Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
■ LISTI Sjálfstæðisflokksins
fyrir bæjarstjórnarkosningar á
Húsavík var ákveðinn á fimmtu-
dagskvöld. Tillaga kom frá uppstill-
ingarnefnd um skipan listans sem
samþykkt var á almennum félags-
r* fundi. Þorvaldur Vestmann
Magnússon, forseti bæjarstjórnar,
skipar áfram fyrsta sæti listans.
Lista Sjálfstæðisflokksins skipa eft-
irfarandi einstaklingar: 1. Þorvald-
ur Vestmann Magnússon, forseti
bæjarstjórnar, 2. Ólafur Börkur
Þorvaldsson, sýslufulltrúi, 3.
Þórður Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri, 4. Margrét Hannes-
dóttir, hjúkrunarfræðingur, 5.
Arni Grétar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, 6. Frímann Sveins-
son, matreiðslumeistari, 7. Stefán
Guðmundsson, sjómaður, 8. Helga
Kristjánsdóttir, húsmóðir, 9. Ása
Kr. Jónsdóttir, skrifstofumaður,
10. Sigtryggur Heiðar Dag-
bjartsson, 11. Jón Helgi Gestsson,
12. Árni Haraldsson, 13. Sigurð-
ur Þrastarson, 14. Arnar Sig-
urðsson, 15. Jóhann Kr. Jónsson,
16. Hörður Þórhallsson, 17. Ing-
var Þórarinsson og 18. Katrín
Eymundsdóttir.
Sigurvegarar í tölti á þriðja stigamóti Geysis í Rangárvallasýslu.
Talið frá hægri: Jón Jónsson á Gusti, Leifur Helgason á Silfurblesu,
Unn Kroghen á Imbu, Krisljón Kristjánsson á Hnokka, Rut Stefáns-
dóttir á Svertu, Sigurður Sæmundsson á Nasa, Borghildur Kristins-
dóttir á Trommu, Rútur Pétursson á Gusti og Man'olyn Tiepen á Snúð.
■ STÓÐHESTURINN Gustur
frá Vindási og hryssurnar Silfiir-
blesa frá Svaðastöðum og Sverta
frá Stokkhólma eru efst að stigum
í tölti eftir þijú mót á Vetrarmóti
hestamannafélagsins Geysis í
Rangárvallasýslu. Gustur hefur
28 stig, Silfurblesa 27 og Sverta
18. Á þriðja stigamóti Geysis sem
fram fór á laugardaginn sigraði
Gustur frá Vindási. Eigandi hests-
ins er Jón Þorvarðarson í Vind-
ási, knapi Jón Jónsson. Silfur-
blesa frá Svaðastöðum varð önn-
ur, knapi Leifur Helgason, en eig-
endur Ánders og Lars Hansen á
Árbakka. í þriðja sæti varð Imba
frá Tjaldhólum, knapi Unn Krog-
hen, eigandi Ingibjörg Ottesen.
Hnokki frá Voðmúlastöðum varð
Ijórði, eigandi og knapi Kristjón
Kristjánsson, Hellu. Sverta frá
Stokkhólma varð fimmta, knapi í
forkeppni var Leifur Helgason, en
Rut Stefánsdóttir í úrslitum. Eig-
endur eru Lars og Anders Hansen
á Árbakka. Nasi frá Hala varð
sjötti, knapi í forkeppni Borghildur
■ FUNDUR fulltrúa kvenna-
deildar Slysavarnafélags íslands
sem haldinn var fyrir skömmu bein-
ir því eindregið til stjórnvalda að
virðisaukaskattur verði felldur nið-
ur af öryggis- og björgunarbúnaði.
I ályktun fundar fulltrúa kvenna-
deildar Slysavarnafélags íslands
er því beint til stjórnvalda að fella
niður virðisaukaskatt af öryggis-
og björgunarbúnaði ýmiss konar.
„Er hér einkum átt við flotbúninga
sem sjómenn geta notað við vinnu
sína, en eins og dæmi sanna hafa
slíkir búningar ráðið úrslitum um
björgun mannslífa," segir í ályktun-
inni. Jafnframt beinir fundurinn því
til stjórnar SVFÍ að fylgja þessu
máli eftir.
■ FRAMBOÐSLISTI Alþýðu-
bandalagsins vegna bæjarstjórn-
arkosninga í Hafnaríírði 26. maí
nk. Samþykktur einróma á félags-
fundi 20. mars síðastliðinn. 1.
Magnús Jón Árnason, formaður
bæjarráðs, 2. Ingibjörg Jónsdótt-
Kristinsdóttir, en Sigurður Sæ-
mundsson í úrslitum, eigandi
Markús Ársælsson, Hákoti.
Tromma frá Skarði varð sjöunda,
eigandi og knapi Borghildur Krist-
insdóttir, Skarði. Gustur frá
Skíðbakka varð áttundi, eigandi
Guðbjörg Albertsdóttir, knapi
Rútur Pétursson. Snúður frá
Skarði varð níundi, eigandi Krist-
inn Guðnason, knapi Maijolyn
Tiepen. Smáhildur frá Skarði
varð tíunda, eigandi Guðni Krist-
insson, en knapi Unn Kroghen. I
skeiði sigraði Sigurður Sæmunds-
son á Dagfara, Maijolyn Tiepen
varð önnur á Snúð og Birgir Sig-
urðsson þriðji á Sleipni. I tölti
barna varð Halldór Guðjónsson
efstur á Rauðskegg, Sigríður
Kristinsdóttir önnur á Framtíð,
Rafti Bergsson þriðji á Funa,
Fannar Bergsson fjórði á Þrym
og Helgi Guðmundsson fimmti á
Berki. Næsta stigamót Geysis
verður haldið laugardaginn 19.
apríl.
ir, félagsfræðingur, 3. Lúðvík
Geirsson, blaðamaður, 4. Guðrún
Árnadóttir, _ forstöðumaður, 5.
Hólmfríður Árnadóttir, talkenn-
ari, 6. Svavar Geirsson, trésmiður,
7. Þórelfur Jónsdóttir, dagvistar-
fulltrúi, Sólveig Brynja Grétars-
dóttir, bankamaður, 9. Bergþór
Halldórsson, yfirverkfræðingur,
10. Símon Jón Jóhannsson, fram-
haldsskólakennari, 11. Hersir
Gíslason, nemi, Hulda Runólfs-
dóttir, fyrrv. kennari, 13. Soffia
Vilbergsdóttir, starfsstúlka, 14.
Sigríður Bjarnadóttir, baðvörður,
15. Jón Rósant Þórarinsson, sjó-
maður, 16. Björn Guðmundsson,
trésmiður, 17. Sigurbjörg Sveins-
dóttir, baðvörður, 18. ína Illuga-
dóttir, framhaldsskólakennari, 19.
Sigrún Guðjónsdóttir, myndlistar-
maður, 20. Bergljót Soffia Kristj-
ánsdóttir, bókmenntafræðingur,
21. Bragi V. Björnsson, verslunar-
maður, 22. Þorbjörg Samúels-
dóttir, verkakona.
ígildar freistingar
í nýjum umbúðum!
Þó að flatkökurnar okkar hafi nú fengið nýjan og
veglegri búning, þá eru þær enn sömu ljúfmetiskökurnar
Láttu freistast og nældu þér í fyrirtaks snæðing
frá Ömmubakstri
BAKARIFRIÐRIKS HARALDSSONAR SF. KARSNESBRAUT 96, KOPAVOGI