Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JUNI 1990 37 * 1 Skyggnst inn Hrafnkels sögn eftirHarald Jóhannsson Árið 1988, birti Einar Pálsson bók, Stefíð, um athuganir sínar á Hrafnkels sögu Freysgoða. Vikið verður að nokkrum þeirra í grein þessari. 1. í upphafi máls síns tekur Ein- ar Pálsson upp ýmsar athugasemd- ir fræðimanna um Hrafnkels sögu. — í Hrafnkötlu, (Studia Islandica 7, 1940) sagði Sigurður Nordal hana vera „tóman skáldskap". Und- ir það tekur Einar Pálsson (bls. 15), en kveður það rit Sigurðar Nordals sækja ýmislegt í ritgerð eftir E.V. Gordon í Medium Ævum, (Vol. VIII, 1939), og bætir við: „Hvorugur gerir því skóna, að alle- góriskur frásagnarháttur miðalda kunni að búa að baki.“ (Bls. 16) — A.R. Taylor tók eftir „samsvörun orðalags og nafna í Hrafnkötlu og Fóstbræðra sögu.“ (Bls. 20) — Arthur E. McKeown telur uppheng- ingu Hrafnkels og manna hans á hásinum enduróma „Hómer, þar sem Akkilles dregur París á hásin- um eftir vagni sínum og Telemakk- us hengir upp konur.“ (Bls. 31) — Njörður Njarðvík segir Hrafnkels sögur lýsa „upphafi goðaveldisins“ (bls. 32) og fellst Einar Pálsson á það. — „Vegna stuðlunar í texta Hrafnkötlu hyggur Kratz, að höf- undur kunni að hafa stuðst við bundið mál.“ (Bls. 34) — Um trú- skipti Hrafnkels sagði Pierre Halle- ux: „Varðandi trúskipti Hrafnkels, þá eru þau tilbúningur, sem eigna verður trúarákafa höfundar sög- urnnar.“ (Ath. Hér lauslega þýtt. Bls. 36) — Um miðja þessa öld taldi Knut Liestöl „arfsagnir og heiðinn dóm eiga meiri þátt í myndun Hrafnkels sögu en Nordal vildi vera láta.“ (Bls. 38) 2. Þráð fyrri athugana sinna tek- ur Einar Pálsson upp við nafnið „Sámur“, en í Tímanum ogEldinum sagði hann 1972: „Þegar Höskuldur Njálsson fellur sæi'ður sínum 16 sárum gerist það „norður með garð- inum“ við Sámsstaði í Fljótshlíð. Þegar Gunnar særir þá 16 í lokabar- daga sínum leikur Sámur, hundur hans, mikilvægt hlutverk. Heivarar saga og Heiðreks segir frá því, að „Hjálmar fékk sextán sár, en Ang- antýr féll dauður.“ ... Það hlýtur að vekja athygli okkar, að þetta gerist einmitt að bardaga í Sáms- ey.“ (Bls. 42-43) Og Einar Pálsson rifjar upp: „Eldfornar goðsagnir herma, að Ósíris hafi verið skiptur í 18 parta sem dreift var og að 16 hafi fundist, tveggja verið saknað." (Bls. 47) 3. Viðurnefni hlýtur Hrafnkell af Frey, og Freyfaxa nefndi hann hest sinn, sem gekk með 12 öðrum. Og finnur Einar Pálsson Freyfaxa hliðstæður. í Vatnsdæla sögu segir: „Brandur átti hest föxóttan, er kall- aður var Freysfaxi... höfðu flestir það fyrir satt,' að Brandur hefði átrúnað á Faxa.“ (Bls. 60) Einar Pálsson lætur þar ekki staðar num- ið: „Bendir Liestöl á, að í Flateyjar- bók sé rætt um helgan hest Freys og merar hans, svo og í ævintýri því frá Þelamörk er Grimsborken nefnist." (Bls. 60) Við Faxa-nafnið er staldrað. „Axel Olrik og Hans Ellekille rann- sökuðu sagnir af Faxa“ ... og kom- ust að eftirfarandi niðurstöðu: „(Det ser ud til) at bönderne i... Sætesdalen har dyrket et Fröj und- er navnet Fakse. Fakse er Sætesda- lens benævnelse báde for en hest með hengemanke og for de hjemlige gudebilleder“.“ (Bls. 48) Og: „Þeir Ellekille og Olrik telja, að tvö goða- líkneski er svipar til Faxanna hafi verið öndvegissúlur." (Bls. 52) Og enn: „ .. . eigum vér tveggja kosta völ: annaðhvort að ætla Faxa sagn- fræðilega persónu, sem Faxaós (Faxaflói) er heitinn eftir, ellegar að setja fram þá tilgátu, að um sé að ræða fornt minni um stokk eða öndvegissúlu, sem bar Faxa-nafn.“ (Bls. 59) 4. Hliðstæða virðist vera með Freyfaxa og uxanum Harra í Lax- dælu. Hann gekk um vetur „með sextán nautum og kom þeim öllum á gras“. Þá er hann „var átján vetra gamall, þá féll brunnvaka hans af höfði honum, og það sama haust lét Ólafur höggva hann“. Næstu nótt dreymir Ölaf að kona kemur að honum mikil og reiðileg. „Son Afmæliskveðja: ÁSTA ERLINGS f Hún Ásta Erlings varð sjötug í gær, 12. júní. Ég á bágt með að trúa þessari staðreynd. Mér finnst hún ætti að standa í erli dagsins og meðhöndla grös til að líkna þjáð- um meðbræðrum sínum, sem hún er búin að gera í svo mörg ár. Það var góður arfur sem hún fékk frá forverum sínum, í báðar ættir. Allir kannast við Grasa-Þórunni. Hún var amma hennar. Þórunn var ljós- rnóðir og alkunn fyrir grasalækn- ingar. Erlingur faðir Ástu var viður- kenndur sem grasalæknir. I móður- ætt Ástu var Stefanía Ólafsdóttir á Gilsárvöllum á Borgarfirði eystri. Var hún amma Ástu. Hún stundaði ljósmóðurstörf og fékkst við nátt- úrulækningar og hafði verið mjög heppin í hjálp við sjúka, sem til hennar leituðu. Öll þessi ættmenni Ástu þekkti ég frá barnæsku, því ég var þeim öllum samtíða á Borg- arfirði eystri, þeim góða stað. Ásta mín. Ég veit þú hefur stað- ið þig vel í halda uppi hugsjónum þessa ættfólks þíns. Þú hefur lið- sinnt mörgum í tímans rás — og ég veit að þú verður umvafin þakk- lætis- og hamingjuóskum á þessum tÍBíáffiótaRf ttíítþhíuFas-fflér^ykja- minn hefur þú drepa látið og látið koma ógjörvilegan mér til handa, og fyrir þá sök skaltu eiga að sjá son þinn alblóðugan af mínu til- stilli; skal ég og þann velja, er ég veit, að þér er ófalastur.“ (Bls. 286) 5. Um Hrafnkel segir í upphafi sögunnar: „Hann var þá fimmtán vetra gamall. ..“ (Bls. 194) Vakið er máls á: „ . . . í gildum skyldi maður eigi sverja eið, fyrr en hann var 15 vetra. Ef Hrafnkels saga var sögð í gildi á táknmáli laun- helga fær aldur Hrafnkels nýjan svip.“ (Bls. 195) 6. Tímamörk og átta tengjast atburðum. „Einar reið Freyfaxa allt frá eldingu og til miðs aftans.“ — Einar ríður til miðs aftans — og varðan eftir hann er látin vísa til miðs aftans.“ (Bls. 92-93) Og: „Þegar þeir Eyvindur eru drepnir (þeir fimm með 16 hesta klyfjaða) segir: „Þá var jafnnær rismálum og dagmálum" ... Eyvindur ríður þar til, er hann kom vestur á miðja heiðina. Þar heita Bersagötur.“ (Bls. 95) 7. Hrafnkell var upp hengdur á hásinum við áttunda mann. Og er þá minnst frásagnar í fornu sagn- fræðiriti: „ . .. segist Adam af Brimum (1040-1081) svo frá, að níunda hvert ár haldi öll héruð Svíþjóðar sameiginlega trúarhátíð, þ.e. í heiðnum sið. Þá senda allir gjafir til Uppsala. Þeir fórna níu höfðum af alls kyns lifandi verum Haraldur Jóhannsson „Kona miðaldaspekinn- ar er „algerlega nakin (entirely naked)“ sam- kvæmt Waite og tatt er líklegra en að sú sé bein ástæða þess, að hún er látin þvo léreft sín í Hrafnkötlu; léreft- in merkja þá föt henn- ar.“ karlkyns og milda guðina með blóði þeirra. Kropparnir eru upp strengd- ir í helgum lundi, sem verður svo helgur fyrir vikið, að hvert eitt tré öðlast guðdómlegan kraft.“ (Bls. 98) Og minnt er á, að „Óðinn hékk á Vingameiði". (Bls. 99) 8. Hrafnkell réð Einar til sín með þessum orðum: „Þú skalt reka heim fimm tigu ásauðar í seli og viða heim öllum sumaiviði." (Bls. 84) Um það segir: „Grikkir töldu Hundsstjörnuna hafa áhrif um 50 daga skeið... og vekur það þá spurningu, hvort 50 fjár í Hrafn- kötlu, þau er Einar skyldi gæta, þá er hann reið Freyfaxa, byggist á þeirri staðreynd." (Bls. 311) 9. Staðar numið verður látið við langsóttustu, en ef til vill snjöllustu skýringuna. Þegar að vígi Eyvindar kemur, segir í sögunni: „Þá var jafnnær rismálum og dagmálum. Kona ein var við vatnið og þó lé- reft sín .. .“ Þessi kona hleypur heim. Hún rennir úr sér mikilli málbunu og lætur ganga af kappi.“ ... Þessi kona hefur orðið nær sérhverjum rannsakanda Hrafnkels sögu undrunarefni, Nordal dáist að konunni, slíkt ið sama gera margir erlendir fræðimenn.“ (Bls. 221) Síðan: „Svo lýsir R.H. Allen hug- myndum þeim, er festust við stjörn- una Síríus í Egyptalandi inu forna. Í hávegum er (Síríus) höfð í Zodi- ac-ferningi Denderah, þar sem hún er í líki kýr, hvílandi í báti með stjörnu yfir höfði sér; og aftur, fast á eftir, sem gyðjan Sothis, í fylgd með gyðjunni Anget, með tvö ker, sem vatn flæðir úr, táknrænt fyrir fljótsflæði (Nílar) við upprás stjörn- unnar.“ (Ath. lausleg þýöing. Bls. 218) Og enn: „Sautjánda regingáta Tarot sýnir nakta konu er krýpur við vatn. Vinstra hné hennar er á landi, hægri fóturinn í vatni. Konan er að hella Vatni Lífsins úr tveimur keijum ..(Bls. 217) Loks: „Nú er þessi kona Hrafnkötlu ekki að hella vatni úr tveimur kerum; hún þvær léreft sín. En hún krýpur við vatnið á réttum stað . . . Kona mið- aldaspekinnar er „algerlega nakin (entirely naked)“ samkvæmt Waite og fátt er líklegra en að sú sé bein ástæða þess, að hún er látin þvo léreft sín í Hrafnkötlu; léreftin merkja þá föt hennar. „Hún kastar þeim niður úti hjá viðarkesti, en hleypur inn.“ Og hví er konan nak- in? Vegna þess að henni er ætlað að tákna nakinn og umbúðalausan sannleikann .. . enda vottar (Hrafnkell) það sjálfur: „Kann að vera, að þú hjalir helsti margt satt.“ (Bls. 222-223) Hötvndur er liagtræðingur. Skemmtileour nútímaskoli 5 BHmnnnDn o n n n H^b n n □ n n n b n□]BgQQB n n o n nmnAa þau vera of snemma á ferð. Ég þakka þér góða viðkynningu á liðn- urn tfmum, þau urðu enn nánari þegar Ásthildur dóttir þín og Jó- hann sonur minn gengu í hjóna- band, en þau eiga tvö börn. Vona ég að þau erfi þau ættareinkenni, sem eru mjög ríkjandi í ætt þinni, Ásta: Að vera fljótur að liðsinna bágstöddum. Eg óska þér allrar blessunar á ævikvöldinu. Lifðu heil. "z=z-^=:~.-zAtnia-- — : ? : £ Reykjanesskóli hefur marga eftirsóknarverða þætti í starfi sínu, umhverfi og félagslífi. Áhersla er á lifandi nám, þátttöku nemendanna sjálfra. Umhverfi skólans býður upp á útiveru og íþrótta- iðkanir og bregðist veður má alltaf nýta íþróttaaðstöðuna innanhúss sem er með ágætum. Félagslífið í Reykjanesskóla er alltaf ferskt og skapandi enda að stórum hluta í höndum nemendanna sjálfra, en þó fær stöku kennari að vera með — stundum. Þeir nemendur sem eru að leita að nýjum og skemmtilegum skóla, sem gefur færi á einhverjum ofantal- inna þátta, ættu að liafa samband við Reykjanesskóla hið fyrsta og alls ekki síðar en 20. júní. Héraðsskólinn í Reykjanesi Reykjanes, 401 ísafjörður, símar 94-4840 / 4841

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.