Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 * Olafiir Ragnar Grímsson, fjármálaráðhetra: Stefiiir í minni tekjur ATVR en áætlað var ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra segir að hækkun sú sem varð á áfengi og tóbaki í gær sé innan þeirra marka sem tiltek- in voru við gerð kjarasamninganna þann 1. febrúar sl. „I minnis- blaði sem fylgdi frá fjármálaráðuneytinu sem íylgiskjal kjarasamning- anna segir ma.a „verð á áfengi og tóbaki hækki í takt við almenna kostnaðarþróun á þriggja mánaða fresti," sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólafur Ragnar sagði að fjármáia- ráðuneytið hefði lækkað fram- færsluvísitöluna um umsamin 0,3% með lækkun bifreiða- og bensín- gjalds. „Allar aðrar hækkanir standa, þannig að þetta er í sam- ræmi við bæði forsendur fjárlaga og forsendur kjarasamninganna," sagði fjármálaráðherra. Aðspurður hvort ekki hefði verið tækifæri fyrir ríkið að ganga á undan með góðu fordæmi, og hverfa frá þessum hækkunum og draga þar með úr hættunni á að farið verði yfir rauðu strikin þann 1. sept- ember nk. sagði Ólafur Ragnar: „Við gerum einfaldlega það sem ákveðið var. Þetta er bara hluti af þeim forsendum sem fjárlögin voru byggð á, sem voru kynnt í aðdrag- anda kjarasamninganna. Aðilar vinnumarkaðarins reiknuðu alltaf með þessum hækkunum." Meðalhækkun á tóbaki er 4%, en sumar tegundir hækka minna, aðr- ar meira. Einn pakki af Winston Leiðrétting í myndatexta með baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær víxluðust skímamafn og föðurnafn manns-, ins, sem lézt í bílslysinu í Hrúta- fírði. Hann hét Sigurjón Sæmunds- son. Aðstandendur Siguijóns og lesendur blaðsins eru beðnir afsök- unar á þessum mistökum. sígarettum kostar nú 204 krónur, en kostaði áður 198 krónur og hækkaði þannig um 3%. Prince sígarettur hækka úr 198 krónum í 212 krónur, eða um 7%. Meðal- hækkun áfengis er 5,6%. Algeng rauðvínstegund, St. Emilion kostar nú 1040 krónur, og hækkaði um 4%. Bernkasteler hvítvín kostar 580 krónur og hækkaði um 5,5%. Black Label viskí kostar 2820 krónur, kostaði áður 2680 krónur og hækk- aði um 5,2%. Smirnoff vodka kostar nú 1990 krónur og hækkaði um 4,2%. Hækkun á áfengu öli er minnst, eða frá því að vera engin á Heine- ken og Pilsner Urquell í það að vera 2,6% á Löwenbrau Sex flöskur af Löwenbrau kosta nú 790 krón- ur. Beck’s bjórinn hækkaði um 2,3% og kostar kippan nú 860 krónur. Tuborg hækkaði um 1,3% og kostar nú 800 krónur. Ólafur Ragnar sagði að hér væri ekki um neinar viðbótartekjur að ræða fyrir ríkissjóð, heldur einungis það sem reiknað hefði verið með í forsendum fjárlaga þegar heiidar- tekjur af Áfengis og tóbaksverslun- inni voru áætlaðar. „Hins vegar stefnir í það að þær tekjur verði hugsanlega eitthvað minni, en áætl- að var,“ sagði fjármálaráðherra. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að rekja megi hækkanir þær sem eru umfram 4% til kostnaðar- hækkana erlendis. Morgunblaðið/Júlíus Erá blaðamannafúndi á Hallveigarstöðum. Frá vinstri, Jónína Margrét Guðnadóttir, varaformaður Kven- réttindafélags íslands, Herdís Hall, framkvæmdastjóri félagsins, Guðrún Arnardóttir, formaður, Björg Einarsdóttir, rithöfundur, Guðrún Ásmundsdóttir,leiksljóri, Aslaug Brynjólfsdóttir og Soffía Guðmunds- dóttir úr stjórn Kvenréttindafélagsins. Kvenréttindafélag íslands: Konur halda upp á 7 5 ára kosnmgaréttarafmæli SAMSTARFSNEFND Kvenréttindafélags íslands og fulltrúa þeirra þingflokka sem eiga konur á þingi gangast fyrir hátiðarhöldum í tilefhi af 75 ára kosningaréttarafmæli kvenna 19. júní næstkom- andi. Dagskráin hefst klukkan 16. 30 í porti Miðbæjarskólans. Þá verður gengið um miðbæinn og hlýtt á stutta dagskrá við Austur- völl. Klukkan 18.00 verður konum boðið að skoða Alþingishúsið. Hatíðarfundur verður sama dag björgu Sveinsdóttur, Ólafíu Jó- klukkan 20.30 í Islensku óperunni. Þar verða flutt stutt ávörp og gest- ur Kvenréttindafélags Islands, bandaríska kvenréttindakonan Betty Friedan frá Bandaríkjunum, segir nokkur orð. Þá verður flutt samfelld dagskrá um sögu kvenna- baráttunnar alit frá frönsku stjórn- arbyltingunni til okkar daga. Sér- staklega verður fjallað um Þor- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Tryggvi Ólafsson listmálari gróðursetur fyrstu plöntuna í landgræðslu- og skógræktarátaki í Vestmanna- eyjum. Vestmannaeyjar; Skógræktarátak hafíð Tryggvi Olafsson listmálari gróðursetti fyrstu plöntuna Vestmannaeyj um. LANDGRÆÐSLU- og skógraektarátak er hafið í Vestmannaeyjum og var það Tryggvi Ólafsson, listmálari, sem setti niður fyrstu plöntuna. Á vordögum þegar söfnun til skóg- ræktarátaks fór fram málaði Tryggvi Ólafsson málverk í beinni útsendingu í sjónvarpi. Málverkið var síðan selt á uppboði. Myndin seidist á hálfa milljón króna og var skilyði að fjár- magnið rynni til skógræktar í Vest- mannaeyjum. í framhaldi af því var ákveðið að andvirði sölu grænu greinarinnar í Eyjum rynni til skóg- ræktar þar. Græna greinin seldist fyrir háifa milljón í Eyjum þannig að ein milljón rennur því til skóg- ræktarátaksins í Vestmannaeyjum nú. Ekki var vitað fyrr en nú hver hafði keypt málverk Tryggva en þá var upplýst að það voru Lífeyrissjóð- ur Vestmanneyinga, starfsfólk og stjórn sjóðsins ásamt verkalýðsfélög- unum í Eyjum. Var þetta gert í til- efni 20 ára afmælis sjóðsins. Tryggvi Ólafsson kom til Eyja og gróðursetti fyrstu plöntuna. Flutt voru stutt ávörp þar sem menn fögn- uðu þessu átaki og eftir að Tryggvi hafði gróðursett plöntuna afhenti Torfí Sigurhjartarson, skrifstofu- stjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Snorra Sigurðssyni, starfsmanni Skógræktarátaks, ávísun til greiðslu málverksins sem keypt var. Tryggvi Ólafsson á annríkt í Eyj- um þessa dagana því eftir að hann hafði gróðursett tók hann til við að setja upp málverkasýningu í Safna- húsinu í Eyjum. Grímur hannsdóttur, Bríeti Bjarnhéðins- dóttur, Ingibjörgu H.Bjarnason og Hannes Hafstein sem árið 1911 flutti frumvarp þess efnis að konur mættu gegna embætti presta og dómara. Leikarar undir stjórn Guð- rúnar Asmundsdóttur og Sögu Jónsdóttur munu flytja dagskrána. Höfundar hennar eru þær Björg Einarsdóttir, rithöfundur, og Guð- rún Ásmundsdóttir,leikstjóri. Auk þess sem Betty Friedan mun ávarpa hátíðarsamkomuna þann 19. júní mun hún halda fyrirlestur í Odda 18.júní klukkan 17.15 á vegum Félagsvísindadeildar Há- skóla íslands og nýstofnaðar Kvennarannsóknarstofu við háskól- ann. Nefnir hún þann fyrirlestur „From the Feminine Mystique to the Second Stage - the Role of Feminist Thought in Society Today.“ Þann 21. júní klukkan 20.30 mun hún svo flytja fyrirlestur á vegum Kvenréttindafélags íslands á Holiday Inn. Þar mun hún ræða um stöðu kvennahreyfingarinnar um þessar mundir, einkum í Banda- ríkjunum, og hvert beri að stefna í nánustu framtíð. I síðustu bók sinni „The Second Stage hefur Betty lýst áhyggjum sínum af and- varaleysi 'yngri kvenna um stöðu sína og jafnrétti kynjanna og mun fyrirlestur hennar m.a. fjalla um hvernig spornað skuli gegn þeirri þróun. Betty er af mörgum talin hafa hrint jafnréttishreyfingu nútímans af stað með ritinu „The Feminine Mystique“ sem kom út árið 1963. Æ síðan hefur hún beitt sér af afli Betty Friedan er að mörgun talin hafa hrint jafnréttishreyfingu nútímans af stað. í baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla og haft mikil áhrif, langt út fyrir ættland sitt, segir í frétt frá undirbúningsnefndinni. I för með Betty Friedan verða nokkrar banda- rískar konur sem vilja af eigin raun kynna sér stöðu kvenna í stjórnmál- um hér á landi og sjá hvernig stað- ið er að málefnum barna og fjöl- skyldunnar í heild. Meðal þessara kvenna eru fræðimenn og stjórn- endur á þessum sviðum, svo og .framkvæmdastjóri Ijölmiðlastofn- unar í Washington sem einkum starfar að útbreiðslu- og fræðslu- herferðum í þágu jafnréttismála, mannréttinda- og umhverfísmála. „Konur eru hvattar til að taka þátt í skrúðgöngunni 19. júní og vonast er til að þær mæti í einkenn- isbúningum sinnar stéttar séu þeir til og þær konur sem eigi íslenskan búning beri hann í tilefni dagsins," segir að lokum í fréttinni Aðgangur að hátíðrsýningunni um kvöldið er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vel má ræða viðauka við nafh Alþýðuflokksins JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra segist ekki telja að það skipti neinum sköpum fyrir Alþýðuflokkinn, að viðaukinn Jafnaðarmanna- flokkur Islans bætist við nafn flokksins. „Það má vel ræða svona viðauka við nafn flokksins, en ég tel ekki að slíkt hefði neina úrslita- þýðingu fyrir Alþýðuflokkinn. Eg tel slíkt ekki tilheyra stórákvörðun- um í íslenskum stjórnmálum," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Málverk Tryggva Ólafssonar sem selt var á uppboði. „I fyrsta iagi fínnst mér rétt að nafn flokksins haldist og í öðru lagi tel ég formlega viðbót ekki skipta mjög miklu máli,“ sagði Jón. „Auð- vitað vita það allir að þetta er jafn- aðarflokkur íslands og hvort við notum það í kynningu á flokknum, finnst mér vera mál sem vel megi ræða. Kjarni málsins er að sjálf- sögðu sá, að þetta er Alþýðuflokk- urinn og hann heldur áfram að vera það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.