Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1990, Blaðsíða 24
22 24 GLÆSIBÆ-SIMI82966 Stærðir 37-41 Teg. Lipstick Verð frá kr. 4.540,- [ Póstsendum 5% samdægurs stgr.afsléttur MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGIVIÐ GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VIÐ EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI GRAM KF265 200 Itr. kælir 63 Itr. frystir H 146,5 crn B 55,0 cm D 60,1 cm áðurkr. 57.990.- iiú l'i. 54.700." stgr. kr. 51.960.- GRAM KF250 173 Itr. kælir 70 llr. fryslir H 126,5 cm 135,0 cm (stillanleg) B 59,5 cm D 62,1 tm áðurkr. 57.990.- ii/í kr. 54.700." stgr. kr. 51.960.- GRAM KF355 277 llr. kælir 70 Itr. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stillanleg) B 59,5 tm 0 62,1 tm áðurkr. 72.960,- mi kr. 68.900." stgr. kr. 65.450.- GRAM KF344 198 Itr. kælir 146 Itr. frystir H 166,5 tm 175,0 cm (stillanleg) B 59,5 tm D 62,1 tm áðurkr. 79.950.- mi kr. 75.400." stgr. kr. 71.630.- GRAMKÆUSKAPAR hágæía læki í eldhúsió, - á tilboSsverSi 5% Staðgreiðsluafsláttur Kaupir þú Ivö heimilistæki í einu i verslun okkar, gerum viS enn betur og bjóSum 10% afsláll gegn slaSgreiSslu /rOniX HÁTÚNI óA SÍMI (91|24420 iHróðleikur og J- skemmtun fyrirháa semlága! MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 Líbería: Vaxandi straumur flóttafólks Genf, Monroviu. Reuter. YFIR 150.000 flóttamenn hafa flú- ið frá Vestur-Afríkuríkinu Líberíu til nálægra ríkja vegna borgara- styrjaldar sem staðið hefur í hálft ár, að sögn talsmanna Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, UNHCR. Flestir hafa farið til Gíneu en allmargir til Fílabeins- strandarinnar og Sierra Leone. Leiðtogi uppreisnarliðsins, Charles Taylor, krefst þess að Samuel Doe, einráður forseti landsins, fari frá. Hermenn Doe hafa verið sakaðir um að myrða óvopnaða borgara í tilraun- um sínum til að verjast uppreisnar- mönnum, er sitja um höfuðborgina Monróvíu, en Doe vísaði þessum ásökunum á bug í viðtali við banda- rískar sjónvarpsstöðvar. Ríkisstjómin hefur sent fulltrúa til samningaviðræðna við samtök uppreisnarmanna, Föðurlandsfylk- ingu Líberíu, og eiga viðræðurnar að fara fram í Sierra Leone. Lýðveldið Líbería var stofnað árið 1847 af bandarískum leysingjum með aðstoð hvítra andstæðinga þrælahalds en lengi hefur verið rígur milli afkomenda leysingjanna og ýmissa ættbálka. Þýsku ríkin tvö: Reuter Gífúrlegur hiti í Mega Borg tefur slökkvistarfíð Gífurlegur hiti varð til þess að slökkviliðsmenn komust ekki um borð í norska risaolíuskipið Mega Borg við strendur Texas í gær. „Jafnvel klæðnaður, sem á að veija líkamann fyrir hita, nægir ekki þegar hitinn er svona mikill,“ sagði talsmaður bandarísku strandgæslunnar, Todd Nelson. „Enginn bjóst við slíkum hita eftir þriggja daga stanslausa dælingu á skipið,“ bætti hann við. Annar talsmaður strandgæslunnar sagði þó að ekki væri hætta á alvarlegum olíuleka úr skipinu í bráð, þar sem veðrið væri hagstætt og olían brynni jafn óðum og hún læki í sjóinn. Veðurfræðingar spá því að veðrið haldist gott næstu tvo daga. Skutur skipsins hefur sokkið um 17 metra vegna vatnsins sem dælt hefur verið á það til að kæla þilfar þess frá því á laugardag er sprenging varð í því. Hætta er talin á því að skipið sökkvi vegna vatnsins og gæti það valdið mesta mengunarslysi í sögu Bandaríkjanna þar sem 155 milljónir lítra af bensíni eru í skipinu. Á myndinni sést vatni dælt á skipið úr nokkrum bátum. Stasi grunað um stuðn- ing við hryðjuverkamenn TALIÐ er líklegt að nokkur fjöldi hryðjuverkamanna er tengist vestur-þýsku hryðjuverkasam- tökunum RAF (Rauða herdeildin) hafí á sínum tíma fengið athvarf í Austur-Þýskalandi og leynist þar enn. Hefiir grunur þessi feng- ið byr undir báða vængi eftir handtöku hryðjuverkakonunnar Susanne Albrecht í Austur- Þýskalandi í síðustu viku. í kjöl- far handtöku Albrechts velta menn nú líka fyrir sér hversu náið samstarf RAF og austur- þýsku leynilögreglunnar, Stasi, hafi verið og hvort Stasi hafi hugsanlega átt beinan þátt í ein- hverjum af hryðjuverkum RAF í Vestur-Þýskalandi. Til skamms tíma var Austur- Þýskaland lokað svæði fyrir vestur-þýsku lögregluna í leit henn- ar að hryðjuverkamönnum. Austur-þýskir borgarar gátu þó flestir hveijir fylgst með fréttum í vestur-þýsku sjónvarpi og fengið þaðan upplýsingar um hvaða hryðjuverkamönnum var lýst eftir. Barst vestur-þýsku alríkislögregl- unni, BKA, töluvert af upplýsingum frá ónafngreindum aðilum í Austur-Þýskalandi sem bentu til að hiyðjuverkamennimir kynnu marg- ir hveijir að eiga innangengt aust- anmegin. En eins og gefur að skilja gat lögreglan ekki fylgt þessum upplýsingum eftir. Það var ekki fyrr en innanríkisráðherrar beggja þýsku ríkjanna gerðu með sér sam- komulag um samstarf fyrir nokkr- um vikum að þetta ástand breytt- ist. Er nú leitað Iogandi Ijósi að hryðjuverkamönnum í Áustur- Þýskalandi og hafa meðal annars verið hengd upp 7.000 veggspjöld með myndum af eftirlýstum hryðju- verkamönnum víðs vegar um landið. í síðustu viku var svo tilkynnt um fyrsta árangurinn af þessari leit. Susanne Albrecht hafði verið handtekin í Austur-Berlín, en hún er sú kona, að Uirike Meinhof einni undanskilinni, sem BKA hefur haft mest fyrir að leita að. Er hún talin hafa átt þátt í morðinu á Jiirgen Ponto, stjórnarformanni Dresdner Bank, árið 1977. Ponto var guðfað- ir Albrechts og góðvinur föður hennar og grunaði því ekkert illt er hún knúði dyra hjá honum ásamt tveimur „vinum“ sínum, 30. júní 1977. Er talið að þrenningin hafi ætlað að reyna að ræna Ponto en skotið hann til bana er hann snerist til varnar. Fyrst um sinn eftir verknaðinn mun Susanne Albrecht hafa verið í felum í Mið-Austurlöndum en árið 1980 kom hún til Austur-Þýska- lands um Tékkóslóvakíu. Örfáum dögum síðar var hún orðin að austur-þýskum ríkisborgara undir nafninu „Ingrid Jáger.“ Albrecht, sem í dag er 39 ára gömul, giftist austur-þýskum eðlisfræðingi og eiga þau saman eitt bam. Mun hún hafa starfað í sovéskri kjamor- kurannsóknastofnun tvö síðustu árin áður en hún var handtekin. Hefur verið upplýst að eiginmaður- inn vissi til skamms tíma ekkert um skuggalega fortíð konu sinnar. Ríkissaksóknari Vestur-Þýska- lands hefur óskað eftir því að Albrecht verði afhent vestur-þýsk- um yfirvöldum en veijandi hennar, Wolfgang Vogel, sem einnig er m.a. verjandi Erichs Honeckers, krefst þess að hún verði látin laus þar sem hún hafi ekki brotið gegn austur-þýskum lögum. Telja margir að mál þetta sé prófsteinn á hversu langt Austur-Þýskalánd sé komið á braut réttarríkisins. En Albrecht-málið vekur líka óhug af ýmsum ástæðum. Það hversu hratt það gekk fyrir Su- sanne Albrecht að fá austur-þýskt nokkurs vafa til þess að austur- þýska leynilögreglan, Stasi, hafi verið méð puttana í spilinU. Hefur meðal annars hinn nýi innanríkis- ráðherra Austur-Þýskalands, Peter-Michael Diestel, lýst því yfir, aðspurður um hugsanleg tengsl RAF og Stasi, að hann gæti enn ekkert sagt en að honum litist illa á málið. Hefur flokkur Diestels, DSU, ásamt vestur-þýska systur- flokki sínum, CSU, krafist þess að allt hugsanlegt samstarf RAF og Stasi verði rannsakað og leitt fram í dagsljósið. Vestur-þýsk öryggis- yfirvöld vilja sérstaklega ganga úr skugga um hvort sá grunur þeirra eigi við rök að styðjast að Stasi hafi ekki einungis aðstoðað hryðju- verkamenn við að fmna sér athvarf heldur einnig átt beinan þátt í hryðjuverkum í því skyni að grafa undan stöðugleika lýðræðisins vest- anmegin. Öruggt er talið að nokkur fjöldi hryðjuverkamanna sé enn í felum í Áustur-Þýskalandi og hafa meðal annars þær Silke Maier-Witt, Sigrid Sternbeck og Inge Viett verið nefndar á nafn. Þær eru m.a. tald- ar hafa átt aðild að því að ræna og myrða síðan formann vestur- þýskra vinnuveitenda, Hanns-Mart- in Schleyer, árið 1977, ræna for- manni kristilegra demókrata í Berlín, Peter Lorenz, árið 1975, og að hafa gert tilraun til eldflauga- árásar á skrifstofur ríkissaksóknara Vestur-Þýskalands árið 1977. En væntanlegur samruni þýsku ríkjanna eykur ekki einungis mögu- leika lögreglunnar til að hafa hend- ur í hári hiyðjuverkamanna. Er talið líklegt að starfsemi hryðju- verkasamtakanna kunni nú einnig að færast inn á svæði Austur- Þýskalands. Þeir stjórnmálamenn sem helst eru taldir vera í hættu vegna þessa eru forsætisráðherra Austur-Þýskalands, Lothar de Maziére, Diestel innanríkisráðherra og vamarmálaráðherrann, Rainer Eppelmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.