Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. MAÍ-1990
37
Kynni okkar hófust ekki í veru-
legu mæli fyrr en á ársfundi sam-
taka kaupstaðanna fyrir vestan,
norðan og austan, sem haldinn var
á Sauðárkróki 1959.
Kaupstaðafundurinn á Sauðár-
króki var um margt eftirtektarverð-
ur. Eftir sveitarstjómakosningarn-
ar 1958 urðu mikil mannaskipti í
forystuliði kaupstaðanna. Einn
þeirra sem kom til starfa var hinn
ungi bæjarstjóri á Akureyri. Það
var litið mjög til þessa unga manns,
um að hafa forystu fyrir kaupstaða-
samtökunum. Hann hafði þá þegar
getið sér orð fyrir rökvísi og festu
í málflutningi, fyrir lagni og þá
hógværð, sem þarf til að leiða við-
kvæm mál til lykta.
Framundan voru umbrotatímar í
sveitarstjórnarmálum. Ný sveitar-
stjórnarlög voru í burðarliðnum. í
undirbóningi voru ný, heilsteypt
tekjustofnalög, þar sem átti að rétta
hlut sveitarfélaganna, með öflugum
jöfnunarsjóði, sem nyti framlaga
af söluskatti og aðflutningsgjöld-
um.
Sveitarfélögin voru að vakna til
byggðalegrar vitundar um hlutverk
sitt og stöðu gagnvart ríkisvaldinu.
Magnús E. Guðjónsson hafði margt
til að bera um leiðsögn í þessum
efnum. Með hógværri málafylgju,
án herlúðrablásturs, náði hann þeim
árangri, sem dugði.
A svonefndum Dettifossfundi, 8.
júlí 1962, sem haldinn var á Akur-
eyri, og boðaðir voru til sveitar-
stjórnarmenn á Norður- og Austur-
landi, ásamt alþingismönnum, tók-
ust kynni okkar á nýjum vettvangi.
Tiiefni fundarins var að fylgja eftir
ályktun Alþingis. frá 1961 um stór-
virkjun og stóriðju á Norðurlandi.
Mörgum Akureyringum og Eyfirð-
ingum féll ekki þessi umræða og
frábáðu sér óhreina erlenda stór-
iðju, en sáu fyrir sér úrvinnsluiðnað
og ræktun landsins í hillingum. í
þessum efnum skipuðum við Magn-
ús okkur í andstæða skoðanahópa.
Hann fór að vilja sinna manna og
hélt að sér höndum. Ég skipað mér
í sveit Gísla Guðmundssonar, al-
þingismanns, og þeirra er vildu
koma í veg fyrir að landið sporreist-
ist, og sáum stórvirkjanir og stór-
iðju sem bjargarvon byggðanna á
Norðurlandi.
Mjög náið samstarf tókst með
okkur Magnúsi við undirbúning at-
vinnumálaráðstefnunar á Norður-
landi 1965. Til þessa fundar má
rekja áform um Norðurlandsáætl-
un, endurreisn Fjórðungssambands
Norðlendinga og um ýmsar at-
vinnubætur á sjöunda áratugnum.
Ég á Magnúsi að þakka að þessi
ráðstefna tókst vel, þrátt fyrir
áhugaleysi sumra forystumanna í
bæjarstjórn Akureyrar. Þegar eftir
ráðstefnuna 1965 voru uppi raddir
um að stofna samband norðlenskra
sveitarfélaga. Það var nánast ekk-
ert annað eftir en að boða. til stofn-
fundarins, þegar þáverandi formað-
ur Fjórðungssambands Norðlend-
inga, bæjarstjórinn á Akureyri, vek-
ur athygli á því að eðlilegast sé að
endurskipuleggja sambandið, sem
heildarsamtök sveitarfélaganna á
Norðurlandi.
Á fjórðungsþingi Norðlendinga
1966 á Siglufirði var ákveðið að sú
hreyfing, sem myndaðist um at-
vinnuráðstefnuna, gengi til liðs við
fjórðungssambandið og að það yrði
samtök allra sveitarfélaga á Norð-
urlandi. Það voru því ráð Magnúsar
E. Guðjónssonar, að Fjórðungssam-
band Norðlendinga starfar á núver-
andi grundvelli. Hann er því eins
konar guðfaðir þess.
Svo skipuðust mál 1971, að ég
réðst sem framkvæmdastjóri til
Fjórðungssambands Norðlendinga.
Magnús hafði ráðist 1967, sem
framkvæmdastjóri Sambands ísí.
sveitarfélaga. Nú lágu leiðir okkar
saman á ný með auknum samskipt-
um og fjölþættu samráði um hin
margvíslegustu mál. Eins og geng-
ur deildum við oft. Þótt skoðanir
væru skiptar, var ég ætíð fróðari
eftir viðræður við Magnús, á hverju
sem gekk á milli okkar. Margir fóru
í smiðju til Magnúsar um hin ólík-
ustu efni. Hann gerði ekki manna-
mun í þeim efnum. Magnúsi var
mjög kært að geta leyst vandamál
hinna smáu sveitarfélaga og varð
á löngum starfsferli skriftarfaðir
margra oddvita víða um landið.
Margur „atvinnumaðurinn“ í sveit-
arstjórnargeiranum leitaði ráða hjá
Magnúsi, því að maðurinn var haf-
sjór ráða og upplýsinga um allt er
varðaði sveitarfélögin í landinu.
Magnús fann til ríkrar þjóðfé-
lagslegrar ábyrgðar. Hann gat ver-
ið óvæginn í átölum sínum við þá
er hann taldi að færu gáleysislega
með fjárhag sveitarfélaganna.
Margur sveitarstjómarmaðurinn
hefði ekki „týnt götunni" og „lent
á hvolfi" utan vegar, ef farið hefði
verið að ráðum Magnúsar, Magnús
hafði lag á að átelja, án þess að
það skildi eftir sárindi. Alla jafna
var hann hógvær í dómum um aðra.
I formennsku Páls Líndals braut
Samband ísl. sveitarfélaga upp á
ýmsum nýmælum. Fræðslustarf-
semi var aukin og stuðlað var að
stofnun landshlutasamtaka sveitar-
félaga. Hér komst til skila hin mikla
þekking Magnúsar og reynsla hans
af þankagangi sveitarstjómar-
manna.
Liður í þessu var að koma á sam-
starfi á milli landshlutasamtaka
sveitarfélaga og Sambands ísl.
sveitarfélaga. Það kom í hjut Magn-
úsar að boða þessa aðila saman til
fyrsta fundar. Ekki fór svo að sam-
ráðsfundir landshlutasamtakanna
tengdust Sambandi ísl. sveitarfé-
laga. Þessir aðilar eiga með sér
samráðsfundi, þegar þurfa þykir. í
daglegri önn hefur það komið í hlut
Magnúsar að halda tengslum við
landshlutasamtökin. Við fráfall
Magnúsar E. Guðjónssonar mynd-
ast hér eyða.
Fáa hefði granað, að Magnús
þessi yfirlætislausi maður, sem ætíð
hafði nægan tíma til að sinna gest-
um og gangandi í venjulegum starf-
degi, gegndi í raun þreföldu starfi.
Samhliða því að vera framkvæmda-
stjóri Sambands ísl. sveitarfélaga
gegndi hann starfi framkvæmda-
stjóra Lánasjóðs sveitarfélaga,
starfi framkvæmdastjóra Bjarg-
ráðasjóðs og hafði á hendi yfirstjórn
Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
Með fullum rétti má segja að sami
maður hafí gegnt þremur sjálfstæð-
um störfum. Það vita þeir sem eru
kunnugir að ekki mátti á milli sjá,
hvort hann tók eitt starfíð fram
yfír annað. Það eru margar ómæld-
ar vinnustundirnar, eftir að venju-
legum vinnutíma lauk, sem Magnús
sat að störfum í skrifstofu sinni.
Trúnaður við starfíð og vinnu-
semi voru þær dyggðir, sem Magn-
ús tileinkaði sér. Osérhlífni og trú-
mennska einkenndi hann að hverju
sem hann gekk, á hvaða vettvangi
sem var. Hann mat starfsgengi sitt
eftir úrlausn verkefna. Sérstök
mannaforráð og samskiptaþensla
þjónaði ekki lund hans. Parkingson
átti ekki heima í skrifstofu hans.
Það var með Magnús eins og marga
mikilvirka gróna embættismenn, að
þegar upp er staðið er á fárra
manna færi að leysa starfíð með
fullri skilvirkni, innan venjulegs
dagsverks. Hver kynslóð hefur sitt
vinnulag, sem því miður gengur
ekki í erfðir.
Magnús var þeim vanda vaxinn
að taka við af Jónasi Guðmunds-
syni, upphafsmanni samtaka sveit-
arfélaga í landinu. Hann naut mik-
ils trausts og víðtæks stuðnings
sveitarstjórnarmanna.
Landsbyggðin átti hauk í horni,
þar sem hann fór. Það var erfið
staða framkvæmdastjórans, and-
spænis landsbyggðinni, að formenn
Sambands ísl. sveitarfélaga eru
næstum alfarið úr hópi aðstoðar-
manna borgarstjórans í Reykjavík.
Þetta setti svip sinn á starfið og
reyndi á fjölhæfni framkvæmda-
stjórans við að móta ímynd sam-
bandsins.
Við fráfall Magnúsar eru tíma-
mót. Hvað þau boða skal ekki spáð
hér. Maður kemur ætíð í manns
stað. Þrátt fyrir allt er ljóst, að nú
ríður á reynslu og félagslegri lagni
í því umróti, sem bíður samtaka
sveitarfélaga í landinu. Því er skarð
fyrir skildi. Magnús Guðjónsson
skilur eftir sig sterk kaflaskil í sögu
sveitarstjórnarmála á Islandi. ■
Hafi hann þökk fyrir framlag
sitt. Ég flyt eiginkonu, börnum og
ættingjum öllum kveðjur mínar og
okkar norðanmanna.
Áskell Einarsson
Snorri Magnússon
raívirkjameistari
Fæddur 12. maí 1906
Dáinn 16. maí 1990
Hinn 16. maí sl. andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík frændi minn,
Snorri Magnússon, rafvirkjameist-
ari, á 85. aldursári. Snorri fæddist
að Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá í
Fljótsdalshéraði 12. maí 1906. For-
eldrar hans vora Magnús Stefáns-
son bóndi og sjómaður, frá Garði í
Kelduhverfí, og kona hans Elín-
björg Jónasdóttir frá Árnagerði í
Fáskrúðsfirði. Snorri var yngstur
þriggja bræðra. Þegar hann var
barn að aldri, fluttist fjölskyldan
að Ekru í Eskifírði, og þar átti
hann heimili æsku- og unglingsárin
fram yfir tvítugt. Magnús og Elín-
björg voru mannkostafólk, vönduð
og vel gefin. Sá sem þetta ritat'
minnist Elínbjargar sem einstak-
lega elskulegrar gamallar konu.
Eins og títt var um börn alþýðu-
fólks á þeim áram, fór Snorri
snemma að vinna og stundaði sjó
með föður sínum, m.a. í veri í utan-
verðum Reyðarfírði. Snemma kom
í ljós, að Snorri hafði góðar náms-
gáfur. Þrátt fyrir þröngan fjárhag
fjölskyldunnar var hann sendur til
unglinganáms að Eiðum og einnig
var hann í einkaskóla Benedikts
Blöndals í Mjóanesi á Fljótsdalshér-
aði. Að lokinni stuttri skólagöngu
fékkst Snorri við ýmis störf, var
m.a. á vertíð í Vestmannaeyjum.
Eldri bróðir hans, Jónas, var þá
rafvirkjameistari á Siglufírði. Þang-
að fór Snorri og gerðist fyrst sjó-
maður á síldarbát, en hóf svo að
læra rafvirkjun hjá bróður sfnum.
Að því loknu hélt hann til Danmerk-
ur til framhaldsnáms í iðngrein
sinni á áranum 1928-1929 hjá fyrir-
tækinu T.B. Tryge í Odense. Snorri
taldi sig hafa lært mikið á þessari
námsdvöl og bar dönskum iðnaðar-
mönnum og Dönum almennt vel
söguna.
Á Siglufirði hafði Snorri kynnst
konuefni sínu, Önnu Guðmunds-
dóttur, ættaðri úr Eyjafirði. Er hann
kom heim frá Danmörku árið 1929,
hélt hann aftur til Siglufjarðar og
starfaði þar sem rafvirki. Þau Anna
gengu í hjónaband og fluttust að
Búðum í Fáskrúðsfirði árið 1930,
en þangað hafði Snorri þá verið
ráðinn sem rafveitustjóri. Þar var
heimili þeirra næstu 10 árin. Anna
var myndarleg kona og mikil hús-
móðir. Bjó hún manni sínum fallegt
heimili að Búðum, og þar eignuðust
þau börnin sín þrjú, Svövu 1934,
Magnús 1935 og Elínbjörgu 1939.
Árið 1940 fluttust þau Snorri og
Anna með böm sín til Norðurlands,
fyrst að Laxárvirkjun, þar sem
Snorri var vélgæslumaður, en tveim
áram síðar til Akureyrar. Þar rak
hann raflagnavinnustofu ásamt
öðrum rafvirkja til ársins 1950. Þá
fluttist íjölskyldan til Reykjavíkur
og rak Snorri þar í 7 ár raftækja-
vinnustofuna Skinfaxa f félagi við
frænda sinn, Jónas Ásgrímsson,
mikinn sómamann. Þessi ár voru
fjölskyldunni erfið. Heilsu Önnu tók
að hraka og hún lést í desember
1953. Árið 1957 réðst Snorri til
starfa hjá Rafmagnsveitum ríkisins
og var næstu árin vélgæslumaður
við Mjólkárvirkjunina í Arnarfirði.
Með honum fluttust þangað dæt-
urnar tvær, Elínbjörg og Svava
ásamt ungum bömum hennar, sem
Snorri gekk í föður stað. En árið
1963 fluttust Snorri, Svava og
börnin aftur til Reykjavíkur og
héldu þar heimili saman. Næstu ár
og fram til 1977 hélt Snorri áfram
að vinna hjá Rafmagnsveitum ríkis-
ins, ýmist í Reykjavík eða víðs veg-
ar úti á landi, svo sem á Fljótsdals-
héraði og Skriðdal.
Snorri Magnússon var góður fag-
maður, vandvirkur, samviskusamur
og duglegur og einstakt snyrti-
menni. Hann var því að vonum eft-
irsóttur starfsmaður og auk þess
vinsæll með afbrigðum meðal sam-
starfsmanna sinna. Hann hafði
ferðast og dvalist vfða og þekkti
landið og sögu þess vel. Snorri var
víðlesinn og hafði mikið yndi af, BHBHI
bóklestri. Sjálfur átti hann ágætt
bókasafn, einkum um þjóðlegan
fróðleik auk þekktra skáldverka.
Hann hugsaði gott til þess að veija
elliárunum við þetta mesta áhuga-
mál sitt: lestur góðra bóka. Það
varð honum því mikið áfall, þegar
sjónin tók að daprast fyrir fáeinum
árum og að því kom, að hann varð
blindur að kalla og gat ekkert les-
ið. Það var ekki líkt Snorra að
kvartá, en þó sagði hann einhvern
tímann við mig — ef til vill hálfpart-
inn í gamni — að sér fyndist það
ekki með öllu sanngjarnt af hendi
forsjónarinnar, að honum, sem
lengstan hluta ævinnar hefði unnið
að því að veita öðrum ljós, skyldi
vera búin þau örlög að glata sjálfur
birtunni, verða blindur.
Snorri Magnússon var gæddur
góðum gáfum og var óvenjulega
heilsteyptur persónuleiki. Ég minn-
ist margra ánægjustunda í nærveru
Snorra, ekki síst hin sfðari ár, þeg-
ar ég kynntist honum best. Hann
sagði snilldarvel frá, svo unun var
á að hlýða og hafði flestum mönnum
betri kímnigáfu. Hann bar mikla
virðingu fyrir sannri menntun, en
hafði megna fyrirlitningu á hvers
kyns sýndarmennsku, hégómaskap
og menntunarhroka. Hann var alla
tíð málsvari lítilmagnans en aldrei
uppveðraður við svokallaða fyrir-
menn. En umfram allt var Snori’i
mikill vinur vina sinna og máfti
hvergi vamm sitt vita. í samræmi
við það var hann einstaklega þarn-
góður, og er mér kunnugt um, að
barnabömunum hans þótti mjög
vænt um hann.
Snorri fændi minn er kvaddur
með virðingu. Honum er þökkuð
samfylgdin og einstaklega ánægju-
leg kynni.
Unnsteinn Stefánsson
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast vinar míns, Snorra Magn-
ússonar, nú þegar vegir skiljast í
bili. Hann var mér og öllum sem
hann kynntist traustur og sannur
vinur, og öll samskipti okkar vora
á þann veg að þau þurfti ekki að
skjalfesta. Hann var fæddur í Gagn-
stöð, Hjaltastaðaþinghá, sonur
þeirra mætu hjóna Elínbjargar Jón-
asdóttur ættaðrar frá Árnagerði í
Fáskrúðsfirði og Magnúsar Stef-
ánssonar en þau hjón bjuggu á
Ekra á Eskifirði í barnstíð minni
og eru mér mjög minnisstæð. Snorri
hafði snemma mikinn námsáhuga
eins og við flestir þá, en það vora
lítil fjárráð til þess í þann tíma. Þó
braust hann í að komast á Eiða-
skóla. Jónas bróðir hans hafði lært
rafvirkjun og var orðinn meistari í
þeirri iðn, hjá honum lærði hann í
Reykjavík, en síðar tók hann raf-
virkjapróf er Jónas var kominn til
Siglufjarðar, en áður var hann í
Iðnskólanum í Reykjavík um hríð.
Á námsáram sínum var hann eitt
ár í Óðinsvéum í Danmörku og
komst þar í félagsskap við J.B.
Trygge og höfðu þeir þar vinnu-
stofu saman. Þá var Snorri raf-
stöðvarstjóri á Fáskrúðsfírði í 10
ár. Þá eitt ár við Laxárvirkjun. í
Reykjavík var hann með vinnustofu
í félagi við vin sinn og frænda Jón-
as Ásgrímsson og nefndu hana
Rafmagnsverkstæðið Skinfaxa, og
tóku einnig lærlinga. Var þetta
gott tímabil. Nokkur ár var hann á
Akureyri í félagi við annan og ráku
þeir rafmagnsverkstæði sem þeir
nefndu Viktor og Snorri og alls
staðar famaðist Snorra vel. Sagði
hann mér oft að á þeim erfiðleika-
tímum hefði farsældin haldið þétt
í hönd sína og alls staðar hafði
hana traust viðskiptavina sinna.
Um skeið var hann hjá Mjólkár-
virkjun, en þá flutti hann til
Reykjavíkur 1963 og vann síðan
hjá Rarik í flestum stöðvum lands-
ins við mælingar o.fl. Seinustu árin
dvaldi svo Snorri á Hrafnistu og
þar lést hann.
Snorri var afar hamingjusamur
í hjónabandi._ Hann giftist Önnu
G. Guðmundsdóttur frá Holti í Gler-
árhverfi. Hún lést á góðum aldri
og harmaði Snorri hana mjög. Þau
eignuðust þijú böm, Magnús, Svöfu
og Elínbjörgu sem öll lifa hann.
Æskuár Snorra liðu á Eskifirði,
og þar urðu tengsl okkar best og
varanlegust æ síðan. Um bræður
hans, Jónas og Stefán, get ég sagt
hið sama. í leik og störfum mætt-
umst við. Bæði á gleði- og erfíðum
stundum má segja hið sama. Menn
tóku þá mikinn þátt hver í annars
kjörum, glöddust yfír velgengni og
drapu höfði á erfíðum og sorgar-
stundum. Þótt Snorri væri maður
alvörannar, var hann einnig glett-
inn og gamansamur. Það fékk ég
oft að reyna. Ég heimsótti þau hjón
oft á Fáskrúðsfjörð og þar kynntist
ég konu hans vel og samgladdist
þeim hjónum í hamingju þeirra.
Eftir að hann flutti suður á bóginn
og við komumst í nærvera hvor
annars, áttum við fleiri stundir til
rabbs og unaðar.
Ef ég ætti að lýsa Snorra í tveim
orðum myndi ég velja orðin góður
drengur, því það var hann sannar-
lega. Og öll verk sín ieysti hann
þannig af hendi að þeir sem nutu
voru ánægðir. Á heimili okkar hjóna
kom hann og þá sem áður vora rifj-
aðar upp gamlar minningar, það
vora báðum unaðsstundir.
Nú þegar ég kveð góðan vin í
bili, sveima hugljúfar minningar um
hugarheiminn. Ég kveð kæran vin
okkar. Handtak hans var ætíð hlýtt
og sterkt. Guð blessi Snorra og all-
ar góðar minningar. Fari hann heil).
til ljósra landa og meiri starfa.
Árni Helgason
Það var erfitt að þurfa að segja
Millu og Bergsveini að Snorri afi
væri dáinn, því að mikil og gagn-
kvæm ást ríklí1 milli þeirra og
Snorra afa. Það verður æ sjaldnar
í okkar hraða og tæknivædda þjóð-
félagi að slík ást og virðing sjáist
milli barna og eldri kynslóðarinnar.
Snorri elskaði börnin af öllu sínu
hjarta og fékk það ríkulega endur-
goldið. Ekki bara börnin mín áttu
Snorra afa mikið að þakka heldur
einnig ég. Hann var mér mikil stoð
og stytta og ávallt reiðubúinn að
hjálpa þegar á þurfti að halda. '
Fyrir Millu og Bergsvein er það
ómetanleg reynsla að hafa fengið
að kynnast afa sínum svo náið. Þau
munu ætíð minnast afa síns með
mikilli ást og virðingu.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin fuli af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér. .
(Steinn Steinarr)
Ragnheiður Alfireðsdóttir,
Svíþjóð.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
ÉWvgÆfTOjjf » Ý r l-i-f t f f■ii44^t$4-ÍrÍ4