Morgunblaðið - 14.07.1990, Page 17

Morgunblaðið - 14.07.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 17 ■ VARSJA - Pólskur öryggis- lögreglumaður, sem afplánar 15 ára dóm fyrir morð á kaþólskum presti, sagðist síðar í bréfi til þáverandi innanríkisráðherra, kommúnistans Czeslaws Kiszczaks, hafa verið að sinna skyldustörfum sínum. Þetta kemur fram í blaði Samstöðu, Gazeta Wyborcza, er birt hefur kafla úr bréfi lögreglumannsins, Grzegorz Piotrowskis höfuðs- manns. „Herra, aðgerð okkar var ekki „skelfilegt lagabrot" heldur unnum við af kostgæfni og trúnaði við stofnunina og þér vitið það,“ segir í bréfinu. Sakborningurinn segir ennfremur að helsta sök sín hafi verið að láta koma upp um sig, það hafi verið „gegn reglun- um.“ Kiszcak lét af embætti fyrir viku og yfirvöld hyggjast láta taka morðmálið upp á ný vegna þess að margt sé enn á huldu varðandi ábyrgð á glæpnum. Reuter Öryggisvördur við tékkneska sendiráðið í Havana. ■ PRAG - Stjórn Tékkóslóv- akíu hvatti í gær kommúnista- stjórnina á Kúbu til að veita 14 andófsmönnum, er leitað hafa hælis í tékkneska sendiráðinu í Havana, leyfi til að fara úr landi. Utanríkis- ráðuneytið í Prag segir að fimm menn að auki hafi ráðist inn á heim- ili fyrsta sendiráðsritara og haldið honum í gíslingu í nokkrar stundir. Þeir hafi heimtað að fá hæli í sendi- ráðinu en ritarinn hafi neitað. Lob- os Dobrovsky aðstoðarutanríkis- ráðherra segir tékknesk stjórnvöld ekki hafa í huga að afhenda andófs- mennina 14 kúbversku stjórninni. ■ KAMPALA - Uganda hyggst selja Sovétmönnum 3.000 apa af markattaætt. Ætlunin er að nota dýrin til rannsókna á alnæmi og fleiri sjúkdómum, að sögn stjórn- arblaðsins New Vision. Fyrsta send- ingin, 200 apar, leggur af stað flug- leiðis í næstu viku. ■ NIKOSIU - Æðsti dómari í íran, Ayatollah Mohammad Ali Yazdi, sagði í gær að klerkastjórn- in hygðist höfða mál fyrir alþjóðleg- um dómstólum gegn Saudi-Aröbum vegna dauða rúmlega 1.400 pílagríma í Mekka fyrir skömmu. Fólkið tróðst undir eða kafnaði í undirgöngum. Dagblað í Saudi- Arabíu segii' að stjórnin í Teheran beri hluta af sökinni á slysinu vegna þess að æði hafi gripið um sig vegna ótta við árás íranskra flugumanna. íransstjórn vill að umsjón hinna heilögu staða múslima í Saudi- Arabíu verði tekin úr höndum þar- lendra stjórnvalda. Fyrir tveim árum féllu um 400 pílagrímar í átökum er Saudi-Arabar segja íranska flugumenn hafa staðið fyr- Nicholas Ridley um þá sem ráða í Evrópubandalaginu: Alveg eins hægt að afsala sér forræði í hendur Hitler UMMÆLI breska ráðherrans Nicholas Ridleys í viðtali við breska tímaritið The Spectator hafa vakið mikla athygli. Það var Dominic Lawson, ritstjóri The Spectator, sem tók viðtalið sem bii-tist í fyrr- dag. Þar kemur skýrt fram að viðmælandinn hafí ekki drukkið meira en eitt léttvínsglas á meðan því stóð (Sumir sögðu að hann lilyti að hafa verið drukkinn). Hins vegar hafí hann reykt þeim mun meira af sígarettum! Þess má geta að Dominic Lawson er sonur Nigels Lawsons sem sagði af sér embætti íjármálaráðherra Bret- lands vegna ágreinings við Margaret Thatcher forsætisráðherra. Fer hér á eftir hluti viðtalsins er þeir Ridley og Lawson ræða um Þýskaland. Viðtalið hefst á því að Lawson telur sig vera að horfa út um gluggann á 18. aldar prests- setri Ridleys en uppgötvar svo að hann er að horfa á málverk eftir viðmælandann. Lawson segir mál- verkið dæmigert fyrir ástríðufullan áhuga Ridleys á sjónhverfingum en því fari þó fjarri að þær séu helsta einkenni ráðherrans: I stjórnmálum nútímans er eng- inn sem heldur jafn harkalega á lofti óþægilegum staðreyndum, án tillits til tilfinninga. Jafnvel Thatcher, sem sækir skoðanir sínar að miklu leyti til Ridleys, er ekki jafn andsnúin því að sveipa blákald- ar staðreyndir hulu góðvildar eða töfra stjórnmálamannsins ... En jafnvel þótt ég gerði mér grein fyrir þessum eiginleikum var ég furðu lostinn yfir þeim ofsa sem birtist í skoðunum Ridleys á mál- efnum Evrópu og sérstaklega hlut- verki Þýskalands. Það virtist eiga vel við að brydda upp á þessu efni því daginn eftir fund okkar var von á Karl Otto Pöhl, bankastjóra þýska seðlabank- ans, í heimsókn til Bretlands til að boða þá sælu sem fylgja mundi sameiginlegri, evrópskri peninga- stefnu. „Þetta eru allt saman þýsk- ir fjárglæfrar til þess ætlaðir að ná yfirráðum í gervallri Evrópu. Þessu verður að afstýra. Þessi skjóta yfirtaka Þjóðveija við verstu mögulegu skilyrði, þar sem Frakk- ar hegða sér eins og kjölturakkar Þjóðveija, er algerlega óþolandi." — Afsakið en á hvaða hátt er hægt að túlka þróun í átt til mynt- einingat' sem „Þjóðveija að reyna að ná yfirráðum í gei'vallri Evr- ópu“? „Þýska markið verður alltaf öflugasti gjaldmiðillinn vegna þess hvernig þeir hegða sér.“ — En, herra Ridley, það eru nú ekki óhagganleg sannindi að þýska markið verði alltaf öflugast. ..? „Jú, vegna þess að um Þjóðveija er að ræða.“ — En Evrópubandalagið er meira en bara Þjóðveijarnir. Ridley beindi nú eldmóði sínum — eins og venjulega reykti hann af kappi — að bandalaginu í heild. „Þegar ég virði fyrir mér stofn- anirnar, sem við eigum að fela for- ræði okkar í ýmsum málum, verð ég skelfingu lostinn. Seytján upp- gjafastjórnmálamenn, sem kjós- endur hafa hafnað og enginn hefur kosið til starfans . .. og sem ekki þurfa að standa reikningsskil gagn- vart neinum, bera ekki ábyrgð á því að hækka skatta, eyða bara peningum, sem auðmjúkt þing gaukar að þeim, þing sem sjálft þarf ekki að taka á sig ábyrgð á skattahækkunum og er þegar farið að sýna af sér frámunalegan hroka, ég get ekki fallist á að sagt sé: „Gott og vel, við afhendum þessu gengi fullveldi okkar.“ Ég er í sjálfu sér ekki mótfallinn því.að afhenda forræði ýmissa mála en Nicholas Ridley ekki þessu gengi. Það væri alveg eins bægt að fela það Adolf Hitler, hreinskilnislega sagt.“ Umræðuefnið var aftur Þýska- land og ég krafðist enn skýrari svara, varð jafnvel málsvari Hitl- ers: — En Hitler var kosinn til valda. „Jú, það var hann, það var hann að minnsta kosti — en ég var ekki sammála honum. En það er annar handleggur." — En vissulega er Kohl betri kostur en Hitler. Hann mun ekki sprengja okkur í loft upp, þegar öllu er á botninn hvolft. „Ég er ekki viss um að ég myndi ekki frekar vilja“ — Mér flaug það andartak í hug þegar Ridley gerði hlé á máli sínu til að drepa í enn einni sígarettunni að hann myndi ætla að nefna nafn síðasta kansl- ara sameinaðs Þýskalands — „uhumm ... loftvarnarbyrgin og þann_kost að geta varist frekar en að láta sigra okkur efnahagslega. Brátt kemur hann og reynir að segja að við ættum að gera svona í bankamálum og svona ættu skatt- arnir að vera hjá okkur. Ég meina, brátt reynir hann að ná öllu á sitt vald . ..“ Ridley þekktur fyrir að tala tæpitungulaust London. Tlie Daily Telegraph. ENN einu sinni er breski ráðherrann Nicholas Ridley í miðri hringiðu hneykslismáls. Þau hafa verið fylgifískar ráðherrans á annars glæsilegum en óvenjulegum stjórnmálaferli hans. Stór- reykingainaðurinn Ridley hefur aldrei reynt að leyna lítilsvirð- ingu sinni á klækjum stjórnmála eða fyrirlitningu sinni á sumum stjórnmálamönnum þótt hann hafi ekki aflað sér vinsælda meðal óbreyttra flokksbræðra sinna í íhaldsflokknum fyrir bragðið. Ridley er af aðalsættum, næst- elsti sonur Ridley þriðja greifa. Hann gekk í skóla í Eton og Balli- ol og hlaut menntun sem bygging- arverkfræðingur. Hann var dáður af róttækum hægrimönnum fyrir að segja af sér ráðherraembætti í ríkisstjórn Edwards Heaths árið 1972 vegna ágreinings um íhlutun ríkisins í rekstri iðnfyrirtækja. Ridley er samkvæmur sjálfum sér og sérlega stefnufastur. Hann er talsmaður sjálfsákvörðunarréttar einstaklingsins og lítilla ríkisaf- skipta í efnahagsmálum og fundu þessar hugmyndir hans farveg í ríkisstjórn Margareth Thatcher. Eftir tap Heaths í kosningum árið 1974 kallaði Ridley nokkra skoðanabræður sína til fundar við sig í íbúð sinni í London til að velja arftaka Heaths og foringja hægrimanna. Þeir báru fyrst víurnar í sir Keith Joseph en ákváðu síðan að styðja Thatcher. Við kjör hennar varð pólitiskt samband hennar og Ridleys eitt hið nánasta innan íhaldsflokksins og hefur það staðið af sér öll þau vandræðamál sem Ridley hefur komið sér í. Eftir sigur íhaldsmanna árið 1979 varð Ridley aðstoðarut- anríkisráðherra og fékk það hlut- verk að finna lausn á Falklands- eyjadeilunni. Hugmyndir hans um að Argentínumenn kaupleigðu eyjarnar og friða þannig bæði íbúa eyjanna, sem vildu bresk yfirráð, og Argentínumenn, sem vildu ná yfirráðum á eyjunum, hlutu engan hljómgrunn heima fyrir. Ridley var fluttur í fjármálaráðuneytið og varð síðan samgönguráðherra árið 1983. í því embætti tókst honum að einkavæða hvert ríkis- fyrirtækið á fætur öðru, m.a. ríkisflugfélagið British Airways, en í því máli mætti hann mikilli andstöðu, meira að segja innan eigin flokks. Hann varð síðan umhverfisráðherra og sem slíkur einkavæddi hann vatnsveitu og kynnti hugmyndir að nefskattin- um fræga, sem átti síðar eftir að bylta innheimtu útsvars. Hann var á öndverðum meiði við marga flokksbræður sína eina ferðina enn vegna þess máls og margra annarra. En Ridley er kannski eini ráð- herrann í ríkisstjórn Thatcher sem talar tæpitungulaust þegar hon- um finnst hann hafa á réttu að standa — sem hann gerir iðulega. Hann er vel liðinn meðal aðstoðar- manna sinna þótt framkoma hans sé oft allt að því ruddaleg. Hann er dyggur stuðningsmaður for- sætisráðherrans, ekki síst í því að afhenda ekki forræði ýmissa mála til Evrópubandalagsins. Þótt Ridley hafí sagt í viðtalinu að tími hans væri ekki liðinn, þá eru margir sem telja að honum væri ekki á móti skapi að setjast í helgan stein og sinna eftirlætis- áhugamálunum á sveitasetri sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.