Alþýðublaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.01.1959, Blaðsíða 5
s s s s s ■ s s s s s s :s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ■ s s s s s % s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ði samanburðarins -- STJORNAHMYNDUN Em- ils Jónssonar virðist ekki Þjóð'viljanuni alls kostar að skapi. Skulu þau skrif gerð hér lítillega að umræðuefni til að sýna fram á, hvað rök- færsla kommúnistablaðsins þolir illa samanburð. Þetta er líkast því, sem Stefan heitinn Zweig kallaði truflun tilfinn inganna forðum daga. Jón sálugi á Bægisá átti víst við svipað fyrirbæri, þegar hann talaði um, að eitt ræki sig á annars horn. Og orsökin er sú, hvað menn gerast stund- um ónákvæmir og fljótfærir, ef þeir hugsa upphátt í ann- arlegu sálarástandi. MIKIIj txlætlunarsemi Þjóðviljinn sagði á aðfanga dag: „Sjálfstæðisflokkurinn myndaði í gær minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins.“ — Þetta á víst að skilja þannig, aö ólafur Thors hafi gefizt upp við stjórnarmyndun til að mynda minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Síðar í greininni er Alþýðuflokkur- inn látinn bera ábyrgð á því, að ekki var gerð „tilraun til þess að kanna hvort unnt væri að mynda vinstri stjórn á nýjum grundvelli“. Hver var sá grundvöllur? Þjóðvilj inn minnist ekki einu orði á það meginatriði. En með leyfi að spyrja: Rauf Alþýðubanda lagið samstarf fyrrverandi rílcisstjórnar með það fyrir augum, að Alþýðuflokkurinn tæki Hannibal og Lúðvík i faðm sér og bæri þá aftur í ráðherrastólana? Slíkt er vissulega mikil tilæílunar- REIÐITÁRIN STÓRU Jólaskap Þjóðviljans reynd ist bágborið að þessu sinni, og var ríkisstjórn Alþýðu- flokksins um að kenna. Kom- múnistablaðið segir í forustu ’grein sinni á sunnudag, að nú séu örlög Alþýðuflokksins ráðin — hans bíði ekki annað en dauðinn og gröfin. Og Þjóðviljinn fellir stór reiði- tár við þessa til’nugsun, hann ætlaði Alþýðuflokknum sem sé frægð og langlífi. Hingað til hefur manni þó dottið í hug, að dauðdagi Alþýðu- flokksins yrði kommúnistum fremur tilefni gleði en. hryggðar. En kannski eru reiðitárin ekki fyrsta flokks vara? Þjóðvilja'num gremst sennilega eitthvað annað en aldurtili Alþýðufloliksins, þó að svona sé látið til að látast. KRAFTAVERK ÞORLÁKS Sama dag birtir Þjóðvilj- inn langa hugvekju um stjórnarmyndun Alþýðu- flokksins. Höfundurinn mun Argus, en nú er manninum svo mikið niðri fyrir, að hann gleymir blessuðu nafninu sínu. Skapsmunirnir segja hins vegar til sín, svo að ætt - færslan verður auoveld. Þetta er bersýnilega Argusarútgáf- an af Magnúsi Kjartanssyni. Og hér er komið nýtt hljóð strokkinn. Stjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn mynd- aði á Þorláksmessu til að ganga af Alþýðuflokknum dauðum, er allt í einu orðin síðasta kraftaverk heilags Þorláks. Þetta á að vera gam ansemi, en alvaran dylst eng- an veginn, ef vel er lesið. Greinarhöfundur telur það kraftaverk, að Alþýðuflokkn um skyldi takast stjórnar- myndun, sem Hermann Jón- asson og Ólafur Thors komu ekki í verk og Alþýðubanda- laginu var aldrei falið að reyna. Argus kann ekki á þessu fyrirbæri aðra skýr- ingu en þá, að mesti krafta- verkamaður í sögu íslands annar en Guðmundur góði, Þorlákur biskup helgi, sé far inn að gefa sig að íslenzkum stjórnmálum hinum megin við dauða og gröf og setji traust sitt og von á Alþýðu- flokkinn. Hörmulegt, að dýr- lingurinn skyldi ekki muna eftir öðrum eins flokki og Al- þýðubandalaginu. Væri ekki ráð, að Brynjólfur Bjarnason reyndi að setja sig í samband við blessaðan Þorlák á næsta andatrúarfundi? DYGGÐIN AB LÍTA SJÁLFUM SÉR NÆR Stjórnarmyndun Alþýðu- flokksins er að dómi Argusar álíka undur og það krafta- .verk, þegar kýr bjargaðist úr keldu, ,,þar er áður fyrir litlu hafði önnur kýr dáið í“, en þau úrslit hafa löngum verið þökkuð heilögum Þorláki eins og frá segir í góðri bók og merkilegri. Þjóðlegur fróð leikur greinarhöfundar er vissulega þakkarverður og skemmtilegur stimpill á AI- þýðubandalagið, sem ónær- gætnir menn ætla stundum annarlegar hvatir af erlend- um uppruna. Samlíkingin er hins vegar dálítið hæpin fyr- ir Þjóðviljann, ef málið er krufið til mergjar. Alþýðu- flokkurinn er kýrin, sem bjargaðist úr keldunni, sam- kvæmt skýringargáfu og hug kvæmni A.rgusar. En hver var þá hin kýrin, sem „áður fyrir litlu hafði dáið í“ keid- unni? Greinarhöfundi hefur sennilega orðið hugsað til Al- þýðubandalagsins í framhjá- 'hlaupinu. En víst er það dyggð að líta sjálfum sér riær. ARGUS OG OÖYSSEIFUR Þetta mun nægja til að sýna rökfærslu samanburð- arins í málflutningi Þjóðvilj- ans: Fyrst myndar Sjálfstæð- isflokkurinn minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins. Næst er stjórnin mynduð í þeim til gangi að gera út af við Al- þýðuflokkinn. Loks verður stjórnarmyndunin krafta- verk, sem eigna ber heilögum Þorláki. Og þá er greinarhöf- undi svo mikið niðri fyrir, að hann' gleymir nafninu sínu. En hér skal úr því bætt. Arg- us var hundur Odysseifs og lá kvikur og umhirðulaus á haugi, þegar herra hans sneri heim frá Trójuborg sællar minningar. Hundurinn lyfti bá upp hausnum, reisti eyrun og flaðraði rófunni, þó að hann hefði engan mátt að skreiðast til húsbónda síns. — Ráðherrar AlþýSubandalags- ns munu eíga að vera hinn heimkomni þolgóði Odysseif- ur. En Magnús Kjartansson gleymir nafninu sínu, þegar hér er komið sögu. Þó bregzt honum ekki skyldleikinn við hinn eina og sanna Argus. Herjóifur. N s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ s \ I s i s s s s s s s N s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Kirkjupáttur nVdu s s s s s s s s s s Gimnar Hall: íslendinga- bók. GUNNAR IíALL ræður yfir ei/ihverju fullkomnasta bóka- safni, sem til er hér á íslandi og hann notar þetta safn á rétt- an hátt til að draga fram úr fylg'snum gleymskunnar mörg merkileg ariði úr sögu lands- ins. Fyrir nokkrum árum gaf hann út bókina „Sjálfstæðis- barátta íslendinga“. Hann haiði eignast eitt hið fullkomn- asta safn danskra heimilda um aðstöðu Dana til skilnaðar- málsins á árabilinu 1918—44. 3?að var áður í eign Knud Ber- lin, hins kunna danska rithöf- undar, sem mjög hafði látið sér annt um að halda við veldi Dana yfir ísíandi. í þeirri bók sýnir Gunnar Hall eftir heim- ildum, að Danir-hafa alla stund rneðan persónusambandið var í gildi, vonast eftir a"ð geta h'aldjð konungsvaddi yfir ís- landi, eftir að sáttmálinn frá 1918 var útrunninn. Mun hér hafa farið saman ósk konungs- ættarinnar, stjórnmálaleiðtoga og forráðamanna hinna elztu blaða í landinu. Er sýnilegt, að ef íslendingar hefðu ekki stað- ið þétt saman um skilnaðar- málið, þegar kom til átaka 1939 —44 og þar að auki notið stuðnings Roosevelts forseta, hefði ekkert orðið úr skilnaði 1944 og ísland væri enn í veldi Ðanakonungs. Fyrir jólin lagði Gunnar Hall út á djúpið með nýja bók. Það eru • frásöguþættir um merka brautryðjendur í íslenzku þjóð JÓLAMINNINGAR FRÚ Sigríður Björnsdóttir flutti í útvarpinu frásögu um jól bernsku sinn'ar, á ísl. prestssetri í sveit um og eftir aldamótin síðustu. Frú Sigríð- ur er ein þeirra, sem mann híjótá að hlýða á sér til á- nægju. Hún er skarpgáfuð kona, athugul og íhugul, og setur hugsanir sínar fram með aðdáanlegu látleysi. 1 lok ræðu sinnar beindi hún at- hygli hlustendanna að hinni miklu þýðingu, sem. bernsku- áhrifin hafa fyrir hevrn mann og hvatti hina fullorðnu til að hafa gát á því, sem þeir segja og gera í viðurvist barna, því að enginn veit, hvað kann að setjast að í barnssálinni og hafa áhrif á líf mannsins síðar. ÁRAMÓTAIíUGEEIDINGAR Ýmsir leiðtogar þjóonrinn- ar, forustu-menn á sviði stjórnmála og atvinnulífs hafa látið frá sér fara hugleiðingar um áramótin, bæði ástandið í lok hins gamla árs og horf- urnar í sambandi við hið nýja. Allt er þetta þýðingar- mikið. Samt verður mér á að spyrja, hvort frú Sigríður hafi ekki með sioni yfirlætis- lausu ræðu komið inn á það, sem nauðsynlegast er, ~ hvaða hugsanir sitja eftir í sálum mannanna frá þeim tíma, sem liðinn er. HVERJIR RÁÐA STEFNUNNl? Margir hafa svarið á reið- um höndum. Það eru stór- manni sögunnar, leiðtogamir á öllum. sviðum. Látum svo vera, en hvar eru þau nú, stór- mennin, sem eftir svo sera- hálfa öld koma til að ráða. mestu um stefnu hinnar ís- lenzku þjóðar? Hvernig j£4 áttu þau, ef þau á annað horð eru fædd í heiminn? HvaSa. áhrif koma bernskuminning- a>r þeirra til að hafa á Íífs- stsfnu þeirra og síðan aðgerS- ir þeirra í opinbérum imál- um? —• Og er nú alveg víst, þegar öliu er á botninn hvoift, að stórrnennin svo- nefndu séu eins miklu ráð- andi og í fljótu bragði virð- ist? Þeir eru þrátt fyrir afllt ekki annað en vanjulegt fólk, sem nær sinni aðstöðu ekki aðeins vegna hxfileika sinna, heldur af því, að þeir verða eins konar samnefnarar fjöld- ans, öldutoppur b\dgjunnarr Framhald á 10. síðu. H a n n e s á h o r n i n u lífi og* getu.r það orðið mikil saga. Meðal þeirra íslendinga, sem hér er sagt írá, er fyrsti íslenzki óperusöngvarinn, fyrsti kerrusmiðurinn í Reykja vík, fyrsta konan, sem berst fyrir kvenfrelsi með miklum árangri, fyrsti framkvæmda- stjóri Eimskipafélags íslands, fyrsti hugsjónamaðurinn, er berst fyrir raflýsingu í Reykja vík og i'yrsti maðurinn, sem kveikir rafljós á íslandi og lýs- ir Hafnarfjarðarbæ. Þá kemur fyrsti maðurinn, sem setur mótor í bátinn sinn, fyrsti á- hrifamikli sundkennari á ís- landi, fyrsti höfuðskörungur- inn í íslenzkum björgunarmál- um, fyrstu brautryðjendur sláttuvéla á íslandi, fyrsti > Framhald á 10. síðu. it Hvers vegna var þetta ekki gert fyir? ÍX Verðiækkanir komu mönnum aígerlega á óvarí. ÍX Svarið við spurning- imni er ó þínu eigin heimiii ? ÍZ Hugrekki og hrein- skilni eiga að gruiHÍ- valíá stefmma. HVERS VEGNA var þetta ekki g-ert fyrr? — Þeíía var ai- gengasta spicningin á gamlárs- kvölcl og nýárstlag eftir að Emil Jónsson liafði skýrt frá hinum miklu verðlækkunum á brýn- ustu lífsnauðsynjunum. Og spurningin er eðlileg. Hvers vegna var þetta ekki gert fyrr og* málin leyst til að byrja með? Ástæðan. var sú, að það hafði ekki tekizt samkomulag um nokkum skapaðan hlut. Ósam- íyndið ríkti í algleymingi bæði innan stjómar og meðal stjórn- arandstöðunnar og ríkið var stjórnlaust. FREGNIN um verðlækkan- irnar kom fólki algerlega á ó- vart. Mönnum kom það fyrst og fremst á óvart að hægt skýldi vera að lækka vöruverðið og þar með vísitöluna. Mönnum kom það á óvart, að Alþýðuflokks- stjórnin skyldi geta þetta og mönnum fannst að það létti af þeim fargi. Þeir eygðu lausn á þeim vanda, sem þjóðin stendur í. Boðskapur forsætisráðherra I um áframhaldandi aðgerðir vöktu mönnum og vonir um, að hér væri aðeins um byrjun a'ð ræða. Áfram yrði haldið á sömu braut. TIL ÞESSA hefur vöruveið farið hækkandi. Til þessa hefur vöruverð alltaf hækkað fyrsí cg síðan kaup. Nú er önnur leið farin. Nú lækkar vöruverðió fyrst og kaupið á eftir. Það er b.eitt öðrum aðíerðum. eng- inn skyldi halda að þetta sú hægt án sameiginlegra áta'éa allrar þjóðarinnar. Næstu að- gerðir krefja'st fórna. Allir verða að leggja fram sinn skerf. E£ unnið verður gegn því, þá er þaö skemmdarverkastarfsemi. Það ríður á miklu að þjóðin hugsi þessi mál vel og af fullri átayrgð artilíinningu. MÁLIB ER : raun og veru oí- ureinfalt. Það er opin leið uð réttri niðurstöðu fyrir alla: að leggja niður fyrir sér, livernlg þeir stjórna sínunTeigin heimil- um, sínum eigin atvinnu- og fjár málum. Sú leið, sem þeir sjá aö sé rétt fyrir sjálfa sig er og rétt fyrir samciginlegan þjóðarbil- skap þeirra. Ekki að eyða meiru en aflað er, ekki að blóðmjóllía. ekki að hordrepa atvinnuvegina. ekki að ofpína túnið sitt. ÞAÐ BER Á ÞVÍ, að einstakir starfshópar telji sig eiga að haía sérréttindi. í því efni má ekki látan undan. Aliir eiga að siija við sama borð. Látum ekki mis- tökin með flugmennina endur- taka sig. Ef spekúlasjónir ein- stakra hópa verða til þess að stöðva 'atvinnuvegi um sinn á einangruðum stöð.um, þá verða þeir að stöðvast. Sjálfsagt er aís Framhald á 10. síðu. Alþýðublaðið 4. jani. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.