Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 5

Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 5
4- MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 B 5 sloka. Axel og Sovétmaðurinn Kovtoúm sátu á bekknum á lokasekúndunum of fögnuðu innilega eins og sjá má. Á innfelidu íferð. Eflir vonandi körfuboltann í Reykjavík - segirSófusGuðjónsson, stjórnarmaður í KR um sigurinn SÓFUS Guðjónsson, fyrrum leikmaður KR, var að vonum ánægður með titiiinn. „Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár. Þessi sigur er mjög mikilvæg- ur fyrir allt starf í KR og eins fyrir körf uboltann almennt i Reykjavík. Boltinn hafði dottið hér niður og það var visst áhyggjuefni. Ég vona hins vegar innilega að sigurinn efli körfuboltann í Reykjavík, hvetji félög til frekari dáða,“ sagði stjórnarmaður- inn. Sófus sagði að markvisst hefði verið stefnt að titilin- um í ár. „Lazló tók við liðinu fyrir síðasta keppn- istímabil og þá fórum við í raun lengra en flestir bjug- gust við. Við sáum að við gátum þetta, fengum Kovtoúm til liðs við okkur og hugsuðum um það eitt að klára dæmið.“ Stjórnarmaðurinn sagði að framtíðaráform hefðu setið á hakanum undanfarna daga, en nú yrði farið að hugsa um næsta tímabil. „Ég á ekki von á miklum breytingum. Við erum með ungt lið, en eins eigum við efnilega stráka í yngri flokkunum, sem fara að berja á dyrnar. Reyndar er ekki frágengið hvað Kovtoúm gerir og KKÍ hefur ekki tekið ákvörðun varðandi landsliðsþjálfarann. Á með- an getum við ekkert gert í þjálfaramálum, en að öllu óbreyttu er ljóst að við ráðum ekki við að vera bæði með erlendan leikmann og annan sem þjálfara, sem er alfarið hjá okkur.“ li Morgunblaðið/Einar Falur issambandsins, afhenti KR-ingum íslandsbikarinn og var auð- meistari með félaginu. Hann lét sér þó nægja að smella kossi fgullpeningana: Son sinn Pál. Hér fagna þeir feðgar í búnings- „Okkur langaði aðeins meira“ „SIGURINN var mjög sætur. Sætari en í fyrra? iá, vegna þess að þessi vannst í dag“ sagði Axel Nikulásson eftir leikinn, en hann varð einmitt meistari með ÍBK ífyrra. Axel er því sá eini í leikmanna- hópi KR sem hafði fengið að hampa hinum glæsilega Is- lands’oikar áður. Enda sagði hann: „Þennan á ég!“ og þreif bikarinn þegar í klefann kom. Hann sagði KR-inga hafa lagt gífurlega hart að sér í vetur, „og stemmningin hjá okkur er mjög góð. Ég held að munurinn á liðunum hafi verið sá að okkur langaði aðeins meira í titilinn.“ Axel bætti við: „Að mínu mati erum við með besta útlendinginn, besta leikstjórnandann og besta þjálfarann. Svo þegar við erum með menn eins-og Bigga [Birgi Mikaelsson], Guðna [Guðnason] og og Matta [Matthías Einarsson] þá getum við ekki annað en náð góðum árangri." „Úrslitin réðustí Keflavík U - sagði Lazslo Nemeth, þjálfari KR SIGURINN kom Lazslo Nem- eth, hinum ungverska þjálfara KR, ekki á óvart. „Úrslitin réð- ust í Keflavík. Keflvíkingar eru sterkir á heimavelli og því gerði sigur okkar þar gæfumuninn. En þetta er sannfærandi sigur. Fimm sigrar og ekkert tap í úrslitakeppninni segir allt um yfirburðina. Og Kovtoúm var ekki einu sinni með í fyrstu tveimur leikjunum!" emeth bætti enn einum meist- aratitlinum í safnið. Lið undir hans stjórn varð margfaldur meist- ari í Ungverjalandi, sömu sögu er ■■HH að segja frá Kúvæt Steinþór og nú hefur sagan Guðbjartsson endurtekið sig á ís- skrifar landi. Hann var samt ekki ánægður. „Við töpuðum þremur leikjum í vetur og urðum ekki bikarmeistar- ar. Menn eiga alltaf að stefna að sigri og hugsa um það eitt að bæta sig. Þetta er ánægjuleg stund, sú ánægjulegasta í 11 ár hjá KR, en alvaran tekur aftur við næsta dag. Við erum betri en í fyrra og vinnan í vetur hefur komið okkur á þetta stig. En það má gera betur. Samt vona ég að Einar Bollason, sem mælti með mér í starfið, þurfi ekki að skammast sín.“ Lazslo sagði að KR-ingar mættu ekki gleyma sér í sigurvímu. „Til- fellið er að Keflvíkingar eru með besta sóknarliðið og eru yfirleitt með um 100 stig í leik. Þetta urðum við að stöðva og það tókst. Hinu má ekki gleyma að Keflvíkingar léku mun erfiðari leiki í undanúrslit- um, leiki, sem kostuðu mikinn kraft. Því komu þeir þreyttari en við í úrslitin — og ég þakka fyrir að Anna María lék ekki með þeim! Annars undirbjuggum við okkur vel fyrir keppnistímabilið og lögðum áherslu á að bæta varnarleikinn. Því lagði ég áherslu á að fá Kovto- úm, þegar ég vissi að hann var á iausu. Ég sá hann taka Sabonis, besta miðheija Sovétmanna, úr umferð í úrslitunum í Sovétríkjun- um í fyrra og það tekur enginn Sabonis úr umferð nema virkilega góður varnarmaður. Við bytjuðum snemma og álagið var mikið. Útlitið var strax gott, en við áttum erfitt uppdráttar, þeg- ar Guðni meiddist í vetur og þá töpuðum við leikjum. Samt er breiddin mikil og menn skiptust á að eiga stjörnuleiki.“ Aðspurður hvort hann yrði áfram landsliðsþjálfari og þjálfari KR, sagði hann að Körfuknattleikssam- bandið hefði ekki beðið sig um að vera áfram, en samningur hans við KKÍ rennur út 1. júlí. „Ég vil hins vegar vera áfram. Við erum byrjað- ir á ákveðnum hlutum, en þeim þarf að fylgja eftir og ég er tilbúinn til þess.“ „Uppskárum laun erfiðisins11 „ÉG ER auðvitað hæstánægð- ur með sigurinn. Við áttum hann skilið — vorum ákveðn- ari í öllum leikjunum þremur,“ sagði Páll Kolbeinsson, leik- stjórnandi KR-inga eftir að íslandsmeistaratitilinn var í höfn. Páll fór hamförum í úrslita- keppninni, lék við hvern sinn fingur og stýrði liðinu til sigurs á íslandsmótinu í fyrsta skipti I ell- efu ár. „Það var kominn tími til að titillinn færi í Vesturbæinn. Við höfum æft mikið og uppskár- um laun erfiðisins, Byrjuðum í júlí og ég hef æft 5-6 sinnum í viku síðan, körfubolta og lyfting- ar. Við vorum í betri líkamlegri æfingu en þeir og viljinn var meiri. Þegar þetta tvennt smellur saman hlýtur árangurinn að verða góður.“ Páll sagði KR-ingum hafa tek- ist að keyra upp hraðann í leikjun- um gegn Keflvíkingunum, og stjórnað honum — og síðan náð að leika góða vöm. „Það hentar okkur mjög vel að leika svona hratt. Lazlo hefur verið með góð- ar æfingar, sem hafa undirbúið okkur vel fyrir svona leiki — að keyra hratt fram völlinn og falla síðan strax í vömina, eins og við höfum gert.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.