Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990 21 Kosið á morgun í Búlgaríu; Arftökum kommún- ista spáð mestu fylgi Stjórnarandstæðing-ar bjartsýnir á sigur Sófíu. Reuter. BULGARIR ganga að kjörborði á morgun, sunnudag, í fyrri umferð þingkosninga en seinni kjördagur verður viku síðar, 17. júní. Stjórn- arandstæðingar hafa fyllst eldmóði síðustu daga vegna góðrar að- sóknar að útifundum og sögðust í unum. Samkvæmt nýjustu könnunum á fylgi flokkanna virðist Sósíalista- flokkurinn, sem stofnaður er upp úr gamla kommúnistaflokknum, njóta mests fylgis, eða 39-44%. Samband lýðræðisafla (UDF), sem eru regnhlífarsamtök stjórnarand- stæðinga er lúta forystu andófs- manna, mun fá 34-41% fylgi sam- kvæmt könnunum. Miðað við að úrslitin í kosningun- um verði á þá lund sem kannanir á fylgi sýna hlýtur Bændabandalag- ið 14-18% atkvæða og Réttar-og frelsisflokkurinn, flokkur tyrkneska minnihlutans, 4-5% atkvæða. Búlgaría er síðast austantjalds- gær eiga von á að sigra í kosning- ríkja til þess að efna til ftjálsra kosninga eftir hrun Berlínarmúrs- ins. Ólíkt öðrum ríkjum sem varpað hafa af sér oki kommúnismans njóta fyrrum áhrifamenn kommún- ista mikils fylgis í Búlgaríu. Kösningabaráttunni lauk í Búlg- aríu í gær. Hálf milljón manna sótti útifund UDF í Sófíu en aðeins brot af þeim fjölda kom til fundar Sósíal- istaflokksins, sem haldinn var í borginni á sama tíma. Petko Sime- onov, kosningastjóri UDF, sagði flokksmenn í gær óttast kosninga- svik af hálfu kommúnista þegar á hólminn yrði komið. Reuter Búlgarskir unglingar virða fyrir sér kosningafána og -borða Sósíalistaflokks Búlgaríu sem er arftaki gamla kommúnistaflokksins. Frakkland: Ekki hægt að setja algjört bann við áfengisauglýsingnm París. Frá Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, „HVAÐ eigum við að gera við borgina Bordeaux? Skýra hana upp á nýtt. Eða Calvados? Gefa henni annað nafn?“ Þannig spyrja franskir vínframleiðendur í kald- hæðnistón og beina spurningunum til heilbrigðisráðherra síns, Claude Evins. Tilefnið er frum- varp til laga er banna allar tóbaks- auglýsingar og setja áfengisaug- lýsingum aukin takmörk frá og með 1. janúar 1993. Lögin banna allar tóbaksauglýs- ingar, svo og áróður fyrir reykingum, hvort sem hann er beinn eða óbeinn. Sama gildir um áfengið, nema hvað auglýsingar verða leyfðar í blöðum og tímaritum, sem eru ætluð full- orðnum. Orð prófessors Hirsch, sérfræð- ings í heilbrigðismálum, í blaðinu Liberation nýlega skýra kannski að einhveiju leyti hvers vegna ekki verð- ur sett algjört bann við áfengisaug- lýsingum. „Bannið væri nauðsynlegt til að vernda heilsu almennings, en það er ekki hægt í okkar landi, þar sem við búum við svo sterka vínmenningu." Vínframleiðendur eru þó langt frá því að vera ánægðir. Þeir benda meðal annars á að áfengi sé ein af mikilvægustu útflutningsvörum landsins. Hvernig eigum við að flytja út vöru sem við erum hindraðir í að selja heima fyrir? spytja þeir. Ekkert í lögunum bannar þeim þó að aug- lýsa erlendis. Tóbaksframleiðendur tala um aug- lýsingarnar á sömu nótum og spyija hvernig þeir eigi að ná til neytenda til að kynna þeim nýjar sígarettur, sem þeir segja yfirleitt innihalda minna nikótín og því vera betri en „gömlu“ sígaretturnar. Auk þess telja þeir að bann við auglýsingum bl<Tðamanni Morgunblaðsins. hafi ekki þau áhrif að minnka reykingar almennt. Þeir sem beijast á móti reykingum og drykkju segja það ekki heldur vera aðaltilganginn, að fá fullorðna fólkið til að hætta. Hann sé fremur sá að hafa áhrif á æskuna og séu auglýsingarnar ekki til staðar sé færra sem hvetji ungdóminn til að byija. Bandaríkin: Fyrirbænirn- ar dugðu ekki Washinglon. Frá ívari Guðniundssyni, fréttarilara Morgunblaðsins. UNG hjón, ættuð frá Boston, hafa verið ákærð fyrir að valda dauða tveggja ára gamals sonar síns með því að treysta fi-emur lækningar- mætti bænarinnar en iæknavísind- unum. Var banamein drengsins garnaflækja, sem hefði mátt lækna með einföldum uppskurði. Foreldrarnir eru í trúflokknum Christian Science, sem hefur aðal- stöðvar sínar í Boston og á allmarga áhangendur víða um Bandaríkin. Trúir fólkið því, að með bæninni einni megi ráða bót á öllum sjúkdómum og þess vegna sé engin ástæða til að leita læknis. Gerir söfnuðurinn út sérstaka menn til að biðja fyrir sjúkum gegn þóknun en enginn þeirra býr yfir læknisfræðilegri kunnáttu. Hjónin eru ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana með því að fara ekki með hann til læknis. Hann háði dauðastríðið í marga daga og seldi upp öllu, sem ofan í hann fór, vegna garnaflækjunnar. 1 \ LA DA SA MA RAerglæsi- * lega útfærður framdrifsbíll, sem hefur verið á götum landsins síðan árið 1986, , hefursýnt að þörfin fyrir . fjölskyldubfl, með þeim * ^ eiginleikum sem þessibíll' v * — ' , býryfir, ermikil. - ’ . ' I V \ \ • . \ , \Tökumgarnlabílinn uppínýjan og semjum um eftirstöðvar. .\ • * \ '/— I . ' . V ^ _ Opið laugardaga frá kl. 10-14. :__\ /____x • \ • MHstn stafiyjú 1500 STATI0N 5ra g ...452.711,- 1500 STATI0N LUX 5 g ....467.045,- 1600IUX 5 g ....454.992,- 1300 SAMARA 4 g., 3 d ....452.480,- 1300 SAMARA 4 g., 5 d.... ....492.349,- ‘1500 SAMARA 5 g., 3 d... ....495.886,- ‘1500 SAMARA-LUX 5 g., 3 d. 507.714,- ‘1500 SAMARA 5 g., 5 d... ....523.682,- ‘1500 SAMARA-LUX 5 g., 5 d. 542.029,- 1600 SPORT 4 g 678.796, 1600 SP0RT 5 g ....723.328,- ‘„Metollic" litir kr. 11 000,- Ofongreint verð er miðoð við oð bifreiðornar séu ryðvorðor og tilbún- artil skróningar. Tökum þátt í rútudeginum, FERÐAMÁLAÁR EVRÓPU1990 ! Í£

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.