Alþýðublaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 4
'&vin
c?
Guðmundsson, form. SLj.:
ÁRIÐ 1958, sem nú hefur
. .runnið skeið sitt á enda,
reyndist hið viðburðaríkasta
á sviði innanlandsmála. Það
mátti að vísu sjá fy-rir, að
þing Alþýðusambands íslands
| mundi orsaka nokkra storma
en þó munu menn ekki hafa
gert ráð fyrir, að það yrði svo
i örlagaríkt, sern raun varð á.
Það varð Alþýðusambands-
; þingið, sem réði örlögum rík-
- isstjórnar Hermanns Jónas-
* sonar, a.xn.k. voru málin látin
, snúa þannig að almenningi.
Ríkisstjórnin hafði beðið með
* ráðstafanir í efnahagsmálum,
er nauðsynleg þóttu vegna
» vertíðarinnar 1959, þar til
- þing Alþýðusambandsins
'kæmi saman í nóvember. Og
þegar þingið stóð sem hæst
= gerði Hermann Jónasson för
sína á þingið. lagði þar fram
J tillögur sínar um frestun á
greiðslu vísitöluuppbóta í
* einn mánuð og' gaf í skyn, að
4 ríkisstjórnin gæti ekki setið
- áfram, yrði ekki á þann frest
fallizt. Beiðni Hermanns var
synjað og hann sagði af sér.
* Þannig snéru málin að al-
menningi. Ýmsir eru þó þeirr
•ar skoðunar, að fleira hafi hér
komið til. Margir telja, að
Hermann hafi verið orðinn
* uppgefinn og' viljað losna.
* Honum hafi því verið synjun
Alþýðusambandsþings á frest-
u.narbeiðninni kærkomið tæki
færi til þess að segja af sér.
Eitt er víst, að ekki vildi Her-
s mann ræða mikið efnahags-
‘ málatillögur Alþýðuflokksins
1 og Alþýðubandalagsins í rík-
* isstjórninni eftir þetta. Er ó-
- hætt að segja það, að mikill-
ar reiði gætir í garð Hermanns
meðal þeirra, er fylgdu fyrr-
j verandi ríkisstjórn, þar eð
þeir álíta almennt, að það hafi
verið fyrst og frernst hann, er
* rauf stjórnarsamstarfið. Ó-
raunhæfar tillögur Albýðu-
■ bandalagsins í efnahagsmái-
* um áttu hér að sjálfsögðu mik
* inn þátt í, en það kom fljótt
- í Ijós, að ekki var mikil al-
r vara á bak við þær. Meðan
kommúnistar töldu von um
endurreisn fyrrverandi ríkis-
síjórnar skrifaði Þjóðviliinn
- um efnahagsmálatiilögur Al-
þýðusambandsþings sem ýtr-
* ustu kröfur er ætlunin hefði
verið að slá af. Það mátti. af
því marka. að kommúnistar
gátu vel hugsað sér að slaka
* verulega frá efnahagsmálatil-
- lögum sínumr Þetta kom fljót
1 lega í ljós — en Hermann var
nppgefinn.
Í>ÆMD AI<’ VERKUM'
‘ SÍNUM.
í grein um áramótin 1957-—.
- 1958. sagði ég, að ríkisstjórn
■ Herman-ns Jónassonar yrði
eingöngu dæmd af v.erkum
sínum — hún yrði ekki vinstri
* stjórn við það eitt, að hafa
] 'kommúnista innanborðs, held
ur af róttækum málum. Hver
3 hefur nú reynslan orðið í
þeim efnum? Því er ekki að
leyna, að í ýmsu olli ríkis-
stjórnin vonbrigðum. En í
öðrum verkum stjórnarinnar
uppfyllti hún beztu vonir
i xnanna um hana. Nú er þess
fyrst að gaeta í sambandi við
cíóma um stjórnina, að hún
: sat ekki nema hluta kjörtíma
bilsins, um það bil 2V> ár'af
4. Þar af leiðir, að margt var
ógert af stefnumálum stjórn-
arinnar. Það sem ríkisstjórn-
inni fyrst og f-remst tókst vel
var að auka atvinnu víða út
um land, með aukinni atvinnu
uppbyggingu, svo sem kaup-
um á nýjum fiskiskipum og
byggingu fiskvinnslustöðva.
Rétt áður en ríkisstjórnin fór
frá komu fyrstu 250 lesta tog-
ararnir til landsins, af þeim
12, er ríkisstjórnin lét smíða.
Eru miklar vonir bundnar við
þau atvinnutæki. Nær ekkert
atvinnuleysi hefur verið úti
á landi í stjórnartíð fyrrver-
andi ríkisstjórnar, og er það
ekki svo lítið atriði. í sam-
bandi við atvinnuástandið í
tíð ríkisstjórnarihnar er ekki
Björgvin Guðmundsson, íorm.
unní að horfa framhjá þeirri
' staðreynd, að stjórninni tókst
með ö'líú að koma í veg fyrir
stöðvun fiskiflotans, en stöðv
un fiskiskip.anna var orðið
reglulegt árlegt fyrirbrigði
meðan Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsókn jóru með völd-
in. Tókst ríkisstjórninni að
hindra slíka stöðvun og voru
kjör sjómanna og útvegs-
manna þó bætt. Hins vegar
náðist ekki samkomulag við
stéttasamtökin um það, að
fara neina nýja leið til þess
að ná þessum árangri. Ríkis-
stjórnin varð í þessu skyni að
hækka óbeina skatta. En þess
var gætt, að þeir skattar
kæmu. sem allra minnst við'
brýnustu nauðsynjar manna
og var það ný stefna frá því,
er samstjórn íhalds og fram-
sóknar hafði verið við völd.
En með því að fara varð á-
fram skattahækkunarleið og
verkalýðsfélögin töldu sig
nauðbeygð að fara fram á
grunnkaupshækkanir til þess
að bæta meðlimum sínum
kjaraskerðinguna af völdum
aukinna skatta, tókst ekki að
stöðva verðbólguna. Tókst þó
mun betur en í tíð ríkisstjórn
ar íhalds og framsóknar að
halda verðbólgu í skefjum
framan af tímabili stjórnar-
innar og það var ekki fyrr en
um það levti, sem stjórnin fór
frá, að það fór að síga á ó-
gæfuhlið í þeim efnum.
Af stórframkvæmdum í tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar ber
hæst lokaátakið við byggingu
Sementsverksmiðjunnar og
virkjun Efra Sogs. Vann rík-
isstjórnin mikið og g'ott starf
með því að útvega fjármagn
til þeirra framkvæmda. Og
síðast en ekki sízt ber að
nefna það mál, er telja má
stærst, þ.e. útfærslu landhelg
innar í 12 sjómílur. Tókst rík-
-isstjórninni að halda svo vel
á því máli, að alger þjóðar-
eining skapaðist um málið og
er það vel.
Ýmis mál úr stjórnarsátt-
málanum hafa hins vegar orð
ið að sitja á hakanum. Ég
mun nefna eitt: Kaup 15
nýrrá togara og stofnun ríkis-
útgerðar togara til atvin'nu-
jöfnunar. Það mál strandaði
á lánsfjárskorti.. Um það eru
að vísu skiptar skoðanir,
hvort rétt sé að kaupa 15 tog-
ara í einu til landsins. Menn
benda á mannekluna á fiski-
skipunum og fjárhagsörðug-
leika ckkar. Ef til vill væri
skynsamlegra að skipta kaup-
urn hinna nýju togara á lengra
tímabil, en hitt er víst, að hjá
endurnýjun togaraflotans
verður ekki komizt. Nýafstað
ið þing Alþýðuflokksins í-
trekaoi samþykkt sína um
stofnun ríkisútgerðar togara
til atvinnujöfnunar. Er þar
um að ræða stórmál, er kom-
ast verður á. Vel rnætti at—
huga möguleika á því, að slík
ríkisútgerð keypti eldri tog-
ara, sem fyrir eru í landinu,
svo að ekki þurfi að bíða
kaupa á nýjum togurum. Ýms
ir staðir úti á landi, er ekki
hafa aðstöðu til að eignast
togara, binda miklar vonir við
scofnun ríkisútgerðar togara
og er það von jafnaðarmanna,
að hún komist hið fyrsta á fót.
Herrnann Jónasson hafði
ekki fyrr sagt af sér en ýmsir
í liði kommúnista og .fram-
sóknar hófu ákafar tilraunir
til þess að endurreisa stjórn-
ina. En það var urn seinan og
kommúnistar og framsóknar-
rnenn gátu sjálfum sér um
kennt.
MINNIHLUTASTJÓRN
ALÞÝÐUFLOKKSINS.
Eftir nokkrar tilraunir til
stjórnarmyndunar varð það
niðurstaðan, að Emil Jónsson,
fortnaður Alþýðuflokksins
myndaði minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins. Hét Sjálf-
stæðisflokkurjnn því, að af-
stýra vantrausti. Emil Jóns-
son hefur iýst því yfir, að
stjóm þessi sé aðeins bráða-
birgðastjórn til þess mynduð
að freista þess að stöðva verð-
bó'guna og halda útveginum
gangandi svo og að leysa ’kjör
dæmamáiið. Þing Alþýðu-
flokksins samþykkti ítarleg-
ar ályktanir í báðum þessum
málum. Kjarnj efnahagsmála
ályktunar Alþýðuflokksþings-
ins var sá, að unnið yrði að
því rrieð niðurgreiðslum og
eftirgjöf á vísitölustigum að
koma vísitölu kaupgjalds nið-
ur í 185 stig á ný eins og hún
var fyrir 1. des., svo að unnt
verði að leggja þá vísitölu til
grundvallar við samningana
við útvegsmenn. En kjarni
kjördæmamálsályktunar Al-
þýðuflokksins var sá, að land-
ið yrði nokkur stór kjördæmi
með hlutfallskosningum í
hverju og uppbótasæti að
auki til jöínunar, Er Alþýðu-
flokknum var falin stjórnar-
myndun lagði hann að sjálf-
sögðu þessar tillögur sínar
fram sem viðræðugrundvöll
og óskaði síðan eftir stuðningi
allra flokka við framkvæmd
þeirra. En aðeins Sjálfstæðis-
flokkurinn samþykkti stuðn-
ing. Alþýðuflokksmenn gera
sér það Ijóst, að stjórn þeirri
’er flokkur þeirra hefur mynd
að er mikill vandi á höndum.
Ástandið í efnahagsmálunum
er nú mjög alvarlegt vegna
vaxandi verðbólgu. Það er því
þörf snöggra og róttækra að-
gerðá. Efnahagsaðgerðir eru
sjaldnast vinsælar. En þrátt
fyrir það svíkst Alþýðuflokk-
urinn ekki undan ábyrgðinni.
Hann heíur tekizt hið vanda-
sama hlutverk á hendur og
næstu mánuðir skera úr um
það, hvernig til tekst. Alþýðu-
flokkurinn stendur heill og
cskiptur að ríkisstjórninni,
enda var ákvörðunin um
stjórnarmyndunina samþykkt
einróma í stjórn flokksins.
Búast má við því, að næstu
mánuðir verði stormasamir í
íslenzkum stjórnmálum. Kosn
ingar verða snemma næsta
vors. Verður þá kosið til
sumarþings til þess að
breyta kjördæmaskipuninni,
en kosningar eftir nýrri kjör-
dæmaskipun fara síðan fram
næsta haust. Að þessu sinni
sem oft áður hefur Alþýðu-
flokkurinn átt frumkvæðið að
breytingu á kjördæmaskipun-
inni, Á engum flokki hefur ó-
réttlæti hinnar ranglátu kjör-
dæmaskipunar bitnað eins ó-
þyrmilega eins og Alþýðu-
flokknum. Það er því eðlilegt
að flokkurinn vilji knýja íram
breytingar á hinni úreltu kjör
dæmaskipan. Það, að Sjálf-
stæðisflckkurinn tók undir
tillögur Alþýðuflokksins í
kjördæmamálinu í höfuð-
dráttum, hefur miklu valdið
um það, að Alþýðuflokkurinn
tók að sér landsstjórnina.
Mun kjördæmamálið vafa-
laust verða aðalmálið í þing-
kosningunum næsta vor. Al-
þýðuflokkurinn mun reyna áð
bera tillögur sínar um breytta
kjördæmaskipan fram til sig-
urs.
Starfsemi Sambands ungra
jafnaðarmanna jókst enn á sl.
ári. Efnt var til myndarlegs
sumarmóts og þar með hafin
að nýju slík sumarstarfsemi,
er legið hafði niðri um hríð.
Erindrekstri var haldið áfram
sl. sumar með góðum árangri.
Þing sambandsins var svo
haldið sl. haust og varð það
eitt hið fjölmennasta og glæsi
legasta í sögu samtakanna.
Var það greinilegur vottur
þess, að samtökin eru nú á
uppleið. Róttækar ályktanir
í landsmálum voru gerðar,
svo sem um þjóðnýtingu mik-
ilvægustu atvinnutækja og á-
ætlunarbúskap. Augu manna
eru nú farin að opnast fyrir
nauðsyn áætlunarbúskapar.
Menn sjá, að ekki er únnt fyr
ir fátækt þjóðfélag að kasta
miklum fjármunum skipu-
lagslaust til framkvæmda án
þess að vita, hvort þjóðin rís
Ritstjórar: j
w
Auðunn Guðmundsson *
Unnar Stefánsson -j
undir framkvæmdunu.m eða
ekki. Efnahagsörðugleikar
okkar eiga að miklu leyti ræfc
ur sínar að rekja til þess að
fjárfesting hefur verið langt
umfram sparnað þjóðarinnar.
Og útkoman hefur orðið
skuldasöfnun erlendis. Við
getum ekki haldið áfram
endalaust á slíkri braut. Þess
vegna verður að vega og meta
hvaða framkvæmdir eru mik-
ilvægastar, en láta hinar bíða.
Það þarf að gera framkvæmda
áætlun fýrir ákveðið tímabil
í senn.
Þing SUJ gerði einnig eins
og áður ályktun í utanríkis-
máium og var. þar ítrekuð
fyrri stefna ungra jafnaðar-
manna í þeim urn áframhald-
andi þátttöku okkar í sam-
starfi vestrænna þjóða óg
brottför hins bandaríska varn
arliðs við fyrsta' tækifæri.
Þeirrar skoðunar héfur nokk-
uð gætt undanfarið hjá ýms-
um, að íslendingar ættu að
segja sig úr Atlantshafs-
bandalaginu vegna framkomu
Breta við okkur íslendinga, í
sambandi við stækkun land-
helgi íslands í 12 sjómílur.
Ég held, að það væri ekki
hyggilegt af okkur íslending-
um að gera það. Við mundum
ekkert vinna við það en hifis
vegar mundum við missa sam-
úð margra þjóða í landhelg-
ismálinu. Að sumu leyti er
það éinnig st.yrkur fyrir okk-
ur að við skuium vera full-
gildur aðili að NATO. Ein-
mitt það gerir þeim banda-
lagsþjóðum okkar, sem and-
stæðar eru hinni nýju land-
helgi okkar, óhægara uro vik
varðandi aðgerðir gegn okk-
ur. Við eigum því tvímæla-
laust að vera kyrrir í NATO,
enda eigum við samleið með
þeim vestrænu þjóðum, er í
því bandalagi eru.
Ungurn jáfnáðarmöhmrfn
má vera það ánægjuefni, að
kosningar skuli vöra fram-
undan. Reynslan hefur nefni-
lega leitt í ljós, að aukinn
þróttur færist alltaf í starf
unghreyfingarinnar, þegar
kosningar eru í vændum. Bar-
áttugleðin segir til sín, unga
fólkið flykkist til starfa fyr-
ir flokkinn og hugsjónir jafn-
aðarstefnunnar. Ég skora á
alla unga jafnaðarmenn út
um allt land, að hefja nú þeg-
ar undirbúning að kosnirigun-
um miSð aukinni starfsemi.
Hefjum öfiuga sókn til sigurs.
Gerum sigur Alþýðufiokksins
sem stærstan í kosning'unum
í vor.
G 1 e ð i 1 e g t n ý 11 á r !
ICíiiÝfe'ti'Uri- l'.ii
Múseige&icluF.
Önnumst allskonar vatns-
og hitalagnir.
4. jan. 1959 — Alþýðublaðið