Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 STJÖRNUSPÁ efíir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú gerir brátt mikiivæga samn- inga sem snerta fjármál. Vertu því vel á verði gagnvart hæpnum tillögum. Vinur þinn reynir á taugar þínar, en að öðru leyti leikur allt í lyndi hjá þér. Naut (20. april - 20. maí) Sjálfstraust þitt vex á næstunni og þú hræðist ekki að tjá skoðan- ir þínar. Treystu varlega orðrómi sem berst þér til eyrna. Láttu Qölskyldu þina ganga fyrir í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júnQ 4» Fjármálatillaga sem iögð er fyrir þig í dag er í besta falli vafasöm. Taktu þátt í félagsstarfi, en forð- astu heitar rökræður um hug- myndafræðileg efni. Þú þarft á þolinmæði að halda i vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS6 Helltu þér ekki út í viðskipti að svo stöddu. Þér bjóðast ýmis tækifæri áður en langt um líður. Peningar geta valdið sundurlyndi í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Mikilvægar viðræður fara bráð- lega fram, en þú getur átt í erfið- leikum með að einbeita þér i dag vegna dagdrauma. Mættu maka þínum á miðri leið í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú leitar til nýs ráðgjafa bráðum. Taktu enga fjárhagslega áhættu í dag. Kannaðu málin niður í kjöl- inn áður en þú tekur ákvörðun. Gættu skapsmuna þinna í kvöld. V0g ^ (23. sept. - 22. október) Nýtt verkefni sem þér er falið heillar þig. Vinum þínum og fiöl- skyldu semur ekki í dag. Farðu á stefnumót í kvöld, en forðastu að ienda i rifrildi. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Dj0 Þér miðar vel áfram í vinnunni í dag, en ýmsar uppákomur gera þó vart við sig. Þú verður að hafa tímaskynið vakandi í dag og ef til vili er nauðsynlegt að gera málamiðlanir. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) & Þú ættir ekki að taka neina Qár- hagslega áhættu i dag. Láttu áhugamálin ganga fyrir, en forð- astu tilhneigingu til sjálfsréttlæt- ingar. Lifðu lífinu lifandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Ijármálin virðast flókin í dag og þér hættir til að deila um peninga við annað fólk. í kvöld áttu erfitt með að skilja einhvem úr §öl- skyldunni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú tekur á næstunni mikilvæga ákvörðun sem varðar heimilið. Orðrómur og gróusögur ganga ljósum logum í dag. Vertu hóg- vær heima fyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vinur þinn er loðinn ef ekki _ beinlínis villandi í tilsvörum í dag. Þú átt von á fjárhagsiegum ávinningi, en viðræður sem þú tekur þátt í um þessar mundir geta orðið flóknar. Forðastu of- þreytu. - AFMÆLISBARNIÐ er þolimóð- ara en fólk í þessu stjömumerki er almennt. Þó að það sé fljót- fært stöku sinnum, hefur það sjáifsaga og getur unnið vel sé áhugi fyrir hendi. Það veit ævin- lega hvað það vill og er fúst að ieggja mikið á sig til að öðlast það. Það hefur bæði stjórnunar- og kennarahæfileika. Það er metnaðargjamt og hefur til að bera nógu sterkan vilja til að ná iangt. Stjörnuspána á aö lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staöreynda. DÝRAGLENS GRETTIR r eghef 3ETRA ApGEKfi MAGfiNUM 6/25TTIJ?, EG ER EKKI i SKAP\ , ^ TIL AOKLbKA péRfí E|NS OG GEKA WlB> RIFNU SlcyRTUNA ÞtSIA Ég heyrði hvað kennarinn sagði. Ég varð upp með mér, Magga ... Hún sagði að ritgerðin þín hljóðaði eins og þú hefðir skrifað hana í skólabílnum. ACTUALLV, I WR0TEIT AFTER. I 60T0FFTHE BU5,ANP U0A5 UUALKIN6 UP THE 5TAIR5 INTO 5CMOOL. ”ZT Satt að segja skrifaði ég hana eftir að ég fór út úr bílnum og var að ganga upp skólatröppurnar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Viss þekking í líkingarfræði er hjálpleg í spilum eins og þess- um: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ K4 VDG10 ♦ K8754 *G32 Vestur Austur ♦ D103 ♦ G8 ¥K92 II ♦ 8653 ♦ 1092 ♦ G63 ♦ KD104 Suður ♦ Á987 ♦ A97652 VÁ74 ♦ ÁD ♦ 65 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: laufkóngur. Vörnin spilar laufi þrisvar og suður trompar. Spaðinn verður að liggja 3-2, en síðan getur sagnhafi valið á milli þess að svína fyrir hjartakóng, eða spila tígli í þeirri von að liturinn brotni 3-3. Þá getur hann losnað við tvö hjörtu heima. Nú segir líkindafræðin að litur brotni ekki 3-3 nema í um það bil 35% tilfella. En fyrirframlík- ur á því að svíning heppnist eru auðvitað klippt og skorið 50%. Þar með ætti svíning að gefa meiri vinningsvon. Ef tölva stjórnaði spilum sagnhafa myndi því svíningin verða fyrir valinu. En í raun- veruleikanum, þar sem menn af holdi og blóði eiga í hlut, kemur sáifræðin inn í myndina. Suður getur kannað tígulleguna með því einu að spila tíguldrottningu í þriðja slag. Blindur er fátækur af innkomum og því er sennilegt að AV sýni rétta talningu í litn- um. Ef báðir gefa til kynna þrílit, ætti sagnhafi að treysta þeim upplýsingum og spila tíglinum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Salamanca á Spáni í febrúar kom þessi staða upp í skák Maju Chiburdanidzc (2.470), heimsmeistara kvenna, og stórmeistarans Orestes Rodriquez (2.500) frá Perú, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 22. Be3 - d4. 22. - Hxh2!, 23. Hgl (Eftir 23. Bxe5 - Hxhl-f, 24. Bxe5 - Hxe5 er hvíti kóngurinn berskjaldaður gagnvart fráskák með riddaran- um á e4) 23. - DI5 (Hótar að vinna lið með 24. - Rxc3) 24. Db3 - Rxd5, 25. Hd3 — Rexc3 og hvítur gafst upp. Júgóslavneski stórmeistarinn Todorcevic sigraði á mótinu ásamt 24 ára gömlum Spánveija, Alfonso Romero, sem náði þar sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitii. Þeir hlutu 6 'Av. af 9 mögulegum. Kvennaheims- meistarinn varð að sætta sig við að hafna í miðjum hópi þátttak- enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.