Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 13
SAMEINAÐA/SÍA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
13
h
Húsbréf
Einföld og örugg leið
til að eignast ibúð
Er orðið tímabært að kaupa íbúð?
/Etlir þú að fá fyrirgreiðslu í húsbréfakerfinu, byrjar þú á að
sækja um umsögn ráðgjafastöðvar. Fyrst þarftu þó að hafa
undirbúið kaupin vandlega, t.d. með reglubundnum sparnaði
Þegar þú hefur fengið umsögnina í hendur, þurfa ekki að líða
nema nokkrar vikur þar til afgreiðsl.u er lokið
og kaupsamningur undirritaður.
í húsbréfakerfinu áttu kost á háu langtímaláni á einum stað.
Það getur sparað þér fyrirhöfn og kostnað af öðrum lántökum
og auðveldað þér að hafa yfirsýn yfir skuldir þínar.
Umsögn ráögjafastöövar eykur á öryggi
þitt, því hún á að fyrirbyggja hugsanlega
greiðsluerfiðleika þína. Þú getur ekki gert
kauptilboð í húsbréfakerfinu án þess að
hafa fengið umsögnina í hendur.
Hafðu auk þess í huga aö íbúðarkaup nú
á dögum eru varla framkvæmanleg nema
a.m.k. 15-20% kaupverðs sé eigið fé.
Eigið fé getur til dæmis verið bíll, sem þú
ætlar að selja, sparnaður, eða annað
sem ekki er lánsfé.
Leitaðu nánari upplýsinga hjá fasteigna-
sölum og í Húsnæðisstofnun.
KYNNINGARMYNDBÖND
Kynningarmyndbönd um húsbréfakerfið liggja
frammi á næstu dögum hjá fasteignasölum og
hjá Húsnæðisstofnun. Þau eru einnig m.a.
væntanleg á sveitastjórnarskrifstofur og
myndbandaleigur um land allt.
Æ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK ■ SÍMI • 696900