Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990 Aörir Nf glæpir 38% 8,755 drepnir Morö tengd eiturlyfjum 48% 11,254 drepnir Viðræður um stjórnar- skrána á viðkvæmu sti gi Ottawa. Reuter. Stjórnarskrárviðræðurnar í Kanada hófust í ný í gærmorgun undir stjórn Brians Mulroneys forsætisráðherra. Afturkippur kom í viðræðurnar á fimmtudag þegar samkomulag var talið inn- an seílíngar. Mulroney kveðst enn trúa á að samkomulag náist. „Framtíð Kanada er í húfi,“ sagði hann. Viðræðurnar höfðu tekið þá stefnu að hætta var á að látið yrði sverfa til stáls og fulltrúar Quebec- fylkis eða annara fylkja gengju af fundi ef ekki næðist samkomulag. Beri viðræðurnar ekki árangur er kann sambandsríkið að liðast í sundur. Mulroney sagði að hann og for- sætisráðherrar fylkjanna, tíu að tölu, hefðu í rauninni verið búnir að ná samkomulagi á fimmtudag. Samkvæmt því átti hið svokallaða Meech Lake-samkomulag um breytingu á stjórnarskránni og sér- staka stöðu Quebec að fá að standa. A síðustu stundu hljóp snurða á þráðinn og ekkert varð úr samning- um. „Fyrst við vorum svona nálægt því að ná saman veit ég ekki hvers vegna ekki ætti að vera mögutegt að komast á sporið aftur,“ sagði Mulroney áður en viðræðurnar hóf- ust í gærmorgun. MORÐIKOLUMBIU 1989 Reuter Thatcher í Moskvu Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, átti í gær fundi með Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, í Moskvu á fyrsta degi fjögurra daga opinberrar heimsóknar hennar til Sovétríkjanna. Við- ræður þeirra snerust fyrst og fremst um framtíð Evrópu. í ferðinni mun Thatcher, sem er einlægur stuðningsmaður Gorbatsjovs, m.a heimsækja Kænugarð í Úkraínu og ferðast um Armeníu. Kanada: Kólumbía: Annað hvert morð rakið til eiturlyfla Bogota. Reuter. MORÐUM hefúr fjölgað gífur- lega í Kólumbíu á síðustu árum og nærri helmingur þeirra 23.000 morða sem fi-amin voru í landinu í fyrra tengdist eitur- lyfjasölu, að því er íram kemur í skýrslu sem birt var á miðviku- dag. Voldugir eiturlyfjabarónar hafa háð miskunnarlaust stríð allt frá því að stjórnvöld ákváðu að upp- ræta eiturlyfjaverslunina í landinu í ágústmánuði síðastliðnum. Hafa þeir látið drepa hundruð manna í sprengjutilræðum og skotárásum. Einnig hafa margir látið lífið í bar- áttunni milli eiturlyíjabarónanna innbyrðis. Samkvæmt skýrslunni sem unnin var af tveimur sjálfstæðum rann- sóknarhópum fjölgaði morðum úr 9.122 árið 1980 í 23.312 árið 1989. Talið er að 11.254 þeirra morða sem framin voru í fyrra hafi tengst eitur- lyljasölunni, 9.755 almennri glæpa- starfsemi og 3.303 stjórnmálum. ísrael: Mesta harðlínustjóm í sögu landsíns mynduð Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, myndaði í gær nýja ríkis- stjórn sem sögð er mesta harðlínustjórn í sögu landsins. Að sögn Shamirs verður stærsta verkefni nýju stjórnarinnar að taka á móti sovéskum gyðingum. Núna eru þrír mánuðir síðan samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, Verkamannaflokksins og Líkúdflokksins, féll vegna þess að Shamir neitaði að fallast á hug- myndir Bandaríkjamanna um hvernig standa ætti að viðræðum ísraela og Palestínumanna. Stjórn- armyndunin hefur gengið erfiðlega. í nýju stjórninni eru auk Líkud- flokksins sjö smáflokkar. Þar er um að ræða hægrisinnaða flokka og flokka strangrúaðra gyðinga. Auk þess styðja þrír óháðir þingmenn ríkisstjórnina. Samtals nýtur hún stuðnings 62 þingmanna af 120. , ísraelar búast við 250.000 sov- éskum gyðingum til landsins á þessu ári. Shamir sagði í gær að tvímælalaust væri stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar að taka á móti þeim og búa þeim dvalarstað. Innan stjórnarinnar eru nú harðir tals- menn þess að innflytjendurnir setj- ist að á hernumdu svæðunum og andstæðingar friðarviðræðna við Palestínumenn. Fréttaskýrendur spá því að ísraelsstjórn eigi eftir að einangrast á næstunni og búast megi við stirðnandi sambúð við Bandaríkin. Ekki hefur verið gengið frá ráð- herraskipan. Heimildarmenn innan Líkúdflokksins segja að þrír harðlínumenn, David Levy, Ariel Sharon og Yitzhak Modai fái lykil- ráðuneyti og fari með utanríkismál, húsnæðismál og fjármál. E vr ópubandalagið: Engin samstaða í bar- áttunni gegu mengun Pólitísk morö 14% 3,303 drepnir REUTER Forsetakosningar í Perú á sunnudag: Vargas Llosa hefiir tlregið á Fujimori Linia. Reuter. The Economist. SEINNI umferð forsetakosninganna í Perú fer fram á morgun, sunnudag. Frambjóðendurnir tveir, rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, og Alberto Fujimori, sonur japanskra innflytjenda, virðast ósammála um flest atriði nema það eitt að verðbólgan sé að ríða eftiahag landsins á slig. Vargas Llosa var efstur í fyrstu umferð kosninganna 8. apríl síðastliðinn. En skoðanakannanir leiddu fljótlega í ljós að Fujimori nyti meira fylgis. Undanfarnar vikur hefur þó mjókkað á munun- um milli þeirra tveggja og er spáð hörkuspennandi kosningum. Trú- mál kunna að hafa áhrif á niður- stöðuna. Báðir frambjóðendur eru kaþólskir en mótmælendur eru áberandi í hópi stuðningsmanna Fujimoris. Kaþólska kirkjan hefur á síðgstu vikum beitt sér mjög fyrir kosningu Vargas Llosa. Verðbólgan í Perú var 2.000% á síðasta ári og verður glíman við hana höfuðverkefni stjórnvalda á næstunni. Þingkosningar voru haldnar í apríl og hefur enginn einn flokkur meirihluta. Lýðræð- isfylking Vargas Llosa er þó stærsti flokkurinn. Spáð hefur verið samsteypustjórn fylkingar- innar og Cambio 90, flokks Fuji- moris. Vargas Llosa, sem er mikill aðdáandi Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, vill leggja allt í sölurnar til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Legg- ur hann til að fyrirtæki í ríkiseigu sem eru 200 talsins verði einka- vædd nú þegar og niðurgreiðslum hætt. Fujimori vill fara hægar í sakirnar og segir að slík leiftur- sókn' myndi leiða til mikils at- vinnuleysis og samdráttar. Hann vill taka upp nýjan gjaldmiðil sem tengdur yrði við Bandaríkjadal. Stuðningur við frambjóðend- urna tvo ræðst nokkuð af stétt manna. Fátæka fólkið styður Fuji- mori, sem var háskólarektor og stjómandi sjónvarpsþáttar áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Betur efnaðir kjósendur styðja hins vegar Vargas Llosa. 100 plöntu- og dýrategundir deyja út daglega vegna eyðingar skóganna Luxemborg, Genf. Reuier. Evrópubandalagsríkin eru ekki einhuga um að berjast gegn auk- inni mengun og gróðurhúsaáhrifunum svokölluðu. Kom það berlega í ljós á fundi umhverfísmálaráðherra rikjanna í gær þegar andstaða Breta og Suður-Evrópuþjóðanna kom í veg fyrir samræmda stefnu í mengunarmálum. I skýrslu, sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna, kemur fram, að nærri helmingur aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu stafi af gífurlegum skógarbruna í þriðjaheimsríkjun- um. Fyrir fundinum lá ályktun um, að EB-ríkin gerðu ráðstafanir til, að koltvísýringsmengunin hætti að aukast eftir árið 2000 en David Trippier, aðstoðarumhverfismála- ráðherra Breta, og fulltrúar Spán- ar, Portúgals og Grikklands neituðu að samþykkja hana. Kvaðst Trippi- er fara að fyrirmælum Margaret Thatcher forsætisráðherra í þessu efni en sagt er, að Suður-Evrópurík- in óttist efnahagslegan samdrátt verði mengunarvarnir auknar. Tilgangurinn með því að sam- ræma stefnu EB-ríkjanna í meng- unarmálum var ekki síst sá að geta lagt fastar að Bandaríkjamönnum, sem eiga sök á fjórðungi koltvísýr- ingsmengunarinnar en hafa hingað til neitað að grípa til róttækra að- gerða. Niðurstaðan á fundinum í gær er því verulegt áfall fyrir bar- áttuna gegn aukinni mengun. í skýrslu, sem bandarísk stofnun vann fyrir SÞ, segir, að næstum helmingur koltvísýringsmengunar- innar eigi rætur að rekja til gífur- legs skógarbruna í þriðjaheimsríkj- unum en hann svarar árlega til svæðis á stærð við Vestur-Þýska- land. Koltvísýringurinn berst meðal annars upp í efri loftlögin þar sem hann hieypir í gegnum sig geislum sólar en lokar hitann inni eins og glerið í gróðurhúsunum. Meðalhit- inn hækkar því með alvarlegum afleiðingum um alla jörð. Heim- skautaísinn bráðnar og sjávarborðið rís og úrkomu- og þurrkasvæði færast til. Segir í skýrslunni, að regnskógar hitabeltisins minnki um 16-20 millj- ónir hektara á ári og vegna þess deyi út 100 plöntu- og dýrategund- ir daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.