Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Á ÍTALÍU HM í TÖLUM _> ■ ÞEGAR heimsmeistarakeppnin var haldin í fyrsta sinn voru þátttökuþjóðirnar aðeins 13 og á einn leik komu aðeins 30Ó áhorfendur. Nú, sextíu árum síðar, beijast rúmiega 100 þjóðir um 24 sæti og rúmlega 2,6 milljarðar áhorfenda geta fylgst með keppninni í sjónvarpi. ■ LUCIEN Laurent frá Frakklandi gerða fyrsta mark HM er Frakkland sigraði Uruguay, 4:1. ■ JORGE Burruchaga gerði sigurmark Argentínu gegn Vestur-Þjóðverjum á HM 1986 og var það 1.328. markið sem gert var í keppninni. ■ SVÍNN Jonasson gerði 100. markið árið 1934, Helmuth Rahn frá V-Þýskalandi það 500. árið 1958 og Hollendingurinn Robbie Rensenbrink það 1.000. árið 1978. ■ JUST Fontaine frá Frakklandi hefur gert flest mörk í einni keppni en hann skoraði 13 sinnum árið 1958. Vestur-Þjóðverjinn Gerd Miiller er hinsvegar sá leikmaður sem gert hefur flest mörk, 14, 1970 og 1974. ■ GEOFF Hurst, frá Englandi, er eini leikmaður- inn sem gert hefur þrennu í úrslitaleik HM. Það gerði hann er Englendingar sigruðu V-Þjóðveija árið 1966. ■ LAND hans Bryan Robson setti met er hann skoraði eftir aðeins 27 sekúndur gegn Frökkum árið 1982. ■ JOSE Batista frá Uruguay á hliðstætt met hvað varðar rautt spjald. Honum var vikið af leikvelli eftir aðeins 55 sekúndur í leik Uruguay og Skota í HM 1986. ■ MARIO de las Casas, fyrirlið Perú, fékk fyrsta rauða spjaldið sem gefið var í HM árið 1930. ■ PELE er eini leikmaðurinn sem þrisvar hefur orð- ið heimsmeistari. Hann var í liði Brasilíu 1958, 1962 og 1970. Hann gat þó ekki leikið úrslitaleikinn 1962 vegna meiðsla. Hann er einnig sá leikmaður sem yngstur hefur orðið heimsmeistari. Hann var aðeins 17 ára og átta mánaða er hann gerði tvö mörk í sigri Brasilíu á Svíum árið 1958. ■ NORMAN Whiteside, frá Norður-írlandi, er hinsvegar sá yngsti frá upphafi til að leika í lokakeppn- inni. Hann var aðeins 17 ára og 42 daga gamall er hann lék með N-írlandi gegn Júgóslavíu árið 1982. ■ DINO ZofT, markvörður ítala, er elsti heimsmeist- arinn en hann kominn fjóra mánuðj á fimmtugsaldur- inn er hann varð meistari með ítölum árið 1982. Stallbróðir hans í marki Norður-íra, Pat Jennings er hinsvegar elsti leikmaður HM. Hann lék gegn Brasilíu á 41. afmælisdegi sínum árið 1982. ■ BRASILÍA er eina þjóðin sem hefur ávallt Ieikið í lokakeppninni. Brasilíumenn hafa þrívpgis orðið heimsmeistarar og sömu sögu er að segja af Itölum. ■ UNGVERJAR hafa unnið stærstu sigrana á HM. Þeir sigruðu E1 Salvador 10:1 árið 1982 en höfðu áður unnið Suður-Kóreu 9:0 árið 1954. Júgóslaviu vann Zaire með sömu markatölu árið 1974. Flest mörk í einum leik komu þó í viðureign Austurríkis og Sviss árið 1954. Austurríkismenn sigruðu 7:5. ■ AÐSÓKNARMETIÐ í heimsmeistarakeppninni á líklega ekki eftir að falla í bráð. Á úrslitaleik Bras- ilíu og Uruguay árið 1950 voru 199.854 áhorfendur. - Það er að opinbera talan en talið er að áhorfendur hafi verið vel á þriðja hundrað þúsund. ■ Á HM 1986 voru rúmlega tvær milljónir áhorf- enda og um 580 miiljónir manns fylgdust með keppn- inni í sjónvarpi. Það er rúmlega 90 milljónum fleiri en sáu tunglgöngu Bandarikjamanna. ■ ÞRIR Ieikmenn hafa tvívegis skorað í úrslitaleikj- um. Brasilíumaðurinn Vava skoraði 1958 og 1962 og landi hans Pele 1958 og 1970. Vestur-Þjóðverj- inn Paul Breitner gerði það sama 1974 og 1982. ■ ANTONIO Carbajal, markvörður Mexíkó, á met sem seint verður slegið. Hann hefur fimm sinnum tekið þátt í lokakeppninni á árunum 1950 til 1966. Vestur-Þjóðveijinn Uwe Seeler og Pólveijinn Wladyslaw Zmuda hafa hinsvegar leikið flesta leik á HM, 21 leik hvor. ■ MARIO Zagalo, frá Brasilíu, er sá eini sem hef- ur orðið heimsmeistari sem leikmaður og þjálfari. Fyrst sem leikmaður 1958 og sem þjálfari fjórum árum síðar. ■ FJÓRIR leikmenn hafa leikið með tveimur þjóðum á HM. Luisito Monti með Argentínu 1930 og Ítalíu 1934, Santamaria með Uruguay 1954 og Spáni 1962, Fernec Puskas með Ungveijalandi 1954 og Spáni 1962 og Jose Altafini með Brasilíu 1958 og Ítaíu 1962. ■ KEPPNIN á Ítalíu fer fram á 12 borgum. Alls eru 24 lið og verða leiknir 52 leikir í keppninni. 22 leikmenn eru í hveiju liði, eða samtals 528 leikmenn. 36 dómarar dæma í úrslitum HM, frá 34 þjóðum. Alls voru 109 þjóðir sem tóku þátt í undankeppninni að þessu sinni og alls spilaðir 313 leikir og gerð í þeim samtals 705 mörk. M HM í sjónvarpi TVEIR leikir verða sýndir frá HM í beinni út- sendingu í Sjónvarpinu í dag. Spánn og Urugay leika kl. 15.00 og Sovétríkin og Argentína kl. 19.00. Reuter Abdal-Chani Magdi jafnaði fyrir Egypta úr vítaspymu. Tolba Magdi lyftir honum hátt á loft af fögnuði. Enn óvænt úrslit Egyptar náðu 1:1 jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollendinga EGYPTAR urðu í gær þriðja liðið til að koma á óvartá HM er þeir náðu jafntefli, 1:1, gegn Evrópumeisturum Hollands ífyrsta leik liðanna í F-riðli. Magdi Abdel-Ghani jafnaði fyrir Egypta úr vítaspyrnu er sjö mínútur voru til leiksloka, en áður hafði Wim Kieft náð forystunni fyrir Holland. Urslit á HM halda því áfram að koma á óvart. Heimsmeistarar Argentínu töpuðu fyrir Kamerún í opnunarleiknum og síðan tapaði Skotland fyrir Kosta Ríka. í gær voru það svo Egyptar, sem eru að leika í fyrstu lokakeppni HM í 50 ar, er “stálu“ senunni. „Ég er mjög sáttur við þessi úrslit. Við lékum mjög illa. Liðið sýndi ekki sinn eðlilega leik, eins og allir vita sem sáu liðið leika á Evrópumeistaramótinu 1988,“ sagði Leo Beenhakker, landsliðsþjálfari Holl- ands. Hann bætti því við að liðið hefði nú nóg að hugsa um fyrir næsta leik gegn Englendingum á laug- ardag. „Vandamálið er ekki andstæðingarnir. Vand- málið liggur hjá okkur sjálfum og við höfum nú fjóra daga til að rífa okkur upp og laga það sem aflaga fór.“ Mahmoud el-Gohari, þjálfari Egypta, var í sjöunda himni eftir leikinn. „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð jafntefli og ég held að það hafi ekki verið ósanngjörn úrslit. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp þennan góða og óvænta árangur," sagði el-Gohari. Ruud Gullit sagði að hollenska liðið hefði ekki leik- ið vel síðustu tvö árin, eða frá því að liðið hampaði Evrópumeistaratitlinum. „Það eru nokkrir leikmenn í liðinu sem treysta ekki hveijir öðrum. Þetta er ekki sök þjálfarans, heldur fyrst 'og fremst okkar leik- manna," sagði Gullit. Um eigin frammistöðu sagði kappinn: „Mér gekk mjö illa að finna mig vegna þess að liðið leikur ekki eins og það gerði áður. Leikurinn gegn Englendingum á laugardag verður mjög erfiður vegna þess að þeir leggja allt kapp á að ná góðum úrslitum eins og við,“ sagði Gullit. Öll liðin í F-riðli hafa nú eitt stig og hafa einnig skorað eitt mark, jafnara getur það ekki verið. „Bæði stigin skipta öllu“ - sagði GuyThys, þjálfari Belga, eftir 2:0 sigur gegn Suður-Kóreu „VIÐ lékum vel og áttum skilið að sigra. Ég hefði viljað sjá fleiri mörk, en bæði stigin skipta okkur öllu,“ sagði Guy Thys, þjálfari Belga, eftir 2:0 sigur gegn Suður-Kóreu- mönnum í gær. Þetta var fyrsti leikurinn í E-riðli og fyrsta viðureign þjóðanna á knattspymuvellinum, en Uruguay og Spánn leika í dag. Belgar réðu ferðinni frá fyrstu mínútu, en þrátt fyrir mörg tækifæri, tókst þeim ekki að skora fyr- ir hlé. „Ég sagði þeim að byija seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og þá gekk dæmið upp,“ sagði Thys, en Belgar gerðu bæði mörkin skömmu eftir hlé. Degryse braut ísinn eftir góða sendingu frá Scifo og lyfti laglega yfir markvörð Suður-Kóreu, sem kom út á móti. 12 mínútum síðar bætti bak- vörðurinn De Wolf við öðru marki og var það sér- lega glæsilegt — þrumuskot fyrir utan teig og boltinn hafnaði uppi í horninu nær. Lee Hoe-taik, þjálfari Suður-Kóreumanna, var ánægður með baráttu sinna manna í fyrri hálfleik, „en við höfum ekki sömu tækni og Belgar. Sérstak- lega áttu miðjumenn mínir í erfiðleikum, en þeir voru ekki nógu ákveðnir og því fór sem fór. Eftir hlé riðlaðist leikur okkar og fyrra markið var sem rothögg." Reuter Michel Preud’Homme, markvörður Belga, stóð sig vel í leiknum gegn Suður-Kóreu. Hér nær hann knettinum á undan Kóreumanninum, Sean-hong Hwang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.