Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990 Pálína Björns- dóttir — Minning Fædd 12. maí 1918 Dáin 4. júní 1990 Það var á sólbjörtum degi úti í Svíþjóð að mér barst sú sorgarfrétt að hún Pála mín væri dáin. Hún sem var svo kát og hress þegar ég kvaddi hana fyrir rúmri viku rétt áður en við hjónin héldum utan sem fararstjórar Sunddeildarinnar í Vestmannaeyjum. Veiktist Pála al- varlega á fimmtudag og var öll aðfaranótt mánudags 4. júní sl. Mikil vinátta var með foreldrum mínum og þeim Pálu og Ingólfi þegar pabbi og mamma leigðu hjá þeim á sínum fyrstu búskaparárum. Þegar mamma dó reyndist Páta mér sérstaklega vel og má segja að hún hafí gengið mér í móður stað. Þau vináttutengsl hafa haldið áfram og styrkst með árunum og þegar börnin mín komu til sögunn- ar þá stóð heimilið á Hólagötu 20 þeim ávallt opið og þau kölluðu Pálu ömmu. Nú þegar ég hugsa til hennar Pálu minnar og allra góðu áranna sem við höfum átt saman þá undr- ast ég þá staðreynd að hún var orðin 72ja ára þegar hún lést. Fyr- ir mér var hún alltaf ung og hress og við nánast sem jafningjar þó að talsverður aldursmunur væri á okk- ur. Kallið kom þess vegna mjög óvænt. Pála var fædd 12. maí 1918 norð- ur í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Björn Pálmason. Foreldrar hennar létust þegar Pála var enn á barns- aldri og ólst hún upp hjá föðursyst- ur sinni og manni hennar. Hún kom til Vestmannaeyja ung stúlka árið 1936 og í Vestmanna- eyjum kynntist hún Ingólfi Matt- híassyni og gengu þau í hjónaband 12. apríl árið 1938. Þau ólu upp þijú börn, Kolbrúnu, Ægi Rafn og Ingu Dís. Ingólfur var sjómaður um áratuga skeið og var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því hvað þau nutu félagsskapar hvors annars og vináttu eftir að Ingólfur hætti til sjós og fór að vinna í landi. Það verða því mikil umskifti hjá Ingólfi nú þegar Pála er öll. Pála var mik- il hannyrðakona og ber heimili hennar á Hólagötu 20 því fagurt vitni. Ég veit að margar konur nutu leiðsagnar hennar og greið- vikni í sambandi við saumaskap enda var Pála sérstaklega bóngóð og góðviljuð öllum og vildi allt fyr- ■ ÞÓRSMERKURGANGAN hefst sunnudaginn 10. júní með því að þátttakendur í gönguferðinni verða fetjaðir yfir Þjórsá frá Ferjunesi, þar sem síðustu Þórs- merkurgöngunni lauk, og yfir ána að Sandhólaferju, aðalfeijustaðn- um við Þjórsá frá Landnámsöld. Þetta verða fyrstu meiriháttar mannflutningarnir frá árinu 1895 að Þjórsárbrú var tekin í notkun. Til að gefa öllum kost á að fylgjast með þessari merkilegu ferð verður boðið upp á skoðunarferð með rútu fyrir þá, sem ekki taka þátt í göngunni. Eftir að hafa fylgst með feijunni frá báðum feijustöðunum verður ekið um Rangárvallasýslu á slóðir Oddaverja og merkir stað- ir heimsóttir undir leiðsögn fróðra manna. Leiðsögumenn verða Arni Hjartarson, jarðfræðingur, Guð- björn Jónsson, bóndi Framnesi, Guðjón Ingi Hauksson, sagnfræð- ingur, og Hermann Guðjónsson, frá Ási. Brottför í báðar ferðirnar verður frá Umferðamiðstöðinni að vestanverðu kl. 9.30. Stansað verð- ur við Árbæjarsafn. Einnig verður stansað við Fossnesti á Selfossi kl. 10.30. Frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna og einnig fyrir alla jafn- aldra Útivistar (15 ára á árinu 1990). ir alla gera ef það var í hennar valdi. Pála var mjög vel gerð til orðs og æðis og í 24 ár sem ég umgekkst hana náið sá ég hana varla skipta skapi þó að ég viti að henni þótti stundum. Hún hafði lag á því að koma sínum skoðunum að án alls hávaða. Vinátta við Pálu var mér mjög mikils virði og hún reyndist mér sérstaklega góður og traústur vinur alla tíð og ekki síst þegar mikið lá við. Það eru mikíl forréttindi að eiga góða vini og því betri sem þeir eru er erfiðara að sætta sig við aðskilaðinn. Ingi minn, ég bið Guð að styrkja þig og fjölskylduna og kveð Páíu mína með orðunum: „Far þú í friði, * Olafiir Þorleifsson í Efra-Firði - Minning friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Inga og fjölskylda Fæddur 10. júní 1908 Dáinn 1. júní 1990 í dag er til moldar borinn Ólafur Þorleifsson bóndi í Efra-Firði í Lóni, sem lést á elliheimilinu Skjólgarði í Höfn í Hornafirði föstudaginn 1. júní. Ólafi kynntist ég fyrst sex ára gamall þegar ég kom til sumardval- ar hjá honum og systur hans, Hólm- fríði, árið 1935. Bjuggu þau saman allan sinn starfsaldur í Efra-Firði eftir fráfall foreldra sinna og létu ekki af búskap fyrr en komin voru á níræðisaldur fyrir hálfu öðru ári. Þá fann Ólafur að hveiju dró, gerði hreint fyrir sínum dyrum og leitaði ásamt systur sinni athvarfs í Skjól- garði. Þar dvelst Hólmfríður nú og er orðin 86 ára gömul. Kynni mín við þau systkinin leiddu til þess, að fyrirhuguð Kveðjuorð: Asa Gunnarsdóttir Mig langar til þess að minnast móðursystur minnar, Ásu Gunnars- dóttur, sem fallin er nú frá. Kallið er komið og alltaf kemur það aftan að manni, það er kannski vegna þess að maður vill ekki að slíkt gerist, við erum ekki tilbúin, en hvenær erum við það? Hugurinn reikar fram og aftur í minningunum því það eru ófáar stundirnar sem við höfum átt saman. Ása var sterk- ur persónuleiki, hreinskilin og op- inská. Hún skóf ekki utan af hlutun- um, heldur lét skoðanir sínar í ljós hvort sem fólki líkaði betur eða verr. En hlýju og kærleik fann maður líka, því betri og kærari frænku hef ég ekki átt. Ása var gift Baldvini Ámasyni og voru þau hjón félagar og miídir vinir okkar hjóna, alltaf var jafn notalegt og höfðinglegt að sækja þau heim í Skógargerði að ræða málin yfír kaffibolla og veitingum, sem aldrei voru af verri endanum, því Ása var mikil húsmóðir. SJcógar- gerði hefur alltaf haft mikið að- dráttarafl bæði fyrir okkur systk- inabörnin og börn okkar. Ása og Baldvin voru alltaf svo miklir vinir barnanna, börnin fengu alltaf sinn tíma hjá þeim og hafa þau verið mínum dætrum yndisleg og langar mig til þess að þakka það sérstak- lega því Ásu Gunn hefur oft verið saknað og erfitt hefur reynst að skilja það að ekki var alltaf hægt að heimsækja hana á sjúkrahúsið. Á árunum 1981-87 unnum við Ása saman hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur en þar starfaði hún yfir 20 ár. Þegar hún útvegaði mér sumarstarf þar eftir stúdentspróf hélt ég að erfitt mundi reynast að starfa með sínum nánustu en reynd- in varð önnur og ílengdist ég og voru þetta góð ár. Ása var mikill jafningi meðal starfsfélaganna og vinur vina sinna og reyndist þeim vel sem minna máttu sín. Svona er lífið, við heilsumst og kveðjumst. Margt er hægt að rifja upp við missir því sorgin er erfið og þung og oft finnst manni maður vera svo vanmáttugur en þá er gott að hafa trú og leita í hana því hún gefur okkur styrk. Elsku Baldvin, góði Guð styrki þig og varðveiti á þessum erfiðu stundum um leið og ég þakka Ásu samfylgdina. Hin mæta morgunstundin, hún minnir fyrst á þig, sem væran veittir blundinn og vörð hélzt kringum mig. Hvað er ég, Guð minn, þess, að þér svo þóknist enn að líkna mér? Þá skal ég óttast eigi, þinn engill fylgir mér, og þótt í dag ég deyi, þá djörfung samt ég ber til þín, ó Guð, að gull í mund mér geymi þessi morgunstund. (Sb. 1886. Björn Halldórsson.) Brynja tveggja mánaða dvöl teygðist í rúm- an áratug, og var ég um kyrrt hjá þeim fram á átjánda ár, gekk í far- skóla í Lóni og síðan í barnaskólann í Nesjum þar sem Ásmundur Sig- urðsson var eftirminnilegur uppal- andi. Er ekki ofsögum sagt að þau Olafur og Hólmfríður hafí gengið mér í foreldrastað árin sem ég dvaldist hjá þeim, og ekki nóg með það, heldur tengdust þau konu minni, Láru Jonínu Magnúsdóttur, börnum okkar og bamabörnum svo sterkum böndum, að við höfum alla tíð litið á Efra-Fjörð sem okkar annað heimkynni og dvaldist þar langdvölum nálega hvert sumar undanfarin fjörutíu ár. Börnum okkar og barnabörnum reyndist Olafur eins og besti afi og er með öðru til vitnis um mannkosti hans. Olafur var að eðlisfari einstakt 'ljúfmenni og umgekkst jafnt menn sem skepnur af því inngróna kær- leiksþeli sem setti svip á allt dagfar hans. Hógværð hans og hlédrægni voru annáluð, en hann hafði líka mikið yndi af gestakomum, enda var gestrisni á heimilinu mikil og jafnan glatt á hjalla þegar gesti bar að garði. Tel ég það þafa verið mér óborganlega gæfu að hafa fengið að kynnast þessum öðlingsmanni, lífssýn hans og öllum lífsháttum. Að þvílíkum fararefnum býr maður alla ævi. Að leiðarlokum langar mig til að þakka fyrir allt sem Olafur var okkur hjónum, bömum okkar og barnabömum og verður raunar aldrei fullþakkað. Blessuð sé minn- ing öðlingsins Ólafs Þorleifssonar. Vilhjálmur Þórhallsson > 1990 GASGRILL Vinsælu gasgrillin frá Charmglow Verá frá kr. 13.900.- m/kút Opnunartími: Föstudag................13-22 Laugardag...............10—19 Sunnudag, sjómannadag...10-19 I LAUGARDALSHÖLL TIL 10. JÚNÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.