Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Lið UMF Þróttar og Njarðvíkur sem áttust við í fyrsta leiknum í íslandsmóti sem háður var í Vogum, ásamt þjálfurum Iiðanna og dómara leiksins. COSPER — Við náum honum, mamma, áðiir en hann sporar allt gólfíð. FRUMRAUN Fyrsti leikurínn í íslandsmóti Ungmennafélagið Þróttur í Vog- um er í fyrsta skipti þátttak andi í íslandsmóti í knattspyrnu í ár, en félagið á lið í 5. flokki drengja og í 4. flokki stúlkna. Fyrsti leikur félagsins fór fram nýlega á Vogavelli, þar sem áttust við lið UMF Þróttar og lið Njarðvík- ur í 5. flokki drengja, a-lið. Úrslit urðu þau að lið Njarðvíkur sigraði með fjórum mörkum gegn einu marki heimamanna. Að þeim leik loknum áttust við b-lið sömu félaga og sigruðu gestirnir einnig í þeim leik, með ijórum mörkum gegn tveimur mörkum. - EG Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Þorsteinn HúnQörd, Magnús Gíslason og Bára Guðmundsdóttir í Staðarskála, rifja upp „söguna um brauðið". STAÐARSKÁLI Enginn þekkti ham borgara Ahlaðinu á Staðarskála rifjuðu Magnús Gíslason, veitinga maður, og Þorsteinn Húnfjörð, bakarameistari á Blönduósi, upp gamla tíma, þegar Staðarbræður, Eiríkur og Magnús, hófu veitinga- rekstur fyrir 30 árum. Þá vildi Magnús selja hamborgara, en fékk hvergi hamborgarabrauð. Þegar Staðarbræður opnuðu Staðarskála fyrir 30 árum, kom til starfa stúlka, sem unnið hafði í Bandaríkjunum. Hún þekkti „hamborgara og franskar“ frá veru sinni þar og hvatti til sölu á slíkum rétti hér. Magnús reyndi fyrir sér með kaup á réttu brauði í Reykjavík, en fékk ekki. Þá tók Blönduóssbakarí að sér að baka fyrir hanri, en Þorsteinn rak þá bakaríið og náði hann fljótlega tökum á framleiðslunni. Magnús sagði að aðstaða til veitingasölu hefði verið bágborin fyrir 30 árum, rafmagn til eldunar af skornum skammti og starfsfólk hafi m.a. orðið að handflysja kart- öflurnar í „franskar". Sjómanrta- dagurinn 1990 DAGSKRA 53. SJOMANNADAGSIHS I REYKJAVÍK. 10. JÓHÍ1990 Laugardagur 9. júní 10.00 Forkeppni í kappróðri á Reykjavíkurhöfn. Sunnudagur 10. júní 08.00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. 11.00 Minningarguðþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskupinn yfir íslandi hr. Ólaf- ur Skúlason minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Fijalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur þjónar fyrir altari. Dómkirkjukórinn syngur undir stjórn Marteins Fl. Frið- rikssonar, dómorganista. UTIH ATIÐARHOLD VIÐ REYKJAVIKURHOFIM 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög. Stjórnandi Eiríkur Stephensen. 14.00 Samkoman sett. Þulur og kynnir dagsins er Hannes Þ. Hafstein, framkvæmda- stjóri S.V.F.Í. ÁVÖRP: Fulltrúi ríkisstjórnar, HalldórÁsgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Fulltrúi útgerðarmanna, GuðmundurÁsgeirsson, framkvæmdastjóri. Fulltrúi sjómanna, Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, heiðrar aldraða sjómenn með heiðursmerki sjómannadagsins. 15.00 Úrslitakeppni í kappróðri á Reykjavíkurhöfn. Keppt verður í karla- og kvenna- sveitum. 15.00 Félagar úr björgunarsveit S.V.F.I. Ingólfi í Reykjavík verða með ýmsar uppákom- ur á Reykjavíkurhöfn, m.a. kappsund íflotbjörgunargöllum og margt fleira. Félagar úr sportbátaklúbbnum Snarfara sýna listir sínar á Reykjavíkurhöfn. Brokey, Siglingafélag Reykjavíkur, annast kappsiglingará seglbátum. Keppt verður á kjölbátum, kænum og siglingabrettum. Keppnisstjóri þessa þáttarerJóhann Hallvarðsson. Stefnt er að því að útihátíðarhöldum verði lokið kl. 17.00. Sjómannadagsblaðið og merki dagsins verða til sölu á staðnum. HRAFWISTA, REYKJAVIK 13.30-17.00 Opin handavinnusýning íföndursal á 4. hæð, C-álmu. 14.30 Lúðrasveit Reykjavíkurleikurfyrirutan Hrafnistu. Kaffisala í borð- og skemmtisal frá kl. 14.30-17.00. Allirvelkomnir. Ágóði rennurtil velferðarmála heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík. HRAFIMISTA, HAFIMARFIRÐI 10.30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur sjómannalög við Hrafnistu í Hafnarfirði. 14.00-17.00 Opnuð handavinnusýning og sala í föndursal. Kaffisala í föndur- og skemmtisal frá kl. 14.30-17.00. Allir velkomnir. Ágóði rennur til velferðarmála heimilismanna Hrafnistu í Hafnarfirði. Sjómannahóf verður að kvöldi sjómannadagsins á Hótel Islandi. Miðasala á Hótel Islandi. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.