Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 36
—* 36 Minnispeningiir Vigdísar Finn- bogadóttur forseta Mynt Ragnar Borg Það er gamall og góður siður að minnast þjóð- höfðingja hvers lands á mynt. Alexander mikli var hinn fyrsti, er lét slá mynt, með mynd af sér á peninga — að vísu var hann þar með höfuðbúnað guðsins Herkúlesar, en Ptolemeios, hershöfðingi hans, sem varð konungur Egypta eftir hans dag, var ekkert að dulbúast. Við þekkjum þessa hefð af mynt Danmerkur, þar sem mynd Margrétar ann- arrar er á framhlið mynt- ar og Elísabet önnur, Bretadrottning, er víðast mynduð á mynt breska heimsveldisins. Mynt lýðveldisins ís- land er hlutlaus, og svo er í flestum lýðveldum. Á hinn bóginn hafa verið slegnir 3 minnispeningar með mynd af þrem fyrstu forsetum vorum, og nú hefir sá fjórði bæst við, minnispeningur með mynd af Vigdísi Finn- bogadóttur forseta. Mig langar til þess að vekja athygli á þessum fagra minnispeningi, og því sem hann segir okkur. Þetta er, frómt frá sagt, hinn mesti kjörgrip- ur. Þungur. Vegur 230 grömm í bronsi og 280 grömm í silfri, 8 milli- metra þykkur. Liturinn á bronsinu er fallega gyllt- ur, og ljós. Ummálið er 68 millimetrar. Á framhliðinni er mynd af Vigdísi forseta. Mynd- ina gerði ung listakona, Inga Ragnarsdóttir, Kjartanssonar, mynd- höggvara. Inga starfar nú sem myndhöggvari í Kempten í Þýskalandi. Myndin er, að mínu mati, afskaplega vel heppnuð og listakonunni til mikils sóma. Vigdís gaf sér tíma til að sitja fyrir, og er það greinilega vænlegt til ár- angurs. Á framhliðinni er einnig ártalið 1980, en það ár varð Vigdís for- seti. Einnig er texti, sem sýnir hveijum peningur- inn er tileinkaður. Bakhliðin er helguð áhugamálum Vigdísar forseta með mynd af konu (Vigdísi) vera að planta tré, en hjá henni er æsku- fólk og aðstoðar við gróð- ursetninguna. Æska Íandsins og gróðursetning tijáa til að fegra landið okkar, vernda gróður og koma í veg fyrir frekari uppblástur. Þetta er henn- ar áhugamál, eins og fjöl- margt annað, og hefir ekki farið framhjá nein- um. Um þessar mundir er einmitt að hefjast nýtt átak í trjárækt og skóg- væðingu hér á landi og höfðar þessi minnispen- ingur sérstaklega til okk- ar. Peningurinn kemur í öskju. Lítil grind úr plasti fylgir einnig og í hana á að smeygja peningnum. Hann á að vera uppivið til sýnis á heimilinu eða skrifstofunni, en ekki læstur niðri í skúffu. Menn mega gjarnan handleika peninginn við og við og leyfa honum að minna á það hvað við vor- um heppin, íslendingar, að fá Vigdísi fyrir forseta og þau áhugamál hennar, sem slegin eru í pening- inn. Peningurinn er sleginn hjá myntsláttunni í París. Einni elstu og virðuleg- ustu sláttu sem til er. Þar hafa nú verið slegnir 3 minnispeningar fyrir ís- land. Hinir 2 eru Ásmund- arpeningurinn frá 1930 í bronsi og silfri og minnis- peningur, er Siguijón Sig- urðsson lét slá, til minn- ingar um Albert Thor- valdsen, í bronsi, silfri og gulli. Eg hefi komið í þessa myntsláttu, sem er í afar fallegu og virðulegu húsi á vinstri bakka Signu. Eru þar framleidd- ir minnispeningar og list- gripir úr dýrum málmum og gimsteinum. Það er unun að ganga þar um sali og sjá hvern dýrgrip- inn öðrum fegri. Minnis- peningur Vigdísar forseta er vitnisburður um alúð og smekk, sem ber þess- ari gömlu stofnun fagurt vitni. Minnispeningurinn kostar 4.500 krónur í bronsi og 15.850 í silfri. Ilann fæst hjá Minjalist, Ármúla 23, og hjá Jens Guðjónssyni, gullsmið í Kringlunni. Konráð Ax- elsson héfir látið hanna og slá alla 4 minnispen- ingana um forseta {s- lands, og séð um útgáfu þeirra. Flugdagur Vesturflugs verður haldinn á morgun HINN árlegi flugdagur Vesturflugs hf. verður haldinn á Reykjavíkurflugvelli sunnudaginn 10. júní kl. 10-18. Boðið verður upp á útsýn- veitingar verða. • isflug, þyrluflug og sýnt list- flug. Ymsar forvitnilegar flugvélar verða til sýnis og alls kyns uppákomur. Kaffi- Vesturflug hf. er til húsa norðan við afgreiðslu innan- landsflugs Flugleiða. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990 ■ NORRÆNA banka- mannasambandið (NBU) heldur tíunda trúnaðar- mannanámskeið sitt á Hótel Ork í Hveragerði dagana 11.—16. júní nk. Námskeiðið sækja trúnaðarmenn og leið- beinendur frá öllum Norður- löndunum. Þessi námskeið hafa verið haldin árlega und- anfarinn áratug, en þetta er í fyrsta sinn sem það er hald- ið hér á landi. 50 manns sækja námskeiðið, 40 trún- aðarmenn, 7 leiðbeinendur, 2 túlkar og loks kemur forseti NBU, Frode Sörensen, í heimsókn á námskeiðið. Á námskeiðinu flytur Jón Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, erindi um tengsl íslands við tn EB og EFTA og þróun Evr- ópumálaá næstunni. Yngvi Orn Kristinsson, formað- urSÍB, flytur erindi um íslenskt efnahagslíf. HÓTEL ESTU Ný, brevtt, stærri og betn / KASKO í kvöld. Lagtna og Café któkódíll, lækjargötu 2 (áöur Tunglið) Hanastél fyrir þá, sem koma fyrir kl. 24.00. Model ’79 með undirfatasýningu. Arnór Diegó og félagar sjá um dansinn. 26. maí hópurinn sér um músíkina. Aldurstakmark 20 ár. Skilríki. HOTEL BORG lauírardagskvöldið 9. júní 1990 - (i/rfwr 20 arrf -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.