygg-
ingaþörf á landinu öllu vera 1.400-
1.500 íbúðir á ári næstu fimm árin.
Skipting mílli einstakra landshluta
sést á meðfylgjandi mynd. Þar sést
einnig mat stofnunarinnar miðað við
enga byggðaröskun, það er án flutn-
inga.
Fyrri hluta síðasta áratugar var
nánast helmingur nýbygginga á
landsbyggðinni, það hlutfall hefur
lækkað í um fjórðung nú síðustu ár
og samkvæmt þessum spám lækkar
það enn niður í sjöunda til áttunda
hluta.
Þegar tekið er tillit til langtíma-
spár um búferlaflutninga og mann-
fjöldaþróun, vaknar spuming um
hvort 216 íbúðir á landsbyggðinni
sé jafnvel allt of mikið? Áætlað hefur
verið að á höfuðborgarsvæðinu muni
fjölga um 50 þúsund manns á næstu
20 árum, á sama tíma fækki á lands-
byggðinni um 10 þúsund. Ef fólkinu
fækkar, hvers vegna þarf þá að
byggja meira? Á því geta vissulega
verið skýringar.
Á landinu em nú um 9.400 íbúðar-
hús sem flokkast undir eldra hús-
næði, það er 60 ára og eldra. Tals-
verðan hluta þessa húsnæðis þarf
að rífa á næstu árum og úrelda þann-
ig. Einhvern hluta er vert að endur-
byggja og eitthvað þarf ekki mikillar
aðhlynningar við. Byggðastofnun
áætlar að árleg nýbyggingarþörf
vegna endurnýjunar eldra húsnæðis
sé 40 til 50 íbúðir. Meginhluti þess-
ara eldri íbúða er á landsbyggðinni,
einkum í kaupstöðum sem byggðust
ört um og upp úr síðustu aldamótum.
Þótt íbúum á landsbyggðinni
fækki, þarf það ekki alltaf að leiða
til þess að íbúðarhúsnæði losni og
bjóðist á markaði. Hugsanlega mun
einhver hluti brottfluttra halda eign-
arhaldi sínu áfram og nota húsnæðið
sem sumarbústað.
Þá er enn eitt sem veldur að ekki
er einhlítt að nýbyggingarþörf hverfí
þótt íbúum fækki. Húsnæði ér stað-
bundið, í flestum tilvikum er erfitt
eða útilokað að flytja það úr stað.
Þess vegna getur vel hent, að mikið
framboð verði af íbúðum á einum
stað, en skortur á öðmm, þar sem
atvinnulíf er í uppbyggingu og fólks-
fjölgun. Þetta þýðir, að þótt lands-
meðaltal segi að nýbyggingarþörfin
sé 216 íbúðir getur samanlögð þörf
einstakra staða farið fram úr þeirri
tölu. Það þýðir þá jafnframt að ónot-
uðum, auðum íbúðum fjölgar. Á
landsvísu yrði þar af leiðandi um
offjárfestingu að ræða í íbúðum.
Hver á að meta hvar þarf að
byggja? Heimamenn á hveijum stað
meta hvað þeir telja þurfa af viðbót-
arhúsnæði og annaðhvort byggir
Lánveitingar Húsnæðisstofnunar
1980-1989, (byggingarlán)
Verðlag 1989
□ Byggingarsj. verkamanna
M Byggingarsj. ríkisins
6000
millj. kr
n
■■■ ■~J I
A
| 81 l 82 | 83 | 84 | 85 | 86 | 87 | 88 |
5000
4000
3000
•2000
1000
89
MbUKS
hver og einn á eigin ábyrgð eða sveit-
arfélagið gengst fyrir íbúðabygging-
um. Þar kemur að þætti félagslega
kerfisins. Sveitarfélögin sækja um
lán úr Byggingarsjóði verkamanna
(lán til kaupleiguíbúða eru enn í
Bygg'ngarsjóði ríkisins) og hús-
næðismálastjóm leggst undir feld og
metur hveijum skal lánað og hve
mikið.
Áætlanir langt umfram þörf
Umsóknir til húsnæðismálastjóm-
ar um lán til félagslegra íbúða, sem
veitt verða á þessu ári, eru 1.688,
samkvæmt skýrslu Byggðastofnun-
ar. Þar af eru um 48% af landsbyggð-
inni, eða 808 umsóknir. Það nálgast
að vera fjórföld framreiknuð þörf.
Fyrir húsnæðismálastjóm liggur
tillaga um að lána til um 800 félags-
legra íbúða. Sé skiptingin á milli
höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
svipuð og í fyrra, þýðir það að lánað
verður til 250-300 félagslegra íbúða
utan Reykjavíkur og Reykjaness.
Verði sú niðurstaðan, fer félagslega
íbúðalánakerfið eitt og sér fram úr
heildarþörf fyrir nýbyggingar á
landsbyggðinni.
Þá er eftir að telja þær íbúðir, sem
byggðar verða utan við félagslega
kerfið. í skýrslu Byggðastofnunar
er áætlað að vænta megi 273 ný-
byggðra íbúða á ári í almenna kerf-
inu á landsbyggðinni, 655 á höfuð-
borgarsvæðinu. Gangi þetta eftir,
þýðir það að vænta megi 520-570
nýrra íbúða á ári utan höfuðborgar-
svæðisins, á sama tíma og þörfin
reiknast vera 216 íbúðir. Verði lánað
í svipuðu hlutfalli milli landshluta og
í fyrra verður um þriðjungi af heild-
arþörf í Reykjavík svarað með félags-
legum íbúðum.
Verði lánað til 800 félagslegra
íbúða er þar með svarað nærri 60%
af heildarþörf fyrir nýbyggingar á
landinu öllu. I lögum, og í fmm-
varpi, er sett það markmið að stefnt
skuli að því, að félagslegar íbúðir
svari þriðjungi þarfar fyrir húsnæði.
Gangi þær áætlanir manna eftir,
sem koma fram í umsóknum um
húsnæðislán og þegar byijuðum
framkvæmdum, stefnir reyndar í að
enn lengra verði farið fram úr hinni
framreiknuðu þörf á landsbyggðinni
heldur en hér hefur verið lýst. Þar
er nú í smíðum 1.651 íbúð. Að auki
hefur verið sótt um lán til 808 félags-
legra íbúða og lánsloforð og lánshæf-
ar umsóknir í almenna íbúðalána-
kerfinu, til nýbygginga, eru saman-
lagt 2.156. Það þýðir að þegar em
hafnar framkvæmdir við og áætlað
að hefja framkvæmdir við 4.615
íbúðir. Þótt gert sé ríflega ráð fyrir
ónákvæmni í framreiknaðri þörf og
hún tvöfölduð, þá stefnir engu að
síður í að byggt verði umfram þörf
svo að nemur á þriðja þúsund íbúðum
utan höfuðborgarsvæðisins næstu
fimm árin.
Hættuleg þróun
Hvers vegna er þá sótt svo mikið
í að byggja félagslegar íbúðir, ef
ekki er þörf fyrir allar þessar bygg-
ingar? I skýrslu Byggðastofnunar
segir: „Nokkuð hefur borið á því sjón-
armiði að bygging félagslegra íbúða
sé réttlætanleg til að tryggja næga
byggingarvinnu á hveijum stað þótt
ekki sé víst að íbúðimar gangi út
. strax. Þetta sjónarmið getur átt rétt
á sér til að draga úr skammtíma
sveiflum í atvinnulífi ef tryggt er að
nægileg eftirspurn skapist eftir íbúð-
unum þegar samdráttarskeiðinu iýk-
ur. Bygging íbúðabygginga er hins
vegar varla rétta leiðin til þess að
stöðva langvarandi fólksfækkun á
einstökum stöðum. Offramboð á hús-
næði veldur verðfalli og eignatapi
sem getur hvatt til enn meiri fólks-
flótta frá viðkomandi byggðarlagi.
íbúðarbyggingar verða að eiga sér
forsendur í íbúafjölgun og þróttmiklu
atvinnulífi."
Þar segir ennfremur: „Það er
mörgum áhyggjuefni hversu mjög
hefur dregið úr fjölgun fólks og
byggingu íbúðarhúsnæðis á vegum
einstaklinga á landsbyggðinni. Virð-
ist svo sem kaupleiguíbúðir séu að
verða eini möguleikinn til þess að
einstaklingar vilji leggja eigið fé í
húsnæði á mörgum þéttbýlisstöðum
á landsbyggðinni. Ef of langt er
gengið í að verða við óskum um
byggingu félagslegra íbúða getur
það haft í för með sér mikla erfið-
leika fyrir þá sem selja vilja eigið
húsnæði á fámennum stöðum. Því
er ljóst að vandrataður er sá meðal-
vegur þarna á milli sem allir geta
sætt sig við. Á hinn bóginn er ljóst
að jafnvel þótt atvinna sé fyrir hendi
í dreifbýli og fámennum byggða-
kjömum er ekki hægt að reikna með
því að einstaklingar taki þá einir þá
áhættu sem felst í byggingu eigin
húsnæðis á slíkum stöðum. Almenna
kaupleigukerfið er vafalítið skásta
lausnin á þessu vandamáli."
Þama bendir Byggðastofnun á
það berum orðum, að félagslega
íbúðakerfið geti þjónað til þess að
leysa byggðavandann svonefnda. Og,
þróunin undanfarin ár bendir til að
þetta lánakerfi hafí í ríkari mæli
verið notað til þess og að það verði
í enn ríkari mæli gert á komandi
tímum. Breytingin á lagagreininni
um hlutverk Byggingarsjóðs verka-
manna yrði þá einungis staðfesting
og lögheimilun þess.
Af framansögðu má ráða, að fé-
lagslega íbúðakerfið þjónar í raun
tvíþættu hlutverki í dag. Annars veg-
ar að hjálpa efnalitlu fólki að kom-
ast yfír íbúð, hins vegar að spoma
gegn byggðaröskun og eyða þeirri
áhættu sem felst í að kaupa hús-
næði á landsbyggðinni. Þar þjónar
þetta kerfí því sem vitnað var til hér
í upphafi, reglugerðahagkerfínu á
landsbyggðinni.
Afleiðingar þessa verða ekki ljós-
lega fyrir séðar, en hættumar em
augljósar. í fyrsta lagi offjárfesting
í íbúðarhúsnæði, sú offjárfesting
fjármögnuð með ríkisframlögum til
niðurgreiðslu lána, í öðm lagi að
sveitarfélög ofgeri sér með fjárskuld-
bindingum, þar sem þau em skuld-
bundin til að kaupa íbúðimar af þeim
sem vilja selja, í þriðja lagi að verð-
fall verði á íbúðum í viðkomandi
byggðarlögum vegna offramboðs. í
lögunum er ákvæði, sem getur dreg-
ið úr neikvæðum áhrifum. Heimilt
er að kaupleiguíbúðir séu keyptar, í
stað þess að byggja nýtt. Um það
segir í skýrslu Byggðastofnunar:
„Þetta er mjög mikilvægt ákvæði.
Ef því verður beitt er hægt að draga
úr misræmi sem fyrirsjáanlegt er á
milli fjölda umsókna um lán fyrir
kaupleiguíbúðir og nýbyggingarþarf-
ar í einstökum landshlutum."
Hver framvindan verður og hvort
áfram heldur sem stefnir ræðst af
ákvörðunum Alþingis þegar það fjall-
ar um lagafrumvarpið um félagslega
húsnæðiskerfið, sem og af ákvörðun-
um húsnæðismálastjórnar um lán-
veitingar. Þessar stofnanir hafa
ákvörðunarvaldið, stefnumótunin er
í þeirra valdi og - ábyrgðin.
Heilsugæzlustöðin í Efra- Breið-
holti.
Á innfelldu myndinni afliendir
Davíð Oddsson borgarstjóri Leif
N Dungal yfirlækni stöðina.
1 jjWWSOWWWMSÍ
Reykjavík:
Heilsug’æslustöðin í efra
Breiðholti fær nýtt húsnæði
Heildarkostnaður
um 160 milljónir
Börn úrTónskóla Sigursveins D Kristinssonar léku fyrir gesti í gær.
HEILSUGÆSLUSTÓÐ fyrir efra
Breiðholt að Hraunbergi 6, var
formlega opnuð í gær en stöðin
mun taka til starfa á næstu vik-
um. Stöðin hefur verið í bráða-
birgahúsnæði við Asparfell 12 í
rúm tólf ár. Heildarkostnaður við
byggingu hússins verður 124
milljónir króna í árslok 1990.
Húsgögn, búnaður og tæki kosta
um 26 milljónir króna og áætlað-
ur kostnaður vegna lóðafram-
kvæmda er 10 miiljónir króna.
Með tilkomu nýju stöðvarinnar
verður mögulegt að efla og bæta
þjónustuna og er gert ráð fyrir að
sex læknar geti starfað við stöðina.
Að sögn Katrínar Fjeldsted form-
anns heilbrigðisráðs og byggingar-
nefndar, gefst þar með tækifæri til
að þjóna öllu hverfinu auk þess sem
húsnæðið nýtist betur. Þá má nefna
möguleika á að auka ungbarna- og
mæðravemd og hægt verður að
taka upp vaktþjónustu á kvöldin
og um helgar en í nýlegri könnun
sem gerð var á heilsugæslustöðinni
kom í ljós að mikill áhugi var fyrir
þessari þjónustu. Auka má tengsl
heilsugæslustöðvarinnar við skóla
hverfísins með tilliti til fyrirbyggj-
andi heilsuverndar og auka þjón-
ustu við heimahjúkmn aldraða í
hverfinu.
Starfsemi nýju stöðvarinnar
verður með svipuðu sniði og í
Asparfelli en aðstaða til smáað-
gerða og til móttöku smáslysa verð-
- ur mun betri en áður. Rannsóknar-
stofa verður á stöðinni og mun
meinatæknir framkvæma algeng-
ustu blóð- og þvagrannsóknir. Af
nýjum tækjum má nefna eymasmá-
sjá, tæki til vörtufrystingar og full-
komið hjartalínurit.
Við heilsugæslustöðina starfa nú
fimm heimilislæknar, þar af em
fjórir fastráðnir og er Leifur N.
Dungal yfirlæknir. Sjö hjúkruna-
rfræðingar skipta með sér 5,8 stöð-
um óg einn sjúkraliði er í hálfri
stöðu. Fjórir læknaritarar skipta
með sér tveimur stöðum og þrír
móttökuritarar em í rúmri einni og
hálfri stöðu. Tveir meinatæknar
skipta með sér hálfri stöðu.
Byggingaframkvæmdir hófust í
nóvember 1985 og í mars árið 1988
var lokaáfanginn boðinn út. Húsið
er 808 fermetrar á einni hæð auk
kjallara, sem er 272 fermetrar fyrir
geymslur og loftræstibúnað. Á aðal-
hæð er gengið inn vestan við húsið,
frá torginu norðan við menningar-
miðstöðina Gerðuberg. Hönnuðir
hússins em arkitektamir Ormar
Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall
og Verkfræðistofan Önn sf. sá um
burðarþol, hita- vatns- og skólp-
lagnir og loftræstilagnir. Verk-
fræðistofan Rafteikning hf. sá um
raflagnir og Einar E. Sæmundssen
sá um hönnun lóðar. Byggingadeild
borgarverkfræðings hafði umsjón
með hönnun, gerð útboðsgagna og
byggingastjórnun.
Nánast
alsnjóa á
landinu
Ljósmynd þessi var tekin úr veður-
tungli í 800-900 km hæð kl. 8.54
í- gærmorgun, og á henni sést að
nánast er alsnjóa á landinu nema
á söndunum við SA-ströndina. Þeg-
ar myndin var tekin var hæðar-
hryggur yfir íslandi, þannig að
heiðríkja var yfir landinu öllu, en
að sögn Markúsar Á. Einarssonar
veðurfræðings er það ekki algengt
og stendur sjaldan lengi.