Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990 Ast er... . . . að laka að sér mats- eldina. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu POLLUX Maðurinn minn segir ad þú ger- ir þér lítlð fyrir og notir nær- fatnað minn. HOGNI HREKKVISI Dinglandi druslur á svölum Til Velvakanda. Ég vil færa konunni sem skrifaði grein í Velvakanda sem ber heitið „Gerum borgina okkar snyrtilegri" þakkir. Sem betur fer hefur sá sið- ur mikið til lagst af að hengja út á svalir þvott enda yfirleitt aðstaða til að setja upp snyrtilegar snúrur á lóðum. En í tilefni þessarar grein- ar langar mig að segja litla sögu af eigin reynslu í sambandi við þess- ar svalaþurrkanir. Ég bý í gömlu grónu hverfi og held ég megi segja að umgengni sé mjög góð. Ég bý á 3. hæð og á móti stofuglugga mínum blasa við svalir næsta húss, og er örskammt á milli húsanna. Nú verða eigendaskipti á annarri hæð hússins og varð heldur breyt- ing á útsýni mínu. Þarna eru settar á svalirnar fjórar plastsnúrur með dinglandi endum ásamt dinglandi druslum. Oft dag eftir dag, á milli má maður svo sjá á snúrunum alla þá regnbogans liti sem plastþvotta- klemmur hafa upp á að bjóða. Ég er frekar seinþreytt til vandræða, en þetta fór svo í taugarnar á mér að ég gat ekki á mér setið að fara á fund frúarinnar nýju og bera upp (að mér fannst) kurteisislega kvört- un, og benti' henni á að um leið og við litum út um stofugluggann blasti þetta beint við okkur, og um leið að þetta væri ekki vani í þessum húsum í kring, eins_ og hún hefði eflaust tekið eftir. Ég hefði alveg getað sparað mér þetta ómak, hún bara horfði á mig undrunaraugum, sagði með þótta að þetta væri sitt mál, en ekki mitt. Það er komið á annað ár síðan þetta gerðist og allt situr við það sama. Þar er sem sagt enn þetta sama útsýni sem blasir við að viðbættu því að sjálfar sval- irnar eru orðnar yfirfullar af alls- kyns drasli. Svona lagað finnst mér ekki einkamál hvers og eins því þarna er verið að misbjóða fegurð- arsmekk fólks. Tek sem sagt undir með konunni sem kallar sig Fagur- kera og sendi kveðju frá Fagurkera Fagurkeri nr. 2. Framlífslíffræði — vís- indagrein framtíðarinnar Til Velvakanda. Náttúrufræði og líffræði fram- tíðarinnar verður ekki einskorðuð við líf jarðar okkar, heldur mun hún einnig taka til meðferðar frumlíf og framlíf á öðrum hnöttum. Við verðum að hefja náttúrufræðina upp yfir spiritisma, guðspeki og ýmislegt rugl, sem heldur í dróma öllum sönnum framförum í skilningi á hinu raunsanna lífi tilverunnar. Vitum, að jörð okkar er aðeins sem agnar smákorn í stjarnheimi alheimsins og að lífstjarna okkar (jörðin) er aðeins ein meðal milljarð- ar annarra lífstjarna. Vitum, að framhald jarðlífs okkar er á óteljandi jarðstjörnum annarra sólhverfa. Þar eigum við fyrir hönd- um óendanlega þroskamöguleika, langt umfram þá, sem hér er kostur á. Vitum, að frumlífsstjama okkar er aðeins ein af ótal frumlífsjörðum alheimsins, og að framlífsstjörnur alheimsins taka við innflytjendum frá þeim öllum. Þetta sem hér er sagt í örfáum orðum eru aðeins nokkur frumdrög hinnar nýju náttúrufræði, sem bíður viðurkenningar, en hún er jafn- framt undirstöðuskilningur þess að meira verði vitað um tilveruna alla og lífið sem heild. Ingvar Agnarsson Omurleg’ sjón við Ijörnina Til Velvakanda. í fyrrasumar, fyrsta sumarið, eftir að aspirnar höfðu verið gróður- settar á hinum nýja eystri bakka Tjarnarinnar, urðu þær ekki það augnayndi sem við borgarbúar væntum. Þær virtust rétt ætla að skrimta. Nú er það sama uppi á teningnum. Flestar virðast dauðar en nokkrar eru með eitt og eitt lif- andi blað. Það er hreint ömurleg sjón að þurfa að horfa upp á þetta. Væri nú ekki rétt fyrir hina fríðu fylkingu borgarfulltrúa að fá sér göngutúr á eystri bakkanum og sjá þetta sjálfir. Það virðist eitthvað hafa mistekist við flutninginn. Úr því sem komið er væri best að fjar- lægja þessi dauðu og deyjandi tré og skeila sumarblómum í staðinn. Það er vonlaust að gróðursetja tré í þeirra stað nú, komið fram í júní. Miðbæingur Víkveiji skrifar Kunningi Víkveija sem þessa dagana vinnur að því að gera upp íbúð sína hefur orðið þess áþreifanlega var, að fjárráð fólks eru minni núna en fyrir einu eða tveimur árum. Sagði hann Víkveija frá því, að hann hefði farið í bygg- ingavöruverslun til að líta á staðlað- ar innfluttar eldhúsinnréttingar. Þegar hann hafði ákveðið hvað hann vildi og ætlaði að ganga frá kaupum á ákveðnni innréttingu, kom í ljós að það var ekki hægt. Verslunin hafði ákveðið að liggja ekki með neinn lager, heldur taka einungis við pöntunum og varð því kunningi Víkveija að sætta sig við að bíða í nokkrar vikur eftir innrétt- ingunni ellegar hætta við og fara annað. Var honum tjáð að eftir- spurnin væri svo lítil að ekki borg- aði sig að liggja með lager. Það er því þannig komið að ein stærsta byggingavöruverslun borgarinnar er orðin að hálfgildings pöntunarfé- lagi. Síðast kynntist Víkveiji slíkum verslunum er hann dvaldi um tíma í kaupstað úti á landi. xxx amkeppnin á byggingavöru- markaðnum er greinilega mjög mikil og full ástæða til að hyggja vel að verði og tilboðum. Víkveiji ætlaði fyrir nokkrum dögum að vera virkilega forsjálj og kaupa málningu hjá sjálfum framleiðand- anum og fá hana þannig ódýrari. I góðri trú keypti Víkveiji nokkra lítra af málningu, en varð heldur en ekki undrandi þegar hann síðar um daginn gekk inn í málningar- verslun þar sem sams konar máln- ing fékkst nokkur hundruð krónum ódýrari. Þegar Víkveiji spurðist fyrir um þetta hjá kunningja í mál- arastétt, var honum tjáð að sam- keppnin væri einfaldlega svona hörð, málningin væri nánast seld á heildsöluverði í verslunum. Sam- kvæmt þessu er það einungis spurn- ing um tíma hvenær grisjast frekar um verslanir á þessum markaði. xxx Nú tíðkast það að sérstakar sendinefndir frá Vesturlönd- um fylgist með kosningum í Austur-Evrópu til að tryggja að allt fari fram samkvæmt ströngustu kröfum. Síðast má nefna að Steingrímur Hermannsson mun verða í forsvari fyrir slíkri sendi- nefnd sem fer til Búlgaríu. Víkverji leggur hins vegar til að kallaðar verði sendinefndir til Islands til að fylgjast með kosningum hér á landi, en framkvæmd kjörfunda er hér með þeim endemum að hver sem er getur labbað þar inn, nefnt nafn og heimilisfang og síðan kosið — án þess að hafa staðfest nafn sitt með því að sýna skilríki. Enda mun það gerast af og til að fólk sé svipt kosningarétti með þeim hætti, að einhver annar er búinn að kjósa í þeirra nafni. Þrátt fyrir það hefur ekki verið gripið til aðgerða. Víkveiji hefur t.d. aldrei, frá því hann fékk kosningarétt, verið beð- inn um að gera grein fyrir sjálfum sér með skilríkjum. Þó svo kjör- nefndarmenn þekki kjósendur víða úti á landi og þurfi þess vegna ekki að hafa áhyggjur af þessu, þá finnst Víkveija framkvæmd kjörfundar í stórum kaupstöðum og í Reykjavík fyrir neðan allar hellur hvað þetta varðar. Víkveiji leggur því til að sendinefnd frá Búlgaríu verði feng- in til að fylgjast með næstu kosn- ingum hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.