Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Umdeilt bann þjóðminjaráðs egar Danir afhentu íslend- ingum handritin fyrir tæp- um tveimur áratugum lá ljóst fyrir, að hingað gætu þeir kom- ið til rannsóknastarfa, sem legðu stund á vísindi tengd þess- um menningararfi okkar. Hand- ritin eru varðveitt sem þjóðar- dýrgripir og allt gert til að forða því að tímans tönn vinni á þeim. Sérstaka athygli vakti á dögun- um að Elísabet II. Bretadrottn- ing skyldi fá að handfjatla skinnblöðin og var þar um al- gjöra undantekningu að ræða. Séu handrit send úr landi til sýninga eins og gert er ef sér- staklega mikið er í húfi, er þeirra vandlega gætt. Þarna pr um forgengileg verðmæti að ræða en um leið ritaða staðfest- ingu fyrir miklum afrekum for- ferðra okkar og líklega_ sjálfa forsenduna fyrir því að íslend- ingar hafa varðveitt tungu sína. Álmennt verður að líta þann- ig á, að íslenska þjóðin sé stolt af því, ef erlendir vísinda- og fræðimenn leggja sig fram um rannsóknir er tengjast fornbók- menntunum eða menningararfi hennar. Víða um lönd starfa hinir ágætustu menn að slíkum rannsóknum. Hefur ýmsum þótt dapurlegt, að íslenskir aðilar skuli ekki hafa fjármagn hand- bært til að styrkja menn við slík störf. Er ekki að efa, að öllum þorra fólks þykir sjálfsagt að vísindamenn er vilja stunda hér þjóðfræði- eða fornleifa- rannsóknir njóti eðlilegrar fyrir- greiðslu, innlendir aðilar leggi sig fremur fram um að greiða götu þeirra en letja þá til rann- sóknanna, enda sé fullnægt al- mennum og sanngjörnum skil- yrðum um samvinnu og meðferð minja. Fáum hefur verið ljóst, að hér starfi fornleifanefnd eða þjóðminjaráð, enda ný af nál- inni. Samkvæmt þjóðminjalög- um sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn fer fimm manna þjóðminjaráð með yfirstjórn þjóðminjavörslu í landinu í um- boði menntamálaráðuneytisins. Fimm manna fornleifanefnd fer hins vegar með yfirstjóm forn- leifavörslu og fornleifarann- sókna í landinu í umboði þjóð- minjaráðs. Nú eru þessar tvær nefndir komnar í hár saman. Fornleifanefnd veitti Thomas McGovern, bandarískum forn- leifafræðingi, leyfi til að halda hér áfram rannsóknum er tengj- ast búsetu í landinu til forna, en þjóðminjaráð bannaði McGovern að stunda þessar rannsóknir, „þar sem hann upp- fyllir ekki þau skilyrði nefndar- innar að þeir, sem fáist við ís- lenskar fomminjar, verði að kunna góð skil á íslenskri menn- ingarsögu," eins og komist er að orði í Morgunblaðsfrétt um málið í gær. Samkvæmt 22. grein þjóð- minjalaga er það í verkahring fornleifanefndar að veita út- lendingum leyfi til fornleifa- rannsókna hér. Stjórnandi stað- eða tímabundinna rannsókna á að hafa tilskilda menntun í forn- leifafræði. í lögunum segir: „Rannsóknir útlendinga skulu vera undir yfírumsjón fornleifa- deildar Þjóðminjasafns og forn- leifavarðar viðkomandi svæðis.“ Guðmundur Ólafsson, deildar- stjóri fornleifadeilar Þjóðminja- safns íslands, á sæti í fornleifa- nefnd og samþykkti þar að McGovern fengi rannsóknaleyfi. Hann segir í Morgunblaðinu í gær: „Beinarannsóknir McGov- erns eru mjög merkilegar og þar sem þetta átti að verða síðasta árið, sem hann stundaði rannsóknir hér, finnst mér það auðvitað mjög alvarlegt að skera eigi á þær fyrirvaralaust." Hvergi í þjóðminjalögum er að finna það skilyrði um útlenda menn eða aðra sem rannsaka íslenskar fornminjar hér á landi, að þeir „kunni góð skil á íslenskri menningarsögu". Þetta orðalag er mjög opið. Stjórn Félags íslenskra fræða hefur harðlega mótmælt þeim viðhorfum sem koma fram hjá þjóðminjaráði og telur eðilega afleiðingu ákvörðunar ráðsins, verði hún látin almennt gilda, að vegabréfaskoðun yrði tekin upp við dyr Árnastofnunar og prófborð við hliðina þar sem erlendir fræðimenn yrðu að sanna færni sína í íslensku máli og læsi á íslenska menn- ingarsögu. Þetta er rétt ályktun og með slíkum aðferðum yrðu margir bestu fræðimenn á þessu sviði útilokaðir frá Árnastofnun. Framkvæmd hinna nýju þjóð- minjalaga er að mótast. Þar stendur skýrum stöfum að forn- leifanefnd veiti rannsóknaleyfi til útlendinga. Nefndin hefur gert það í því tilvíki sem hér um ræðir. Hvers vegna er mál- inu skotið til þjóðminjaráðs? Af hverju er ekki ákvörðun forn- leifanefndar látin standa? Vilji formenn þjóðminjaráðs og forn- leifanefndar gera sig gildandi innan stjórnkerfisins gera þeir mistök með framgöngu sinni gegn rannsóknum McGoverns. Áfellisdómur yfir aðgerða- leysi félagsmálaráðherra eftir Geir H. Haarde Nefnd á vegum félagsmálaráð- herra skilaði fyrir skömmu áliti varðandi fjárhagsstöðu Byggingar- sjóðs ríkisins. Alit nefndarinnar er í raun þungur áfellisdómur yfir að- gerðaleysi núverandi félagsmála- ráðherra í fjárhagsmálefnum bygg: ingarsjóðsins allt frá árinu 1987. í áliti nefndarinnar segir að „ekki sé ráðlegt að víkjast lengur undan því að koma jafnvægi á rekstur sjóðs- ins“. Eigið fé sjóðsins, 15 milljarðar króna, muni að óbreyttu verða horf- ið um aldamót. í upphafi greinargerðarinnar seg- ir ennfremur: „Eins og kunnugt er hefur verið búið þannig um hnútana í fjárhagsmálefnum Byggingarsjóðs ríkisins á undanfömum árum að fjárhagsstöðu sjóðsins er stefnt í voða ef ekkert verður að gert.“ Þá segir réttilega í nefndarálitinu að leiðir til að laga rekstrarstöðu sjóðsins séu tvær. Annars vegar að tryggja sjóðnum árlegt framlag úr ríkissjóði til að mæta rekstrarhalla og hins vegar að hækka vexti á útlánum hans. Allt frá sumri 1987 hefur blasað við að hvort tveggja þyrfti að gera. Viðbrögð félagsmála- ráðherra og ríkisstjórnanna sem setið hafa frá 1988 hafa aftur á móti verið kákið eitt. Streist hefur verið af öllum mætti gegn óhjá- kvæmilegum (en jafnframt auðvitað óvinsælum) vaxtahækkunum og ríkisframlagið verið lækkað í einn tuttugasta af því sem það áður var. Því er svo komið sem komið er. Sætir furðu að sami maður og gegndi embætti forsætisráðherra þegar stjórnvöld sömdu við aðila vinnumarkaðarins snemma árs 1986 um að koma núverandi lána- kerfi á laggirnar skuli tróna yfir ríkisstjórn sem ábyrgð ber á þessu ástandi. Metnaður hans virðist fremur beinast að því að halda lán- lausri ríkisstjórn saman en að standa við gefin fyrirheit. Óeðlileg vaxtaákvörðun Félagsmálaráðherra hummaði fram af sér í tvö og hálft ár að leggja til að útlánsvöxtum Bygging- arsjóðs ríkisins yrði breytt. í desem- ber sl. var síðan tekin sú endemis ákvörðun að hækka aðeins vexti af nýjum lánum. Sú ákvörðun fær ekki staðist enda leggur nefnd ráðher- rans nú til að frá henni verði fallið og vextir hækkaðir jafnt á öllum lánum frá 1984 þannig að sams konar lán úr sjóðnum beri sömu vexti óháð lántökudegi. (Um það efni fluttum við Alexander Stefáns- son og fleiri þingmenn reyndar frumvarp á liðnum vetri til að freista þess að hnekkja hinni dæmafáu ákvörðun frá í desember en því frumvarpi var vísað frá að frum- kvæði félagsmálaráðherra.) Tillaga nefndarinnar er í sam- ræmi við yfífrlýsingu stjórnarflokk- anna þegar húsbréfakerfínu var skáskotið gegnum Alþingi vorið 1989 þess efnis að framvegis skyldi vaxtamunur milli inn- og útlána byggingarsjóðsins vera á bilinu 0,5-1%. Við þá yfírlýsingu hefur auðvitað ekki verið staðið og er vaxtamunurinn nú nær 1,5% á nýj- um lánum en rúm 2% af öllum eign- um og skuldum sjóðsins. Afleiðing- arnar fyrir fjárhag hans eru síðan þær sem nefndin bendir á. Félagshyggjufurstarnir í ríkis- stjórninni og stuðningslið þeirra á Alþingi hefur svo til viðbóðar ekki látið sig muna um að lækka fram- lagið til Byggingarsjóðs ríkisins á fjárlögum úr rúmum milljarði króna á arunum 1987 og 1988 í heilar 50 milljónir í fyrra og 100 milljónir í ár. Staðreyndin er því sú að vandi Byggingarsjóðs ríkisins hefur magnast frá árinu 1987 vegna þess að félagsmálaráðherra hefur veigr- að sér við að taka raunhæfar ákvarðanir til að styrkja fjárhags- stöðu hans. Þess vegna er ekki að undra þótt nefnd sem rannsakar fjárhag sjóðsins komist að þeirri niðurstöðu að nú verði ekki lengur undan því vikist að koma jafnvægi á rekstur hans. Ásetningur ráöherra allan tímann? I niðurstöðum nefndarinnar kem- ur fram að unnt sé að koma jafn- vægi á fjárhagsstöðuna með því annaðhvort að hækka vexti í 5% á þeim lánum sem veitt hafa verið frá 1984 eða veita árlega 1-2 milljörð- um króna úr ríkissjóði næstu tíu árin eða svo. Það liggur í hlutarins eðli að eitthvert samspil af hvoru tveggja gerir sama gagn. Raunar segir nefndin að hækkun vaxta eldri lána í 4,5% ásamt 4-600 milljóna króna ríkisframlagi til ársins 2003 muni nægja til að koma á jafnvægi og frá þeim tíma verði ekki þörf ríkisframlaga. Þessir útreikningar bera og með sér að væri vaxtamunur hjá bygg- ingarsjóðnum á bilinu 0,5-1% eins og upphaflega var ætlunin og eins og stjómarflokkarnir lýstu yfír vorið 1989 að væri ásetningur þeirra þyrfti tiltölulega lítið ríkisframlag til að koma á næstu árum. Þá full- yrða reiknimeistarar félagsmálaráð- herra að fólk með lægri tekjur fái vaxtahækkun bætta að fullu í gegn- um vaxtabótakerfíð. Lánakerfíð frá 1986 hafði aðeins verið starfrækt í 10 mánuði þegar núverandi ráðherra félagsmála tók við embætti. Engu er líkara en ásetningur ráðherrans hafi allan tímann verið sá að gera ekkert til að styrkja fjárhagsstöðu sjóðsins til þess að geta nú þremur árum síðar lagt til að kerfíð yrði lagt niður á þeim grundvelli að það væri að gera byggingarsjóðinn gjaldþrota. Því þurfí annaðhvort að vísa öllum hús- byggjendum og íbúðarkaupendum í húsbréfakerfíð, þar sem ávöxtunar- krafa er tæp 7%, eða í hið svokall- aða félagslega kerfí og þá helst fé- lagslegar leiguíbúðir. En það virðist einmitt helsta hugðarefni ráðher- rans að beina sem flestum inn í slíkt leiguhúsnæði. Ogþótt húsbréfakerf- ið henti mörgum vel og þá einkum þeim sem efni hafa á að standa undir fullum markaðsvöxtum er ljóst að þrátt fyrir einhveijar vaxta- bætur (sem skerðast hratt með vax- andi tekjum og eignum) stendur stór hópur fólks illa eða ekki undir húsbréfaláni til 25 ára. Skiljanlegt er að slíkir aðilar vilji frekar bíða eftir hefðbundnu láni til 40 ára eí Geir H. Haarde þess er kostur. Full ástæða er til þess að spyija hver staða sjóðsins væri nú ef fé- lagsmálaráðherra hefði gripið til nauðsynlegra aðgerða strax og ljóst varð hvert stefndi. Hvað hefur fjár- hagsvandi Byggingarsjóðs ríkisins aukist mikið vegna aðgerðaleysis ráðherrans í þessu efni sl. þijú ár? Raunar er einnig ástæða til að kreíj- ast opinberra upplýsinga um fjár- hagsstöðu byggingarsjóðs verka- manna en lögum um hann var ger- breytt í vor án þess að gerð væri viðhlítandi grein fyrir fjárhagsstöðu hans. Ég hef ástæðu til að ætla að þar sé staðan síst betri en hjá Bygg- ingarsjóði ríkisins og gjaldþrot yfir- vofandi eftir tiltölulega fá ár. Á að koma aftan að fólki? Auðvitað hafa ýmsir ágallar kom- ið í ljós á húsnæðislánakerfinu frá 1986. Auðvitað er ekki stætt á því að niðurgreiða lánsfé til þorra lands- manna í gegnum húsnæðislánakerf- ið þótt eðlilegt sé að veita þeim opinbera fyrirgreiðslu sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Á slíkri fyrirgreiðslu hefur hin mikilvæga séreignar- stefna í landinu byggst. Fyrir þeirri stefnu hefur Sjálfstæðisflokkurinn öðrum fremur beitt sér og mun ekki frá hvika. Öllum nema forhertustu sameignarsinnum er ljóst hve gífur- legt atriði það er fyrir efnahagslegt sjálfstæði einstaklinga og fjöl- skyldna að búa í eigin húsnæði. Það er hins vegar efnahagslegt álitamál hvórt skynsamlegt sé að veija svo stórum hluta af ráðstöfunarfé lífeyr- issjóðanna og þar með sparnaði í iandinu til húsbygginga sem kerfið gerir ráð fyrir. Þessi atriði og mörg fieiri þarf að skoða af fyllstu alvöru þegar framtíðarstefnan er mörkuð og afstaða tekin til hlutverks lána- kerfisins frá 1986. En það er brigð við aðila vinnu- markaðarins og þá sem sótt hafa um lán í kerfinu sem um var samið 1986 að ætla að loka því á auga- bragði sökum þess að ráðherra þessa málaflokks hefur trassað að beita sér fyrir viðhlítandi ráðstöfun- um til að tryggja fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins. Húsnæðismálastjóm sendi þing- flokkum fyrir skömmu bréf vegna íjárhagsáætlunarbyggingarsjóðsins fyrir næsta ár. Það bréf er nánast neyðaróp vegna ástandsins í fjár- málum sjóðsins. En þar segir rétti- lega eftirfarandi: „Þá skal bent á það að þegar húsbréfakerfið hóf göngu sína var hinu almenna lána- kerfí ekki lokað. Stjórnvöld eru því að koma aftan að þeim umsækjend- um, sem ekki vilja fara í húsbréfa- kerfíð og telja sig eiga rétt á lánum úr almenna kerfínu, ef ekki verður hægt að gefa út frekari lánsloforð.“ Ekki kemur fram í áliti „nefndar til athugunar á fjárhagsstöðu Bygg- ingarsjóðs ríkisins" hveijir í henni sátu eða hvort einhveijir úr Hús- næðismálastjóm áttu þar sæti. Nefndin sýnir fram á í áliti sínu að með samspili vaxtahækkunar og ríkisframlags megi koma kerfínu frá 1986 á réttan kjöl og tryggja áfram- haldandi lánastarfsemi úr því ef vilji er til þess. Megintillaga nefndarinn- ar er engu að síður sú að kerfinu skuli lokað og þannig komið aftan að því fólki sem á grundvelli gild- andi reglna á rétt á lánsloforðum. Af fréttum má ráða að hugur félags- málaráðherra standi til hins sama. Ekki kæmi á óvart þótt ríkisstjórnin öll léti sig ekki muna um að bæta slíkri framkomu ofan á sín fyrri verk. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjnvík. Lenin lifi! eíiir Birgi ísleif Gunnarsson Eftir miðstjórnarfund Alþýðu- bandalagsins er ljóst að engin vandamál hafa verið leyst þar inn- andyra og öll ágreiningsmál geymd til síðara uppgjörs. Sumir hafa látið að því liggja að vandi Alþýðubandalagsins sé fyrst og fremst ágreiningur milli flokks- manna í Reykjavík og að lands- byggðarmenn séu ein órofa fylk- ing sem bíði þess eins að Reyk- víkingarnir leysi sín vandamál. Þetta er auðvitað mikil einföldun á staðreyndum. Djúpstæður ágreiningur Ágreiningurinn í Alþýðubanda- laginu er djúpstæður málefnaleg- ur ágreiningur sem teygir sig um allt land. Eftir hrun sósíalismans í Austur-Evrópu hafa hinir sann- trúuðu sósíalistar, sem í reynd hafa litið á þessi ríki sem fyrir- mynd, verið ráðvilltir og ekki treyst sér til að gera upp fortíð sína. Þetta tómarúm hafa tæki- færissinnar, eins og Ólafur Ragn- ar, gripið og hrifsað til sín völdin fyrir stjörfum augunum á gömlu sósíalistunum. Hinir síðarnefndu þora ekki í uppgjör og eiga ráð- herrastólarnir vafalaust þátt í því. Þeim stólum má ekki hætta fyrir nokkurn mun. Eitt lítið dæmi hve gjáin er breið á milli hópa er síðasta tölu- blað af tímaritinu „Rétti“. Undir- titill er „tímarit um þjóðfélags- mál“ en þetta rit er nú fyrst og fremst málgagn gömlu sósíalist- anna. Útgefandi er skráður gamla kempan Einar Olgeirsson og í rit- stjórn og ritnefnd eru ýmis þekkt nöfn úr flokkseigandafélagi Al- þýðubandalagsins eins og Álfheið- ur Ingadóttir, Gerður Óskarsdótt- ir, (ráðgjafi Svavars Gestssonar í menntamálaráðuneytinu) og Svavar Gestsson. Efni ritsins segir sína sögu Efnisyfirlit síðasta tölublaðs segir sína sögu. Leiðari ritsins fjallar um þróunina í Suður Áfríku, en síðar ritar Svavar Gest- son grein sem nefnist „Forsendur nýrrar stjórnmálasamstöðu". Þetta er augljóslega aðalgrein þessa tölublaðs. Þar er reynt að tjasla saman stefnu Alþýðubanda- lagsins eftir hrunið í Áustur-Evr- ópu. Þar má lesa dýrðarsetningar eins og þessa: „Veruleikinn hefur fært okkur heim sanninn um það að allt sem við höfum verið að segja um utanríkismálin er komið í ljós.“ Næst kemur grein tveggja só- síalista um kosningarnar í Nic- araqua — byltingu á krossgötum. Þar er harmað að Daníel Ortega skuli hafa beðið lægri hlut í kosn- ingum þar i landi og að Sandinist- ar skuli ekki hafa komið betur út. Jón Guðnason sagnfræðingur ritar um bók Þorleifs Friðriksson um „undirheima íslenskra stjórn- mála“, en þar er fjallað um mál- efni Alþýðuflokksins 1953-56, þegar Hannibal Valdimarsson var formaður flokksins. Lenin dreginn fram Svo tekur Lenin gamli við. Nú þarf aldeilis að taka á honum stóra sínum og sannfæra íslend- inga um hvað gera þurfi í þjóðfé- lagsmálum. Ottó Másson hefur þýtt tvo texta eftir Lenin og ritar pistil um þessar tvær greinar. Niðurstaðan er svohljóðandi: „En það er mikilvægt að svara áróð- ursherferð auðvaldsins. Nú þegar kreppa ríður yfír auðvaldsheim- inn, kreppa sem þegar er að sliga lönd „þriðja heimsins" svonefnda (eins og það sé einhver annar heimur) á verkafólk og vinnandi alþýða aðeins eitt var, eina leið til að veijast æ heiftúðlegri árás- um auðvaldsins og þessi leið er sósíalisminn. Spurningin stendur ekki einu sini um það hvort sósíal- isminn sé raunsæ leið: Hann er eina leiðin. Og hvaða raunsæi er það að trúa á auðvaldsskipulagið, þjóðfélag arðráns, kúgunar á van- þróuðum löndum, kynjamisréttis, kynþáttahaturs, gegndarlausrar auðæfasóunar, umhverfiseitrunar og hugareitrunar?" Eftir þennan boðskap eru svo birtar greinarnar tvær eftir Lenin og eiga þær væntanlega að vera Birgir ísleifur Gunnarsson „Þessi efiiistök í tíma- ritinu „Rétti“ sem m.a. Svavar Gestsson stjórnar bera glöggt vitni um að sósíalistar í Alþýðubandalaginu hafa ekkert lært. Nú er um að gera að pred- ika skoðanir Lenins ómengaðar fyrir Is- lendinga.“ ljós út úr myrkrinu fyrir íslend- inga. Þessi efnistök í tímaritinu „Rétti“ sem m.a. Svavar Gestsson stjórnar bera glöggt vitni um að sósíalistar í Alþýðubandalaginu hafa ekkert lært. Nú er um að gera að predika skoðanir Lenins ómengaðar fyrir íslendinga. Þeg- ar þjóðir Austur-Evrópu eru að varpa af sér því þjóðfélagi sem Lenin mótaði öðrum fremur, þá skulum við ekki láta deigann síga. Lesum Lenin og tileinkum okkur kenningar hans. Svo segja menn að ágreiningurinn í Alþýðubanda- laginu sé um form en ekki efni. Höfundur er alþingismaður SjálfstæðisHokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. Byggium álver á Keilisnesi eftirKarl Steinar Guðnason Nú þegar ítarlegar athuganir hafa leitt í ljós að bygging nýs ál- vers er hagkvæmust á Keilisnesi hefur umræðan um staðsetningu færst í nýjan farveg. Fram hafa komið einstaklingar, einkum stjórn- málamenn, sem haft hafa í hótunum fái þeir ekki álver á sínar heimaslóð- ir. Þeir beita fyrir sig byggðastefnu og setja fram rangar eða mjög óná- kvæmar fullyrðingar. Ranglát kjördæmaskipan Ekki er vafí á því að Atlantal mun vilja staðsetja fyrirhugað álver þar sem það er hagkvæmast og gefur mestan arð. Það er því að mínu mati óhugsandi annað en þeir vilji byggja álverið á Keilinesi. Það er hinsvegar allsendis óvíst hvort eigendur álversins eða þá heil- brigð skynsemi fái ráðið staðsetn- ingu. Alþingi verður að samþykkja staðsetninguna. íbúar Reykjaness eiga þar undir högg að sækja vegna ranglátrar kjördæmaskipunar. Þeir, ásamt Reykvíkingum, hafa ekki sama atkvæðisrétt og aðrir landsbú- ar. í dag er ég mjög áhyggjufullur vegna þess að á Alþingi fínnast menn, sem fremur vilja ekkert álver og enga uppbyggingu stóriðju, en að það verði staðsett á Reykjanesi. Margir ráðherrar hafa látið í Ijós að þeir vilji staðsetningu álvers annars staðar en hér syðra. 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu þings- ályktun á síðasta þingi um að stað- setja það fyrir norðan eða austan. Svo virðist að aðeins 2-3 þingmenn Framsóknarflokksins geti samþykkt staðsetningu á Keilisnesi, hinir á móti. í Alþýðubandalaginu mun það ríkjandi skoðun að staðsetja eigi það annars staðar en hér syðra. í Al- þýðuflokknum eru ennþá skiptar skoðanir. Kvennalistinn er á móti álveri. Samkvæmt þessu er varla þingmeirihluti fyrir því að staðsetja nýtt álver þar sem það er hagkvæm- ast, þ.e. á Keilisnesi. Á ríkissjóður að borga? . Atlantalhópurinn mun vafalaust segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að staðsetja álverið annars staðar en á Keilisnesi samþykki Alþingi það. Þeir munu jafnframt gera þá kröfu að Islendingar greiði þann kostnað sem af því hlýst. Sá kostn- aður gæti numið 2-2,5 milljörðum króna að minnast kosti. Ástæða er til að spyija: Er réttlætanlegt vegna rómantískrar byggðastefnu að mis- nota skattfé landsmanna á þann hátt? Auðvitað er það fráleitt. Það verður að koma í veg fyrir slíka misnotkun á almannafé. Samskipti við verkalýðsfélög Margir staðir hafa verið skoðaðir með staðarval í huga. Meðal annars var aðstaðan í Straumsvík skoðuð gaumgæfilega. Nú hefur Atlantal- hópurinn afskrifað þann möguleika. Ekki er ólíklegt að andstæðingar Reyknesinga hafi hvíslað óhróðri og rógi um hafnfirskt verkafólk. Sagt verkalýðsfélögin þar óalandi og ófeijandi, því væri óhugsandi að þeir fengju nokkurn vinnufrið. Ég dreg þessa ályktun af því sl. þriðjudagskvöld sagði iðnþróunar- fulltrúi Eyjafjarðar í sjórivarpinu að verkalýðsfélögin fyrir norðan verði heppilegri samningsaðili og þá vænt- anlega betri en þeir sem semja þyrfti við, verði álverið byggt á Keil- isnesi. Kannske veit maðurinn ekki að verkalýðsfélögin á Suðurnesjum verða samningsaðilar við atvinnu- rekendur á Keilisnesi. Þau hafa langa og farsæla reynslu af viðskipt- um sínum við útlendinga. Verkalýðs- félögin hafa vissulega haldið á rétti félagsmanna sinna, en óbilgirni og ábyrgðarleysi hefur aldrei ráðið ferð- inni. Hvað manninum kemur til með þessari fullyrðingu er óskiljanlegt. Rétt er að geta þess að þau verka- lýðsfélög á Suðurnesjum, sem koma til með að semja við álversmenn, hafa þegar gert samkomulag um fyrirkomulag samningagerðar og kynnt það fulltrúum Atlantals. Hafa þeir metið það samkomulag sem mjög jákvætt framlag. Karl Steinar Guðnason Atvinnuleysi í röksemdum norðanmanna er oft vitnað í atvinnuleysistölur til að rökstyðja nauðsyn þess að byggja álverið þar. Þá er því alveg sleppt að hér syðra er viðvarandi atvinnu- leysi. Atvinnuleysi er mikið böl, hvar sem er. Samkvæmt upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins um atvinnuleysi í júní sl. voru 133 atvinnulausir á Suður- nesjum. Á höfuðborgarsvæðinu, en þar mun fólk áreiðanlega sækja eft- ir störfum í nýju álveri, voru 1.027 Suöurland 1.543 tonn -20.628 tonn Reykjanes Kvótatitfærslur tnilli landshluta með skipasölum 1984-1988 Vesturiand i -507 tonnl | Vestfirðir I 275 1 tonn Norðurland 8.433 vestra tonn Norðurland 12.347 eystra tonn Austurland Mbuaöi Atvinnan, lífsbjörgin hefúr flust frá Reyknesingum og norður. Er ekki nóg komið? atvinnulausir eða samtals 1.160 manns. Á sama tíma voru 452 at- vinnulausir á öllu Norðurlandi (vest- ur og austur) og 127 á öllu Austurl- andi. Þessar tölur sýna svart á hvítu að atvinnuleysi er mest hér syðra. Hvers á það fólk að gjalda? Dettur mönnum í hug að fólkið hér syðra sé öðruvísi atvinnulaust en fólkið fyrir norðan eða austan? Hvað er byggðastefna? Mikið er fjargviðrast út af röskun byggða landsins. Auðvitað eru snöggar breytingar í byggðaþróun óæskilegar. Hinsvegar eru takmörk fyrir því hve langt má ganga á fjára- ustri til að koma í veg fyrir röskun byggðar. Síðustu árin eða frá því kvótakerfið var tekið upp hefur gífurleg röskun átt sér stað. Reyk- nesingar, einkum Suðurnesjamenn, hafa mjög orðið fyrir barðinu á þess- um breytingum. Samdráttur í sjáv- arútvegi og fiskvinnslu á Suðurnesj- um er svo alvarlegur að óþolahdi er. Atvinnuleysi og rýrnandi tekju- möguleikar á svæðinu er einkum því að kenna að kvótinn hefur flust norð- ur. Atvinnan og lífsbjörgin hefur verið tekin frá fólkinu. Á meðfylgj- andi súluriti sést greinilega hver þróunin hefur verið. Það er athyglis- vert að nú á að höggva í sama kné- runn. Það má aldrei takast. Ástæða er til að spyija: Er það byggðastefna að gera fólkið á Reykjanesi atvinnu- laust? Stöðvun ráðninga Varnarliðið hefur verið stór at- vinnurekandi á Suðurnesjum. Þar hafa rúmlega þúsund manns starf- að, auk þeirra hundruða, sem starfað hafa hjá verktakafyrirtækjunum, sem vinna fyrir varnarliðið. Undanfarin ár hefur verið hægt að stóla á þessa atvinnumöguleika. Nú eftir að breytingar fóru að ger- ast í Austur-Evrópu og með sundr- ungu Varsjárbandalagsins hafa breytingar í starfsmannahaldi varn- arliðsins gert vart við sig. Þann 22. janúar sl. voru nýráðn- ingar hjá varnarliðinu stöðvaðar nema í undantekningartilfellum. Sú tilskipun gildir fyrir allar herstöðvar Bandaríkjamanna erlendis. Slíkar tilskipanir hafa reyndar oft komið áður. Alltaf hefurtekist að fá undan- þágu. Nú hefur það ekki tekist. Verkalýðsfélagið hefur unnið ötul- lega að því að fá ráðningarbanninu*^ aflétt. Éinnig hefur utanríkisráð- herra og sendiherra Bandaríkjanna hér á landi beitt sér í þessu máli. Árangur hefur enginn orðið. Svör ráðamanna í Bandaríkjunum benda hinsvegar til þess að enn meiri sam- dráttur á starfsmannahaldi muni eiga sér stað og er vísað til batn- andi friðarhorfa. Nú er ástæða til að spyija þá sem leggjast gegn ál- veri á Keilisnesi: Hvað á að verða um það fólk, sem hjá varnarliðinu og verktakafyrirtækjum starfar? Á að fórna því á altari byggðastefn- unnar? Uppbygging stóriðju ^ Það er ljóst að í fjölda ára hefur ríkt stöðnun í uppbyggingu stóriðju og nýtingu fallvatna á íslandi. Það er fyrst nú eftir að Jón Sigurðsson varð iðnaðarráðherra að hreyfing komst á málin. Hann og samstarfs- menn hans hafa unnið þrekvirki í þessum málum. Það væri hinsvegar mikið óhappaverk, ef Atlantal verður þvingað til að staðsetja álverið ann- ars staðar en það er hagkvæmast. Það kostar ekki aðeins stórfé heldur er það líka gagnstætt þjóðarhags- munum. Ég hvet Reyknesinga til að láta í sér heyra um staðsetningu álvers- ins. Síbylja þrýstihópa, sem beita röngum og ónákvæmum fullyrðing- um, má ekki yfirgnæfa umræðuna. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokk í Reykjaneskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.