Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.05.1990, Blaðsíða 38
38 -f MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990 KONUR - > Fjallkonan fríð Senn líður að þjóðhátíð. Þá kemur til kasta kvenna, sérstaklega er það raunar ein kona sem allt snýst um 17. júní. Þetta er auðvitað fjall- konan. Það var hann Eggert Ólafsson sem fyrstur líkti fósturjörðinni við konu, í kvæðinu ís- land. Ekki veit ég hvaðan Egg- ert fékk hugmyndina, en hún lifði síðan og dafnaði vel alla sjálfstæðisbaráttuna. Á nítjándu öld máluðu menn af henni myndir og er þjóð- hátiðarmynd Benedikts Gröndals eflaust frægust. Miðað við lofið sem á þessa konu var hlaðið af forfeðrum okkar eru það varla nema lítilfjörlegar leifar sautjánda júní þegar kona í þjóðbúningi flytur ávarp fjallkonunnar, eftir eitthvert þjóðhátíðar- skáldið. En konur koma víðar við sögu í bókmenntum og sagnahefð. Lítt er rannsak- að, en forvitnilegt, hvaða hlutverki konur gegna í þjóð- söjgum. Þar má eflaust greina nokkra flokka, álfkona sem hjálpar í barnsnauð er ein, álfkona sem lokkar til sín karl úr mannheimi er önnur, svo ekki sé nú minnst á flögðin. Ég veit ekki hvort það er þorandi af pólitískum ástæðum að ræða um tröll- skessur og flögð. Ég hef fyrir satt að framan af hafi menn alls ekki talið að tröll væru til muna stærri en annað fólk. Hins vegar voru þau gædd ýmsum eiginleikum. Sakar ekki að geta þess, að í miðaldaháþýsku finnst orð- lð-„trúlle“ sem þýðir skækja. í þjóðsagnasafni Jóns Árna- sonar segir svo: „Eins þykir skass skessa eða flagð og önnur slík orð lastmæli um konur, og eru ekki höfð um aðrar en þær, ,sem óhemju- skepnur eru að einhveiju leyti eða bryðjulegar." Ekki hygg ég að það yrði manni til framdráttar ef hann not- aði þessa orðskýringu í hag- nýtum samskiptum við kon- ur. Annars segir lika í þjóð- sögunum að tröll lifi „bæði á dýraveiðum, fiskifangi, og ef til vill kvikfé. Ekkert er þar minnst á þá áráttu tröll- kvenna að tæla til sín unga menn og hafa þá sér til fylgi- lags. Eru þó af því margar sögur. En nú komum við að fjall- konunni aftur. Hvernig stóð á því að karlmaður á átjándu öld skyldi grípa til líkinga- máls á borð við fjallkonuna? Líklega hefur álit kvenna ekki verið sérlega hátt á þessum árum þótt forfeður okkar töluðu stundum um kvenskörunga. í ljósi þess að ''•fegnir lifðu meðal þjóðarinn- W ar um konur til fjalla, tröll- skessurnar, sem ginntu til sín unga menn, verður þetta enn merkilegra. En reyndar er það alls ekki einsdæmi meðal skálda að kvenkenna fóstuijörðina. Þegar allt ''i'Jfemur til alls er fjallkonan kannski innflutt. eftir Sigurð G. fómasson POSTOROGSIMI Þing’að um erilsamt og oflt van- metið starf „ LIKAMSRÆKT Islenskt „sænskt“ líkamsræktarmyndband rokselst Jú, ég hef heyrt það frá Jónínu Ben í Svíþjóð að þetta gangi mjög vel, bandið seljist eins og heit- ar lummur þar í landi, enda fyrsta og eina líkamsræktannyndbandið sem þar er til á sænsku. Þeir eru svona langt á eftir blessaðir Svíarn- ir, góðum 7-8 árum á eftir í heilsu- ræktarbylgjunni," segir Maríanna Friðjónsdóttir þáttagerðarmaður hjá Stöð 2, en í lok síðasta árs tók hún upp fyrir og í samvinnu við Jónínu og Agústu Johnson mynd- band með æfingum fyrir byijendur. Jónína hafði komið frá Svíþjóð með þarlendan eróbikk-kennara sem tal- ar á myndbandinu. Maríanna sagði að þetta hefði verið skemmtilegt verkefni og gam- an væri að heyra hversu vel það Svíþjóð gengi að fylgja því eftir, Jónína ætti allan heiðurinn af málinu. Áður höfðu þær Jónína og Ágústa gefið út tvö myndbönd á íslensku, bæði sérhæfð, annað í fitubrennslu og hitt í sérstökum æfingum fyrir yngri kynslóðina. Maríanna sagði enn fremur að myndbönd af þessu tagi væru víða lítt þekkt og því væru margir óplægðir akrar. Þau gengju vel í Bandaríkjunum, en hentuðu kannski best fólki sem hefði ekki aðgang að líkamsræktar- stöðvum af einhveijum ástæðum, en ætti þó myndband og gæti stungið spólunni í þegar færi gæf- ist. Hér á landi, í dreifbýlinu, væri til dæmis mikið af slíku aðstöðu- lausu fólki, þar sem líkamsræktar- stöðvar eru bæði fáar og víða langt á milli þeirra og til þeirra. Morgunblaðið/kga Maríanna Friðjónsdóttir með sænska myndbandið íslenska. Fyrir skömmu hittust tal- og rit- símakonur Pósts og síma, en það er ein af þessum stéttum hér á landi þar sem enginn veit nema viðkomandi stétt hve álagið er gífurlegt og kröfurnar eftir því. Launin hins vegar aldrei beinlínis til að hvetja fólk til starfans. En þrátt fyrir það er þetta hópur kvenna sem hlífir sér hvergi og hugsar um það fyrst og fremst að leysa sem best verkefni sín. Þær hafa mikið þurft að að bera saman bækur sínar að þessu sinni, því fregnir herma að starf þeirra verði æ viðameira og kröfurnar fari vax- andi. Spurning hvernig þær mæti því.. . Morgunblaðið/Sverrir Frá símakonuþinginu. Panasonic Simi með simsvara Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið skilaboð f allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. Verð kr. 12.943 ríTlHEKLA m Laugavegi 170-174 Slr HF Slmi 695500 . r/iNH HITAKUTAR ELFA-OSO 30-60-120-200-300 lítia. Ryðfrítt stál - BlOndunarloki. Áratuga góð reynsla. Elnar Farestvdt&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍM116996. L«M 4 stoppar vM dymar 7■/ir/ii'/f// Þú svalar lestrarþörf dagsins i fi fi fi fi Q fi fi fi € I fi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.