Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990
15
Morgunblaðið/BAK
Fjarstýringin notuð til þess að
aka jarðýtunni og beita plógn-
um. A innfeldu myndinni eru
taldir frá vinstri: Þórður Sig-
urðsson, frá Húsavík, sem á
búnaðinn, Jakob V. Kristjáns-
son, Sigurður Arnar Kristjáns-
son, Bjarni Gunnar Sveinsson,
allir frá vélsmiðjunni Faxa og
Haraldur Ingþórsson, sem sá
um uppsetningu tækjabúnaðar-
ins.
Fj ar stýrð j ar ðýta
FYRSTA fjarstýrða jarðýtan
hér á landi hefur ekið sína
fyrstu metra og á fiinmtudag
var hún sett á bíl til flutnings
norður í land, þar sem hún
verður notuð til að leggja ljós-
leiðara í kringum Húsavík fyrir
Póst og síma.
Jarðýtan er útbúin með plóg
að aftan, sem plægir niður ljós-
leiðarastrenginn. Að framan er
hún útbúin með hníf sem ristir
grasrótina ofan af landinu og þar
er einnig kefli með ljósleiðara-
strengnum, sem er lagður á 80
sentimetra dýpi, en hægt er að
leggja streng með jarðýtunni í
allt að 120 sentimetra. Plógurinn
titrar, sem gerir það að verkum
að fínkornaðasti jarðvegurinn
hrynur að leiðslunni og tvö hjól
sem plógurinn dregur á eftir sér
þjappa hann aftur. Ef jörð er grýtt
er hægt með sjálfvirkum hætti
að leggja strenginn í sérstaka
plasthlíf.
Sá sem stjórnar jarðýtunni
gengur með henni og fylgist með
plógnum og að hann leggi streng-
inn með eðlilegum hætti. Erlendis
telja menn að í góðum jarðvegi
sé hægt að leggja 4-6 kílómetra
á dag með svona tæki, en þar er
komin margra ára reynsla á notk-
un þeirra.
Jarðýtan með þessum aukabún-
aði kostar 13-15 milljónir króna.
Þórður Sigurðsson, sem á jarðýt-
una, sagði að hún yrði notuð til
að leggja ljósleiðara samtals 150
kílómetra á leið sem nefnist Akur-
eyri-Lundur og á verkinu að vera
lokið í október. Hann sagðist hing-
að til hafa þurft að nota tvær
vélar til að leggja svona strengi,
auk þess sem vinnuafl sparaðist
líka að líkindum.
Munum styðja umsókn Eist-
lendinga um aðild að RÖSE
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
ENDEL Lippmaa, ráðherra lýðveldisins Eistlands, óskaði nieðal annars
eftir því við íslensk stjórnvöld, að þau styddu umsókn Eistlcndinga um
aukaaðild að Ráðstefnu um öryggi og samvinnu Evrópu, ROSE.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að Islendingar muni
styðja þessa umsókn. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins
sagði Lippmaa, að Sjálfstæðisflokkurinn myndl beila sér fyrir viður-
kenningu Islendinga á sjálfstæðisrétti Eystrasaltsríkjanna, komist hann
til valda eftir næstu Alþingiskosningar.
kosningum, þá myndi ekki standa á
íslendingum að viðurkenna rétt
Eystrasaltsríkjanna til að lýsa yfir
sjálfstæði. Og ég sagðist gjarnan
vilja beita mér fyrir því að að þeir
fengju með einhverjum hætti aðild
að öryggisráðstefnunni,“ sagði Þor-
steinn.
Endel Lippmaa, sem sér um sam-
skipti Eistlands við Sovétríkin, átti
hér viðræður við Steingrím Her-
mannsson, Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og Þorstein Páls-
son. Jón Baldvin Hannibalsson sagði
við Morgunblaðið, að erindi Lippmaa
hefði verið að kynna málstað Eist-
lands og hinna Eystrasaltsþjóðanna
og lýsa því hvernig þeir hygðust
vinna að framgangi sjálfstæðisyfir-
lýsingar sinnar frá 30. mars sl. Jón
Baldvin sagðist myndu greina ríkis-
stjórninni síðar frá þessum viðræð-
um.
Þorsteinn Pálsson sagði að Lipj)-
maa hefði óskað eftir stuðningi Is-
lendinga við umsókn Eistlendinga
um aukaaðild að RÖSE. „Ég sagði
honum fyrir mitt leyti og Sjálfstæðis-
flokksins, að við værum tilbúin til
þess, án nokkurra undanbragða eða
-dráttar, að viðurkenna sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna, og gerði honum
grein fyrir þeirri þingsályktunartil-
lögu sem við fluttum í vor, varðandi
Litháen, en ríkisstjórnin hindraði að
næði fram að ganga. Og ég sagði
honum að ef Sjálfstæðisflokkurinn
kæmist til valda að loknum næstu
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sagði við Morgunblaðið
að ríkisstjórnin myndi styðja aukaað-
ild Eistlendinga að Röse. „En þar
gilda mjög ákveðnar reglur sem er-
fitt er að ganga gegn. Aðild þarf að
vera samhljóða ákveðin og þar er
byggt á samþykkt frá Madríd. Við
myndum styðja það, en við getum
ekki farið gegn þeim samþykktum
sem við höfum staðið að þar; til
dæmis standa Atlantshafsbandalag-
slöndin saman,“ sagði Steingrímur
Hermannsson.
Rauð strik í haust:
Verðbólgan er ekki
að fara úr böndum
- segir Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ
„ÞAÐ er ekkert að fara úr böndunum, um samningana er full
samstaða og við munum að sjálfsögðu standa við allar skuldbinding-
ar. Þessir samningar voru um ákveðinn kaupmátt og það verður
tryggt að hann haldist," segir Einar Oddur Kristjánsson formaður
Vinnuveitendasambands íslands. Morgunblaðið greindi frá því á
fimmtudag að líklega kæmi til 0,5-1% launahækkunar 1. október,
þar sem vísitala færi yfir rautt strik. Einar segir að þetta hefði í
för með sér raunkostnaðarauka fyrir fyrirtækin, en þau geti haldið
í við slíka hækkun.
„Launanefnd ASÍ og VSÍ ásamt
ríkisstjórninni eru að leita leiða til
þess að lækka verðbólgu. Ég er
bjartsýnn á að það takist. Líklega
förum við eitthvað yfir rauða strik-
ið 1. september en það verður aldr-
ei stórvægilegt," segir Einar.
Hann kveðst leggja áherslu á
að tekist hafi að halda verðbólg-
unni í skefjum og ekkert launa-
skrið væri í landinu. Atvinnustig
sé lægra en um langan tíma, eng-
ar framkvæmdir svo orð sé á ger-
andi og jafnvægi á peningamark-
aði. A hitt beri að líta að hækkun
á raungengi sé meiri en búist hafi
verið við. Þá hafi verðbólga í
Evrópuríkjum, einkanlega í Þýska-
landi, reynst meiri en spáð var.
Hann segir að á næstu 11 mán-
uðum geri samningarnir ráð fyrir
7% launahækkunum. Það verði
erfiður hjalli fyrir atvinnurekend-
ur. „Það er ljóst að það hefur átt
sér stað mikil bót á viðskiptakjör-
um. Við erum með dálitla ósk-
hyggju um að útflutningur á sjáv-
arafurðum aukist á næsta ári, en
ég held að spár um frekari fis-
kverðshækkanir séu algjörlega
óraunhæfar. Sjö prósent launa-
hækkun á svona skömmum tíma
er auðvitað geysimikil í þessari
stöðu en ég trúi því að fyrirtækin
geti yfirstigið hana,“ segir Einar
Oddur.
Sumarhappdrætti
Sjálfsbjargar 1990
Dregið hefur verið í sumarhappdrætti
Sjálfsbjargar 1990. Útdráttur fór
fram 10. júií 1990. Vinningar og
útdregin númer eru sem hér segir:
1 • vinningur:
Bifreið: Jeep Cherokee Limited frá Jöfri að verð-
mæti 3.054.000 kr.
Vinningsnúmer: 72260.
2. vinningur:
Bifreið: Subaru Legacy Sedan frá Ingvari Helga-
syni hf. að verðmæti 1.353.000 kr.
Vinningsnúmer: 93971
3. -7. vinningur:
5 bifreiðar: Subaru Justy frá Ingvari Helgasyni
hf. hver að verðmæti 772.000 kr.
Vinningsnúmer: 4528, 20490, 88423, 91311 og
99986.
8.-41 • vinningur:
34 ferðavinningar að eigin vali með Sögu/Útsýn
hver að verðmæti 100.000 kr.
Vinningsnúmer: 4201, 6472, 6865, 7672, 10590,
17248, 23413,27507,29861, 34532, 47786,
61321, 62720, 68734, 69693, 70371, 73252,
76277, 79537, 84030, 84488, 91926, 92446,
95505, 101122, 103616, 104779, 104958,
112707, 115141, 118058, 124828, 130118og
134270.
Vinningar eru skattf rjálsir. Vinninga ber að
vitja á skrifstofu Sjálfsbjargar í Hátúni 12,
105 Reykjavík, sími 29133.
Sjálfsbjörg bakkar landsmönnum stuðning nú sem fyrr.
20. LANDSMÓT UMFÍ
Mosfellsbæ 12.-15. júlí 1990