Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
A UGL YSINGAR
KENNSLA
VÉLSKÓLI
ISLANDS
Innritun á haustönn 1990
•Innritun nýrra nemenda á haustönn 1990
er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra
nám verða að hafa borist skrifstofu skólans
fyrir 5. júní. nk., pósthólf 5134,125 Reykjavík.
Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemend-
ur, sem hafa stundað nám við aðra skóla,
fá nám sitt metið að svo miklu leyti, sem
það fellur að námi í Vélskóla íslands.
Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið
grunnskólaprófi eða sé 18 ára.
Vélavörður
Sérstök athygli er vakin á námi vélavarða
er tekur eina námsönn og veitir vélavarða-
réttindi samkvæmt íslenskum lögum.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans í Sjómannaskólahús-
inu kl. 08.00-16.00 alla virka daga.
Sími 19755.
Skólameistari.
jk Sérkennslunám
kennara fvrir framhalds-
HÁSKÓU
ÍSLANDS
skólakennara
Kennaraháskóli íslands mun nk. skólaár
1990-1991 bjóða upp á nám í sérkennslu-
fræðum fyrir framhaldsskólakennara. Námið
er skipulagt sem hlutanám með starfi og
jafngildir 15 háskólaeiningum.
Námið fer fram vikulega, e.h. föstudaga og
f.h. laugardaga. Inntökuskilyrði eru kennslu-
réttindi og minnst tveggja ára kennslu-
reynsla í grunnskóla eða framhaldsskóla.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu Kennaraháskólans
v/Stakkahlíð (s: 688700).
Umsóknir skulu berast þangað eigi síðar en
15. júní nk.
Rektor.
Sumarskóli
Fjölbrautaskólans
í Breiðholti
FJÖLBRAUTASXÚUNH
BREIÐHOLTI
Þann 5. júní tekur Sumarskóli F.B. til starfa.
Kennt verður frá klukkan 16.00 til 20.30 í
fjórar vikur frá 5. júní til 29. júní og prófað
2. og 3. júlí.
Nemendur hafa heimild til að taka tvo
áfanga.
í ráði er að eftirtaldir áfangar verði í boði,
svo fremi sem næg þátttaka fæst:
Bókfærsla BÓK103
Enska ENS202
Enska ENS302
íslenska ÍSL 302
íslenska ÍSL403
Líffræði LÍF103
Stærðfræði STÆ202
Stærðfræði STÆ302
Stærðfræði STÆ 403
Stærðfræði STÆ493
Verslunarreikningur VER102
Vélritun VÉL102
Tölvufræði TLV 102
Upplýsingar um Sumarskóla F.B. liggja
frammi á skrifstofu skólans, sími 75600.
Innritað verður á skrifstofu skólans við Aust-
urberg til miðvikudagsins 30. maí frá kl.
8.00-13.00.
Skólameistari.
Skrásetning nýnema í
Háskóla íslands
fer fram 1. júní til 29. júní. Umsókn um skrá-
setningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða eftir-
rit af stúdentsprófsskírteini (ath. af öllu
skírteininu).
Við skrásetningu skal greiða gjöld sem eru
samtals 7.900 kr.
Skrásetning fer fram í nemendaskrá háskól-
ans í aðalbyggingu alla virka daga frá kl.
10.00-12.00 og 13.00-15.00.
Háskóli isiands.
Spennandi kennaranám
íDanmörku
Laus eru tvö pláss í 4ra ára kennaranám
fyrir nemendur frá Norðurlöndum.
A 4ra ára námsferli er kennt um alþjóðleg
málefni og m.a. er farið í 4ra mánaða náms-
ferð til Asíu.
Einnig kynnast nemendur innlendum málefn-
um og starfa í 9 mánuði úti í atvinnulífinu.
Síðan er 7 mánaða æfingakennsla í danska
grunnskólanum og 7 mánaða æfingakennsla
í sérskólum, t.d. í unglingaskóla í Danmörku,
í skóla á gagnfræðastigi eða í barnaskóla í
Afríku.
Tekin eru próf í eftirfarandi fögum: Stærð-
fræði, dönsku, skrift, myndmennt, tónlist,
íþróttum, handavinnu, uppeldisfræðum,
kennslufræðum og uppeldis-sérsviði auk 2ja
valfaga eins og l.d. upplýsingafræðum og
líffræði.
Allir nemendur búa í skólanum.
Kynningarfundur verður haldinn í Reykjavík.
Nánari upplýsingar í síma 90 45 42 995544.
Det Nodvendige Seminarium,
Skorkærvej 8,
6990 Uifborg, Danmark.
G
Innritun
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
LyngáSt 7 9 210Garðabæ S 52193 o<j 52194
Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir
haustönn 1990 stendur nú yfir.
Boðið er upp á kennslu á þessum brautum:
EÐ - Eðlisfræðibraut (4 ára nám)
ET - Eðlisfræðibraut - Tölvulína (4 ára nám)
FÉ - Félagsfræðibraut - (4 ára nám)
FF - Félagsfræðibraut - Fjölmiðlalína
(4 ára nám)
F2 - Fiskvinnslubraut2 (2 ára nám)
FN - Fornám
HA - Hagfræðibraut (4 ára nám)
HT - Hagfræðibraut (4ára nám)
HE - Heilsugæslubraut(2ára nám)
ÍÞ - íþróttabraut (4 ára nám)
MÁ- Málabraut(4ára nám)
MF - Málabraut - Ferðamálalína
(4 ára nám)
NÁ - Náttúrufræðibraut (4 ára nám)
TÓ - Tónlistarbraut(4ára nám)
TÆ- Tæknibraut (3 ára nám)
TT - Tækniteiknun (1 ársnám)
UP - Uppeldisbraut(2áranám)
VI - Viðskiptabraut(2áranám)
ÞJ - Þjálfunarbraut (2 ára nám)
Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskólans í
Garðabæ, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga frá
kl. 8.00-16.00, símar 52193 og 52194.
Þeir, sem þess óska, geta fengið send um-
sóknareyðuþlöð. Umsóknir þurfa að berast
skólanum eigi síðar en 5. júní nk.
Skólameistari er til viðtals í skólanum alla virka
daga frá kl. 9.00-12.00.
Skóiameistari.
Einkakennsla íheimahúsum
Reyndur grunnskólakennari (m.a. stuðnings-
og sérkennsla) getur aðstoðað næsta skóla-
ár í heimahúsum eða í einkatímum. Náms-
staða verður metin miðað við þarfir.
Áhugasamir vinsamlega leggi inn nafn og
síma á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Árangur
- 9406“ fyrir 10. júní.
I&nskó/inn í Reykjavfk
Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og
Miðbæjarskólanum 31. maí og 1. júní kl. 9.00-
18.00. Jafnframt verður innritað í íðnskólanum
30. maí og 5. júní kl. 10.00-18.00.
Innritun verður í eftirtalið nám:
1. Samningsbundið iðnnám. (Námssamning-
ur fylgi umsókn nýnema).
2. Bókagerð (prentun, prentsmíði, bókband).
3. Grunndeild í fataiðnum.
4. Grunndeild í háriðnum.
5. Grunndeild í málmiðnum.
6. Grunndeild í rafiðnum.
7. Grunndeild í tréiðnum.
8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
10. Framhaldsdeildir í bókagerð.
11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
12. Framhaldsdeild í hárskurði.
13. Framhaldsdeild í húsasmíði.
14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkj-
un.
17. Framhaldsdeild í vélsmíði.
18. Almennt nám.
19. Fornám.
20. Meistaranám.
21. Rafsuða.
22. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi).
23. Tækniteiknun.
24. Tölvubraut.
25. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna.
26. Öldungadeild í rafeindavirkjun.
Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstak-
ar deildir.
Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit
prófskírteina með kennitölu.
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
ÁRMÚLA 12 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 84022
Frá Fjölbrautaskólanum
við Ármúla
Innritun verður í skólanum fimmtudaginn 31.
maí og föstudaginn 1. júní kl. 8-16 og í Mið-
bæjarskólanum sömu daga kl. 9-18.
Boðið er uppá tveggja ára nám á uppeldis-,
viðskipta- og þjálfunarbraut og til stúdents-
prófs á félagsfræðibraut með félagsfræði,
sálfræði eða fjölmiðlafræði sem kjörsvið,
hagfræðibraut með bókhalds-, hagfræði-eða
markaðsfræðivali, íþróttabraut, listdans-
braut, náttúrufræðibraut og nýmálabraut.
í haust hefst kennsla á þremur nýjum braut-
um, ef umsóknir verða nægilega margar:
Sjúkraliðabraut. Þriggja ára nám. Kennsla
fer fram í húsnæði Sjúkraliðaskólans á Suð-
urlandsbraut og í skólanum.
Braut fyrir aðstoðarfólk tannlækna. Tveggja
ára nám auk starfsþjálfunar á tannlækna-
deild Háskóla íslands.
Læknaritarabraut. Árs nám auk níu mánaða
starfsþjálfunar. Inntökuskilyrði er stúdents-
próf eða sambærileg menntun og reynsla.
Umsóknarfrestur um þessar nýju brautir
er til 10. júní.
Skólameistari.
VSKXSUIMtí’iaBííSi