Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK OTjttutKMtafeifr STOFNAÐ 1913 128. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkisráðherrar NATO; Fagna boðuðum breytingum á Var- sjárbandalaginu Ungverjar hætta þátttöku í heræfingum Turnbeny í Skotlandi. Reuter. UTANRIKISRÁÐIIERRAR 16 aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins (NATO) telja breytingar þær sem boðaðar hafa verið varðandi markmið og skipulag Varsjárbandalagsins fagnaðarefni. I sameig- inlegri yfirlýsingu sem birt var í gær að loknum tveggja daga fundi ráðherranna í Skotlandi segir og að hraða beri Vínarviðræð- unum um fækkun hermanna og vígtóla í Evrópu og að bandalag- ið sé reiðubúið að hefja frekari samningaviðræður til að tryggja frið og stöðugleika í álfunni þegar sá sáttmáli liggi fyrir. I lokaá- lyktuninni er ítrekuð nauðsyn þess að bandarísku herliði verði haldið úti í Evrópu og að kjarnorkuvopn verði áfram höfð þar til taks. Á fimmtudag komu leiðtogar aðildarríkja V arsjárbandalagsins saman til fundar í Moskvu og sam- þykktu þeir m.a. að skilgreina bæri upp á nýtt hlutverk bandalagsins þannig að það yrði samtök „fijálsra lýðræðisríkja“. í gær skýrði Lajos Fur, varnarmálaráðherra Ungveija- lands, frá því í Moskvu að her frá landi sínu myndi ekki taka þátt í æfingum Varsjárbandalagsins í ár og ætlaði að segja skilið við það síðla næsta ár. Utanríkisráðherrar NATO sögðu jákvæðan anda einkenna orðsend- ingu leiðtoga Varsjárbandalagsins og kváðust fagna henni. Ráðherr- arnir ítrekuðu einnig fyrri sam- þykktir varðandi aðild hins nýja og sameinaða Þýskalands að Atlants- hafsbandalaginu en samþykktu jafnframt að taka bæri tillit til ör- yggishagsmuna Sovétmanna. I lokaályktuninni segir að hraða beri CFE-viðræðunum svonefndu um fækkun hermanna og hefðbund- inna vopna í Evrópu þannig að unnt verði að ljúka þeim á þessu ári. Þegar sá samningur liggi fyrir sé bandalagið reiðubúið að hefja nýjar viðræður til að tryggja enn frekar stöðugleika og öryggi í Evr- ópu. Þær viðræður myndu m.a. taka til liðsafla í Þýskalandi með tilliti til öryggishagsmuna Sovétmanna. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi í gær að ekki væri óhugsandi að NATO héldi í fram- tíðinni úti liðsafla á landsvæði því sem nú telst Austur-Þýskaland. Vöktu þessi ummæli ráðherrans nokkra athygli því af hálfu NATO liggur fyrir samþykkt varðandi hernaðarlega stöðu Þýskalands þar sem segir m.a. að herlið verði ekki haft til taks á svæðum þeim sem nú teljast til Austur-Þýskalands um ótilgi-eindan tíma eftir að þýsku ríkin tvö hafa sameinast. Baker kvaðst ekki fá séð að þessi um- mæli hans væru í ósamræmi við samþykktir ráðherrafundarins. Óvænt úrslit í heimsmeistarakeppninni Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var sett á ít- alíu í gær og sigraði lið Kamerúns núverandi heims- meistara, Argentínumenn, með einu marki gegn engu í fyrsta leik keppninnar. Þykja þetta óvænt- ustu úrslit í sögu heimsmeistarakeppninnai'. Á myndinni skorar Kamerúnmaðurinn Biyik Omam eina mark leiksins með skalla og Argentínumaður- inn Neston Fabbri fylgist örvæntingarfullur með knettinum. Sjá fréttir á bls. 42-43. Þing Rússlands býður Kremlveijum birginn Lýst yfir neyðarástandi við landamæri Uzbekistans og Kírgísíu Moskvu. Rcuter, dpa, Öaily Tclegraph. ÞING stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, Rússlands, bauð Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseta birginn í gær er það lýsti því yfir að stjórnar- skrá og lög*lýðveldisins væru þungvægari en sovésk lög. Gorbatsjov gerði þó lítið úr yfirlýsingunni og gaf í skyn að hann vildi sættast við höfúðandstæðing sinn, Borís Jeltsín, nýkjörinn forseta Rúss- lands. Ekkert lát var á þjóðaólgunni í Mið-Asíulýðveldunum Kírgísíu og Úzbekistan og lýst var yfir neyðarástandi við landamæri lýðveld- anna. Rússneska þingið samþykkti yfirlýsinguna með 544 atkvæðum gegn 271. Þingið áskilur sér rétt til að úrskurða sovésk lög ómerk innan lýðveldisins og yfirlýsingin kveður í raun á um að Jeltsín sé valdameiri en Gorbatsjov í lýðveld- inu. Rússland er langstærsta, fjöl- mennasta og öflugasta lýðveldi Sov- étríkjanna og hefur í raun haldið þeim saman. Landið byggja 160 milljónir manna en íbúar Sovétríkj- Kosið í Tékkó- slóvakíu Fyrstu fijálsu þingkosningarnar í Tékkóslóvakíu frá 1946 hófust í gær og verður kjörstöðum lokað um hádegi í dag að íslenskum tíma. Gerð var skoðanakönnun fyrir utan kjörstaði og sögðust langflestir aðspurðra hafa kosið Borgaravettvang, hreyfingu sem átti mestan þátt í falli kommún- istastjórnar landsins fyrir sjö mánuðum, eða systurflokk hennar í Slóvakíu, Almenning gegn of- beldi. Á myndinni fylgja lífverðir Vaclav Havel, forseta landsins, á kjörstað. Reuter anna í heild eru um 280 milljónir. „Rússneska þingið hefur ekki samþykkt neitt sem brýtur í bága við stjórnarskrá Sovétríkjanna,“ sagði Gorbatsjov á blaðamanna- fundi í Moskvu. „Mikilvægast er að slíkar ákvarðanir njóti mikils stuðnings á méðal almennings,“ bætti hann við. Þegar hann var spurður hvort honum stæði stuggur af auknum völdum Jeltsíns sagði hann að markmið þeirra og verk- efni væru hin sömu. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, fagnaði yfirlýsingu rússn- eska þingsins. „Við lýstum því sama yfir fyrir ári. .. Þessi þróun er óstöðvandi. Moldavar hafa tekið stefnuna í þessa átt, svo og þjóðirn- ar við rætur Kákasusfjalla og Úkr- ainumenn. Nú hafa Rússar einnig gripið til afgerandi aðgerða,“ sagði Landsbergis. „Þetta er auðvitað af hinu góða fyrir þau lýðveldi, sem þegar hafa Iýst yfir sjálfstæði, og þetta sýnir að við höfðum rétt fyrir okkur,“ bætti hann við. Islam Karímov, forseti Úzbekíst- ans, lýsti' yfir neyðarástandi í nokkrum héruðum við landamæri lýðveldisins að Kírgisíu, þar sem brotist hafa út mannskæð átök á milli Úzbeka og Kírgísa. Hann sendi einnig bréf til Míkhaíls Gorbatsjovs og bað hann um að senda hersveit- ir til lýðveldisins til að skakka leik- inn. „Það er mikil hætta á því að stríð bijótist út á milli lýðveld- anna,“ sagði í bréfinu. Að minnsta kosti 78 manns hafa fallið í átökun- um frá því á mánudag. Regnskógarn- ir að hverfa Genf. dpa. EYÐING regnskóganna er miklu meiri og alvarlegri en áður var talið eða sem svarar til 15-20 milljóna hektara ár- lega. Kemur það fram í rann- sóknarskýrslu, sem Samein- uðu þjóðirnar létu taka sam- an, en þar segir, að koltvísýr- ingsmengunin í andrúmsloft- inu stafi að helmingi af því, að skógarnir eru brenndir. Koltvísýringsmengunin veld- ur gróðurhúsaáhrifunum svo- kölluðu, sem geta haft alvarleg- ar afleiðingar um allan heim, en það var ekkí vitað fyrr en nú hve skógarbruninn á stóran þátt í henni. I skýrslunni er einn'- ig birtur listi yfir 146 ríki og mengunina frá þeim og skera 12 ríki sig úr sem mestu meng- unarvaldarnir, þar á meðal Bandaríkin og Sovétríkin. Segja skýrsluhöfundar, að verði ekki gripið í taumana muni gróður- og jarðvegseyðingin valda ólýs- anlegum hörmungum innan skamms tíma. Sjá „Engin samstaða . . .“ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.