Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4.' APRÍL 1990 fclk f fréttum •pispumhl HITAKÚTAR ELFA-OSO i 30-69-120-200-300 lítra. Ryðtrítt stál - Blöndunarloki. Elnar I BORQARTÚNI28,________ Ij*M 4 atoppar vM dyraar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Muninn í Eyjum bauð uppá margréttað saltfiskhlaðborð með dýr- indis krásum. SÆLGÆTI SALTFISKVEISLA ÍEYJUM A Itilefni af saltfiskviku Sölusamtaka íslenskra fisk framleiðenda til kynningar á mik- ilvægi saltfiskútflutnings og til að að opna augu landans fyrir hvílíkur veislumatur saltfiskur er, var efnt til saltfiskveislu á veit- ingastaðnum Muninn í Eyjurri. Matreiðslumenn Munins höfðu fært saltfiskinn í veislubúning og var hann borinn fram, pönnu- steiktur, djúpsteiktur og ofnbak- aður, með ýmsum sósum, svo ein- hver tilbrigðin séu nefnd. Var saltfiskurinn hið mesta sælgæti og stóð vel undir því kjörorði sem saltfiskvika SÍF gengur undir, saltfískur er sælgæti. SÍF bauð eldri borgurum í Eyj- um til saltfiskveislu á Muninn og Vinnslustöðin bauð starfsfólki sínu einnig til saltfískveislu. Það má því segja að lífið sé saltfiskur í Eyjum þessa dagana. Grímur Diskettur LÍFSTÍÐAR ABYRGO Búa sig undir lokaslaginn Vemendurnir ýrir aftan. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson í 8-F með Birni Birgissyni kennara. Pennasafiiið er SÖFNUN Pennavina- og merkja- félög stofiiuð í skólanum Krakkarnir í 8-F og 8-J í grunn- skólanum í Grindavík stofn uðu tvö félög í vetur sem hafa annarsvegar að markmiði að safna pennum og hinsvegar merkjum. Bjöm Birgisson, kennari, sem ýtti verkefninu úr vör með nem- endunum, sagði að ýmsum stofn- unum og fyrirtækjum hefðu verið send bréf þar sem þau voru vin- samlegast beðin um að senda ann- aðhvort penna eða merki auð- kennda viðkomandi. Hver nemandi sendi 1-2 bréf til þeirrar stofnunar sem hann valdi og reyndist símaskráin ómetanlegt hjálpargagn við það starf og að sögn Bjöms hafa verið send um 200 bréf. Vel hefur gengið að fá svör frá þeim sem bréfin voru send til og þegar hafa komið hátt í eitt hundr- að pennar og um 50 merki víðsveg- ar að til nemendanna og era til sýnis í stofum þeirra. Björn sagði að næst á dag- skránni væri að senda bréf til út- landa í sama tilgangi og það verk- efni er að fara af stað á næst- unni. Hann kvaðst búast við að skólinn eignaðist með þessu vísi að nokkurskonar safni sem yrði varðveitt í nafni bekkjanna. ^TANNHIRÐA Bæjarsljórinn fyrstur í stólinn Nýr áfangi heilsugæslustöðvarinnar í Stykkis- hólmi var vígður og tekinn í notkun fyrir skömmu, en þetta er tannlæknastofa með ágæt- um tækjabúnaði og öllu því sem henni er tilheyr- andi. Tannlæknirinn, Klæmint Antoníussen, er færeyskur að uppruna. Hann tók tannlækna- próf í Danmörku og voru þau hjónin svo eitt ár í Færeyjum þar sem hann rak tannlæknastofu. Hér hefír hann verið í 20 ár. „Þetta er mikill áfangi," sagði Klæmint, „og fyrir nokkrum áram hefði maður ekki gert ráð fyrir svona mikilli tækni, en ég vona að þetta reynist öllum vel. Fyrstur til að fara í nýja stólinn var bæjarstjór- inn okkar, Sturla Böðvarsson. - Árni Morgunblaðið/Ámi Helgason Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri, var fyrstur í stólinn lyá Klæmint tannlækni. Sjálfstæðisfélögin í Borgarnesi og á Akranesi efndu nýlega til sameiginlegs helgarnám ske iðs í fram sögn, ræðumennsku og fjölmiðla- framkomu, fyrir frambjóðendur sína í komandi bæjarstjórnarkosningum í vor. Námskeiðið var haldið í Ásbúð sem er bústað- ur Félags iðnaðarmanna í Borgarnesi á Kolási í Borgarfírði. Alls tóku 20 manns þátt í nám- skeiðinu. Haft var á orði að þetta samstarf sýndi að hafi orðrómur um- ríg milli bæjanna einhvern tímann átt við rök að styðjast, þá væri svo ekki lengur. Þátttakendur í stjórnmálanámskeiði sjálfstæðisfélaganna í Borgamesi og á Akranesi. Morgunblaðlð/TKÞ Morgunblaðið/Charles Egill Hirt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.