Alþýðublaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 2
Teðrið: Allhvass norðan léttskýj- að. Frost 5—10 stig. •k SLYSAVARÐSTOFA Reykja vílcur í Slysavarðstofunni er opin allan sólarhringinn. Læknavörður L.R. (ijyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 8—18. Sími 1-50-30. LYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja víkur apótek, Laugavegs apótek og Ingólfs apótek fylgja lokunartíma sölu- búða. Garðs apótek, Holts cpótek, Austurbæjar apó- tek og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega, nema á laugardögum til kl. 4. Holts apótek og Garðs apótek eru opin á sunnu- dögum milli kl. 1—4. e. h. ’HAFNARFJ ARÐ AR apótek er opið alla virka daga kl. fl—21. Laugardaga kl. 9— 16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. íKÓPAVOGS apótek, Alfhóls- vegi 9, er opið daglega kl. 8— 20, nema laugardaga kl. 9— 16 og helgidaga kl. 13— 16. Sími 23100. ★ ÚTVARPIÐ í dag: — 11.00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organleik- ari: Dr. Páll ísólfsson), 13.15 Erindi: Hnignun og hrun Rómaveldis; I.: Frá iþrælahaldi til landsetaá- nauðar (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 14.00 . Miðdegistónleikar (plötur). 15.00 Sunnudagssagan: —• „Barn síns tíma“. 15.30 Kaffitíminn. 16.30 Hljóm- sveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi: Hans Anto- lisch. 17.00 Færeysk guös- iþjónusta. 17.30 Barnatími. 20.20 „Ailri rödd fegra“: Ljóð eftir Jónas Hallgríms- son og ný lög við þau, verð launuð úr afmælissjóði út- varpsins. a) Ávarp (Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps -stjóri). b) Kvæðalestur — ; (Óskar Halldórsson kenn- ari). c) Lög eftir ' Sigurð ■ IÞórðarson, Hallgrím Helga- son, Jón Leifs, Jón Ásgeirs- son og Skúla Halldórsson. , — Flytjendur: Sigurveig ÍHjaltested, Þuríður Páls- , -dóttir, Guðmundur Guð- jónsson, Guðmundur Jóns- , son, Kristinn Hallsson, Karlakór Reykjavíkur. — Þjóðleikhúskórinn og hljóm sveit Ríkisútvarpsins. — Stjórnendur: Sigurður Þórð arson, Robert A. Ottósson og Hans Antolitsch. Píanó- leikari: Fritz Weisshappel. 21.20 í árdaga: Dagskrá úr ÍEddukvæðum, búin ti.l flutnings af Einari Ólafi , Sveinssyni prófessor. (Áð- ur flutt 18. des. 1955). Les- , arar: Herdís Þorvaldsdótt- , ir, Lárus Pálsson, Einar Ól. . Sveinsson og Andrés Björns son. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. .ÚTVARPIÐ á morgun: 13.15 Búnaðarþáttur. 18.30 Tón- Iist flutt fyrir börn. 18.50 , 'Bridgeþáttur. 19.05 Þing- : fréttir. 20.30 Einsöngur: — : Thyge Thygesen kammer- , söngvari. 20.50 Um daginn } og veginn (Vilhjálmur S. , Vilhjálmsson rithöf.). 21.10 . Tónleikar (plötur). 21.25 '■ Útvarpssagan: „Útnesja- ,, menn“, 21. 22.10 Hæsta- ; réttarmál. 22.30 Kammer- ] tónleikar (plötur) 23.15 : Dagskrárlok. lærri itérhri og fafsverður spiiiiiii i Olafsfirði í gær MáiiaSarlSSvi'ðri slotaði snöggvast ym jólaleyíið. Fregn til Alíþýðublaðsins, Ólafsfirði í gær. DAGINN fyrir Þorláksmessu létti hríðarveðri, sem staðið hafði síðan 7. des. Komin var allmikil fönn og þung færð um sveitina. Brá þá íil þýðviðris og um jólin var ágætasía vcður, þýðviðri og blíða. Nú hefur tíð aftur spillzt og í dag er hér næstum því stór- hríð á norð-austan, með tals- verðum sjógangi. Flóabáturinn „Drangey“ er tepptur í Hrísey í dag. Moskvuúívarpið: London, (Reuter). MOSKVUÚTVARPIÐ til- kynnti 3. jan. að Jesús Kristur hefði alls ekki verið uppi. Ef hann hefði verið til væri hans minnst í annálum samtíma fræði- manna. Fjórum döguin áður en jól grískkaþóiskra manna eru haldin, var sagt í út- varpinu, að það, að jólin væru ekki haldin á sömu dögum meðal alira krist- inna manna, sýndi ennfrem ur, að upphaf kristindóms- ins væri aðoins goðsagna- legs eðlis. Jólahald væru leifar eldgamalla siða um veírarblót. Og fæðingarhá- tíð Krists, eins og allar trúarhátíðir, eru fyrst og fremst tæki í höndum þeirra manna, sem ætla sér að græða á skemmtana- brjálæði lýðsins. Leiksýningar ungmenna- félagsins Fregn til Alþýðublaðsins. Hvolsvelli í gær. FYRXR jólin sýndi ungmenna- félagið leikritið „Þorlákur þreytti“ innan sýslunnar og ut- an. Var leiknum rnjög vel tek- ið og oftast var sýnt fyrir fullu husi. Leikurinn var sýndur á Selfossi, Hveragerði, Laugar- vatni og Vík í Mýrdal, auk sýn inga í félagsheimilum sýslunn- ar.— Þ. S. : ■ GJÖF TIL KIRKJUNNAR. Við messu á aðfangadags- kvöld veitti, sóknarpresturinn, Séra Kristján Búason, móttöku tveimur kristai.-lj cjsaikrónunt, mjög fallegum, sem kirkjunni höfðu borizt að gjöf frá þeim Brynjólfi Sveinssyni, Guð- mundi Þorsteinssyni og Sig- valda Þorleifssyni. Þakkaði presturinn gjöfina. SAMSÖNGUR KARLAKÓRSINS. Karlakór Ólafsfjarðar hélt samsöng á annan jóladag undir stjórn Guðmundar Jóhannsson- ar. Einsöngvarar með kórnum voru Gísli Magnússon og Gunn- laugur Magnússon. Á söng- skrá voru 18 lög eítir erlenda og innlenda höfunda og varð kórinn að endurtaka 12 þeirra og syngja aukalag. Voru und- irtektir hinar ágætustu. TVEIR S.IÓNLEIKIR. Tveir sjónleikir hafa verið sýndir hér um jólin. Slysa- varnadeildirnar sýna „Gimbli“, en Kvenfélagið Æskan og Iþróttafólagið Leiftur sýna — „Allt fyrir Maríu“. Vor.u leik- irnir báðir frumsýndi.r nokkru fyrir jól. Hefur aðsókn verið góð að þeim' báðum. Leikstjóri beggja er Júlíus Júlíusson frá Siglufirði. — R. M. Kaíró, 3. jan. (Reuter). AÐALBANKASTJÓRI Alþjóða bankans, Eugene Black, hefur haldið áfram viðræðum sínum við egypzka ráðamenn um sætíir milli Breta og Egypta vegna árásar Breta og Frakka á Súez liaustið 1956. Egyptar fára íram á skaðabætur vegna árásarinnar og Brctar krefjast bóta vegna innstæðna, sem Egyptar gerðu upptækar eftir árásina. Black lét svo um mælt í kvöld, að líkur væru á fullu samkomulagi um öll atriði nerna um stríðsskaðabætur til handa Egyptum. Ekki kvaðst hann vita um hvort samkomu- 3ag næðist um það atriði á fundum sínum með ráðherrum Egypta. alþyðublaðið_________________________________ Ctg'efandi: Alþýðuflokkurinn. RitstjÓrar: Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Pét- ur Pétursson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 1490G. AfgreiíSslusími: 14900. AÖsetur: AlþýðuhúsitS. Prentsmiöja Alþý'öublaösins Hverfisgötu 8—10 FurSulegar ályktanir SUM BLÖÐIN staðhæfa þessa dagana, að Alþýðu- flokkurinn hafi svikið Framsóknarfiokkinn með stjórnar- myndun sinni og jafnvel stungið rýting í bak honum. Skýringin á að vera sú, að bandalag flokkanna frá síðustu alþingiskosningum sé úr sögunni. Þessar fullyrðingar ná engri átt. Samvinna fyrrverandi ríkisstjórnar rofnaði ekki vegna ágreinings milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn tckst á hendur myndun minnihlutastjórnar eftir að í Ijós var komið, að leiðtogar tveggja stærstu flokkanna höfðu gef- izt upp við rnyndun meirihlutastjórnar, en til Alþýðu- bandalagsins var aldrei leitað um frumkvæði við stjórn- armyndun. FramjSÓknarflokkurinn hefur þess vegna enga málefnalega ástæðu til vanþóknunar á stjórnarmyndun Aj|þýði4£Iiokksin;s vegna samstarfsins í síðuotu alþingis- kosningum. Alþýðufiokkurinn hefur aðeins komið í veg fyrir stjórnleysi og þess vegna tekizt landsstjórnina á hendur til bráðaibirgða. Þetta eru staðreyndir málsins. Samvinna Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum var við þær miðuð. Flokkarn- ir gerðu með sér kosningabandalag og málefnasamning. En þetta var að sjálfsögðu eltki hu-gsað sem ævarandi fóstbræðralag. Alþýðuflokkurinn hefur staðið við sam- koniulagið og sömuleiðis við málefnasamning fyrrver- andi ríkisstjórnar, sem liann gerðist aðili að eftir að hon- um og Framsóknarflokknum tókst ekki að fá meirihluta í síðustu þingkosningum, Þar var sú stefna mörkuð að reisa rönd við dýrtíðinni og ver&bóigunni til að tryggja atvinnu og efnahag þjóðarinnar. Að því mun Alþýðu- flokkurinn vinna í núverandi ríkisstjórn og trúir því ekki fyrr en á reynir, að Framsóknarflokkurinn sé slílcri við- leitni andvígur. Einnig gerði málefnasamningur fyrrver- andi ríkisstjórnar ráð fyrir leiðréttingu kjördæmaskip- unarinnar, en Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir frarr(kvæmd henn&r. Þar er um áð ræða ágreining milli hans og Framsóknarflokksins, en afstaða Alþýðuflokks- ins þarf engum að koma á óvart. Hann hefur jafnan beitt sér fyrir lausn þessa máls og gerðist henni síður en svo afhuga í kosningabandalaginu við Framsóknarflokk- inn í síðustu kosningum. Og ein sönnunin um ranglæti núgildandi kjördæm^askipunar er sú, að talizf geti hættá á, að flokkur með 12090 atkvæði að baki sér fái ekki mann kjördæmakjörinn í alþingiskosningum. Álþýðu- flokkurinn telur svo rangláta og úrelta kjördæmaskipun óþolandi mieð öllu og hefur gert um langt áraskeið. Þá staðihæfinlgu hefur borið á góma í blaðaskrifunum af tilefni stjórnarmyndunarinnar, að sumir þingmenn Al- býðuflokksins séu kosnir með atkvæðum Framsóknarmanna. Það liggur í auguim uppi. En- á sa:ma hátt er óumdeilanlegt, að sumir þingmienn Framsóknarflokksins eru kosnir rneð atkvæðum AlþýÖuflökksmanna. Þetta getur naumiast orðið þrætuepii Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Sam- vinna flokkanna í síðustu alþinigiskosningum var einmitt á þessum grundvelli. Því eru það furðulegar ályktanir, að þetta teljist umtalsvert. Samstarfið var ekki samruni flokk- anna heldur kosningábandalag þeirra. Þeir eru eftir sem áður tvær aðgreindar heHdir í íslenzkumi .stjórnmálum. En málefni þau, ,sem um var samið í síðustu kosningum, ættu að geta verið samstarfsgrundvöllur hér eftir sem hingað til, þó að A'þýðufiokkurinn hafi myndað minnihlutastjórn til bráðabirgðsi. — Reynsla næstu kosninga sker hins vegar úr um sair.ibúð fIokkanna í framtíðinni að liðnu kjörtímabill þeirra manna, sem kosnir voru þingfulltrúar á þeirra vegum sumarið 1956. Kallgríimionar ífi EINS cg flestum rnun kunn- ugt, bauð Ríkisútvarpið íslenzk um tónskáldum tiil sa™vinnu á liðnu ári í samhandi við 150 ára afmæli Jónasar Hallgrímsson- ar. Á vegum afmælissjóðs Rík- isútvarpsins var heitið verðlaun um fyrir þau ný lög við kvæði Jónasar, sem dómnefnd teldi bezt. Var heitið verðlaunum: fyr ir tvo flokka: Annarsvegar fyr- ir lög við eitthvert hinna styttri samfleytt á flóanum fyrir utan fyrir umfangsmeiri tónverk við Ijóðaflokka eða lengri kvæði. í byrjun vetrardagskrár voru úr- I slitin svo kunngjörð: Hafði Sig- urður Þórðarson söngstjóri hlot ið 1. verðlaun { flokki laga við lengrl kvæðin fyrir „Formanns. vísur“, en Hallgrímur Helga- son 2. verðlaun fyrir „Skóla- glettur". — Fyrir lög við hin styttri kvæðj JónasV^Haut Jón Leifs 1. verðlaun fyrir „Sólset- ursljóð“ og Jón Ásgeirsson 2. verðlaun fyrir „Occidente Sole“ — Skúli Halldórsson hlaut aukaverðlaun fyrir lagaflokk sinn við ástaljóð eftir Jónas, eða þýdd af honum. Öll þau lög og tónverk, sem verðlaun hlutu, verð’a flutt í dagskrá Ríkisútvarpsins kl. 20. 20 í kvöld. — Karlakór Reykja- víkur, Sigurveig Iljaltested, Guðmundur Guðjónsson og GuSmundur Jónsson syngja „Formannsvísur11 eftir Sigurð Þórðarson, ndir stjórn höfund-' ar. — Guðmundur Jónsson syngur „Skólaglettur11 eftir Hallgrím Helgason, með undir- leik Fritz Weisshappel, sem einnig annast allan annan píanó leik í þessum: tónverkum. — Þjóðleikhússkórinn undir stjórn Róberts A. Ottósson syng ur „Sólsetursljóð“ eftir Jón Leifs. „Occidente Sole“ eftir Jón Ásgeirsson er sungið af Þuríði Pálsdóttur, og svo er að lokum lagaflokkur við ásta- ljóð Jónasar: ,,La Belle“, Sæ- unn hafkona11, „Man ég þig mey“, og. „Sólsetursljóð11, sam-j in af Skúla Haldórssyni, flutt- ur af Þuríði Pálsdóttur, Kristni. Hallssyni og kammerhljómisveit undir stjórn Hans Antolitseh. . Pakisútvarpið vill vekja at- hygli hlustenda á þessum dag- skrárlið, sem hefst eins og áður er sagt, kl. 20.20 í kvöld. — Viihjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri mun flytja ávarp, og Ósk ar Halldórsson cand. mag. les Ijóðin, sem verðlaunalögin eru samin við. í2 4. jan, 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.